Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989
Sj óvá-Almennar:
Hafa keypt 6% hlut í
V erslunarbankanum
- þess hvetjandi að bankarnir fylgi fordæmi
tryggingarfélaganna í sameiningarmál-
um, segir Einar Sveinsson í Sjóvá-Almennum
SJÓVÁ-ALMENNAR hf. hefur fest kaup á um 6% hlutafjár í Verslun-
arbankanum, og er félagið þar með komið í hóp stærstu einstakra
hluthafa bankans. Heildarhlutafé Verslunarbankans i árslok 1988
var um 420 milþ'ónir króna og hluthafar eru alls um 1200.
Einar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Sjóvá-Almennra, staðfesti í
samtali við Morgunblaðið í gær að
gengið hefði verið frá samningum
um þessi hlutabréfakaup á fimmtu-
dag sl. og er seljandinn Sigurður
Njálsson. Einar segir tilganginn
með þessum kaupum að renna frek-
ari stoðum undir ávöxtunarmál fé-
lagsins, og hann segir forsvarsmenn
félagsins fylgjast af athygli með
viðræðunum sem nú eru að hefjast
um huganlega sameiningu Verslun-
arbankans og Iðnaðarbankans.
Ljóst megi vera að Sjóvá-Almenn-
ar, sem nýlega væri til orðið fyrir
sameiningu tveggja tryggingarfé-
laga, væri þess mjög hveljandi að
bankamir fylgdu þessu fordæmi.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er stærsti hluthafínn í
Verslunarbankanum Lífeyrissjóður
verslunarmanna með rétt liðlega
10%, en næst kemur Eimskipafélag
íslands með tæplega 10%. Orri Vig-
fússon og fjölskylda em síðan þriðji
stærsti hluthafinn en þar næst kom
Sigurður Njálsson með 6% hlut, og
síðan Bent Sch. Thorsteinsson með
litlu minni hlut.
Miðað við að heildarhlutafé
Verslunarbankans var 420 milljónir
í'árslok og að á aðalfundi bankans
nýverið var samþykkt útgáfa jöfn-
unarhlutabréfa upp á um 20%
hlutafjár er nafnvirði þeirra bréfa
sem Sjóvá-Almennar hefur nú fest
kaup á um 31 milljón króna eftir
jöfnun. Kaupgengi á bréfum Versl-
unarbankans á hlutabréfamarkaði
er nú 1,24 t.d. hjá H-Marki sem
síðast auglýsti nýtt gengi og það
þýðir að sá sjóður hefði keypt þenn-
an 6% hlut í Verslunarbankanum á
um 38 milljónir króna. Sérfræðing-
ar á hlutabréfamarkaði segja hins
vegar að hér sé um svo stóran hlut
að ræða að honum fylgi ákveðin
áhrif á stefnu Verslunarbankans
og þess vegna megi ætla að Sjóvá-
Almennar hafi greitt enn hærra
verð fyrir þessi hlutabréf, og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er kaupverð bréfanna á bilinu 40-50
milljónir króna.
A aðalfundi Verslunarbankans
nýverið var einnig samþykkt hluta-
fjáraukning upp á um 100 milljónir
króna. Venjan er að hluthöfum er
fyrst gefinn kostur á kaupum bréf-
anna en það sem ekki selst með
þeim hætti er síðan boðið á almenn-
um markaði.
Halldór Ásgrímsson slær á létta strengi með þeim Uwe Beckmey-
er, efhahagsráðherra Bremen-fyUds, og Wolfgang Von Geldern,
sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýzkalands (til hægri), við höfnina
í Bremen í gær.
Litlar líkur
á hvalveið-
um næsta ár
HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra, sem er í opinberri
heimsókn í Þýzkalandi, segir að
þegar hvalveiðum íslendinga í
vísindaskyni (júki í sumar verði
beðið eftir ákvörðun Alþjóða
hvalveiðiráðsins um það, hvort
hvalveiðar í atvinnuskyni verði
leyfðar á ný. Halldór segist ekki
eiga von á að sú ákvörðun muni
hggja fyrir á árinu 1990 og á
meðan muni íslendingar ekki
veiða hval.
„Þegar vísindaáætluninni lýkur
þurfa vísindamenn okkar að vinna
úr þeim upplýsingum, sem þar koma
fram. Þær upplýsingar munum við
leggja fram á fundi Alþjóða hvalveið-
iráðsins vorið 1990. Mér þykir ólík-
legt að málinu verði lokið fyrir árs-
lok 1990,“ sagði Halldór í samtaii
við Morgunblaðið.
Fundur ráðherra með samtökum
grænfriðunga hefur verið ákveðinn
klukkan 16 í dag í Bremerhaven.
Þegar Rosalind Reeve, starfsmaður
alþjóðasamtaka grænfriðunga í Lon-
don og sérstakur skipuleggjandi að-
gerða gegn íslendingum, var spurð
hvort til greina kæmi að grænfrið-
ungar létu af herferðinni í ljósi þess-
arar yfirlýsingar, þótt íslendingar
lykju vísindaáætluninni í ár, sagði
hún svo ekki vera.
Sameinast þrír einkabank-
ar og kaupa Útvegsbankann?
VIÐRÆÐUR Verslunarbankans og Alþýðubankans um sameiningu
og kaup á Utvegsbankanum hafa staðið að undanförnu og fyrir-
hugaðar eru viðræður um sama eöii milli Iðnaðarbanka og Verslunar-
banka. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ríkir hófleg bjartsýni
meðal forráðamanna þessara banka í þá veru að bankarnir þrír,
Alþýðubanki, Verslunarbanki og Iðnaðarbanki, sameinist í einn banka
og kaupi Útvegsbankann.
Steingrímur Hermannsson for- Verslunarbanka og Alþýðubanka
sætisráðherra hefur sagt að ef ekki og kaup þeirra á Útvegsbankanum,
takist samkomulag um sameiningu telji hann að sameina beri Útvegs-
bankann ríkisbönkunum. Hann tel-
ur að niðurstaða verði að fást fyrir
næstu mánaðamót.
„Ég vona svo sannarlega að það
takist að sameina Alþýðubanka,
Verslunarbanka og Útvegsbanka
og tel að það væri athyglisvert
skref. Hins vegar, ef það tekst ekki,
þá hlýtur ríkisstjórnin að athuga
þá leið að sameina Útvegsbanka
Skýrsla utanríkisráðherra:
Stefiian í öryggis- og varnar-
málum hefur reynst farsæl
Heræfingar heimilaðar hér í sumar - engin ákvörðun um varaflugvöll
UTANRIKISSTEFNA sú, sem
fylgt hefúr verið, hefiir reynst
þjóðinni farsæl og á það jafnt
við um öryggis- og vamarmál
sem viðskiptamál. Þannig er
komist að orði í skýrslu um ut-
anríkismál, sem Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
Heræfingarnar í sumar;
Utanríkisráðherra vill
minnka umfang’ æfinganna
- segir forsætisráðherra
„EG VEIT af okkar viðræðum, að utanríkisráðherra hefúr fúllan
hug á að fá umfang þessara æfínga minnkað og tímasetningu þeirra
breytt. Að öðru leyti get ég ekki fjáð mig um málið að svo stöddu,
þar sem ég hef ekki lesið skýrsluna," sagði Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra um skýrslu utanríkisráðherra, sem lögð var
fram á Alþingi í gær. Þar segir ráðherrann að æfing 1.000 manna
varaliðs bandaríska hersins á íslandi auk 2-300 manna úr landher,
flugher og flota sé fyrirhuguð hér á landi eftir 17. júní í sumar.
Olafur Ragnar Grímsson formað- Hannibalsson telja nauðsynlggt að
hersveitin hljóti þjálfun við íslensk-
ar aðstæður. Hann gerir síðan ítar-
lega grein fyrir æfingunum.
ur Alþýðubandalagsins og fjármála
ráðherra sagði við Morgunblaðið
að utanríkisráðherra hefði ekki til-
kynnt ríkisstjóminni um ákvörðun
sína varðandi þessar heræfíngar.
„Ég ætla ekki að flalla um þá niður-
stöðu fyrr en hún hefur verið til-
kynnt ríkisstjórninni," sagði Ólafur
og bætti við að hann vildi ekki túlka
skýrslu utanríkisráðherra.
í skýrslunni segist Jón Baldvin
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hefur komist þannig
að orði, að hann líti á þessar æfíng-
ar sem „tímaskekkju". Steingrímur
Sigfússon landbúnaðarráðherra
lagði til í ríkisstjóminni að hætt
yrði við æfíngamar.
lagði fram á Alþingi í gær. í
skýrslunni kemur fram að vara-
lið Bandaríkjahers efiiir hér til
1.000 manna æfíngar í sumar.
í skýrslunni vekur utanríkisráð-
herra máls á hvaladeilunni í því
samhengi, að íslendingar hafi orðið
varir við að mál, sem þeir töldu
fyrst og fremst vera sín eigin, hafi
orðið fyrir vaxandi afskiptum utan-
lands frá og segir: „Á ég hér eink-
um við hvalamálið, sem verið hefur
mjög í brennidepli á síðustu mánuð-
um. Mál þetta er angi af almennri
þróun í alþjóðamálum, sem ég tel
að íslendingar verði að gefa vax-
andi gaum í samskiptum sínum við
umheiminn. Þar á ég við síaukin
og sífellt flóknari gagnkvæm tengsl
ríkja veraldar, sem gera að verkum
að þau verða hvert öðru háðari."
Hann telur umhverfismál verða æ
ríkari þátt í alþjóðasamvinnu enda
þekki mengun engin landamæri.
í skýrslunni kemur fram að á
þessu ári og þeim næstu verði unn-
ið að endurskipulagningu utanríkis-
þjónustunnar. í viðskiptamálum
verður tengt betur en nú er pólitískt
starf við viðskiptamálin og starfs-
menn fluttir til innan utanríkis-
þjónustunnar til að tryggja að þess-
um málaflokki verði sinnt eins vel
og kostur er.____
Ráðherra segir að ákvörðun ís-
lands um að gerast aðili að Atlants-
hafsbandalaginu hafí reynst þjóð-
inni farsæl og stuðlað að varðveislu
friðar og stöðugleika í okkar heims-
hluta í fjóra áratugi. Innan banda-
lagsins sé áhugi á að heimild verði
veitt til forkönnunar á hugsanleg-
um varaflugvelli á íslandi en engin
ákvörðun hafi enn verið tekin. Á
hinn bóginn kemur fram í skýrsl-
unni að í sumar verður hér æfíng
1.000 manna varaliðs í bandaríska
landhemum..
Sjá frétt um æfíngar varaliðs-
ins á bls. 22.
ríkisbönkunum," sagði forsætisráð-
herra í samtali við Morgunblaðið.
Aðspurður hvort ekki kæmi til
greina í hans huga að Iðnaðarbank-
inn yrði aðili að slíkri sameiningu
sagði forsætisráðherra: „Það er
hmn möguleikinn sem viðskiptaráð-
herra hefur kynnt fyrir okkur, svo
ég hef ekki skoðað þann mögu-
leika. Þessir bankar verða einfald-
lega að fara að koma sér að efn-
inu, en ekki vera í þessum kjafta-
gangi mánuðum saman. Það vantar
sameiningu í bankakerfið og hana
verður að knýja fram á næstu vik-
um.“
Forsætisráðherra var spurður
hvort ekki væri þar með verið að
útiloka þann möguleika að hér risi
öflugur einkabanki, ef Útvegs-
bankinn yrði sameinaður ríkis-
bönkunum: „Ég skal ekkert um það
segja. Einkabankamir verða nátt-
úrlega fyrst að sýna viljann og get-
una til þess að sameinast," sagði
Steingrímur.
Tryggvi Pálsson bankastjóri
Verslunarbankans sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að fulltrúar
Alþýðubanka og Verslunarbanka
væru að ræða málin og kanna út-
reikninga og stærðarhlutföll. Jafn-
framt myndu fulltrúar Verslunar-
bankans ræða við Iðnaðarbanka-
menn á næstunni, en hann sagðist
ekki geta sagt til um það hvenær
niðurstaða lægi fyrir, né hver hún
yrði. „Við vitum ekki betur en það
sé viðskiptaráðherra sem er með
bankann til sölu, en ekki Steingrím-
ur Hermannsson, forsætisráð-
herra," sagði Tryggvi Pálsson.
Ríkið býður KÍ sömu
launahækkanir og BSRB
RÍKISVALDIÐ hefur gert Kennarasambandi íslands tilboð um kjara-
samning, sem taka myndi gildi í maí næstkomandi. Að sögn Indriða
H. Þorlákssonar, formanns samninganefúdar ríkisins, er i tilboðinu
gert ráð fyrir sömu launahækkunum og BSRB samdi um, en einnig
eru í tilboðinu ýmis atriði, sem varða kennara sérstaklega, til dæm-
is um skólaþróunarmál.
Samninganefnd KÍ hefur ekki arar hyggjast skoða tilboðið yfir
tekið afstöðu til tilboðsins eða gefið helgina, en samningafundur er boð-
neitt frá sér um það, síðan plaggið aður á þriðjudag.
yar lagt fram í gærmorgun. Kenn-_____