Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B OG LESBOK
11
STOFNAÐ 1913
85,tbl. 77.árg.
LAUGARDAGUR 15. APRIL 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pólland:
Walesaí
forseta-
framboð
Varsjá. Reuter.
LECH Walesa, leiðtogi verka-
lýðssamtakanna Samstöðu í Pól-
landi, hyggst bjóða sig fram til
forsetaembættis en kosningar til
þess eru fyrirhugaðar innan
nokkurra ára. Ætlunin er að for-
setinn verði mjög valdamikiil.
Walesa hefur hins vegar ekki enn
ákveðið hvort hann verður í
framboði í væntanlegum þing-
kosningum í júní næstkomandi.
Hann segir að Samstaða muni
heyja harða kosningabaráttu.
Kosið verður til þingsins í tveim
umferðum, 4. og 18. júní. Stjórnar-
andstaðan, þ. á m. Samstöðufram-
bjóðendur, fá 35% þingsæta í neðri
deildinni, Sejm, þar sem 460 manns
sitja, en kommúnistar afganginn.
Komið verður á fót öldungadeild
með 100 þingsætum og eiga kosn-
ingar til hennar að verða fullkom-
lega frjálsar. Öldungadeildin fær
neitunarvald og getur því stöðvað
frumvörp Sejm.
„Ég hef í hyggju að bjóða mig
fram í forsetakosningunum sem
verða eftir sex ár,“ sagði Walesa í
símtali við fréttamann Reuters-
fréttastofunnar í gær. „Margir
leggja hart að mér að vera í fram-
boði í þingkosningunum en ég hef
ekki tekið neina ákvörðun í þeim
efnum.“ Á blaðamannafundi í
Gdansk sagði Walesa að kosning-
arnar í júní myndu leiða í ljós hver
hefði „rétt fyrir sér í Póllandi".
Hann sagði Samstöðu myndu heyja
harða kosningabaráttu og jafn-
framt að hann vænti þess að sam-
tökin hefðu sjö milljónir félaga þeg-
ar þau verða formlega gerð lögleg
sem að líkindum verður á mánudag.
1981, þegar herlög voru sett í Pól-
landi, voru um tíu milljónir manna
skráðar í Samstöðu. Síðustu þing-
kosningar í landinu voru í október
1985 og hvatti þá Samstaða kjós-
endur til að taka ekki þátt í þeim.
Reuter
Hreinsanir í Georgíu
Leiðtogi kommúnistaflokksins í
Georgíu, Dzhumber Patiashvili,
og forsætisráðherra Sovétlýðveld-
isins hafa báðir sagt af sér og
forseti þess hefur farið fram á
að verða leystur frá störfum. Tals-
maður sovéska utanríkisráðuneyt-
isins sagði í gær að hershöfðing-
inn, sem stjórnaði aðgerðum gegn
mótmælendahópum í höfuðborg-
inni, Tíflis, sætti nú vaxandi
gagnrýni. 19 manns féllu í átökum
við hermenn í vikunni og hafa
hermenn m.a. verið sakaðir um
að beija á fólki með hvassbrýnd-
um stunguskóflum. Edúard She-
vardnadze utanríkisráðherra segir
að óeirðirnar geti stofnað umbóta-
tstefnu Gorbatsjovs Sovétleiðtoga
í hættu. Á myndinni sjást her-
menn athuga skilríki bílstjóra í
Tíflis. Útgöngubann ríkir þar að
næturlagi og herlið í skriðdrekum
kemur í veg fyrir alla fjöldafundi.
Kína:
Ibúar tveir
milljarðar
á næstu öld?
Peking. Reuter. Daily Telegraph.
FARI sem horfir verða Kínverjar
tveir milljarðar einhvern tíma á
næstu öld, að sögn kínverskra
yfirvalda. íbúar Kína eru nú um
1.100 milljónir og Qölgar um
tuttugu milljónir á ári. Til saman-
burðar eru íbúar Norðurland-
anna fímm samanlagt um 23
milljónir.
Kínveijum hefur að meðaltali
fjölgað um 13 milljónir árlega frá
1949 er kommúnistár tóku völdin.
Talsmenn stjórnvalda segja að ef
ekki verði tekið í taumana muni
afleiðingarnar verða hræðilegar
fyrir þjóðina. Ljóst er að sú stefna
stjórnvalda að hver hjón megi að-
eins eiga eitt barn hefur mistekist
og hefur ekki tekist að framfylgja
henni í sveitahéruðunum þar sem
meginhluti þjóðarinnar býr.
Kínversk stjórnvöld reyndu ekki
að takmarka fólksfjölgunina fyrr
en á áttunda áratugnum.
Sjá ennfremur frétt á bls.24:
„Vara við hörmungum ...“
Bandaríkin:
Bush semur við demókrata
um lækkun Jjárlagahallans
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti náði í gær samkomulagi við meiri-
hluta demókrata á Bandaríkjaþingi um að setja skorður við fjárlaga-
halla ríkisins. Stefiit verður að því að hallinn verði 99,4 milljarðar
Bandaríkjadala (rúmlega 5.000 miiyarðar ísl.kr.) á næsta ári og
verður þannig hjá því komist að svonefnd Gramm-Rudman lög taki
gildi. í þeim er gert ráð fyrir því að öll framlög verði skorin niður
fari hallinn yfir 100 milljarða markið. Bush viðurkenndi að enn
ætti eftir að ganga frá ýmsum smáatriðum en sagði að samkomulag-
ið væri dæmigert fyrir „raunverulegan samvinnuanda".
Ríkisstjórnin hafði áætlað fjár-
lagahalla næsta árs 127 milljarða
dala ef ekki tækist að skera niður
útgjöld. Forseti fulltrúadeildar
þingsins, demókratinn Jim Wright,
sagði að minna fé en áður yrði nú
hægt að ráðstafa til ýmissa
lífskjarabóta fyrir almenning, s.s.
endurbóta í húsnæðismálum. „Sam-
Þýskaland:
Hljótt yfir aldar-
afinæli Hitlers
Bonn. Reuter.
ÞJÓÐVERJAR eru vanir að minnast merkisafinæla með viðeig-
andi hætti en ekki er búist við að þeir geri sér neinn dagamun
nk. fimmtudag, 20. apríl. Þá verða 100 ár liðin frá fæðingu
Adolfs Hitlers, mannsins, sem kom af stað síðari heimsstyijöld,
stóð fyrir yöldamorðum á gyðingum og fyllti þýsku þjóðina sekt-
arkennd, sem hefúr markað hana æ siðan.
Þótt afmælis Hitlers verði ekki
minnst opinberlega hefur verið
um hann fjallað í ýmsum fjölmiðl-
um. „Hryðjuverkamaður aldarinn-
ar: Adolf Hitler. Sá, sem vann
siðmenningunni mest tjón, bæði
fyrr og síðar“ mátti nýlega lesa
á forsíðu tímaritsins Der Spiegel
og vestur-þýska sjónvarpið ætlar
að gera honum nokkur skil á sjálf-
um afmælisdeginum. í Austur-
Þýskalandi er hins vegar ekki á
manninn minnst enda hafa stjóm-
völd þar ávallt undanskilið sig
allri ábyrgð á fortíðinni. Það hafa
Vestur-Þjóðveijar ekki gert.
• Frá stríðslokum hafa vestur-
þýsk stjómvöld greitt fórnarlömb-
um nasimans, aðallega gyðingum,
sem flestir búa nú í Israel eða
Bandarílq'unum, samtals 82,4
Hitler með krepptan hnefa í fararbroddi nasistahóps.
milljarða marka (2,300 milljarða
ísl. kr.), í skaðabætur.
• Vestur-þýskir dómstólar hafa
dæmt 6.480 manns fyrir
stríðsglæpi og um 8.000 mál er
enn verið að Ijalla.
• Að halda á loft nasískum hug-
myndum og flagga nasískum
táknum, t.d. hakakrossinum, er
bannað og lögunum stranglega
framfylgt. Þá er bókin „Mein
Kampf" eftir Hitler bönnuð.
Mörgum finnst þó ástæðulaust
að burðast lengur með syndir
feðranna. I nýlegri skoðanakönn-
un svaraði ijórðungur því til, að
hann hefði ýmist enga eða heldur
jákvæða skoðun á Hitler.
komulagið er ekkert þrekvirki en
líklega það skásta sem hægt var
að ná,“ sagði Wright. Leiðtogi
demókrata í öldungadeildinni, Ge-
orge Mitchell, lagði áherslu á þann
mun sem væri á samvinnutilraunum
þings og forseta nú og stöðugum
árekstrum er fjallað var um fjárlög-
in á stjórnarárum Ronalds Reag-
ans. Sagði Mitchell að athyglisverð-
ast væri að samkomulagið skyldi
yfirleitt hafa orðið til. Fulltrúar
stjórnar og þings hafa ræðst við
um fjárlögin bak við luktar dyr í
tvo mánuði. Gert er ráð fyrir því
að hallinn á yfirstandandi íjárlaga-
ári verði 163,3 milljarðar dala en
var 155,1 milljarður þar á undan.
Næsta fjárlagaár hefst 1. október
næstkomandi.
Bush hét því í kosningabarátt-
unni að hækka ekki skatta og var
tekið tillit til þessa í samningavið-
ræðunum þar sem fyrst og fremst
var fengist við að skera niður út-
gjöld. Ríkisstjórnin varð að sætta
sig við að tillögur hennar um fram-
lög til varnarmála lækkuðu um 1,4
milljarða dala, niður í 299,2 millj-
arða, og hefur Dick Cheney vamar-
málaráðherra þegar lýst óánægju
sinni með þessa ákvörðun. Forðast
hefur verið að skera niður framlög
til ýmissa sérmála þingmanna sem
þeir nota til atkvæðaveiða á heima-
slóðum en margs konar beinar
greiðslur til þurfandi einstaklinga
verða lækkaðar um samtals sjö
milljarða dala.