Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 27
MOKquyBLAÐlÐ LAyGARDAGUB lý. Ai;U(L,1989 27 Skammdrægu eldflaugarnar: Akvörðunar vænst innan þriggja ára ^ Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter Palestínumenn krjúpa i bæn fyrir framan gömlu borgarmúrana í Austur-Jerúsalem eftir að þeim hafði verið meinað að taka þátt í bænasamkomu í moskunni al-Aqsa, sem er við hlið Grátmúrsins. ísraelskir lögreglumenn meinuðu næstum öllum ungum Israelsmönnum að fara í moskuna til að koma í veg fyr- ir mótmæli eftir bænasamkomuna. Mannskæð átök í Nahalin í Israel: Yfírvöld segja að lögregl- unni hafi orðið á mistök Jerúsalem. Keuter. Yfirmaður ísraelsku landa- mæralögreglunnar sagði í gær að mönnum sinum hefði orðið á mistök er þeir hófii skothríð á ijölda manna í þorpinu Nahalin á Vesturbakkanum í fyrradag. Heilbrigðisyfirvöld skýrðu fi-á því að ísraelskir hermenn hefðu sært 17 manns er Palestínumenn mótmæltu aðgerðum lögreglunn- ar, sem kostuðu að minnsta kosti fjóra menn lífið, auk þess sem rúmlega 15 manns særðust, að sögn heilbrigðisyfirvalda. Lög- reglan var með mikinn viðbúnað í Jerúsalem vegna bænasam- komu múslima í moskunni al- Aqsa. Gyðingar áræddu ekki að koma náJægt Grátmúmum vegna hættu á átökum. „Það er ekkert launungarmál að okkur urðu á mistök í Nahalin," sagði yfirmaður landamæralögregl- unnar, Meshulam Amit, og bætti við að rannsaka þyrfti atvikið til hlítar. ísraelsher hefur þegar hafið rannsókn á atvikinu. Heimildum ber ekki saman um manntjón í átökunum í Nahalin, en Palestínumenn segja að í það minnsta fimm manns hafi fallið. Palestínumaður, sem var sjónar- vottur að atburðinum, sagði að her- foringi hefði skipað landamæralög- reglunni að yfirgefa svæðið, en því hefði hún neitað. Einungis um 7.000 múslimar tóku þátt í bænasamkomu í al-Aqsa moskunni, sem er við hlið Grát- múrsins, í Jerúsalem í gær, annan fostudaginn í föstumánuði múslima, Ramadan, en lögreglan hafði búist við fimm sinnum meiri mannijölda. Eftir bænasamkomuna hrópuðu konur slagorð Palestínumanna, en ekki kom til átaka. Föstudaginn þar áður kveiktu Palestínumenn í ísra- elska fánanum eftir bænasamkomu og köstuðu gijóti á Gyðinga, sem voni við Grátmúrinn. ísraelskir hermenn særðu tólf Palestínumenn, þar af þriggja ára gamla stúlku, sem fékk skot í fót- inn, er til átaka kom í flóttamanna- búðunum í al-Askar. Fimm til við- bótar særðust í átökum fyrir og eftir bænasamkomu í Hebron. AKVÖRÐUN um endurnýjun skammdrægra kjarnorkueld- fiauga í Vestur-Evrópu verður ekki tekin fyrr en árið 1991 eða 1992. Þessar upplýsingar komu fram í máli háttsetts embættis- manns á blaðamannafundi í höfuð- stöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær. í ljósi þessa þykir yfirlýsing belgískra stjórnvalda þess efiiis að fresta beri endurnýjun vopnanna í sam- ræmi við stefnumótun Atlants- hafsbandalagsins á þessum vett- vangi. Á miðvikudag hefst í Brussel tveggja daga fundur kjarnorkuáætl- ananefndar Atlantshafsbandalags- ins. í nefndinni sitja varnarmálaráð- herrar aðildarríkjanna en íslendingar senda áheymarfulltrúa á fundinn. Að sögn embættismanna í höfuð- stöðvum bandalagsins verða ekki teknar tímamótaákvarðanir á fundi þessum en líklegt er að fjallað verði um yfirlýsingu belgísku ríkisstjóm- arinnar frá því fyrr í vikunni þess efnis að að endumýjun skammdrægu kjamorkueldflauganna sé ekki tíma- bær og að henni beri að fresta. Þar eð fyrir liggur að ekki stendur til að ákveða eitt eða annað varðandi endumýjun þessa hluta kjamorku- heraflans telst yfirlýsingin tæpast til stórtíðinda. Líklegt þykir að vamarmáiaráð- herrarnir fyalli um drægni þeirra flauga sem rætt er um að koma upp í stað Lance-eldflauganna. Fram hafa komið tillögur um að flaugarnar dragi allt að 450 kílómetra. Belgíska ríkisstjórnin hefur og lýst andstöðu við þessi viðhorf og bent á að þetta geti stofnað samningnum við Sov- étríkin um upprætingu meðaldrægra landeldflauga í Evrópu í hættu en sá samningur kveður á um eyðilegg- ingu allra eldflauga sem draga lengra en 500 kílómetra. Namibía: 13 skæruliðar hafa fallið frá laugardegi Windhoek. Reuter. Óryggissveitir Suður-Afríku- manna í Namibíu hafa fellt þrett- án skæruliða úr Þjóðfrelsissam- tökum Suðvestur-Afríku, SWAPO, síðan á laugardag, að því er suð- ur-afrískur embættismaður sagði í gær. Sjö skæruliðanna féllu í bardaga um fimm kílómetrum frá varðstöð friðargæslusveita Sameinuðu þjóð- anna á fimmtudag. 276 skæruliðar hafa fallið frá 1. apríl, þegar um 1.600 SWAPO-skæruliðar fóru til Namibíu frá Angólu. Suður-afríski embættismaðurinn, Gerhard Roux, sagði að 350 skæru- liðar hefðu yfirgefið Namibíu síðan Suður-Afríkumenn, Angólumenn og Kúbveijar komust að samkomulagi um að binda enda á mannskæðustu átök SWAPO og Suður-Afríkumanna í Namibíu til þessa. Lockerbie: Sprengjan í farangri námsmanns? New York. London. Reuter. ÞEIR sem vinna að rannsókn sprengingarinnar um borð í breiðþotu Pan American-flug- félagsins yfir Lockerbie í Skotlandi fáeinum dögum fyr- ir jól, telja sig nú vita hver kom sprengjunni um borð í þotuna. Að sögn CBS-sjón- varpsstöðvar- innar bað hinn grunaði, sem nú er ák- aft leitað, einn farþeg- anna fyrir ferðatösku, Khalid Jaafar sem sprengjan var falin i. Far- þeginn var Khalid Jaafar, banda- rískur námsmaður af líbönskum ættum, sem var á leið í jólafrí. Faðir Jaafars telur að þessi kenning sé tilhæfulaus og bygg- ist á því að sonurinn hafi verið eini arabinn meðal farþega. Með þotunni fórust 259 menn og 11 íbúar Lockerbie biðu bana. Að sögn CBS er tilræðismað- urinn félagi í Þjóðfrelsisfylkingu Palestínu (PFLP-GC), sem hafa bækistöðvar í Sýrlandi. Northjátar þátttöku í skjalafalsi Washingfton. Reuter. OLIVER North, fyrrum starfsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagði við vitnaleiðslur á fimmtu- dag að hann hefði tekið þátt í að falsa skýrslur um Iran- Kontra-málið en í þeim var hvergi getið um vopnasölu Bandaríkjamanna til íranskra stjórnvalda. North sagði að skýrslan hefði verið fólsuð í þeim tilgangi að hylma yfir „pólitískt stórslys". Hann sagði að Robert McFar- lane, fyrrum yfirmaður hans í þjóðaröryggisráðinu, hefði beð- ið hann að breyta skýrslunum og að aðrir háttsettir embættis- menn í ríkisstjóm Ronalds Reagans, þeirra á meðal Will- iam Casey, yfirmaður CLA, John Poindexter, fyrmm yfir- maður þjóðaröryggisráðsins og Edwin Meese dómsmálaráð- herra, hefðu lagt hönd á plóg. NORDISKA HÁLSOVÁRDSHÖGSKOLAN NORRÆNI HEILSUVERNDARHÁSKÓLINN Norræni heilsuvemdarháskólinn í Gautaborg er samnorræn stofnun. Þar fara fram rannsóknir á hinum ýmsu þáttum er varða heilsufar almennings auk þess sem stofnunin heldur uppi kennslu á þessu syiði. Norræni heilsuverndarháskólinn er einstök menntastofhun, starfsmenn og nemendur koma frá öllum Norðurlöndunum og mikiö er lagt upp úr samskiptum við erlenda fræðimenn og stofnanir. Um 50 manns starfa nú við skólann. Norræni heilsuverndarháskólinn auglýsir lausa stöðu skrifstoíustjóra (Administrativ chef, Kanslichef) Verkefni: Skrifstofustjórinn er í samvinnu við rektor ábyrgur fyrir þeim þáttum starfseminnar er lúta að eiginlegri stjórnun skólans. Viðkomandi hefur m.a. fjármálastjórn og starfsmannahald með hönd- um og sinnir ýmsum skrifstofustörfum sem því tengjast. Kaup og kjör: Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfsmanna N27-N35 (um 15.000 til 27.000 skr. á mánuði). Til greina kemur að greiða umsækjendum frá hinum Norðurlöndunum launauppbætur. Ráðning er til sex ára en framlenging kemur til greina. Staðan er auglýst laus til umsóknar þar eð gengið er út frá því að núverandi skrifstofustjóri haldi til starfa á öðrum vettvangi. Upplýsingar: Nánari upplýsingar veita Lennart Köhler, lektor, og Hans Náslund, skrifstofustjóri, (kanslichef) í síma 31-69 39 00. Umsóknarfrestur er til 27. apríl 1989. Umsóknir skal senda: Nordiska hálsovárdshögskolan, Box 12133 402 42 GÖTEBORG. SVERIGE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.