Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Lexían frá ’83 Sú vegferð, sem íslenzkt samfélag hefur lagt að baki síðasta misserið undir hand- leiðslu núverandi ríkisstjómar, minnir um sumt á framvinduna í efnahags- og atvinnumálum íslendinga 1980-1983. Þetta er íhugunarefni, ekki sízt fyrir þá sök að í lok þessa viðmiðun- artíma, eða á fyrsta ársfjórð- ungi 1983, brotlenti íslenzkur þjóðarbúskapur í 130% verð- bólgu. A árinu 1980 var megin- markmiðið í efnahagsmálum að draga úr verðbólgu en tryggja jafnframt fulla atvinnu og jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd, eða sú var útlistun þeirra, er við stjómvölinn sátu. Verðbætur á laun vóm skertar umtalsvert árið 1981. Raunar vóru verðbætur á laun skertar þrettán sinnum — sam- tals um 50% — á þessu „félags- hyggjutímabili", þ.e. frá 1. des- ember 1978 að telja til sama tíma 1983. Fastgengi var og fest í sessi árið 1981 og komið á „hertu verðlagseftirliti“. Á hinn bóginn var haldið uppi háu eftirspurnar- og at- vinnustigi með miklum erlend- um lántökum. Mótsagnir þess- arar efnahagsstefnu sögðu til sín síðari hluta ársins 1981, m.a. í versnandi afkomu at- vinnuveganna. í kjölfar sigldi aukin lánsfjáreftirspurn. Þessi framvinda, ásamt miklu inn- streymi erlends lánsíjár, jók á eftirspum eftir hvers konar innflutningi. Erlendar skuldir og viðskiptahalli hlóðust upp. Þegar árið var allt reyndist umtalsverð gengislækkun óhjá- kvæmileg til þess að jafna mis- vægi í afkomu atvinnuveganna sem og í viðskiptajöfnuði. Bak- slagið var slíkt að meðalgengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslenzku krónunni var 80% hærra í desember 1982 en á sama tíma 1981. Gengi Banda- ríkjadals hafði tvöfaldazt á einu ári. „Vélgeng" víxlhækkun kaupgjalds og verðlags, sem þá réð ríkjum, sá síðan um framhald ferðar atvinnulífsins fram á brún hengiflugsins. Ávinningur gengislækkunar- innar fyrir atvinnulífið hvarf í vaxandi verðbólgu — síhækk- andi framleiðslukostnaði — sem skekkti samkeppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu. Vöxtur verðbólgunnar fór langt fram úr verðrisi áranna á undan, sem þó var ærið, eða yfir 50% að meðaltali fimm næstu ár á undan, allar götur frá kjara- samningunum 1977 talið. Sjúkdómseinkenni í þjóðar- búskapnum 1982 og 1983 vóru þessi: 1) Langvarandi taprekstur undirstöðugreina, rýrnun eig- infjár og skuldasöfnun. 2) Mikill viðskiptahalli. 3) Hrun í heildarsparnaði landsmanna, einkum peninga- legum sparnaði. 4) Samdráttur í fjárfestingu og stöðnun í framleiðni. 5) Miklar skattahækkanir til ríkisins. 6) Samdráttur þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekna. 7) Óðaverðbólga. Verklag ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og sjúkdómseinkenni í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar nú minna um margt á framvindu mála 1978-83, hvort sem sorg- arsagan endurtekur sig að öllu leyti eða ekki. Einkum og sérí- lagi má sjá svipuð teikn á lofti að því er varðar rekstrarstöðu atvinnulífsins, skattahækkanir, erlendar skuldir og viðskipta- halla. Hjöðnun verðbólgu, sem var mikil um tíma, heyrir nú liðnum tíma til. Verðbólgan er aftur komin á skrið, einkum vegna stórhækkaðra ríkis- ska.tta í verði vöru og þjónustu. Ástandið er að því leytinu til verra nú en þá að atvinnuör- yggi fólks er minna en verið hefur síðustu tvo áratugina. Skráð atvinnuleysi í marz- mánuði sl. samsvarar því að 2.500 einstaklingar á vinnu- aldri hafi gengið atvinnulausir, eða 2% af mannafla. Þetta er mesta atvinnuleysi í þessum mánuði frá því skráning hófst árið 1975. Ef útgjöld fram- leiðslufyrirtækja vaxa frá því sem nú er, án tekjuauka á móti, má búast við fjöldastöðv- un þeirra, einkum í sjávarút- vegi, og tilheyrandi atvinnu- leysi og rýrnun þjóðartekna, þ.e. lífskjara. Rekstrarstöðvun sjávarútvegsfyrirtækja myndi bitna verst á landsbyggðinni. Þegar horft er til þess að ríkisstjómin var mynduð gagn- gert til þess „að leysa bráðan efnahagsvanda“ og „treysta grundvöll atvinnulífsins, stöðu landsbyggðarinnar og undir- stöðu velferðarríkis á íslandi“ má flestum ljóst vera, að hún hefur brugðizt trúnaði og kol- fallið á reynsluprófí sínu. Þeir kyssa á vöi eftir Þorstein Pálsson Ríkisstjórnin hefur komið sjálfri sér í býsna kynlega stöðu eftir kjarasamninga við hluta opinberra starfsmanna. Augljóst er að stjóm- in veður í þeirri vinstri villu að þjóð- in lifi á ríkisumsvifum en ekki verð- mætasköpun atvinnuveganna. Fjármálaráðherrann verður að vísu ekki sakaður um að hafa_ sam- ið um miklar kauphækkanir. Óhætt er að fullyrða að í annan tíma hef- ur ekki fengist jafn hógvær niður- staða eins og nú. Tölurnar í kjara- samningunum eru því ekki tilefni til gagnrýni. Og þó að enginn saki forystu BSRB um undirgefni hefur hinn nýi formaður samtakanna sýnt óvenju mikinn skiining á þröngri stöðu ríkissjóðs. Hann bergmálar fjármálaráðherra betur en nokkur annar. Skattahækkanir gefa ríkissjóði svigrúm Niðurstaða þessara kjarasamn- inga er því sú að þeir sprengja ekki þær áætlanir sem gerðar hafa verið um útgjöld ríkissjóðs á þessu ári. Þar kemur annað til. En fjármála- ráðherra getur ekki leyft sér að horfa á þjóðarbúskapinn frá svo þröngu sjónarhorni að þar rúmist ekki annað en ríkissjóður sjálfur. Ögranir hans og hótanir í garð at- vinnuveganna í tengslum við niður- stöðu þessara kjarasamninga af- hjúpa því vel skilningsleysi ríkis- stjórnarinnar á vanda atvinnufyrir- tækjanna í landinu. Fjármálaráðherrann byijaði þetta ár með því að hækka skatta um sjö milljarða króna. Hvert voru þeir peningar sóttir? Það var farið ofan í kassa atvinnufyrirtækjanna og vasa launafólksins. Þessir sjö milljarðar króna frá atvinnufyrir- tækjunum og launafólkinu gera það að verkum að ríkissjóður getur tek- ið á sig þessa hógværu launahækk- un sem felst í kjarasamningum við BSRB án þess að raska áætluðum niðurstöðutölum fjárlaga af þeim sökúm. Atvinnulífíð fær ekki svigrúm Hver eru síðan viðbrögð ríkis- stjórnarinnar gagnvart atvinnulíf- inu í landinu? Svar ríkisstjórnarinn- ar er kalt og ákveðið: Við erum búnir að gera hreint fyrir okkar dyrum í ríkissjóði og hækka laun okkar starfsmanna. Þið getið hins vegar haldið áfram að tapa og verð- ið að ganga til kjarasamninga við ykkar starfsmenn á þeim grund- velli. Það er tæplega unnt að ögra atvinnuvegunum með meiri hroka og yfirlæti en ríkisstjórnin hefur gert með þessu. Forysta Framsóknar reynir að benda á að hér fari Ólafur Ragnar Grímsson og þeir beri auðvitað ekki ábyrgð á því sem hann segir. Sjáv- arútvegsráðherrann stóð til að mynda upp á Alþingi og sagði að nauðsynlegt væri að gera ráðstaf- anir til þess að bæta stöðu atvinnu- veganna og nefndi sérstaklega í því sambandi að breyta þyrfti gengi krónunnar ef sjávarútvegur og iðn- aður ættu að eiga þess einhvern kost að gera sömu kjarasamninga við sína starfsmenn og ríkið hefur gert við opinbera starfsmenn. Framsókn ber sömu ábyrgð En sjávarútvegsráðherrann sem gegndi starfi forsætisráðherra þeg- ar þessi ummæli voru viðhöfð hafði ekki fyrr gengið niður úr ræðustóli á Alþingi en formaður Alþýðu- bandalagsins stóð þar upp og ítrek- aði allar fyrri yfirlýsingar um, að ekki kæmi til greina að gera nú ráðstafanir til þess að bæta rekstr- arstöðu atvinnuveganna og síst af öllu að breyta gengi krónunnar. Þannig var þessi forystumaður Framsóknar og starfandi forsætis- ráðherra niðurlægður samstundis í umræðum á Alþingi. Auðvitað er það satt og rétt að formaður Al- þýðubandalagsins mótar stefnu þessarar ríkisstjórnar í efnahags- og atvinnumálum. Og í hvert sinn sem talsmenn Framsóknarflokksins reyna að viðra aðrar hugmyndir hefur hann vöndinn á loft eins og hann gerði í umræðunum á Alþingi Þorsteinn Pálsson „Augljóst er að ekki er unnt að halda áfram millifærslum í þeim mæli sem gert hefur verið. Skattgreiðendur rísa einfaldlega ekki undir því. Ekkert bend- ir til þess að verulegar verðhækkanir komi fram á erlendum mörk- uðum á næstu vikum. Ríkisstjórnin verður því nú að gefa um það skýr svör hvað taka eigi við og hvernig halda eigi áfram.“ í þessari viku gagnvart Halldóri Ásgrímssyni. Fram til þessa hefur forysta Framsóknarflokksins bmgðist við með því einu að kyssa á vöndinn. Framsóknarflokkurinn ber því fulla ábyrgð á viðbrögðum og ákvörðun- AF INNLENDUM VETTVANGI HJÖRTUR GÍSLASON Lífeyrissjóðina skortir fé: Frá 10 til 150% hækl gjalda þarf til að ná ji Bilið hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins brúað með opinb ÓTRYGGT ævikvöld vofir yfir mörgum íslendingum á næstu ára- tugum, fari svo sem horfir. Lífeyris- sjóðir landsmanna hafa í mörgum tilfellum lofað félögum sínum hærri lífeyri eftir starfslok en þeir geta staðið við. Staða sjóðanna er þó mjög mismunandi til dæmis mun Lífeyrissjóður verzlunarmanna ná að standa við skuldbindingar sínar með tiltölulega litlum tilfæringum og án þess að skerða þurfi lífeyri. Skýringar á þessari stöðu em marg- víslegar og staða sjóðanna sömu- Ieiðis mismunandi. Ríkissjóður bæt- ir upp mismun sjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verkfræð- inga lofar aðeins því, sem hann ræður við hverju sinni, en hjá öðmm sjóðum, sem lofa ákveðnum Iífeyri í samræmi við greidd iðgjöld, virð- ist fátt til bjargar nema ný laga- setning. Aldursdreifing ræður miklu um stöðuna og hjá Lífeyris- sjóði verzlunarmanna þarf aðeins annaðhvort lítilsháttar aukningu ávöxtunar eða hækkun iðgjalda úr 10% í 10,8. Bætti ríkissjóður ekki upp mismuninn á sjóði ríkisstarfs- manna þyrftu iðgjöld að verða 25% af launum til að hægt verði að standa við skuldbindingar um lífeyri. Óhagkvæm aldursdreifing Skýringar á misræminu milli lof- aðs lífeyris og mögulegrar greiðslu- getu em margar. Aldursdreifing sjóðsfélaga hefur breyzt. Fleiri og fleiri félagar öðlast lífeyrisréttindi, en yngra fólkinu fækkar hlutfalls- lega með minnkandi viðkomu þjóð- arinnar. Því greiða færri í sjóðina en áður, en fleiri fá greiðslu úr þeim. Aldursdreifing sjóðfélaga er mjög mismunandi, en sem dæmi um stöðuna má nefna að í Lífeyris- sjóði verzlunarmanna er meðalaldur sjóðfélaga 32 ár, sem er líklega sá lægsti sem um getur. Það er helzta ástæða þess að sá sjóður er einna bezt settur af lífeyrissjóðunum. Á síðasta áratug, áratug óðaverð- bólgu, færðist fé úr sjóðunum til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.