Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARD.AGUR 15. APRÍL 1989 9 Notaðu það einstaka tækifæri sem þér býðst með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Hringdu í síma 91-699600 og pantaðu áskrift. ÞRÖSTUR MÁR SIGURÐSSON, SMIÐUR SPYR: Sagt er að EININGABRÉF I GEFI 11-12% RAUNVEXTI OG 30-40% NAFNVEXTI. HVER ER MUNURINN Á RAUN- VÖXTUM OG NAFNVÖXTUM? ANDREA RAFNAR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR, SÖLUSTJÓRI VERÐBRÉFA- DEILDAR SVARAR: „Raunvextir eru hreinar vaxtatekjur að teknu tilliti til verðbólgu. Nafnvextir eru heildarvextir sem innihalda líka verðbólguþáttinn. Algengt er að innlánsstofnanir aug/ýsi nafnvexti þ. e. heildarvexti. Vextir á Einingabréfum og Skammtímabréfum eru hins vegar alltaf gefnir upþ sem raunvextir. Tökum dœmi: Eitthvert spamaðatform bar að meðaltali 14,25% nafnvexti t jan., feb. og mars sl. Á sama tíma gáfu Einingabréf 1, 11,46% raunvexti. Nú kynnu sumir að segja að fyrri kosturinn væri hagstœðari en Einingabréfin sem nœmi 2,19 prósentustigum. Fyrri kosturinn gefur 14,25% nafnvexti þ.e. heildarvexti. Hækkun lánskjaravísitölu áþessum þremur mánuðum var á ársgrundvelli 21,16%. Þetta þýðir að sparifjáreigandinn fcer 6,11%> neikvœða raunvexti áþessu tímabili. Einingabréfaeigandinn fengj áþessu tímabili fullar verðbœtur auk 11,46%> raunvaxta eða 35,ll%o nafnvexti. Innlausnargjald 2%o kann að rýraþá ávöxtun nema um langtímaspamað sé að rœða. Við ráðleggjum fólki að kynna sér hvort vaxtatö/ur miðast við raunvexti eða nafnvexti í aug/ýsingum um spamaðar/eiðir. “ KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, sírni 6869N8 m Inrgiiiilbl 00 co ih co Metsölublad á hverjum degi! STEFNUYFIRLÝSING RÍKISSTJÓRNARINNAR 1. Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags og með aðild Samtaka um jafnrétti og félagshyggju er mynduð til að leysa bráðan efnahagsvanda, sem steðjar að þjóðinni. Höfuðverkefni hennar er að treysta grundvöl! atvinnulífsins, stöðu landsbyggðarinnar og undirstöðu velferöarríkis á íslandi. Stefna ríkisstjómarinnar byggir í senn á framtaki einstaklinga og sam- vinnu og samstarfi á félagslegum grunni. 2. Aðgerðir rfkisstjóminnar til lausnar aðsteðjandi vanda miða að því að treysta atvinnuöryggi í landinu, færa niður verðbólgu og vexti, veija lífskjör hinna tekjulægstu, bæta afkomu atvinnuveg- anna og draga úr viðskiptahalla. í því skyni er nauðsynlegt að grípa til tímabundinna aðgerða í verðlags- og launamálum. lækkunar fjármagnskostnaðar og ráðstafana til að bæta afkomu fyrirtækja í útflutnings- og samkcppnisgreinum og til að tryggja kjör tekju- lágra einstaklinga og fjölskyldna. Gullkorn stjórnarsáttmálans Seint í september á liðnu ári leit dagsins Ijós tímamótaverk í íslenzkum stjórn- málum: Málefnasamningur ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Yfirskrift hans hefði getað verið — innihaldsins vegna — allt þetta skal ég gefa þér, kæri kjósandi! Staksteinar glugga í fáein gullkorn þessa faglega og forvitnilega bók- menntaverks. Pólitísk haust- brúður Á haustnótturn næst- liðnum skaut ' ný ríkis- stjóm upp flugeldi — stjómarsáttmála og stefiiuyfirlýsingu — sem hófet á þessum orðum: „Ríkisstjóm Fram- sóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubanda- lags og með aðild Sam- taka um jafnrétti og fé- lagshyggju er mynduð til að leysa bráðan efiia- hagsvanda, sem steðjar að þjóðinni. Höfiiðverk- efiii hennar er að treysta grundvöll atvinnulifeins, stöðu landsbyggðarinnar og undirstöðu velferðar í Islandi . . .“ Nú fer ekki á milli mála að hagur sjávarút- vegsins (veiða og vinnslu), sem staða lands- byggðarinnar hvílir eink- um á — og ekki síður almenn velferð í landinu — heftir sjaldan eða aldr- ei verið veikari en nú eftir „björgunaraðgerð- ir“ stjómarinnar. Undir- stöðugreinin er rekin með miklum halla, etur upp eigið fé og safiiar skuldum. Nokkur fiskvinnslu- fyrirtæki hafa sett upp tæmar; önnur hanga á vonarvöl. Ekki er að sjá að vel hafi tekizt til um meginverkefiii stjómar- innar, að treysta grund- völl atvinnuiífsins, stöðu landsbyggðarimiar né undirstöður velferðar, lífskjara. Það er sann- kallað eymdarhaust (að vori) að þessu leyti í þjóð- arbúskapnum. Atvinnu- öryggi, vcrð- ° bólga og kaupmáttur En það var meira blóð i stjómarkúnni. Önnur málsgrein stefiiuyfirlýs- ingar hennar var svo- hljóðandi: „Aðgerðir ríkisstjóm- arinnar til lausnar að- steðjandi vanda miða að því að treysta atvinnuör- yggi í landinu, feera nið- ur verðbólgu og vexti, veija lifekjör hinna tekjulægstu, bæta af- komu atvinnuveganna og draga úr viðskipta- halla . . .“ Svo mörg vóm þau orð fyrirheitanna. Atvinnuöryggi hefur verið treyst með þeim hætti að fleiri ganga at- vinnulausir hér landi en verið hefur í tvo áratugi. Þar að auki hefiir yfir- vinna hvarvetna skropp- ið mikið saman. Og hvað um kjörin, kaupmátt krónunnar? Hvað um „bætta af- komu atvinnuveganna"? Hvað um stórhækkaða ríkisskatta í verði vöm og þjónustu? Hafa þeir dregið úr verðbólginni, aukið kaupmáttinn? Þúsundfætla „félagslegra“ fyrirheita Engin leið er að tina til þá mýmergð fyrir- heita sem Steingríma lét rigna yfir landslýð í stefiiuyfirlýsingu sinni. Hér verður minnt á örfá slík. Um efiidimar þarf ekki að (jölyrða: * „Unnið verði að því að koma upp samfelldum skóladegi sem fyrst.“ * „Framlög hins opin- bera til menningarmála verði aukin.“ * „Stutt verður myndar- lega við íþrótta- og æsku- lýðsstarfeemi." * „Gert verður átak til hreinsunar úrgangs af strandsvæðum í sam- vinnu við opinbera aðila og umráðamenn lands.“ * „Komið verður á sam- ræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn." * „Fyrirkomulag tann- læknaþjónustu verður endurskoðað í þvi skyni að lækka tilkostnað heimila . . .“ * „Sérstakt átak verður gert í dagvistunarmálum í náinni samvinnu sveit- arfélaga og rikis og auknum (jarveitingum varið í því skyni.“ * „Lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks verða endurskoðuð." * „f tengslum við gerð Qárlaga verður athugað að afla tekna til að lækka verð á innlendum mat- vælum." Þannig mætti lengi, lengi tina til fyrirheitin. Efiidimar taka minna rúm. Sjö milljarða skattaukar Rangt væri að segja að ríkisstjómin hafi hald- ið að sér höndum hvar- vetna. Fyrirferðarmest er hún i skattheimtunni. Landsmenn greiða á líðandi ári hærri skatta en næstliðið ár sem nem- ur rúmum sjö þúsund milljónum króna (sjö milljörðum). Með öðrum oröurn Qármálaráðherra Alþýðubandalagsins tek- ur til sín sjö milljarða hærri skatta 1989 (tekju- skatta, eignaskatta og skatta í verði vöm og þjónustu) en verið hefði að óbreyttum skattalög- um fyrri ríkisstjómar. Þetta er gert á sama tima sem undirstöðugreinar atvinnulífeins em reknar með umtalsverðu tapi, atvinnuöryggi hefiir veikzt mjög, fleiri ganga atvinnulausir en verið hefur í tvo áratugi og kaupmáttur krónunnar hefiir dregizt verulega saman. Vinstri stjómir em samar við sig. 1974-15 ára -1989 LAND og SAGA Lúxusferð til Frakklands í september. Sahara ínóvember. Singapore - Malasía - Bankok, 23júní. Rússland (Moskva - Yalta - Leníngrad) ílokágúst. Portúgal (Estoríl) í byrjun ágúst. Ódýrar íbúðir í hjarta London. Bækur og tímarit ímikiu úrvali. Veiðiferð til Grænlands í ágúst. Ferðaskrifstofan LAND og SAGA Bankastræti 2, sími 62 71 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.