Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989 40 Minninff GunnarBjarki Vest- fjörð, Bolungarvík Fæddur 25. apríl 1963 Dáinn 8. mars 1989 Að morgni 8. mars barst mér sú harmafregn að hann Bjarki bróðir minn hefði farist af slysforum. Mér fannst sem tíminn stæði í stað. Þetta gat ekki átt sér stað í raun- veruleikanum, en raunveruleiki er þetta engu að síður, jafn kalt og miskunnarlaust sem það er. Þessum sterka og duglega dreng hafði ver- ið hrint í gegnum dyr dauðans á sekúndubrotum. Það er margt sem rennur í gegn- um huga manns á jafn erfiðum stundum sem þessum. Það var einkennandi fyrir Bjarka hvað hann var ávallt hjálpfús við fólk sem þurfti þess með, ávallt boðinn og búinn að hlaupa undir bagga þó langur vinnudagur væri að baki, sérstaklega var hann hjálp- fús við móður okkar og það voru ófáar ferðimar sem hann fór frá Bolungarvík og inn í Djúp til að aðstoða hana og oft við erfíðar að- staeður. Ávallt er Bjarki kom úr þessum ferðum heimsótti hann mig á heim- iii mitt í Súðavík og töluðum við oft um framtíðaráform okkar, þær umræður enduðu einatt á sama stað, eða Laugabóli, bernskuheimili okkar, en þar hafði hann hugsað sér að setjast að með sína flöl- skyldu. Þau em mörg áformin hjá jafn sterkum persónuleika, sem Bjarki var og kannski ekki alltaf auðvelt að framkvæma þau, en viss er ég um að honum hefðu reynst sumir hlutir auðveldari en öðmm ef hon- um hefði enst aldur til. Þá ályktun dreg ég af hve vel hann var búinn að búa að sinni fjölskyldu, ekki eldri en hann var. Það er hörmulegt að honum skyldi ekki auðnast að sjá litlu drengina sína vaxa úr grasi og fá að leiðbeina þeim í sínum anda. Ég þakka mínum kæra bróður allar okkar ógleymanlegu sam- vemstundir. Orð mega sín lítils, þegar lýsa á svo góðum dreng, eitt er víst að ávallt fór maður glaðari af hans fundi. Unnustu Bjarka, Vilborgu Am- arsdóttur, og sonum þeirra, Ragn- ari og Sindra Vestijörð, og öðmm ástvinum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að vera með þeim á þessari stund svo og á öðmm stundum. Blessuð sé minning Bjarka. Bella A. Vestfjörð í dag, 15. apríl, fer fram í Hóls- kirkju í Bolungarvík, minningarat- höfn um Gunnar Bjarka Vestfjörð, en hann fórst af slysfömm ásamt öðmm ungum manni þann 8. mars síðastliðinn. Alltaf og ævinlega er það óvænt þegar dauðann ber að garði, jafnvel þegar hans hefur þó í raun verið vænst um lengri tíma, en atburður sem sá er varð í Óshlíð- inni í vetur og aðrir hliðstæðir, em slíkt reiðarslag að fólk áttar sig naumast á því að þetta sé raun- vemleiki. Ósjálfrátt leitar sú spum- ing á hugann, hver tilgangurinn sé með þessu öllu, þegar ungum mönn- um í blóma lífsins er kippt svo snögglega yfír landamærin. Sann- arlega er það ofvaxið mannlegum skilningi að allt í einu sé ekkert eftir nema minningin um góðan dreng. Vissulega er það þó huggun harmi gegn þegar mönnum auðnast að skilja eftir sig jafn góðar minn- ingar og frændi okkar og vinur, Bjarki, gerði. Bjarki var yngstur bama Rögnu Aðalsteinsdóttur á Laugabóli í Og- ursveit. Eftir almennt skyldunám lá leið Bjarka til Bolungarvíkur þaðan sem hann stundaði nám við Iðnskólann á ísafírði. Að námi lo- knu vann hann síðan í Vélsmiðjunni Þór á ísafirði. Tæplega tvítugur að aldri kynntist Bjarki unnustu sinni, Vilborgu Arnarsdóttur frá Hvítadal í Dalasýslu. Þau eignuðust synina Ragnar Frey og Sindra Má og höfðu þau búið sér og drengjunum sínum litlu heimili á Hafnargötu 122 í Bolungarvík. Þótt Bjarki dveldist langdvölum fjarri æskuslóðum sínum leitaði þó hugur hans þrá- faldlega þangað, og ófáar ferðimar átti hann heim á bernskuheimilið á undanfömum ámm. Tók hann þar virkan þátt í sveitastörfum með móður sinni, henni og öðm heimilis- fólki til léttis. Bjarki var einn þeirra manna er betur kunni við að láta verkin ganga af krafti. Hann gekk glaður og hress að hveijum hlut og var hvarvetna velkominn gestur. En nú er skarð fyrir skildi. Með þessum fátæklegu kveðju- orðum viljum við þakka Bjarka samfylgdina, harmi slegin yfír þvi að hún skyldi ekki verða lengri. En minningin um góð kynni við ljúfan dreng mun þó lifa. Foreldmm Bjarka, systkinum hans, unnustu og sonum, svo og öðmm vandamönnum öllum vottum við dýpstu samúð, og biðjum Guð að blessa þau og styrkja í raunum þeirra. Fjölskyldurnar á og frá Bimustöðum í dag, laugardaginn 15. apríl, fer fram minningarathöfn í Hólskirlqu í Bolungarvík um Gunnar Bjarka Vestíjörð, vélvirkja, sem fórst í snjóflóði á Óshlíð að morgni 8. marz sl. Gunnar Bjarki fæddist á Lauga- bóli, N-ísafjarðarsýslu, 25. apríl 1963. Þar ólst hann upp hjá móður sinni, Rögnu Aðalsteinsdóttur, bónda á Laugabóli, og systkinum sínum tveimur Smára Vestflörð og Bellu Vestfjörð. Gunnar Bjarki stundaði iðnnám hjá Vélsmiðju Bolungarvíkur í vél- virkjun og lauk sveinsprófí þaðan. í júlí árið 1986 hóf hann störf hjá Vélsmiðjunni Þór hf. á ísafirði. Það var þá sem ég kynntist honum fyrst. Þegar ég læt hugann reika tilbaka er mér minnisstætt hvað hann lagði mikla áherslu á er hann hóf störf hjá okkur, að tryggt væri að hann fengi leyfí frá störfum þegar hann þyrfti þess með. Fljót- lega kom í ljós að ástæðan var sú að hann var hægri hönd móður sinnar við búskapinn og voru þær ófáar ferðimar inni í djúp. Oft ræddum við saman um bústörfín og leyndi það sér ekki að þangað stefndi hugur hans. Gunnar Bjarki var vel liðinn af starfsfélögum og vinnuveitendum. Hann var duglegur og ósérhlífin til vinnu o g alltaf tilbúinn þegar í hann var kallað, sem oft er þörf á í þessu fagi. I Bolungarvík stofnaði hann heimili með sambýliskonu sinni, Vilborgu Arnarsdóttur, áttu þau saman tvo drengi, Ragnar Frey, fæddur 6. október 1983, og Sindra Vestfjörð, fæddur 25. mars 1988. Gunnar Bjarki var traustur og góður félagi og alltaf boðinn og búinn til að hjálpa því kynntust þeir sem hann þekktu. Mikill eftir- sjá er að svo góðum félaga, og missirinn því mikill hjá unnustu hans, litlu drengjunum, móður hans og systkinum. Einlægar samúðarkveðjur senda starfsfélagar í Vélsmiðjunni Þór hf.. Minning hans lifír. Nú biðjum við góðan Guð að gæta hans og allra hans ástvina. Hafí hann þökk fyrir allt og allt. Gestur Halldórsson Bróðurkveðja Legg þú á djúpið, þú sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lifs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. (Sb 1886-M.Joch.) t Systir mín og móðursystir okkar, RAGNHILDUR F. JÓHANNSDÓTTIR hjúkrunarkona, Sólheimum 23, lést 5. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýhug og vinsemd. Ingibjörg Laxdal, Þyri Laxdal, Þröstur Laxdal. t Faðir minn, BALDVIN ÞÓRÐARSON, Dalbraut 27, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 13. þessa mánaðar. Fyrir hönd okkar systkinana og annarra vandamanna, Hulda Baldvinsdóttir. t Bróðir okkar, mágur og frændi, JÓN THORLACIUS, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. apríl. Aðstandendur. t Öllum þeim sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, ÁSTRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR, Litla—Hvammi, Mýrdal, eru sendar hugheilar þakkir og kveðjur. Fyrir hönd aðstandenda, börn hinnar látnu. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för sonar míns og bróður okkar, HALLGRÍMS ÓMARS JÓHANNESSONAR póstafgreiðslumanns, Mfmisvegi 2a, Reykjavfk. Margrét Jónsdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Kristfn Jóhannesdóttir, Bárður Jóhannesson. Þorsteinn Vilhjálms- son, Syðri-Hömrum í Asahreppi - Minning Fæddur 20. júlí 1906 Dáinn 7. apríl 1989 Nú hefur afi okkar ástkær feng- ið hvíldina eftir nokkurra mánaða veikindi. Við systkinin minnumst allra góðu og skemmtilegu stund- anna sem við áttum með honum. Hjá honum lærðum við eldri systk- inin að lesa og var þá oft kátt á þingi. Á hestum hafði afí dálæti og átti hann tvo uppáhalds hesta sem okkur fannst og fínnst enn mikið til koma. Alltaf var hægt að leita til hans með áhyggjur sínar og sorg- ir því afi hafði alltaf alls kyns ráð við þeim. Afi var líka ávallt tilbúinn með sýnar hlýju, traustu hendur er okkur var kalt. Hann var víðlesinn maður og hafði mikið yndi af bók- um. Hann kunni ógrynni vísna sem hann fór með fyrir okkur systkinin. Afi var dugnaðarmaður með mikla gleði og kátínu sem geislaði frá honum og fyllti hjörtu allra þeirra er umgengust hann. Nú vitum við að okkar elskulega afa líður vel og við þökkum honum fyrir allt það mikla sem hann hefur gefíð okkur í lífínu. Með þessum línum kveðjum við afa. Það má með sanni segja að Bjarki hafi stýrt á himins hlið er hann fór til vinnu sinnar þann 8. marz sl. Þeir sem þekkja Óshlíðina vita, að þeir sýna hugrekki sem aka þessa hættulegu leið daglega til vinnu sinnar, ekki síst yfir vetrar- tímann. Og víst átti Bjarki hug- rekki og áræði og stefndi ótrauður að markmiðum sínum. Það hefur örugglega ekki hvarflað að honum að snúa við, þegar hann kom að snjóskriðunni í Oshlíðinni þennan örlagaríka morgun. Enda fór hann út úr bifreið sinni og upp á skrið- una til félaga síns, Skarphéðins, sem þar var fyrir og hugðist að- stoða hann. Mennirnir áætla, Guð ræður. Önnur skriða fellur og hrífur með sér ungu mennina tvo. Þeim var ekki ætlað að komast til vinnu sinnar þennan dag. Bjarki var fæddur og uppalinn á Laugabóli í Ögurhreppi. Þar ólst hann upp við ástríki og dugnað móður sinnar. Þar undi hann hag sínum best, þar vildi hann vera. Þangað leitaði hug- ur hans og þær voru ófáar ferðim- ar heim á Laugaból, því að ýmsu var að hyggja. í vor ætlaði hann að flytja heim með unnustu sína og tvo unga syni. Engan stað gat hann hugsað sér betri fyrir Ragnar og Sindra að alast upp á, fijálsa og glaða við leik og störf, rétt eins og hann sjálfur hafði gert. Senn vorar á landi snjóa og ísa. Snjórinn sem í vetur tók svo mikið frá okkur, leysist upp, tún fara að grænka og gróður að blómstra. Sveitin fer að skarta sínu fegursta, menn, skepnur og vélar hrista af sér vetrardrungann. Heima á Laugabóli skrýðist sveitin líka sum- arbúningnum. En sveitin er ekki sú sama og var. Eitt skærasta blómið hefur ekki lifað af veturinn. Það er sárt til þess að hugsa að svo góður drengur, svo gjörvulegur ungur maður og svo elskulegur bróðir, skuli hafa verið frá okkur tekinn svo alltof, alltof fljótt. Og því er það, að þó sólin sé farin að skína og sumarið sé í sjónmáli, þá næðir um okkur og sorgin nístir hjörtu okkar og huga. Megi góður Guð gefa öllum þeim sem búa við sorg og söknuð huggun og styrk til að leyfa geislun hækkandi sólar, að deyfa sársaukann og hrekja burt kuldann sem sest hefur að í hjörtum okkar. Frá því snjóflóðið féll þann 8. mars sl. hafa margir sýnt Qölskyldu Bjarka samúð sína í verki og fjöl- margir einstaklingar unnið afar óeigingjamt og erfítt starf við leit á landi og í sjó. Hafí þeir allir mínar innilegustu þakkir fyrir. Sérstakar þakkir færi ég meðlimum björgun- arsveita Slysavamafélagsins við Djúp og Gesti Halldórssyni, for- stjóra Vélsmiðjunnar Þórs hf. á ísafirði, fyrir þeirra miklu aðstoð og ómetanlegan hlýhug. Góður Guð varðveiti minn elsku- lega bróður, Bjarka. í húmi grafar hvíl nú rótt, þér herrann veiti góða nótt. (H.Pétursson.) Smári Nú blundar fold í blíðri ró, á brott er dagsins strið, og líður yfir land og sjó, hin ljúfa næturtíð. Sigríður, Þuríður Magn- úsina, Þorsteinn Magni og Guðjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.