Morgunblaðið - 24.02.1989, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989
Söngvar Satans:
Útgefendur hyggjast gefa bókina út
Reuter
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, ásamt Shevardnadze á fréttamanna-
fundinum í gær. Á laugardag fer sovéski utanríkisráðherrann til
írans og mun þá meðal annars ræða við Khomeini erkiklerk.
Shevardnadze í Miðausturlandaferð:
/í • j • *
París, Nikosíu, Tókýó. Reuter.
NOKKRAR bókaútgáfur og bóka-
verslanir í Evrópu, sem frestað
höfðu útgáfii og sölu á bókinni
Söngvum Satans vegna dauðahót-
ana gegn höfundi og útgefendum
hennar, hafa ákveðið að koma
henni á markaðinn bráðlega.
Franskur bókaútgefandi, Christ-
ian Bourgois, skýrði frá því að hann
myndi gefa Söngva Satans út bráð-
lega í samvinnu við nokkrar franskar
bóka- og blaðaútgáfur. Bourgois
sagðist hafa tekið þessa ákvörðun í
samráði við aðra evrópska bókaút-
gefendur, sem ættu við sama vanda
að stríða og hefðu komist að sömu
niðurstöðu og hann.
Öfgamenn úr röðum múslima_ í
Libanon, sem styðja stjómvöld í ír-
an, lýstu því yfír að þeir myndu
„hegna öllum þeim stofnunum og
samtökum sem á einn eða annan
hátt [vanvirtu] múhámeðstrúna eða
spámanninn mikla". Þeir minntust
ekki á þijá gísla, sem þeir hafa í
haldi, en Rushdie-málið hefur valdið
vaxandi áhyggjum út af öryggi allra
vestrænu gíslanna 17 í Líbanon.
Leiðtogar vestrænna ríkja, sem
eru í Tókýó vegna útfarar Híróhítós,
fyrrum Japanskeisara, hvöttu til
sameinaðrar andstöðu gegn aðförinni
að Rushdie.
Afganskir skæruliðar:
Samkomulag um stjóm
Islamabad. Reuter.
Afganskir skæruliðar kusu í gær hófsaman mann, Sibghatullah
Mojaddidi, sem forseta bráðabirgðastjórnarinnar, sem þeir vilja, að
taki við stjórnartaumunum í Kabúl þegar borgin er fallin.
Pakistanska ríkissjónvarpið
sagði, að íslamskur harðlínumaður,
Abdurhab Rasul Sayyaf, hefði verið
kjörinn forsætisráðherra á fundi
skæruliða í Rawalpindi í Pakistan
eftir að skæruliðaforingjamir höfðu
komist að samkomulagi um kosn-
ingareglur. Voru þær þannig, að
atkvæði á bak við mann réðu því
hvaða embætti hver hlyti og var
forsetaembættinu skipað fremst, þá
forsætisráðherraembættinu og
síðan embætti fjármála-, vamar-
mála-, innanríkismála-, utanríkis-
mála- og endurreisnarmálaráð-
herra.
Bandaríkjasljórn ræð-
ur ekkiein við vandann
Sovétmenn bjóða Israelsstjórn fullt stjórnmálasamband
fallist hún á alþjóðlega friðarráðstefnu ásamt PLO
Kairó, Tókýó. Reuter.
EDÚARD Shevardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna,
sagði í gær f Kairó f Egypta-
landi, að það væri ekki á færi
Bandaríkj astj ómar einnar að
fínna lausn á deilum araba og
íraela. Þá kvaðst hann telja
mikla hættu á styrjöld i Miðaust-
urlöndum og hugsanlega kjarn-
orkustyrjöld. James Baker, ut-
anríkisráðherra Ban daríkjanna,
sagði f Tókýó í gær, að Sovét-
menn gætu lagt sitt af mörkum
til friðar í Miðausturlöndum með
þvi að taka upp fullt stjóm-
málasamband við ísraela og
Ingmar Bergman hlaut
Soiming-verðlaunin
Kaupmannahöfn. Reuter.
SÆNSKI leikstjórinn Ingmar
Bergman hlaut í gær Sonning-
verðlaunin dönsku en þeim er
úthlutað annað hvert ár til ein-
hvers, sem lagt hefur mikið af
mörkum til evrópskrar menning-
ar.
Bergman fékk verðlaunin, rúmar
3,5 milljónir ísl. kr., fyrir kvik-
myndaleikstjóm, fyrir að hafa
„mótað og eflt listræna tjáningu,
sem túlkaði og stæði föstum fótum
jafnt í norrænni sem evrópskri
menningararfleifð". Bergman mun
taka við verðlaununum við hátíð-
lega athöfn í Kaupmannahöfn í
október.
Ingmar Bergman
halda aftur af róttækum öflum.
„Eins og nú er ástatt í Miðaust-
urlöndum er mikil hætta á styijöld,
sem orðið gæti að kjamorkustyijöld
fyrr en varði," sagði Shevardnadze
á fréttamannafundi í Kairó að lokn-
um viðræðum við Moshe Arens,
utanríkisráðherra ísraels, Yasser
Arafat, leiðtoga PLO, Frelsisfylk-
ingar Palestínumanna, og frammá-
menn í arabaríkjunum. Sagði hann,
að Sovéts'tjómin ætlaði að leggja
sig alla fram við tilraunir til að
koma á friði í Miðausturlöndum og
lýsti yfír, að hún væri reiðubúin að
taka upp fullt stjómmálasamband
við ísraela féllust þeir á að taka
þátt í alþjóðlegri friðarráðstefnu
ásamt PLO. Á fundinum í fyrradag
kvaðst Moshe Arens hins vegar
ekki taka í mál beinar viðræður við
PLO.
Shevardnadze veik að George
Bush Bandaríkjaforseta og sagði,
að hann vildi takmarka afskipti
Sovétmanna af málefnum Miðaust-
urlanda. „Það er leitt því að hér
er -það metingurinn, sem hefur
mótað afstöðuna. Það væri fagnað-
arefni gæti Bandaríkjastjóm ráðið
ein fram úr öllum vandamálunum
en svo er bara ekki. Það verða allir
að taka höndum saman," sagði
Shevardnadze.
Reuter
Voru lífverðimir að verki?
13 ára gömul stúlka var skotin til bana í Jóhannesarborg i Suður-
Afriku í gær og telur lögreglan að stúlkan hafi verið myrt í
hefiidarskyni vegna morðs á einum af lífvörðum Winnie Mand-
ela, eiginkonu blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela. Árásar-
mennimir vörpuðu einnig eldsprengjum á heimili stúlkunnar, sem
er við sömu götu og morðið á lífverðinum var framið. Á mynd-
inni er systir stúlkunnar, sem var myrt, jafiia sig á brunasárum
sem hún fékk f árásinni.
Tékkóslóvakía:
Taka ekki mark
á mótmælunum
London, Búdapest, Prag. Reuter.
BRESKA rikisstjórain mótmælti
í gær formlega fangelsisdómin-
um yfir tékkneska leikskáldinu
Vaclav Havel og það sama gerði
Kosið til fulltrúaþings Sovétríkjanna í næsta mánuði:
Sajudis hugsar sér gott til glóðarinnar
Vilnu. Reuter.
KOMMÚNISTAFLOKKURINN I Sovétlýðveldinu Litháen býr sig
nú undir kosningar sem eiga sér engin fordæmi til hins nýja
fulltrúaþings Sovétríkjanna. í kosningunum, sem fram fara í
næsta mánuði , má telja líklegt að leiðtogi flokksins, Algirdas
Brazauskas, þurfi að beijast fyrir því að hljóta tilskilið fýlgi til
að ná sæti á þinginu. Félagar í Qöldahreyfíngunni Sajudis ætla
að bjóða fram á móti kommúnistum og sagði Vitautas Lands-
bergis, formaður Sajudis, í viðtali við Reuters-fréttastofima að
hann vænti þess að hreyfingin ynni 30 af 42 þingsætum Litháa
á fidltrúaþinginu.
Líkt og í öðrum Sovétlýðveldum
er kommúnistaflokkurinn eini lög-
mæti stjómmálaflokkurinn í
Eystrasaltslöndunum þremur og
umbótaáætlanir Míkhafls Gorb-
atsjovs Sovétleiðtoga hafa í engu
breytt „forystuhlutverki" því sem
stjómarskrá Sovétríkjanna kveð-
ur á um að flokkurinn gegni. En
Sajudis og Þjóðfylkingin í Lettl-
andi og Eistlandi, sem eru fjölda-
hreyfíngar og beijast fyrir endur-
heimt þess sjálfstæðis er var við
lýði í ríkjunum þremur áður en
þau voru innlimuð í sovéska ríkja-
sambandið í stríðslok, njóta nú æ
meiri stuðnings á kostnað komm-
únistaflokksins.
Félagar í þessum hreyfingum
gripu tækifærið fegins hendi þeg-
ar boðað var til fijálsra kosninga
í fyrsta sinn í Sovétríkjunum í
mars næstkomandi og mynduðu
skipulagða stjómarandstöðu sem
ekki á sinn lfka annars staðar í
Sovétríkjunum.
Sajudis hefur beitt sér fyrir
vemdun menningu og tungu Lit-
háa auk þess sem hreyfíngin hef-
ur krafíst stjómmálalegs og eftia-
hagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar
og hraðari framkvæmdar á um-
bótaáætlunum Gorbatsjovs. Nú
bjóða margir leiðtogar hreyfíng-
arinnar sig fram í kosningum til
fulltrúaþingsins í næsta mánuði,
oft á móti forystumönnum komm-
únistafíokksins. Landsbergis býð-
ur sig til að mynda fram í bænum
Pangevezhys í Norður-Litháen á
móti bæjarstjóranum þar. Arvyd-
as Juozaitis, heimspekikennari og
félagi í Sajudis, býður sig fram í
Vilnu á móti Brazauskas, leiðtoga
Kommúnistaflokks Litháens.
Líklegt má telja að grannt verði
fylgst með kosningaúrslitum í
höfuðborg landsins.
„Aðeins 42 af 2.250 þingsætum
á fulltrúaþinginu eru ætluð Lit-
háum," sagði Landsbergis. Hann
sagði ennfremur að margir hefðu
haft það á orði við forystumenn
Sajudis að skynsamlegra væri að
einbeita sér að þingkosningum í
lýðveldinu sem haldnar verða
næsta haust. Sajudis verði að ná
meirihluta á litháenska þinginu
ef hreyfíngin ætli að koma á rót-
tækum stjómarfarsbreytingum
innan lýðveldisins.
„Við ákváðum að bjóða fram í
þessum kosningum því við teljum
okkur geta dregið af því mikinn
pólitískan lærdóm," sagði Lands-
bergis. „Þá er einnig hugsanlegt
að fulltrúar Sajudis á fulltrúa-
þinginu í Moskvu hitti fyrir full-
trua svipaðra hreyfínga í öðrum
lýðveldum og að saman myndi
þeir stjómmálalegt afl sem láti
mikið að sér kveða. Þar á ég aðal-
lega við fulltrúa frá Eistlandi og
Lettlandi en einnig öðrum Sovét-
lýðveldum þar sem andstöðuhópar
hafa skotið rótum - í Kákasu-
slöndunum Grúsíu og Armeníu og
jafnvel Moldavíu."
ungverskt verkalýðsfélag, eina
óháða stéttarféiagið í Austur-
Evrópu að undanskilinni Sam-
stöðu i Póllandi. Stjóravöld í
Tékkóslóvakíu hafa sakað vest-
ræn ríki um afskipti af tékknesk-
um innanrikismálum og segjast
Éara eftir alþjóðlegum mannrétt-
indasamþykktnm.
Sendiherra Tékka í Bretlandi,
Jan Fidler, vom í gær afhent form-
leg mótmæli bresku stjómarinnar
vegna dómsins yfír Havel og um
leið var krafíst skýringa á ofsóknum
tékkneskra stjómvalda á hendur
andófsmönnum. Bretar hafa tekið
mjög einarða afstöðu gegn mann-
réttindabrotum í Austur-Evrópu og
í fyrradag kröfðust þeir upplýsinga
af Rúmeníustjóm um 23 andófs-
menn þar í landi.
„Við fordæmum aðgerðir lög-
reglunnar og það, að mönnum skuli
refsað fyrir skoðanir sínar," sagði
í mótmælum Lýðræðislegs stéttar-
félags raunvísindamanna í Ungveij-
alandi, eina fijálsa verkalýðsfélags-
ins í Austur-Evrópu, sem nú fær
að starfa. Var það stofnað í maí í
fyrra og hefur rúmlega 4.000
manns innan sinna vébanda.
Tékknesk stjómvöld vísuðu í gær
á bug gagnrýni margra ríkja og
sögðu, að þau fylgdu í einu og öllu
samþykktum um mannréttindamál.
Þeir, sem héldu öðru fram, væru
andsnúnir sósíalismanum.