Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 38
38
MffljfiUNBL4ÐiP LAUGARPAGUR ,15. APRÍL 1989
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Krabbinn (frá 21.
júní)
Krabbinn er tilfinningarífcur
og næmur á umhverfí sitt.
Hann er varkár og hlédræg-
ur, er stundum feiminn en á
einnig tii að vera ákveðinn,
Krabbinn er séður, hagsýnn
og útsjónarsamur. Hann hef-
ur þörf fyrir atvinnulegt og
féiagslegt öryggi. Þó Krabb-
inn sé varkár og stundum
mislyndur, hefur hann for-
ystuhæfileika og stendur oft
framarlega í viðskiptum,
stjómmálum og félagskarfi.
Það er ekki síst vegna sterkr-
ar ábyrgðarkenndar og þess
að aðrir finna fyrir hlýju hans
og umhyggju að honum er
treyst til forystu. Krabbinn
hefiir sterka vemdarþörf, er
hjálpsamur og bamgóður og
oft töluverður heimilismaður
í sér. Hann er frægur fyrir
gott minni, er trygglyndur,
áreiðanlegur og íhaldssamur.
í eðli sínu er hann náttúru-
maður og ganga niður í Qöru,
sund og nálægð við náttúru
landsins endumærir orku
hans. Krabbinn hefur sterkt
ímyndunarafl og metur menn
og málefni út frá tilfinninga-
legu innsæi.
LjóniÖ (frá 23.júlí)
Hið dæmigerða Ljón er ákveð-
ið og stjómsamt, en einnig
opið, hlýtt og einlægt í skapi.
Það er í eðli sínu lifandi og
gjafmilt. Ljónið hefur ríka
þörf fyrir að vera áberandi
og í miðju i umhverfi sínu.
Það fer því stundum mikið
fyrir því, stundum um of. Það
gertur hins vegar lokast ef
það fær ekki að vera í miðju.
Ljónið vill ráða, a.m.k. yfír
sjálfu sér, hefur ákveðnar
skoðanir og telur sig oftast
vita hvað sé rétt og hvað
rangt. Það er oft lftið fyrir
að hlusta á aðra eða slá af
sannfæringu sinni. Hið dæmi-
gerða Ljón er orkumikið og
hefur getu til að hrinda stór-
um áformum f framkvæmd.
Það er stórtækt Inn á milli
vill það þó slappa af og njóta
Iffsins. Það sem Ljónið gerir
verður að vera lifandi,
skemmtilegt og skapandi.
Enda er skapandi sjálfstíán-
ing lykilorð fyrir Ljónið. Það
verður að leggja sitt persónu-
lega mark á það sem það
kemur nærri. Ljónið er stolt,
laðast að því sem er glæsi-
legt, litríkt og stórbrotið. Það
er fast fyrir, traust og trygg-
lynt.
Meyjan (frá 23.
ágúst)
Hin dæmigerða Meyja er sam-
viskusöm og hógvær. Hún er
eirðarlaus og þarf sífellt að
vera önnum kafin. Hún er því
dugleg og iðin en getur einnig
átt erfitt með að slaka á og
njóta lífsins. í skapi er hún
frekar alvörugefín og tekur
viðfangsefiii sfn hátíðlega.
Hún hefur þörf fyrir öryggi
og vill hafa röð og reglu á
viðfangseftium sfnum og um-
hverfi. Meyjan er nákvæm og
á til að vera smámunasöm.
Hún er gagniýnin og skörp,
en stundum um of og á fyrir
vikið til að vera gagnrýnin á
aðra eða of neikvæð í eigin
garð og vanmeta getu sfna.
Fullkomnunarþörf getur háð
henni, en er einnig styrkur
að því leyti að hún keppist
við að leysa verk sfn vel af
hendi. Meyjan er jarðbundin
og vðl ná hagnýtum og áþreif-
anlegum árangri. Hún lætur
því orð fyigja athöfti og hefur
rrtargs konar framkvæmda-
hæfile ika. Hún spjarar sig oft
vel og er hæf til að takast á
við málefni daglegs lífs. Meyj-
ah er eft greiðvikin og hjálp-
söm. Áhugi á heilsumálum og
hollu mataræði er oft áber-
andi og einnig viðskipta- og
tungumálahæfíleikar.
GARPUR
HVABAEFN/ ^
ER. ÞETTA,
ORJSJ^ein
Hser. vOfi.
E/N& KONAH...
ézesyfijo/ að
BJAfiGA OKtcOH,
ON TÓA/SAfí
AliNIR. l/!RJcO£>L)
E.KKJ.
TÓKST ÞA0 A/EB NAUÞUNDdM
EN é<3 ÞOU VAELA /V/EIFZA
Aj= ÞessU'
GRETTIR
BRENDA STARR
LJOSKA
Klaea helpor ekki oppi
SAM PÆOUM ■ ■ ■ HOkI
HELDUR PE.IM NIÐRI
FERDINAND
SMAFOLK
I HAVE A 6REAT FEAR OF
0ECOMIN6 OVERLY EPUCATER.
Er „Tess af hveiju“ í sjónvarpinu
í kvöld?
„Tess af d’Urberville-ættinni.“
Sama er mér... ég var að vona
að hún væri í sjónvarpinu svo að
ég þyrfti ekki að lesa hana.
Þú ert mesti námshestur, er það
ekki?
Eg óttast mest að ofmenntast.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
í árlegri keppni milli Har-
vard— og Yale-háskólanna í
Bandaríkjunum fylgdi Bill Cole,
upprennandi stjama þar vestra,
sannfæringu sinni og uppskar
ríkulega. Cole spilaði f sveit
Harvard, sem þó tapaði leiknum
naumlega.
Austur gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ G97
VÁG53
♦ G743
+ D7
Vestur Austur
♦- i|i|i| «632
♦ 976 ¥K
♦ AD1082 ♦ K965
♦ G10932 ♦ÁKSÖö
Suður
♦ ÁKD10854
♦ D10842
♦ -
♦ 4
Vestur Norður Austur Suður
— — 1 lauf 1 spaði
3 lauf 3 spaðar Pass 4 tíglar
Pass 4 hjörtu Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: laufgosi.
Slemman virðist dæmd til að
tapast, því eðlilegasta spila-
mennskan er auðvitað að svína
fyrir hjartakóng. En Cole taldi
sig hafa ástæðu til að gera það
ekki.
Hann trompaði lauf í öðrum
slag, spilaði þrisvar spaða og
endaði í blindum. Spilaði svo tígli
úr borði og kannaði viðbrögðin.
Austur lét strax lítið, Cole
trompaði og hugsaði sinn gang.
Augljóslega á austur ekki
tígulásinn. Og varla tígulhjónin,
því þá hefði hann stungið á
milli. Niðurstaðan: vestur á ÁD
í tígli. Vestur hefur sýnt lauf-
gosann, svo ef hann á hjarta-
kónginum einnig væri hann með
10 góða punkta. Með eyðu í
spaða til viðbótar hefði hann
varla meldað svona rólega. Nú,
auk þess ætti austur þá aðeins
10 punkta opnun.
Það bar allt að sama brunni
— hjartakóngurinn var nánast
sannaður í austur. Og trúr sann-
færingu sinni spilaði Cole hjarta
á ás og lagði upp.
Á hinu borðinu spiluðu Yale-
menn 6 hjörtu dobluð í norður.
Út kom spaði og spilið fór þijá
niður! Tvær stungur, laufás og
hjartakóngur. Sem gaf Harvard
19 IMPa.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Gausdal í Noreg
í janúarmánuði kom þessi staði
upp í skák danska alþjóðlegí
meistarans Carsten Höi, sen
hafði hvftt og átti leik, og Skotam
Andrew Muir.
—|
wl'
wm
i m WLMk
*-, ■ i ié!
íímíiff/
JB 1 ©öifiB
22. Hxc6! - Rxc6 23. Hd8+! -
Hd8+! - Hxd8 24. Bxc6+ -
Hd7 26. Bxd7+ - Kxd7 (Ef 25.
- Dxd7 þá 26. Rec5+ - De7 27.
Db5n— Kf8 28. Rd7+ og vinnur)
26. Rac5+ - Kc6 27. De4+ -
Kb5 28. a4+ — bxa3 Framhjá-
hlaup) 29. Da4+ — Kb6 30. Da6
mát.
Höi sigraði á mótinu með 7 v.
af 9 mögulegum og náði sínum
fyrsta áfanga að stórmeistaratitli.
Næstir komu þeir Westerinen,
Finnlandi, Farago, Ungveijalandi
og Norðmaðurinn Gausel með 614
v.