Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 7
M0RGUNBL4i«g MppAR^Ug j&,AIj]pC ?989 , 7 Steingrímur Hermannsson Vil fá Borgaraflokk- inn til liðs við stjómina STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segist vilja það, sem eftir er af þingflokki Borg- araflokksins, til liðs við ríkis- stjórnina og að það muni koma í ljós á næstu vikum hvort honum verði að þeirri ósk sinni. „Því verður ekki neitað, að þeir sem eftir eru í þingflokki Borgara- flokksins hafa verið jákvæðari gagn- vart ríkisstjórninni," sagði Steingrimur á fundi framsóknarfé- laganna í Kópavogi í fyrrakvöld. Hann tók þó fram, að ríkisstjórnin hefði á engan hátt haft áhrif á klofn- ing Borgaraflokksins á meðan upp- gjör hefði átt sér stað innan þing- flokksins. „Ég tel mikilvægt. að Borgara- fiokkurinn komi inn í ríkisstjómina, en það er auðvitað til einskis að taka nýja menn inn í stjómina ef okkur tekst ekki að ráða við þau vanda- mál, sem framundan eru,“ sagði Steingrímur. „Sú breyting gæti þó orðið á ríkisstjóminni ef sæmilega þróast á næstu vikum.“ Spariskírteini ríkissjóðs: Askriftaloforð um 150 milljónir króna RÍKISSJÓÐUR hefiir fengið lof- 7.500 krónur á mánuði á mann. orð um spariskírteinakaup í áskrift fyrir um 150 milljónir króna frá almenningi, að sögn Más Guðmundssonar efnahags- ráðgjafa ríkisstjómarinnar. Herferð fyrir sölu spariskírteina í áskrift hófst fyrir um mánuði síðan. Almenningur fékk send heim eyðu- blöð til útfyllingar þar sem ákveðinni upphæð er lofað mánaðarlega til kaupa á spariskírteinum. Alls nema loforðin nú um 150 milljónum króna og eru þau frá rúmlega 2.200 manns að sögn Más. Það em að jafnaði um • • Yngvi Om kos- inn formaður YNGVI Óm Kristinsson hagfræð- ingur í Seðlabanka íslands var kosinn formaður Sambands íslenskra bankamanna á 36. þingi SIB sem lauk síðdegis í gær. Hin- rik Greipsson gaf ekki kost á sér áfram. A þinginu í gær var mest fjallað um kjaramál og atvinnu og sam- þykktar ályktanir í því efni. Þá flutti Tore Andersen deildarstjóri hjá norska bankamannasambandinu er- indi um atvinnuástandið meðal nor- skra bankamanna. Kostnaður við söluherferðina segir Már að sé á bilinu 3,5 til 4 milljónir króna. „Þetta er bara fyrsti mánuð- urinn, þannig að viðtökumar hafa verið mjög góðar," segir Már Guð- mundsson. Hann er allt Öðruvísi staður BIPCAIDWAT Tvöfalt stærri en síðast! 170 sölubásar á báðum hæðum! Hlustið á beint útvarp úr Kolaportinu frá kl. 10-14 á Útvarp Rót, FM 106,8- KOLAPORTIÐ Nia**Ka£>StOQT ... undir seðlabunkanum Vorleikur 89 Vegna mikillar eftirspurnar frá viðskiptavinum höfum viö ákveðið að leita eftir umboðsaðilum úti á landi. •m Aðeins vel staðsett og traust fyrirtæki koma til greina. m Aðeins staðgreiðsla eða 45 daga víxlar samþykktir sem greiðsla. ■ Upplýsingar um viðskiptabanka eru skilyrði fyrir viðskiptum. /ÍW i MURRY USLeisure Vinsamlega skrifið Kristni Benedikssyni c/o Vorleikur'89 I Mávahlíð 11 105 Reykjavík. Teiknaö hjá Tómasi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.