Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 19
38 MORMUNBUíHB loAUGARDAGUtt 15. APRÍL 1989
Sérfræðingar í Vísindanefnd
hvalveiðiráðsins gagnrýndu tillögur
þessar og lýstu yfir því að rann-
sóknimar myndu ekki verða til þess
að auka þekkingu manna á hvölum
en íslendingar hafa neitað að gefa
eftir. Forráðamenn Hafrannsókna-
stofnunar íslands halda því fram
að áætlunin sé mikilvægt framlag
til hvalarannsókna en prófessor
Gísli Gíslason, yfirmaður Líffræði-
stofnunar Háskólans, hefur for-
dæmt áætlunina og sagt hana vera
vísindavændi. „Hvalveiðar í vísinda-
skyni eru til þess fallnar að skapa
slæmt fordæmi en þær vom hafnar
til þess að unnt yrði halda uppi
rekstri hvalstöðvarinnar, til að við-
halda þekkingunni í landinu og til
að halda mörkuðum erlendis opn-
um.“
Rannsóknimar þykja ekki hafa
skilað sérlega merkilegum niður-
stöðum. „íslensku vísindamennimir
hafa komist að því að sandreyður
lítur nokkum veginn eins út í Norð-
ur-Atlantshafi og í Norður-Kyrra-
hafi,“ sögðu nokkrir þeirra sem
fylgdust með fundi Alþjóðahval-
veiðiráðsins á síðasta ári.
Kjötið af hvölunum sem íslend-
ingar kveðast drepa í nafni vísind-
anna er reyndar selt til Japan. For-
ráðamenn Hvals segja veiðamar
ekki skila neinum hagnaði, tekjur
séu ákvarðaðar með tilliti til kostn-
aðar en afgangurinn renni í sér-
stakan sjóð stjómvalda. Að sögn
Kristjáns Loftssonar, eiganda
Hvals, var veltan árið 1986 3,2
milljónir sterlingspunda (um 288
milljónir ísl kr.) sem þýðir að hver
hvalur hefur gefið af sér um 27.000
pund (rúmar 2,4 milljónir króna).
Talsmenn Hvals halda því einnig
fram að einungis 49 prósent hval-
lqötsins séu flutt út til Japan í sam-
ræmi við reglur Alþjóðahvalveiði-
ráðsins. Að sögn Kristjáns Lofts-
sonar er afgangurinn seldur innan-
lands. Hins vegar er ferðamönnum
jafnan sagt að íslendingar neyti
ekki hvalkjöts og starfsmenn Hag-
stofunnar viðurkenna að neyslan
innanlands sé svo lítil að menn
hafi ekki fýrir því að fylgjast með
henni.
Japanir kaupa ekki einvörðungu
allt það hvalkjöt sem þeir komast
yfir heldur em þeir tíðir gestir í
hvalstöðinni. Að sögn starfsbræðra
þeirra á íslandi koma japanskir
fulltrúar jafnan til landsins í upp-
hafí vertíðar til að hafa eftirlit með
vinnslunni og til að velja kjöt til
útflutnings til Japan. „Þeir hafa
eftirlit með því sem við emm að
gera,“ segir Kristján Loftsson.
Fram til þessa hefur íslendingum
tekist að veijast hótunum Banda-
ríkjamanna um að gripið verði til
refsiaðgerða haldi þeir áfram að
hundsa alþjóðlegar reglur um hval-
veiðar. Helsta vopn Islendinga er
herstöð Atlantshafsbandalagsins í
Keflavík sem Bandaríkjamenn vilja
ekki missa.
Greenpeace-samtökin hófu í
fyrra herferð sem miðaði að því að
fá fyrirtæki og almenning til að
w&aÆ.
Hluti greinar Ros Reeve um hvalveiðar íslendinga í vísindaskyni.
Stærri myndin er tekin í Hvalfírði en innfellda myndin sýnir fryst
hvalkjöt á leið á Japansmarkað.
kaupa ekki íslenskan fisk og var
þetta lokatilraun samtakanna til að
þrýsta enn frekar á íslendinga.
„Kaupið ekki fisk frá slátrara," var
helsta slagorð herferðarinnar.
Stærstu kaupendumir í Bretlandi,
Tesco og Birds Eye, hafa enn ekki
orðið við þessu ákalli þó svo bæði
fyrirtækin hafi lýst yfír stuðningi
við sjónarmið Greenpeace í hval-
veiðideilunni og forráðamenn Tesco
hafi ritað viðskiptaráðherra íslands
bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum
fyrirtækisins og viðskiptavina þess
vegna hvaladrápanna. Hins vegar
hafa fyrirtæki bæði í Bandaríkjun-
um og Vestur-Þýskalandi rift
nokkmm stómm samningum um
kaup á sjávarafurðum frá íslandi.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra hefur gert hvalveiði-
deiluna að persónulegu baráttumáli
sínu og sú afstaða hans að ekki
beri að líða útlendingum að hafa
afskipti af stefnu íslendinga hefur
gert það að verkum að deilan varð-
ar fyrst og fremst þjóðarstolt líkt
og gerst hefur í Japan.
Þar eð efnahagur íslendinga
hvílir svo til eingöngu á fiskútflutn-
ingi þeirra er hvalveiðideilan komin
á mjög alvarlegt stig. Herferð Gre-
enpeace er tekin að bera árangur
og upp em komnar deilur á þingi
vegna tillögu um að hvalveiðar verði
stöðvaðar í þijú ár. Gamalreyndur
félagi í Greenpace segir: „Takist
að stöðva veiðarnar kann það að
marka endalok síðustu hvalveiðiný-
lendu Japana“.
r
»
......: 19
Auglýsing
frá Byggðastofnun
Smábátaeigendur
Ríkisstjórnin hefur falið Byggðastofnun að kanna þörf
smábátaeigenda fyrir stofnlán. Því er nauðsynlegt að
þeir eigendur smábáta, sem hug hafa á að sækja um
lán, geri það fyrir 1. maí nk.
Skilyrði fyrir lánveitingu eru m.a. eftirfarandi:
1. Að báturinn sé minni en 10 brl.
2. Að hann hafi verið keyptur eða smíðaður á árunum
1987 eða 1988.
3. Að umsækjandi sýni fram á getu sína til að endur-
greiða lánið.
Athygli umsækjenda er vakin á því að, lánin verða
verð- eða gengistryggð með markaðsvöxtum. Lánin
verða einungis veitt gegn 1. veðrétti í viðkomandi báti.
Ekki hefur verið ákveðið hvert hámarkslán verður, en
það verður þó ekki hærra hlutfall en 1/3af verðmæti
bátsins.
Þeir eigendur, sem óska eftir láni, eru beðnir um að
senda bréf til Byggðastofnunar Akureyri, Geislagötu
5, 600 Akureyri, sími 96-21210, fax 96-27569. Til-
greina þarf ástæður umsóknar og umbeðna fjárhæð.
Ljósrit af kaupsamningi skal fylgja með. Þeir, sem
hafa nú þegar sent umsóknir til Byggðastofnunar,
þurfa ekki að endurnýja þær.
Þegar endanleg ákvörðun hefur verið tekin um upp-
hæðir lána og útlánareglur, verður haft samband við
umsækjendur og þeir beðnir um frekari upplýsingar.
ÍSLANDS-
MEISTARAKEPPNI
í SAMKVÆMISDÖNSUM
Keppt verður í öllum aldursflokkum í suður-amerískum' og standarddönsum.
Dómarar eru frá Englandi og Danmörku,
Leonard Morgan, Anne Lindgard og Borge Pedersen.
Setningarathöfn hefst í íþróttahúsinu v/Strandgötu í Hafnarfirði laugardag-
inn 15. apríl kl. 14.00. Á sunnudag hefst keppni kl. 11 f.h. í bamaflokkum.
Verðlaunaafhending verður strax að lokinni keppni í hverjum flokki.
Húsíð opnað 1 klst. fyrír keppni.
HJÓLHÝSI - TJALDVAGNAR - SUMARHÚS - FERÐAVÖRUR
RÉTTU SUMARGRÆJURNAR
OPIÐ DAGLEGA KL 10-22
SKIPHOLTI 33
VIÐ HLIÐINA Á TÓNABÍÓI