Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 10
10 , AJOKGUNBLAÐIÐ ^IKgAIjtDAGVfi ,15. APRfa fy89 Félag eldri borgara í Reykjavík: Akvæðum um eigna- skatt verði breytt AÐALFUNDUR Félags eldri borgara í Reylq'avík og nágrennis samþykkti að beina þvi til ríkisvaldsins að ákvæðum laga um eignar- skatt verði breytt á þann veg að þegar annað hjóna fellur frá skuli eftirlifandi maki, ekkja eða ekkill, njóta áfram skattfrelsis af eignarskattssto&ii sem. I ályktuninni segir að hin mikla hækkun eignarskatts af einni sæmilegri íbúð sem verður við fráfall maka leggist mjög þungt á ekkil eða ekkju. Aðalfundurinn samþykkti að beina þeim tilmælum til borgar- stjórnar Reykjavíkur að ellilífeyris- þegum verði ekki gert að greiða fasteignagjöld af eigin íbúð af hóf- legri stærð sem þeir eingöngu nota til eigin þarfa og að ellilífeyris- þegar fái að ferðast ókeypis með vögnum SVR-. Þá var samþykkt að beina því til ríkisvaldsins að lífeyrir frá Tryggingastofnun tryggi einstaklingum 45 þúsund króna tekjur á mánuði að lágmarki og að skerðing tekjutryggingar hefjist ekki fyrr en lífeyrisþegi hafi meira en 25 þúsund króna mánaðartekjur. Bergsteinn Sigurðarson var kos- inn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Auk hans eru 14 í aðalstjórn og 6 í varastjóm. í félag- inu eru 6.600 manns, 60 ára og eldri. A vegum félagsins er unnið að stofnun landssambands aldr- aðra og kom fram á fundinum að vonast er til að það verði á þessu ári. Vill einhver eignast fólkvang? Vegna hjúskaparslita og væntanlegrar námsdvalar undirritaðs erlendis, er jörðin Leirubakki í Landsveit, Rangárvallasýslu, til sölu, alls um 950 hektarar. Allt land jarðar er afgirt. Þrjú megin hólf: Vallgróið sauðfjárland með húsum og hlöðum fyrir 350 fjár, tún og kúahagar með bifreiðahliði á heimreið, ca 800 hektara skóg- ræktarfriðland með milljónum birkitrjáa í örum uppvexti, þau stærstu nálgast mannhæð, auk víðitegunda, berjalyngs, mosa og lúpínu. Er friðland þetta einhvert hið stærsta á íslandi í einkaeign. Ökufært helluhraun, grasvalllendi, skjólsælir dalir og blómabrekkur, allt skurðalaust og lítt snortið þurrlendi, einstakt göngu- og útivistarsvæði. Sumarúrkoma meö minna móti á sunnlenska vísu, einkum í austan- og suðaustlægum vindáttum. Skipulagt og samþykkt land undir sumarhúsalóðir alls 58 hektarar og lóðafjöldi sá sami, auk ökuslóða og sameiginlegs lands ætluðu sumarhúsafólki, útileikja- svæði o.s.frv. Útmældar stikaðar lóðir alls 20. Ljósmynd af jörð allri er til sýnis og uppdráttur með sumarhúsalóðum og örnefnum má Ijósrita að vild. Rúmlega fjögurra kílómetra kafli jarðar liggur að Ytri-Rangá. í hana fellur tær lindá vatnsmeiri en Elliðaár, báðir bakkar fylgja jörð víða við þverá þessa. í báðum ánum er staðbundinn urriði sem oft er stór og tekur fast. Laxi hefur verið sleppt í árn- ar. Möguleiki á klaki laxfiska víða, þ.á m. í náttúrulegum helli með lind innst inni í, tilbúinn nú þegar, engin náttúruspjöll, bara setja bakkana í myrkan lækinn eins og hann er. Miklir möguleikar á bleikjueldi á mörgum stöðum. Jörð á veiðirétt, stangir og net, í Veiðivötnum, Fremri-Tungnárvötnum og þrem uppistöðulónum stórvirkjana. Vatnsaflsstöð, rafall 23-25 kw 50 hz 3ja fasa. í lagi 1986 er ódýr reimahaldari gaf sig, var þá rekstri hætt, enda samveiturafmagn einnig fyrir hendi. Fullvirðisréttur er um 45 ærgildi. Tvö íbúðarhús eru á jörð, annað steinsteypt um 150 fm, hitt eldra járnvarið timbur- hús, sérinnréttað sem fjallaskáli eða farfuglaheimili, með fullkominni eldunar-, upphitunar- og hreinlætisaðstöðu. Ferðaþjónusta í fullum rekstri, auk gistingar, tjaldsvæði með sérsmíðuöu hreinlætishúsi. Söluskáli og bensínstöð á staðnum í eigu olíufélags. Fasteignamat jarðar kr. 4.358.000 og brunabótamat 10.402.000 (tölur frá sýslu- manni). Veðlán lág. Þeir sem áhuga hafa á að kaupa áðurtaldar eignir og fleira lausafé, hafi samband við Bjarna Valdimarsson í síma 98-76591, sem sýnir fús- lega áðurtaldar eignir. Fullum trúnaði heitið að hans hálfu ef óskað verður. Bjarni Valdimarsson. 911Cn 91Q7Í1 LÁRUSÞ.VALDIMARSSONframkvæmdastjori L II JU “ L I 0 / U LARUS BJARNAS0N HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Við Norðurbrún - mikið útsýni Glæsil. parh. á tveimur hæðum meö 6 herb. íb. á aðalhæð og 2 góð íbherb. á jarðh. Ennfremur stórt föndurherb., innb. bílsk. m.m. Sólver- önd. Teikning á skrifstofunni. Einkasala. Skammt frá Miklatúni efri hæð 6 herb. 166,2 fm úrvalsgóð. Öll ný endurbyggð. Sólsvalir. Nýr stór bílskúr með vinnuplássi. Fjórbýli. Mikið útsýni. Trjágarður. Teikning og nánari upplýsingar á skrifst. Steinhús - tvær íbúðir á Flötunum í Garðabæ vel byggt steinhús með 4ra-5 herb. íb. 132,2 fm og 2ja herb. séríb. 57,8 fm. Báðar íb. eru á 1. hæð með sérinng. Bílskúr 45 fm. Þetta er góð eign á vinsælum stað. Við Hraunbæ - mikið endurnýjuð 4ra herb. íb. á 1. hæð 90,4 fm nettó. Vel skipulögð. Nýtt eldhús, Nýtt gler o.fl. Góðir skápar. Sólsvalir. Rúmg. geymsla í kj. Skuldlaus. Sanngjarnt verð. í lyftuhúsi í Heimunum 4ra herb. íb. á 6. hæð 105,2 fm. Nýtt gler. Nýjar hurðir. Sérþvottah. Inngangur sér af gangsvölum. Húseignin öll nýlega máluð og sprungu- þétt. Við Maríubakka - sérþvottahús 3ja herb. íb. á 2. hæð vel umgengin. Búr og sérþvottah. við eldh. Sólsvalir. Hverfið hentar sérstaklega barnafólki. í lyftuhúsi við Þangbakka 2ja herb. úrvalsgóð íb. 62 fm. Ágæt sameigp. Ákv. sala. Þurfum að útvega m.a 2ja-3ja herb. íb. með bílsk. eða bílskúrsrétti. Rétt eign verður borguð út. Opið í dag laugardag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. AIMENNA FASTflGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 tftsmDsS dddÉI Umsjónarmaður Gísli Jónsson 482. þáttur Ámi Halldórsson á Egilsstöð- um sendir mér skemmtilegt og fróðlegt bréf sem ég freistast til að birta í heilu lagi: vHeill og sæll, Gísli. I þætti nr. 476 er fjallað um orðin Borgarfjörður eystri. Þar í sveit er ég fæddur og upp- alinn og þori að fullyrða að fólk þaðan sagðist vera frá Borgar- firði eystra. í mörgum þáttum þínum var fjallað um merkingu orðsins lundur. Ég hallast að því, að það orð geti nú á dögum merkt bæði rjóður og þyrping tijáa, og minni á amorskvæði, er sungið var á unglingsámm okkar. Það hefst svo, ef ég man rétt: „Hér í borginni allt er á iði“, og endar á því að „þama í lundinum bmt- um við bæði/eitt það boðorð er drottinn oss gaf‘. Illa trúi ég því, að það boðorðsbrot hafi ver- ið framið á trjágreinum. Nú fyrir nokkmm dögum var á Rás 1 rætt um selveiði. Það vakti athygli mína að nú heitir kópur ekki lengur kópur. Hann heitir selungi. Ekki vil ég hneykslast þótt flestir ungling- ar, aldir upp á mölinni, nenni ekki að læra nöfn á amboðum og öðm slíku dóti sem lagt hef- ur verið fyrir róða. Hraði nútím- ans krefst „hagræðingar" á öll- um sviðum, og vafalaust eykst „framleiðnin" ef varpað er fyrir borð orðum eins og folald, lamb, kálfúr, hvolpur o.s.frv. og nefna það ungviði hér eftir meraranga, æmnga, kýmnga, tíkarunga o.s.frv. Síðan kæmi röðin að heiti hala hinna ýmsu dýrategunda. í stað rófú, tagls, stéls, skotts, dindils o.s.frv. kæmi eitt orð: HALI, sem einnig yrði notað um sporð, og hvað það nú heitir allt sem enskir kalla tail. Nú er víst nóg komið, en mig langar þó að lokum að bera undir vísdóm þinn eina spum- ingu. Er hluti íslenskra forsetn- inga kominn að fótum fram? Nú heyrir maður oft að sagt er „varðandi" þegar áður vora not- uð orðin í eða um. Öryggiseftirlit ríkisins aug- lýsir oft námskeið „varðandi" meðferð þungavinnuvéla. Fyrir- lestrar „varðandi“ eitthvað em oft auglýstir. Má nú fara að vænta þess að ungu skáldin fari að yrkja ljóð „varðandi" ástina sína? Gangi þér allt í haginn." ★ Já, sömuleiðis, en ég ætla að vera svo bjartsýnn, að svara lokaspumingunni neitandi. Svo illa held ég ekki að komið sé. Góðar forsetningar, svo sem í og um, eru svo sem ekki heldur komnar að fótum fram, en eins og Ámi segir, sparaðar meira en góðu hófi gegnir. Dæmi þau, sem hann tók, og önnur slík, em deginum ljósari. ★ Víða er unnið gott starf á akri íslenskrar tungu, svo sem stundum hefur komið fram hér í þættinum. í þetta sinn langar mig til að vekja athygli á nýju tímariti á vegum Orðabókar Háskólans. Orð og tunga heitir það, og ég leyfi mér að taka hér upp lokaorð úr ritgerð Helgu Jónsdóttur cand. mag.: Þýðing- ar á tölvuleiðbeiningum: „Þýðingarstarf Orðabókar Háskólans hefur nú staðið í rúm fjögur ár. Með því hefur Orða- bókin haslað sér völl á nýjum vettvangi sem þó er á ýmsan hátt tengdur hinu orðfræðilega starfi sem þar fer fram. Með þýðingunum leggur orðabókin sinn skerf af mörkum til íslenskrar málræktar á sviði þar sem stofnunin hefur á ýmsan hátt haft forgöngu um framfarir og nýjungar. í annan stað er öll þýðingarstarfsemi vel til þess fallin að reyna á notkunargildi orðabóka og skýra hugmyndir um gerð þeirra og framsetningu. Orðasmíð er veigamikill þátt- ur í þýðingarstarfmu og býsna viðamikill orðaforði hefur orðið til á þessu tímabili. Hafinn er undirbúningur að útgáfu orða- safns yfir þýðingamar þar sem orð og hugtök verða skilgreind og skilgreiningarnar studdar notkunardæmum. Þannig munu þýðendur fylgja orðaforðanum eftir frá því að hann verður til í þýðingunni og jiar til hann kemst í orðasafn. I orðasafninu, eins og þýðingunum, verður það haft að leiðarljósi að textinn sé auðskiljanlegur öllum almennum notendum. Orðasafnið ætti því að koma þeim jafnt að gagni sem fást við þýðingar um þessi efni og þeim sem eingöngu em að nota forritin og leita eftir nán- ari útskýringum á orðum og hugtökum. Aðferðin við þýðingamar er að ýmsu leyti nýstárleg, en hef- ur tvímælalaust sannað gildi sitt. Tekist hefur að láta hóp þýðenda ná samræmdum tökum á marg- brotnu verkefni. Slík hópvinna er forsenda þess að ný forrit komist á markað í tæka tíð. Eins og áður er getið er orða- forðanum leyft að verða til smám saman eftir því sem þýð- ingunni miðar áfram. Meðmælin með þeirri aðferð verða ekki endurtekin hér. Rétt er þó að benda á að þessi aðferð er góður prófsteinn á orðaforðann. Þýð- endum annarra forrita stendur til boða að nýta sér þýðingamar og er reyndar þegar farið að bera á því að litið sé á orðaforð- ann sem fyrirmynd. Eins og lýst var hér að fram- an er mikið lagt upp úr lipru og eðlilegu málfari á þýðingunum, málfari sem fellur að íslenskri stílhefð. Ástæða er til að leggja áherslu á mikilvægi þess þáttar í íslenskun textanna. IBM á íslandi hefur með þessu samstarfsverkefni sýnt mikinn metnað og hefur fátt verið til sparað að það mætti takast sem best. Sjálfsagt er það eins- dæmi að ráðist sé í jafhstór verkefni og hér um ræðir á svo litlu málsvæði. Með fram- lagi sínu hefúr IBM haft for- göngu um að innlendur orða- forði nái fótfestu í þessari grein, en um það eygja flestar aðrar smáþjóðir litla von.“ (Leturbreyting umsjónar- manns.) ★ Nýr limrusmiður hefur hafist upp, Hlaðgunnur héðan. Hún kvað: Þeim bar ekki saman, þeim Barða Snæ- bjömssyni og Helga, hvað varð af Æ- vari hennar Viggu og Vertshúsa-Siggu, er þau gaufuðust burtu úr Garðabæ. Sinfóníutónleikar Tónlist JónÁsgeirsson Þrettándu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands hóf- ust með Haffner-sinfóníunni eftir Mozart, fallegu verki sem hljóm- sveitin lék ekki óþokkalega nema síðasta kaflann, sem var nokkuð óskýr, enda leikinn á töluvert mikl- um hraða. Þá var menúettinn laus við það gangandi hljóðfall, sem einkenndi dansinn fyrrum, þ.e. hann var einum of létt leikinn, svo að hægferðugt danshljóðfallið týndist. Annar þáttur, Andante, var mjög fallega leikinn, þó meiri ró hefði mátt vera yfir honum. Tvö næstu verk á eftir Haffner- sinfóníunni voru einleiksverk fyrir hom. Það fyrra eftir Johann B.G. Neruda (1706-1780) er var hirð- tónlistarmaður í Dresden. Kon- sertinn er saminn fyrir lítið horn, ágæt tónlist en ekki viðamikil og þó merkja megi að Ifor James sé frábær homleikari var tónninn hjá honum nokkuð hás undir lokin. í Homkonsertinum eftir Gordon Jacob var tónninn sannarlega í lagi og leikurinn í heild glæsileg- ur, þó ekki væri hann með öllu slysalaus. Konsertinn er að mörgu leyti skemmtileg tónsmíð, fallega saminn fyrir horn, og síðasti kaflinn listilegur tæknileikur sem Ifor James lék frábærlega vel. Tónleikunum lauk með „Bras- ilíu-Baeh“ nr. 2 eftir Villa-Lobos. Verk þetta er fullt af alls konar blæ- og hrynbrellum, sem hljóm- sveitin náði ekki að öllu leyti, sér- staklega var hrynleikur sveitarinn- ar ekki gæddur þeirri hrynskerpu, sem einkennir tónlist Brasilíu- manna. Það er ekki nóg að leika nóturnar, þær eru aðeins ófull- komin ábending og í marglitri þjóðlegri tónlist þjóðanna hefur reynst ómögulegt að skrásetja þau fínlegu fyrirbæri í hljóðfalli og blæ, sem eru einkennandi fyrir hvert menningarsvæði. Nægir að benda á Vínarvalsinn, jazzinn, tón- list frá Spáni, Balkanskaga, Áust- urlöndum nær og fjær og Suður- Ameríku. Vigdís K. Aradóttir lék einleik á saxófón, Oddur Björnsson á bás- Ifor James únu og Gary MacBretney á selló og fórst þeim það ágætlega úr hendi. Að frádregnum einleik Ifor James, voru þetta frekar viðburða- litlir tónleikar en það er á næstu tónleikum, 27. apríl, sem stórtí- ðindin verða, er óperan Tann- háuser eftir meistara Wagner verður flutt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.