Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 29
idinn um ríkisstjórnarinnar og þeim ögr- unum sem frá henni hafa komið í garð atvinnuveganna síðustu daga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsinnis boðist til þess í vetur að taka höndum saman við hvern þann flokk í þinginu sem væri tilbú- inn til raunhæfra aðgerða í þágu atvinnuveganna. En bæði forystu- menn Framsóknar og Alþýðuflokks telja mikilvægara að þjóna hags- munum Alþýðubandalagsins en at- vinnulífsins. Það bar svo til tíðinda sl. fimmtudagskvöld að forsætis- ráðherra fór að hóta endalokum stjórnar sinnar, ef eitthvað gerðist ekki innan tveggja mánaða. Hveijir kannast ekki við hótanir af þessu tagi úr fyrra stjórnarsamstarfi? Ætli stjórnmálavandinn sé hins vegar ekki einna helst fólginn í því að formaður Framsóknarflokksins fæst ekki til þess að axla ábyrgð. Hverja á að svíkja? Forystumenn BSRB hafa marg- lýst því yfir í tengslum við nýgerða samninga að samningamenn ríkis- ins hafi vísað til nýgerðrar þjóð- hagsáætlunar ríkisstjórnarinnar sem forsendu samninganna, en þar sé ekki gert ráð fýrir aðgerðum í þágu atvinnuveganna og engum frekari breytingum á gengi krón- unnar. Ríkisstjórnin er því augljóslega búin að koma sér í þá stöðu að þurfa annaðhvort að svíkjast aftan að atvinnuvegunum eða svíkja for- sendur samninganna við opinbera starfsmenn. Sumar konur rétt- hærri en aðrar Fjármálaráðherra hefur látið - mikið yfir því að nýgerðir kjara- samningar við BSRB feli í sér að nú sé í ríkari mæli en áður tekið tillit til stöðu kvenna á vinnumark- aði. Með öðrum orðum: konum séu nú mældar meiri launahækkanir en öðrum. Og sérstaklega muni það vera svo að lágtekjukonur fái þar ríflegastan skerf. Þetta er fagnað- arefni, ekki síst í þröngri stöðu ríkissjóðs. Jón Baldvin Hannibalsson: „Niðurstaðan í máli Sjafiiar óhugnanleg“ „NIÐURSTAÐA þessa máls, er i minnm huga, nánast óhugnankg," sagði J6n Baldvin Hannibalsaon, forxnaðor Alþýðuflokkains, um þá niðurstððu tem nú er fengin i máli Sjafnar Sigurhjðrnadóttur, sk&la- stjóra öiduaebakóla, len befur ákveðið að uelgast ekld eftir endur- ráðningu beldur hvería á ný tQ kennslustarfa við Fjðibrautaskólann i BreiðboKi. Jón Bal- Raldvin. Morgunbþ I '* láginni í f / Gesuson ^ðdragi i i a því yfir vekti va Hann gæta, j i þessi istæði beitti Sigurt varö i lega mætti Sjöfn treysta þvi að eiga kost & öðru starfi á vegum mennta- málaráðuneytisins, í Ijósi þess að hór væri um að ræða starfsmann ráðuneytisins, sem hefði 20 ára starfsferíl að baki og hefði hvar- vetna getið sér gott orð i fyrri störf- um. flokteh.TíÚÍþVÍ ekkÍaðr^herrarAlþýSu Reykjaneskjördœmi af ótta í irúi þw ekld .0 ríBh™. É 5|ÍU!Í *° dlhmv krRejkJ.vIk, geri úl á þ.» [ "**“ koraingun, a» Upa nuumi ( lyn, þv< að haf„tak„r , aðfiokkurinnstcndursvonalSaí e1fs,a .s®ti listans í 1 S^anakönnunum °g taka bá bfotin, en Guð siálfugyptr >/:»■ pl , . pa Arni. hefur venð — En á sama tíma segir fjármála- ráðherrann við stjórnendur atvinnu- fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði að þeir eigi að gera sína kjarasamn- inga í Ijósi þess að atvinnufyrirtæk- in eru nú rekin með umtalsverðum halla. Þetta þýðir að það er skoðun fjármálaráðherrans og ríkisstjórn- arinnar að lækka eigi laun lágtekju- kvenna í fiskvinnslu og iðnfyrir- tækjum á sama tíma og ríkisstjórn- in telur sig hafa svigrúm til þess að bæta nokkuð kjör lægstlaunuðu- kvennanna hjá ríkinu. Fátt lýsir betur hversu fjármála- ráðherrann og ríkisstjórnin eru slit- in úr öllum tengslum við hið raun- verulega líf í landinu. Það er eftir- tektarvert að ríkisstjórn jafnréttis, félagshyggju og vinstri afla skuii senda lágtekjufólkinu í fiskvinnslu- fyrirtækjum og iðnfyrirtækjum þessar köldu kveðjur. Það er kominn eindagi á svör Afkoma frystihúsanna um þessar mundir er sú að þau eru rekin með 8—10% halla. Ríkissjóður stendur undir um það bil % hlutum þessa hailareksturs með skattheimtu á almenning. Fiskvinnslufyrirtækin sjálf bera svo um 'h með vaxandi lántökum og rýrnandi eiginfjár- stöðu. Vandamálin í rekstri iðnfyr- irtækjanna eru engu minni en að- stöðumunur þeirra er hinsvegar sá að þau njóta í engu millifærsina af því tagi sem frystiiðnaðurinn nýtur. Augljóst er að ekki er unnt að halda áfram millifærslum í þeim mæli sem gert hefur verið. Skatt- greiðendur rísa einfaldlega ekki undir því. Ekkert béndir til þess að verulegar verðhækkanir komi fram á erlendum mörkuðum á næstu vik- um. Ríkisstjórnin verður því nú að gefa um það skýr svör hvað taka eigi við og hvernig halda eigi áfram. Sjávarútvegsráðherra lét að því liggja í þeim umræðum sem áður er vitnað tii á Alþingi í þessari viku, að þess væri ekki að vænta að for- ystumenn atvinnufýrirtækja og launafólks á almennum vinnumark- aði gætu fengið svör af hálfu ríkis- stjórnarinnar um þetta efni. Hóg- værustu orð sem hægt er að finna um þessa stöðu eru því ráðleysi og uppgjöf. Dómur reynslunnar Þegar slitnaði upp úr stjórnar- samstarfi Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Framsóknar síðast- liðið haust gengu ásakanir á báða bóga um það hverjum væri um að kenna. Við bentum á það með rök- um að hvorki Framsóknarflokkur- inn né Alþýðuflokkurinn höfðu fengist til þess að samþykkja tiliög- ur um aðgerðir í þágu atvinnuveg- anna. En ugglaust hafa stóryrði og svigurmæli fyrrum samstarfs- manna náð eyrum margra. Reynslan er þó jafnan besti dóm- arinn. Nú hafa þessir tveir fyrrum samstarfsflokkar haft meirihluta í rúmt hálft ár í ríkisstjórn með Al- þýðubandalaginu og stöðugt hefur sigið meir á ógæfuhliðina fyrir at- vinnuvegi landsmanna. Engum get- ur því blandast hugur um það leng- ur hverjir það voru sem kipptu sam- starfsgrundvellinum undan fyrra stjórnarsamstarfi í þeim tilgangi einum að koma Olafi Ragnari Grímssyni til áhrifa í íslenskum stjórnmálum. Og enn er reynslan besti dómarinn um það hvemig það ævintýri hefur tekist. Fúkyrði gegn kommaklóm Málefni skólastjóra Ölduselsskóla hafa verið hitamál á gáróttu yfir- borði stjórnarsamstarfsins að und- anförnu. Athyglisvert er hvemig menntamálaráðherra hefur sýnt gömlu kommaklærnar í því máli. Engar tilraunir vom gerðar af hans hálfu til að koma á sáttum og eðli- legu skólastarfi. Af hans hálfu var aðeins gripið til aðferða sem ekki hefur verið beitt í ráðuneytinu síðan Brynjólfur Bjarnason var þar fyrir meira en 40 ámm. Mál þetta snerist um einn af helstu forystumönnum Alþýðu- flokksins. Og athyglisvert er að forysta krata treysti sér ekki til þess að standa upp í hárinu á gömlu kommaklíkunni. Ráðherrar Alþýðu- flokksins buðust til þess að semja við menntamálaráðherrann um að skólastjóraskipti yrðu í skólanum ef það aðeins yrði ekki auglýst fyrr en í sumar. Alþýðuflokknum stóð svo til boða að hnekkja ákvörðun menntamálaráðherra með aðild að þingsályktunartillögu sem líklegt er að meirihlúti hefði verið fyrir á Alþingi, en þorði ekki af ótta við að Alþýðubandalagið tæki það illa upp. Niðurstaðan varð sú að formaður Alþýðuflokksins lét við það sitja að láta Morgunblaðið hafa eftir sér einhvern mesta fúkyrðaflaum sem lengi hefur sést á prenti í garð menntamálaráðherrans. Lengra náði málið ekki því að Alþýðuflokk- urinn metur það meir að fá að sitja í skjóli Alþýðubandalagsins en standa við stóru orðin. Og borgar- málaforysta Alþýðuflokksins sem hafði gripið til vopna varð að slíðra sverðin af því að flokksforystuna brast kjark. Uppgjöf í vara- flugvallarmáli? Annað dæmi af svipuðum toga eru umræðurnar um varaflugvöHQ Þjóðviljinn greindi frá því fyrir skömmu að hugmyndir um að leyfa forkönnun á slíkri framkvæmd hefðu verið með öllu brotnar á bak aftur innan ríkisstjórnarinnar. I tvígang hefur utanríkisráðherra verið inntur eftir því á Alþingi hvort rétt sé með farið en hann hefur ekki treyst sér til þess að svara. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga sem felur í sér stuðning Alþingis við ákvörðun um forkönnun. Það kemur í ljós við meðferð þess máls á Alþingi hvort Alþýðuflokkurinn meinar eitthvað með þeim yfirlýs- ingum sem utanríkisráðherra hefur gefið eða hvort það er staðreynd sem Þjóðviljinn hefur greint frá, að hann hafi verið brotinn á bak aftur í því máli eins og flestum öðrum. En líklegast er að hann muni kyssa á vöndinn. Höfundur er formaður Sjálfstæð- isflokksins. mn ið- öfiiuði »eru fé sjóðfélaga í formi óverðtryggðra lána og dró það að sjálfsögðu úr ávöxtun sjóðanna. Þá má að auki benda á að samkvæmt lögum greiða lífeyrissjóðimir allir 3% af iðgjöld- um sínum til umsjónarnefndar eftir- launa. Henni var komið á, meðal annars til að tryggja því fólki viðun- andi lífeyri, sem fætt var fyrir 1914 og gat því ekki fyrir starfslok áun- nið sér full lífeyrisréttindi, þar sem stofnun lífeyrissjóðanna hófst ekki fyrr en langt var komið á starfsævi þess. Skerðing lífeyris ekki á dagskrá Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að nýlega hafi lokið framkvæmd tryggingafræðilegrar úttektar á stöðu sjóðsins. „Helztu niðurstöður, miðað við að 3% ávöxtun náist á eignir sjóðsins umfram hækkun launa, voru að til að koma á jöfn- uði á milli skuldbindinga og eigna þurfi annaðhvort að ná 3,6% nettó ávöxtun að óbreyttu iðgjaldi og lífeyri eða að hækka þyrfti iðgjald úr 10% í 10,8% af telqum sjóðfé- laga. Eins og niðurstöður trygg- ingafræðingsins bera með sér, er ekki þörf á að skerða lífeyri sjóð- félaga enda er það ekki á dag- skrá,“ segir Þorgeir. Engu lofað umfram getu Lífeyrissjóður verkfræðinga er byggður upp á annan hátt, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Við greiðslu lífeyris úr sjóðnum skuld- bindur hann sig aðeins til greiðslu lífeyris í samræmi við iðgjöld og eigin greiðslugetu á hveijum tíma. Staða sjóðsins er metin að minnsta kosti á fimm ára fresti að sögn Jóns Hallssonar, framkvæmda- stjóra hans, og lífeyrir reiknaður út frá fjárhagsstöðu hans hverju sinni. Örorku- og makalífeyrir er hins vegar tryggður þannig að ið- gjöld í viðkomandi tilfellum eru framreiknuð eins og greitt hafi ver- ið í sjóðinn til starfsloka. Jón segir að sjóðurinn lofi því engu umfram greiðslugetu. Ríkisstarfsmenn búa við þá sér- stöðu, að ríkissjóður bætir upp það, sem kann að skorta á að lífeyris- sjóður þeirra geti staðið við skuld- bindingar sínar. í dag fer því fjarri að sjóðurinn sé sjálfum sér nægur með fé og veldur þar mestu óhag- stæð aldursdreifing. Talið er að 60 til 70% af skuldbindingum sjóðsins muni lenda á ríkissjóði og öðrum atvinnurekendum, sem í sjóðinn greiða, og þyrftu iðgjöld í sjóðinn að vera um 25% launa í stað 10% eins og þau eru nú. Þessar upplýs- ingar komu fram á Alþingi í vetur er fjármálarráðaherra svaraði fyrir- spum Guðmundar H. Garðarssonar um stöðu líseyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þung greiðslustaða Lífeyrissjóður Dagbrúnar og Framsóknar var tekin út af trygg- ingafræðingi 1980 og 1985 og út- tekt er nú framundan. Við upp- gjörið 1985 höfðu orðið nokkrar breytingar á grunni frá árinu 1980, en við síðari úttektina var matið að um þriðjung vantaði til að sjóður- inn gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við 3% ávöxtun. Arið 1983 voru 9 lífeyrissjóðir innan SAL teknir út og skorti þá að meðaltali um 29% upp á að hægt væri að standa við skuldbindingar um lífeyri. Aldursdreifíng í þessum lífeyrissjóði er óhagstæð, meðalald- ur fremur hár, en töluvert gegnum streymi ungs fólks er í honum og bætir það stöðuna lítillega. Karl Benediktsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að síðan 1985 hafi staðan batnað, sérstaklega vegna bættrar ávöxtunar. Lífeyris- greiðslustaðan sé samt sem áður mjög erfið og nú fari um 40% ið- gjalda beint til greiðslu lífeyris.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.