Morgunblaðið - 06.04.1989, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.04.1989, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRIL 1989 Gorbatsjov á Kúbu: Segir byltmguna ekki vera útflutningsvöru Bandaríkjastjórn hvetur Sovétieiðtogann til að hætta að senda sandinistum í Nicaragua vopn Havanna, Washington. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovét leiðtogi hvatti til þess í ræðu á þriðjudag að stórveldin hættu að senda vopn til deiluaðila í Mið- Ameriku þar sem yfir 100 þús- und manns hafa fallið í átökum á þessum áratug. Sagði hann að raunhæfúr möguleiki væri nú á því að koma á friði í heimshlutan- um. Athygli hefúr vakið sú yfir- lýsing leiðtogans að byltingu og gagnbyltingu sé ekki hægt að flytja út til annarra rikja og leysa beri deilur með pólitískum að- ferðum en ekki hernaði. Talsmaður Bandaríkjastjómar, Marlin Fitzwater, hrósaði Sovétleið- toganum fyrir þessi ummæli en sagði að gjörðir yrðu að fylgja orð- um; grundvallaratriði væri að Sov- étmenn stöðvuðu hemaðaraðstoð sína við Nicaragua en hún nemur um 500 milljónum Bandaríkjadala (26 milljörðum ísl.kr.já ári. Fitz- water lét í ljós vonbrigði yfir því að Sovétleiðtoginn hefði ekki komið með neinar nýjar tillögur til lausnar á átökunum í Mið-Ameríku. Gorbatsjov hrósaði Nicaragua- stjóm fyrir það sem hann kallaði „ný skref í átt til lýðræðis" og Ungverjaland: Dóttir Nagys ber kennsl á lík hans Búdapest. Reuter. DÓTTIR Imres Nagys, fyrrum forsætisráðherra Ungveijalands sem tekinn var af lífi fyrir þátt sinn í uppreisninni 1956, kveðst hafa borið kennsl á lík föður síns. Ungverska ríkisstjórnin féllst á að lík Nagys og þriggja samráð- herra hans yrðu grafin upp en þeir voru sakaðir um landráð fyrir hlutdeild sína í uppreisninni og teknir af lífi árið 1958. hvatti ríkar þjóðir til að styðja til- lögur Bandaríkjastjómar um lausn á skuldavanda þriðjaheimsríkja. Á hinn bóginn er talið ljóst að Sovét- leiðtoginn hafi vísað á bug áskorun George Bush Bandaríkjaforseta þess efnis að Sovétmenn hætti ein- hliða að styðja byltingarmenn í Rómönsku Ámeríku með vopnum. Gorbatsjov sagði m.a. að Banda- ríkjamenn litu á Rómönsku Reuter Síðbúinn snjór Þótt veturinn hafi verið með eindæmum mildur í Suður- Englandi var sqjókoma í Bushey, vestur af Lundún- um, í gær. Þessi stúlka notar tækifærið til að búa til snjókarl. AÐALFUNDUR Ameríku sem þeirra eigin húsagarð og það sjónarmið gæti hann ekki fallist á; þjóðimar ættu sjálfar að ráða málum sínum, án afskipta stórveldanna beggja. Er Fidel Kastro Kúbuforseti kvnnti Gorbatsjov fyrir fulltrúum á þinginu, þar sem Sovétleiðtoginn flutti ræðu sína, sagði Kastro að Gorbatsjov væri „djarfur baráttu- maður fyrir friði.“ Leiðtogamir undirrituðu samning um „bróður- lega vináttu þjóðanna sem byggist á samiginlegri hugmyndafræði og ekkert getur sundrað." Kastro hef- ur staðfastlega neitað að koma á umbótum í anda perestrojku Gor- batsjovs í landi sínu. Reuter Míkhaíl Gorbatsjov og Fidel Kastro skiptast á spjöldum þar sem skráður er vináttusamningur ríkja þeirra. Sveitarstj órnarkosningar í Grænlandi: Vinstriflokkurinn Inuit Ataquatiit jók fylgi sitt Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Vinstriflokkurinn Inuit Ataq- atigiit vann verulega á í sveitar- stjórnarkosningunum, sem fram fóru í Grænlandi á þriðjudag, en hægriflokkurinn Atassut tapaði mestu. Sjö hundruð frambjóðendur börð- ust um 192 sæti í 18 sveitarstjóm- um og fóru leikar þannig, að Sium- ut-flokkurinn, sem skipað er á bekk með jafnaðarmönnum, fékk 96, tap- aði sex, en hefur eftir sem áður um 40% atkvæða. Atassut fékk nú 32% atkvæða en hafði 44% í síðustu kosningum. Tapaði flokkurinn 13 sveitarstjórnarsætum og hefur nú 57. Inuit Ataqatigiit fékk 14% at- kvæða og 17 sæti en 1983 fékk hann 7% og sjö sæti. í nokkrum kjördæmum bauð fram nýr flokkur, Issittuup Partiaa, sem samtök fiski- og veiðimanna stóðu að, en hann fékk hvergi mann kjörinn. 20 sveitarstjómasæti komu í hlut borgaralista eða óháðra fram- bjóðenda. Kjörsókn var aðeins 61% og hefur aldrei fyrr verið syo lítil í sveitarstjórnarkosningum. í kosn- ingum til landsþingsins hefur hún hins vegar verið minni en þetta. í Qaqortoq, sem áður hét Juliane- háb, var Hendrik Lund endurkjör- inn bæjarstjóri fyrir Siumut en Lund er annar tveggja ræðismanna íslands í Grænlandi og var við nám í Háskóla Islands í eina tíð. I Qaq- ortoq náði einnig kjöri fyrir sama flokk Benedikta Kristiansen, sem gift er Guðmundi Þorsteinssyni. Þau bjuggu áður í Reykjavík en hafa verið í Qaqortoq, heimabæ Benediktu, undanfarin ár. Daley borgar- stjóri Chicago Chica^o. Reuter. DEMOKRATINN Richard Daley var kjörinn borgarstjóri Chicago, þriðju stærstu borgar Bandaríkjanna, á þriðjudag og fetar hann þar með í fótspor föður síns og alnafna, sem var borgarstjóri í Chicago í 21 ár. Þegar talningu var því sem næst lokið hafði Daley hlotið 56% at- kvæða en helsti keppinautur hans, blökkumaðurinn Timothy Evans, 40% atkvæða. Namibía: S-Afríkumenn vilja tryggja skæruliðum undankomuleið Aðalfundur Arnarflugs hf. fyrir árið 1988 verður haldinn á Hótel Sögu v/Hagatorg í Reykjavík, Skála á 2. hæð í nýbyggingu, miðvikudaginn 12. apríl 1989 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Rekstrar- og efnahagsreikningur félagsins fyr- ir liðið starfsár ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda lagðir fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps fé- lagsins á reikningsárinu. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda fyrir liðið starfsár. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins sem hér segir: a) Breyting á 4. gr., sem heimili stjórn félags- ins að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 315.000.000. b) Breyting á 20. og 22. gr., sem mæli fyrir um fjölgun stjórnarmanna úr sjö í níu og að undirskrift meirihluta stjórnarmanna skuld- bindi félagið. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning tveggja endurskoðenda. 8. Önnur mál. Stjórn Arnarflugs hf. Skæruliðar fara hvergi, segir leiðtogi SWAPO Windhoek, Harare. Keuter. PIK Botha, utanríkisráðherra Suður-Afiríku, gerði það að til- lögu sinni í gær í bréfi sem hann sendi Javier Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að skæruliðum úr Alþýðufylking- unni í Suðvestur-Afríku, SWAPO, verði gert kleift að komast óhindrað frá Namibíu, að því tilskildu að þeir leggi nið- ur vopn. Sam Nujoma, leiðtogi SWAPO neitaði með öllu að verða við óskum Suður-Afríku- manna og kallaði tillögu Botha „móðgun við heilbrigða skyn- semi“. Hátt í 200 manns hafa Reutcr Suður-afrískir hermenn söfnuðust saman við bæinn Undangwa í Norður-Namibíu þar sem harðir bardagar geisa milli suður-afrísks herliðs og skæruliða úr SWAPO-aðskilnaðarhreyfingunni. fallið í átökum skæruliða og suð- ur-afrísks herliðs, sem geisað hafa frá því á laugardag. í bréfinu fór Botha þess á leit við SÞ að þeir settu upp eftirlits- stöðvar þar sem skæruliðar gætu gefið sig fram, að sögn suður-afrí- skra embættismanna. Þeim yrði síðan tryggð undankoma yfir landa- mærin til Angóla þar sem þeir hafa bækistöðvar. Suður-afrísk stjórnvöld hafa sak- að skæruliða SWAPO um að hafa ráðist inn í Namibíu nokkrum stundum eftir að vopnahlé gekk í gildi á laugardag. Sam Nujoma, leiðtogi SWAPO, hefur vísað þeim sakargiftum á bug. „Staðhæfing suður-afrískra stjórnvalda þess efn- is að SWAPO-skæruliðar hafi farið yfir landamærin 1. apríl er til- hæfulausar," sagði Nujoma. Forsvarsmenn friðargæslusveita SÞ íhuga nú að flytja liðsstyrk með flugvélum til ófriðarsvæðanna í von um að binda enda á bardagana. ' Talsmaður lögreglunnar í Wind- hoek í Namibíu sagði að 179 skæru- liðar og 21 suður-afrískur hermaður hefðu fallið í átökunum, sem staðið hafa í fimm daga. „Það geisa ennþá harðir bardagar á vígvellinum og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.