Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 7
M0RGUNBL4i«g MppAR^Ug j&,AIj]pC ?989 ,
7
Steingrímur Hermannsson
Vil fá Borgaraflokk-
inn til liðs við stjómina
STEINGRÍMUR Hermannsson
forsætisráðherra segist vilja það,
sem eftir er af þingflokki Borg-
araflokksins, til liðs við ríkis-
stjórnina og að það muni koma í
ljós á næstu vikum hvort honum
verði að þeirri ósk sinni.
„Því verður ekki neitað, að þeir
sem eftir eru í þingflokki Borgara-
flokksins hafa verið jákvæðari gagn-
vart ríkisstjórninni," sagði
Steingrimur á fundi framsóknarfé-
laganna í Kópavogi í fyrrakvöld.
Hann tók þó fram, að ríkisstjórnin
hefði á engan hátt haft áhrif á klofn-
ing Borgaraflokksins á meðan upp-
gjör hefði átt sér stað innan þing-
flokksins.
„Ég tel mikilvægt. að Borgara-
fiokkurinn komi inn í ríkisstjómina,
en það er auðvitað til einskis að taka
nýja menn inn í stjómina ef okkur
tekst ekki að ráða við þau vanda-
mál, sem framundan eru,“ sagði
Steingrímur. „Sú breyting gæti þó
orðið á ríkisstjóminni ef sæmilega
þróast á næstu vikum.“
Spariskírteini ríkissjóðs:
Askriftaloforð um
150 milljónir króna
RÍKISSJÓÐUR hefiir fengið lof- 7.500 krónur á mánuði á mann.
orð um spariskírteinakaup í
áskrift fyrir um 150 milljónir
króna frá almenningi, að sögn
Más Guðmundssonar efnahags-
ráðgjafa ríkisstjómarinnar.
Herferð fyrir sölu spariskírteina í
áskrift hófst fyrir um mánuði síðan.
Almenningur fékk send heim eyðu-
blöð til útfyllingar þar sem ákveðinni
upphæð er lofað mánaðarlega til
kaupa á spariskírteinum. Alls nema
loforðin nú um 150 milljónum króna
og eru þau frá rúmlega 2.200 manns
að sögn Más. Það em að jafnaði um
• •
Yngvi Om kos-
inn formaður
YNGVI Óm Kristinsson hagfræð-
ingur í Seðlabanka íslands var
kosinn formaður Sambands
íslenskra bankamanna á 36. þingi
SIB sem lauk síðdegis í gær. Hin-
rik Greipsson gaf ekki kost á sér
áfram.
A þinginu í gær var mest fjallað
um kjaramál og atvinnu og sam-
þykktar ályktanir í því efni. Þá flutti
Tore Andersen deildarstjóri hjá
norska bankamannasambandinu er-
indi um atvinnuástandið meðal nor-
skra bankamanna.
Kostnaður við söluherferðina segir
Már að sé á bilinu 3,5 til 4 milljónir
króna. „Þetta er bara fyrsti mánuð-
urinn, þannig að viðtökumar hafa
verið mjög góðar," segir Már Guð-
mundsson.
Hann er allt
Öðruvísi staður
BIPCAIDWAT
Tvöfalt stærri en síðast!
170 sölubásar á báðum hæðum!
Hlustið á beint útvarp úr Kolaportinu
frá kl. 10-14 á Útvarp Rót, FM 106,8-
KOLAPORTIÐ
Nia**Ka£>StOQT
... undir seðlabunkanum
Vorleikur 89
Vegna mikillar eftirspurnar
frá viðskiptavinum höfum viö ákveðið að leita
eftir umboðsaðilum úti á landi.
•m Aðeins vel staðsett og traust fyrirtæki koma til greina.
m Aðeins staðgreiðsla eða 45 daga víxlar samþykktir sem greiðsla.
■ Upplýsingar um viðskiptabanka eru skilyrði fyrir viðskiptum.
/ÍW i MURRY
USLeisure
Vinsamlega skrifið Kristni Benedikssyni
c/o Vorleikur'89
I Mávahlíð 11
105 Reykjavík.
Teiknaö hjá Tómasi