Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 41
esei JÍOTA .ðl 5IUDAQflA0UA.J QlQAJaHlJDHOM_____________________________________________
"mORGUNBLAÐIð’ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989 - - -41
Matthías Jónsson,
*
Isafírði — Minning
í langri og merkri sögu ísafjarð-
arkaupstaðar má sjá að ákveðnir
einstaklingar hafa sett meiri svip á
bæinn en aðrir. Margir þessara
manna hafa jafnframt, með verkum
sínum og áhrifum á gang mála,
reist sér minnisvarða, án þess þó
að hafa haft það sérstaklega í huga
þegar verkin voru unnin. Einn þess-
ara manna, Matthías Jónsson, húsa-
smíðameistari, Túngötu 15, er í dag
til moldar borinn.
Matthías fæddist á ísafirði 8.
desember árið 1923. Hann var
næstyngstur sex bama Jóns H. Sig-
mundssonar, trésmiðs, og Súsönnu
Maríu Matthíasdóttur, sem bjuggu
í Tangagötu og síðar Túngötu.
Faðir Matthíasar var einn merk-
asti byggingameistari ísaflarðar-
kaupstaðar fyrr og síðar, teiknaði
mörg af fallegustu húsunum í bæn-
um og reisti fjölmargar byggingar,
sem staðist hafa tímans tönn betur
en flestar aðrar. Ef blaðað er í
teikningum byggingafulltrúaemb-
ættisins á Ísafírði vekur sérstaka
athygli, hversu glæsilegar teikning-
ar Jóns H. Sigmundssonar eru,
miðað við ýmsar aðrar, og hversu
vandvirkur hann hefur verið í frá-
gangi öllum og útfærslu verkefn-
anna. Ekki er ólíklegt að hann hafí
tekið sér til fyrirmyndar Guðjón
Samúelsson, arkitekt, að einhveiju
leyti, en ljóst er að Jón H. Sig-
mundsson bjó-yfir miklum listræn-
um hæfíleikum. Hann sat í bæjar-
stjóm ísafjarðar á árunum 1921 til
1938 og í byggingamefnd sat hann
í aldarfjórðung.
Matthías Jónsson mótaðist mjög
af viðhorfum föður síns, lærði hjá
honum húsasmíði, tamdi sér vand-
virkni og nákvæmni og vildi veg
Ísaíjarðar sem mestan. Hann var
varabæjarfulltrúi fyrir Alþýðu-
flokkinn á ámnum 1954 til 1962
og á árinu 1971 var hann kosinn
aðalfulltrúi í byggingamefnd og
átti þar sæti óslitið til ársins 1986.
Óhætt er að segja að enginn einn
maður hafi haft meiri áhrif á bygg-
ingarmál á ísafírði en Matthías,
þann tíma sem hann starfaði í bygg-
ingamefndinni og raunar mun leng-
ur, þar sem hann lá ekki á skoðun-
um sínum og var mjög gagnrýninn
og tillögugóður. Hann naut sér-
stakrar virðingar í byggingarnefnd
og var þar kjölfestan og áttaviti
vegna þekkingar sinnar, samvisku-
semi og óvenjulegs áhuga á við-
fangsefnunum. Á þessum ámm tók
ísafjörður miklum stakkaskiptum.
Eftir sameiningu Eyrarhrepps og
ísafjarðar hófst uppbygging í botni
Skutulsfjarðar og reis þar á fáum
ámm nýtt hverfí. Ég minnist þess
sérstaklega hversu Matthías Jóns-
son lagði sig fram um að þar tæk-
ist vel til með uppbyggingu og
skipulag og svo var einnig annars
staðar í bænum, þar sem nýjar
byggingar risu. Menntaskólabygg-
ingar, sjúkrahús og heilsugæslu-
stöð, íbúðir aldraðra, hótel, fisk-
vinnsluhús og verksmiðjur, stjórn-
sýsluhús, skólabyggingar, blokkir,
raðhús og einbýlishús; allar þessar
byggingar, sem risu á þessum tíma,
fengu nákvæma skoðun og vandaða
umræðu í byggingamefnd þar sem
Matthías réði ríkjum. Enda var
hann hreykinn af því að hafa átt
hlut að máli. Og þegar gekk um
bæinn með félögum sfnum og vinum
átti hann til að vekja athygli á
ýmsum þáttum, sem valdið höfðu
heilabrotum og deilum, áður en
menn létu sannfærast um, að Matt-
hías hefði haft á réttu að standa.
Hann gat verið ansi þver ef því var
að skipta og lét sig ekki fyrr en í
fulla hnefana. Hann var þó sann-
gjarn og lýðræðið hafði hann í
heiðri.
Matthías Jónsson var sannur
jafnaðarmaður alla tíð. Hann var
liðsmaður Alþýðuflokksins lengst
af, en gekk þó til liðs við Hannibal
Valdimarsson þegar Samtök frjáls-
lyndra og vinstrimanna voru stofn-
uð. Honum þótti, held ég, Alþýðu-
flokkurinn orðið nokkuð útþynntur
eftir langt samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn í viðreisnarstjórninni. Nú
hin síðari ár, eftir sættir og samein-
ingu jafnaðarmanna undir merkjum
Alþýðuflokksins, fylgdi hann
flokknum dyggilega, þótt hann
hefði ávallt ýmislegt við einstaka
forustumenn flokksins að athuga.
Hann var skemmtilegur pólitíkus,
slyngur baráttúmaður í kosningum
og ótrúlega næmur á pólitíska púls-
inn. Mér er til efs að skoðanakann-
anir, sem nú er verið að gera í tíma
og ótíma, gefí réttari mynd af
ástandinu í íslenskri pólitík en til-
fínning Matthíasar, þegar hún var
sem næmust. Það voru vissulega
skemmtilegir tímar, þegar sam-
stilltur hópur áhugamanna um bæj-
arpólitík og þjóðmál vann sem einn
maður í spennandi bæjarstjómar-
og alþingiskosningum á Isafirði.
Þetta veit ég að margir af framá-
mönnum þjóðarinnar í dag muna,
hvort sem þeir vom þá samherjar
eða andstæðingar Matthíasar í
pólitíkinni. Það er td. atvik eins og
það, þegar Hannibal hafði fengið
nægilegan fjölda atkvæða til að ná
kjöri og Kristján frá Garðstöðum
sló í sjónvarpsskerminn um leið og
þulurinn las nýjustu tölur og sagði:
„stopp, stopp, komið nóg, komið
nóg“, (en allt kom fyrir ekki og
Hannibal tók Karvel með sér inn á
þingið) sem vekur mann til um-
hugsunar um hversu þetta var
skemmtilegur tími. Eða þegar Matt-
hías og hans menn björguðu Sam-
tökunum og náðu Magnúsi Torfa
inn ásamt Karvel hér um árið. Eða
þegar fijálslyndur hópur Alþýðu-
flokksmanna og annarra félags-
hyggjuhópa, sem töldu sig hvergi
eiga heima í flokki, tóku völdin í
bæjarmálunum á ísafirði með nú-
verandi formann Alþýðuflokksins í
fararbroddi, og mynduðu svo stjóm
með Sjálfstæðisflokknum. Og allt
gekk vel. Já, það gekk mikið á og
Matthías Jónsson lét ekki sitt eftir
liggja. Hann var reyndar í fremstu
víglínu og hafði unun af pólitík.
En nú er Matthías vinur minn
allur. Hann lést í svefni aðeins 65
ára að aldri. Eftir lifa þrír bræður
hans, Sigmundur, Jón og Sigurður,
sem búa á Túngötu 15. Ég sendi
þeim mínar innilegustu kveðjur og
bið þeim blessunar. Minning Matt-
híasar Jónssonar mun lifa, hann
setti svip á bæinn og bærinn þakk-
ar honum hlýhug og umhyggjusemi.
Magnús Reynir Guðmunds-
son,
bæjarritari.
Á ísafírði fer fram í dag útför
Matthíasar Þórðar Jónssonar. Vin-
arkveðju viljum við senda þessum
góða dreng. Margar eru þær minn-
ingamar sem upp í hugann koma
við þessi tímamót. Matthías var,
eins og allir vita sem til þekktu,
einstakur í sinni röð. Vammlaus og
virtur, traustur og tryggur alla tíð.
Leiðir okkar lágu oftast saman,
þegar við vorum að vinna að fram-
gangi jafnaðarstefnunnar á Vest-
fjörðum. Þar var Matthías I fremstu .
röð. Ósérhlífinn í starfí og öllu þvf
sem laut að kosningaundirbúningi.
Hann gladdist innilega þegar vel
gekk, en tók það á stundum nærri
sér þegar miður fór, því hann var
tilfínningaríkur að eðlisfari. En
hann var gæddur vestfírskri þraut-
seigju og hvikaði hvergi frá þeim
málstað, sem hann taldi trúverðug-
astan.
Matthias var á yngri árum góður
knattspymumaður og stundaði þá
íþrótt í öllum aldursflokkum með
Herði. Einhveiju sinni gekk illa hjá
knattspyrnufélaginu Vestra, höfuð-
andstæðingnum, svo illa, að það
stóð ekkert annað fyrir dyrum, en
að leggja átti félagið niður. Þá tóku
sig saman nokkrir meistaraflokks-
menn úr Herði og gengu til liðs við
Vestra. Þar með var félaginu bjarg-
að frá því að lognast út af. Þetta
hefur ekki verið sársaukalaust fyrir
þá Harðveijana, því samkeppnin
var hörð milli félaganna. En þama
var hugsjónaeldurinn látinn ráða,
þeim félögum þótti það vondur kost-
ur að samkeppnin yrði engin. Það
myndi hafa neikvæð áhrif fyrir
framgang knattsmimunnar sem
keppnisíþróttar á Isafirði. Þannig
var allt lífshlaup þessa ágæta
drengs. Hann var raunsær og gerði
ávallt það, sem hann taldi réttast
og farsælast, því gekk Matthías
yfír í raðir Vestra.
Við þökkum Matthíasi fyrir allar
glaðar stundir, á kosningaskrifstof-
unni, eða yfír kaffibolla á Hótelinu.
Sjónarsviptir verður, að mæta ekki
lengur Matthíasi á Silfurtorginu,
rölta inn á Hótel og rabba stutta
stund um landsmálin og málefni
líðandi stundar. En minningin lifír
um traustan vin. Hafi Matthías
þökk fyrir allt og allt.
Karvel, Hjörtur og Valdimar
Minning
*
Astríður Stefáns-
dóttir, Litia-Hvanuni
'M.ér er minnisstætt er ég sá hana
fyrst. Ég var ungur maður, reynsl-
ulítill, og hafði í hyggju að sækja
um prestakall í Mýrdalnum, en
þangað hafði ég aldrei komið áður.
Ég var því í nokkurs konar könnun-
arleiðangri.
Og hvað er þá eðlilegra en að
heimsækja samstarfsmenn prests-
ins, organistann og kirkjuhaldar-
ann, við Skeiðflatarkirkju? Það voru
hjónin í Litla-Hvammi, Ástríður
Stefánsdóttir og Sigurður Gunnars-
son. Ég hafði veitt bænum þeirra
talsverða athygli á leiðinni austur
til Víkur, því að hann var byggður
alveg fast við veginn, þar sem hann
lá upp klifið. íbúamir hlutu að verða
fyrir talsverðu ónæði af umferð-
inni, bæði vegna hávaða og ryks.
Hann Stefán í Litla-Hvammi hafði
í næsta bókstaflegri merkingu
byggt skála um þjóðveg þveran.
Þetta hlaut að vera gestrisið fólk.
Og nú stóð ég í stofunni í Litla-
Hvammi og kynnti mig; ég væri
nýlega útskrifaður guðfræðingur
og hygðist sækja um prestakallið.
Það hljóðnaði yfír fólkinu og hús-
freyjan horfði rannsakandi augum
á unga manninn. Það var reisn í
svipnum. Svo rauf hún þögnina og
sagði við mig: „Svo að þú heldur,
að þú eigir erindi við okkur hér í
sveitinni að boða okkur Guðs orð?“
Aftur tók þögnin við og húsfreyjan
hélt áfram að horfa á borgarbamið.
Mér brá talsvert. Hvað var ég
að fara út í? Og mér varð litið á
húsbóndann, þar sem hann sat ró-
legur í stólnum og tottaði pípuna
sína. Hann virti mig líka fyrir sér
og bros lék um varir hans. Það lá
við, að mér félli allur ketill í eld.
Mér var ljóst, að þau voru efins í
að ég, borgarbamið, ætti mikið er-
indi austur í Mýrdal.
Og þó var langt í frá að þau
væru óvinsamleg. Þau höfðu bara
áhyggjur af því, hvort ég, ungling-
urinn, væri fær um að taka að mér
prestsstarfið. Frá þeim andaði hlýju
og þau voru vingjamleg. Við tókum
síðan tal saman og ræddum um
kirkjuna og starfíð innan hennar.
Og svo gengum við út í kirkju, sem
þau sýndu með miklu stolti. Mér
duldist ekki áhugi þeirra og vænt-
umþykja. Þau tóku alvarlega starf
sitt í kirkjunni, en áttu þau bæði
lifandi trú á Drottin sinn og frels-
ara.
Og margt var það, sem ég átti
eftir að læra af þeim, sem að notum
kom í starfi prestsins og umgengni
við söfnuðina. Við rifjuðum stund-
um upp þessa fyrstu samfundi okk-
ar og höfðum öll gaman af.
Þessi stutta heimsókn mín að
Litla-Hvammi var upphafíð að vin-
áttu, sem entist til æviloka. Og um
áratuga skeið átti ég fleiri ferðir inn
á heimilið í Litla-Hyammi en flest
önnur heimili í Mýrdalnum. Þar var
jafnan vinum að mæta.
Mynd Ástu í Litla-Hvammi er
sterk í huga mér. Ég sé hana fyrir
mér við orgelið er hún lék við guðs-
þjónustur og stjómaði kirkjukóm-
um af miklu öryggi. Kórinn var
allfjölmennur og hún æfði hann
samvizkusamlega. Það var svo gott
að vita hana sitja við orgelið. Þá
var öllu óhætt. Ég geymi dýrmætar
minningar frá helgum tíðum í
Skeiðflatarkirkju.
Og ég geymi aðra skýra mynd
af Ástu frá eldhúsinu í Litla-
Hvammi. Ég átti fast sæti við
borðsendann. Og jafnan vom
kirkjugestir fleiri eða færri boðnir
í kaffí eftir guðsþjónustuna. Þar
skorti ekki umræðuefnið, hvort sem
talið barst að þeim boðskap, sem
fluttur hafði verið í guðsþjón-
ustunni, eða eitthvað bar á góma,
sem efst var á baugi þá stundina.
Málin voru rædd og skipzt á skoð-
unum. Ég held að allir hafí farið
heim ríkari frá þessum samfundum
við hjónin og reyndar heimilisfólkið
allt í Litla-Hvammi.
Þá var greiðviknin ekki lítil. Ég
var bíllaus fyrstu árin eystra og
þurfti að vera upp á aðra kominn
með bílfar. Ófáar ferðimar fór ég
með Gunnari vini mínum í Litla-
Hvammi og aldrei man ég til þess
að hann hafí neitað mér um greiða
er ég bað um hann. Kannski hef
ég ekki alltaf þakkað sem skyldi,
en þetta er geymt í þakklátum
huga.
Þá er skylt að þakka, hve greið-
vikin þau voru, er ungu prests-
hjónin þurftu að skreppa suður og
gátu ekki tekið synina mér sér. Þá
átti yngri sonur okkar ætíð öruggt
skjól hjá fjölskyldunni í Litla-
Hvammi. Við vissum hann öruggan
þar í höndum góðra vina.
Og ég gæti haldið lengi áfram
að rifja upp góðar minningar frá
samvistum okkar, en þetta áttu
aðeins að vera fáein minningar- og
þakkarorð, svo að hér verður látið
staðar numið með slíka upprifjun.
Mér þótti afar miður að komast
ekki austur er hún var jarðsett.
Ég átti heimili og starfsvettvang
í Mýrdalnum í réttan áratug. Svo
skildi leiðir og ég fór til dvalar í
annað land. Þá lengdist á milli mín
og heimilisfólksins í Litla-Hvammi.
Nú kom ég aðeins þangað sem gest-
ur. En viðmótið og vináttan var
óbreytt. Það var alltaf líkast því
að koma heim að koma þangað.
Mér var jafnan fagnað sem vini og
bróður. Það var alltaf jafn gott að
koma að Litla-Hvammi.
Og nú eru þau bæði horfín héðan
hjónin í Litla-Hvammi. Þau eru
gengin inn til samfunda við Drottin
sinn og frelsara, sem þau þjónuðu
af trúmennsku á langri ævi. Við
þau bæði hafur Kristur nú sagt:
„Gott, þú góði og trúi þjónn! Gakk
inn til fagnaðar herra þíns.
Það er gott að geta minnzt vina
í öruggu trúartrausti. Þau áttu góða
heimvon. Það er bjart yfir minningu
Ástu í Litla-Hvammi og þeirra
hjóna beggja. Ég tel það hluta af
lífsgæfu minni að hafa notið vin-
áttu þeirra og samstarfs í þjónustu
kirkjunnar.
Ég bið bömum þeirra og fjöl-
skyldum þeirra allrar blessunar
^u^s' Jónas Gíslason
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafiiarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
t
Þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SÓLVEIGAR ÁRDÍSAR BJARNADÓTTUR.
Sigurborg Bragadóttir, Sigurþór Ellertsson,
Árdís Bragadóttir, Ólafur Júníusson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð
við andlát og útför sonar okkar og bróðuf,
GUÐMUNDAR SIGGEIRS EINARSSONAR,
Dalsmynni,
Villingaholtshreppi.
Sérstakar þakkir til þeirra, sem aðstoðuðu við leitina.
Guð blessi ykkur öll.
Eyrún Guðmundsdóttir, Einar Einarsson
og systkini.