Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 16
Tt 16 j)ÁqflAOUAJ qiöAJaMuoaoM Ð -LAUGAftÐAGUR-15r APRIL lí>89 Nýr Kerú- bínó í Brúð- kaupi Fígarós FRÁ OG með 5. sýningu á Brúð- kaupi Fígarós, laugardaginn 15. apríl, syngur Rannveig Fríða Bragadóttir hlutverk Kerúbínós, hirðsveins greifans. Mun hún syngja á átta sýningum, eða til og með 30. apríl. Rannveig kemur frá Vínarborg til að taka þátt í þessum sýningum en þar hefur hún verið undanfarin ár við nám og síðar meðlimur í Operustúdíói Ríkisóperunnar. Síðastliðið haust söng Rannveig sitt fyrsta óperuhlutverk á íslandi en það var Nicklausse í Ævintýrum Hoffmanns í samvinnu Þjóðleik- hússins og íslensku óperunnar. Einnig hélt hún sína fyrstu opin- beru tónleika í Gerðubergi. Rann- veig hefur verið ráðin einsöngvari við Ríkisóperuna í Vínarborg frá næstkomandi hausti. Gunnar Guðbjörnsson, tenór- söngvari. Guðbjörg Siguijónsdóttir, píanó- leikari. Tónleikar í Hafnarborg GUNNAR Guðbjörnsson, tenór- söngvari, heldur einsöngstón- leika i Hafharborg, menningar- og listastofnun HaftiarQarðar, mánudaginn 17. april nk. kl. 20.30. Undirleikari Gunnars er Guðbjörg Sigurjónsdóttir, píanó- leikari. Á efhisskránni verða Borgaraleg „ferming“ Athugasemd frá Biskupsstofii NYLEGA fór fram athöfn í Nor- ræna húsinu sem aðstandendur nefhdu borgarlega „fermingu". Margir hafa spurst fyrir á Bisk- upsstofu hvort hér sé um rétt- nefni að ræða frá sjónarhorni kirkjunnar. í Orðabók Menningarsjóðs eru orðið að ferma útkýrt þannig: (I lúthersku hér á íslandi, venjulega íið lokinni bamauppfræðslu við um 14 ára aldur) staðfesta skímarsátt- mála til að veita full réttindi safnað- armanns, ferma barn. Síðan er orðið ferming útskýrt þannig: trúarleg athöfn, það að ferma, eitt af sakramentum kaþ- ólskrar kirkju. Það sem hér segir hefur einnig verið skilningur kirkjunnar og fyrir því aldalöng hefð. Ferming er sú athöfn er skím bamsins er staðfest. (Það ætti að vera óþarfi í þessu sambandi að minnast á aðra merk- ingu orðsins að ferma, nefnilega að hlaða skip og flugvélar.) Við hina borgaralegu „fermingu" er ekki verið að staðfesta skírnar- sáttmála, heldur er efnt til athafnar að loknu stuttu námskeiði. Það er að sjálfsögðu réttur allra foreldra að veita bömum sínum hveija þá uppfræðslu sem þau telja þeim holl- asta til hamingjuríkrar framtíðar. Það er hins vegar verið að blekkja og leiða á villigötur að gefa þeirri athöfn sem fór fram í Norræna húsinu nafn, sem samkvæmt hefð og almennum málskilningi táknar þá trúarlegu athöfn er skímarsátt- málinn er staðfestur. Bernharður Guðmundsson, fræðslustjóri. Yorleikur '89 Pantanir í síma 686204 og 686337 frá kl. 13-19. Enginn yefffi' Vidhalds- og varahlutaþíónusta á íslandi ÞETTA TILBOÐ STENDUR AÐEINS TIL 18. APRIL Burtfarartónleikar 1 Norræna húsinu antik-, óperu- og óperettuaríur eftir ýmsa höfunda. Auk þess verða flutt lög eftir íslensk, skandinavísk og þýsk tónskáld. Gunnar Guðbjömsson fæddist í Reykjavík árið 1965. Hann stund- aði píanónám sem unglingur en hóf söngnám 18 ára, fyrst hjá Snæ- björgu Snæbjarnardóttur en síðarw hjá Vincenzo S. Demetz í Nýja Tónlistarskólanum. Gunnar lauk þaðan burtfararprófi í desember 1987. í vetur hefur hann stundað framhaldsnám hjá prófessor Hanne-Lore Kuhse í Berlín. Gunnar hefur á síðustu ámm komið víða fram sem einsöngvari með kómm og hljómsveitum, m.a. með Pólýfón- kómum, Langholtskirkjukómum, íslensku hljómsveitinni, Kammer- sveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljóm- sveit fslands. Guðbjörg Siguijónsdóttir fæddist í Reykjavík. Hún byijaði píanónám hjá Ragnari Bjömssyni en fór síðan til Hollands og lærði hjá Willem Brons við Sweelinck Conservator- ium í Amsterdam og tók þaðan kennarapróf árið 1979. Guðbjörg hefur tekið þátt í námskeiðum fyrir söngvara og undirleikara hjá Charles Spencer, Dalton Baidwin og frú Hanne-Lore Kuhse. Guðbjörg starfar sem kennari og undirleikari. (Fréttatilkynning) MANUDAGINN 17. apríl heldur Soffia Halldórsdóttir sópran- söngkona burtfarartónleika sína firá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Píanóleikari er Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. Tónleikarnir verða í Norræna húsinu og hefjast klukkan 20.30. Soffia Halldórsdóttir er Svarf- dælingur og hóf píanónám 10 ára í Tónlistarskóla Dalvíkur. Síðar stundaði hún söngnám við Tónlist- arskóla Akureyrar hjá Sigurði Demetz Franzsyni og Þuríði Bald- ursdóttur. Hún innritaðist í Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar haustið 1984. Aðalkennari hennar er John Speight. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, De- Soffia Halldórsdóttir bussy, Schönberg, Schumann og Satie. Fyrirlestur um sænska skáld- ið Erik Axel Karlfeldt Dr. phil. Karl-Ivar Hildeman prófessor heldur fyrirlestur á morgun, sunnudaginn 16. apríl, klukkan 16, um sænska skáldið Erik Axel Karlfeldt og Hjörtur Pálsson cand.mag. les nokkur (jóð eftir Karlfeldt í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Erik Axel Karlfeldt fæddist 1864 og lést 1931. Hann var bóndasonur frá Karlbo í Dölunum, gaf út fyrstu ljóðabók sína 1895 en varð fyrst þekktur með ljóða- bókinni „Fridolins visor", sem kom út 1898. Hann varð meðlimur í Sænsku akademíunni 1904 ogritari hennar 1912. Hann varð heiðursdoktor við Uppsalaháskóla 1917 ogfékkNób- elsverðlaunin eftir að hann lést 1931. Mörg tónskáld hafa samið tónlist við ljóð hans, þau fjalla flest um náttúruna og ástina. Fyrirlesarinn, Karl-Ivar Hilde- man, fæddist 1905. Hann kenndi um árabil bókmenntir við Stokk- hólmsháskóla og Kennaraháskól- ann í Stokkhólmi. Hann hefur skrifað margt um skáldskap Karl- feldts og hefur hin síðari árin haft forystu fyrir Karlfeldt-félaginu. Gítartónleik- ar í Tónskóla Signrsveins Gítartónleikar verða haldnir í Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar í dag, laugardaginn 15. apríl, í Hraunbergi 2 og hefjasf þeir klukkan 17. Fram koma nemendur á fram- haldsstigi og þeir eru: Albert Ólafs- son, Bjami Ölafur Friðriksson, Guð- jón Steingrímur Birgisson, Guð- mundur Hallvarðsson, Halldór Ólafsson, Hannes Þorsteinn Guð- rúnarson, Hinrik D. Bjamason, Jón Guðmundsson, Pálmi Erlendsson, Theódór Ásgeirsson og Þorkell Atlason. N0TAME wkm Aséuisiié Traktorsgröfur: CAT 428 FORD COUNTY 974 JCB 3DX JCB 3DX4 JCB 3DX4 MF 50 CASE 580F CASE 580G Vegheflar: CAT 1 2F CHAMPION Jardýtur: CAT D4D CAT D5B CAT D6C CAT D7F IH TD-8 Hjólaskóflur: CAT 980B CAT 966C CAT 950 CAT 950B MICHIGAN 125 MICHIGAN 125 MICHIGAN 175 Beltagröfur: CAT 225 CAT 225 LC OK RH-12 OK RH-6 '87 '82 '80 ’82 '87 '82 '81-83 '83-87 '66 '83 '81 '73 '66 '74 '77 '75 '74 '73 ’84 '69 '73 '73 '80 ’83 '77 '74 ALLAR UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUMANNI IHIHEKLAHF g B Laugavegj 170-174 Slmi 695500 Caterpillar. Cat og CH eru skrásett vörumerkl. ffl CATERPILLAR YFIR 40 ÁRA FORYSTA A ISLANDl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.