Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 29 Knattspymufélagið Valur: Eignir umfram skuld- ir eru 150 milljónir Erfið greiðslustaða stafar af óupp- gerðum styrkjum ríkis og borgar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Knatt- spyrnufélaginu Val vegna frétta af fjárhag félagsins og 20 miltjóna króna láni Reykjavíkurborgar: „Erfið greiðslustaða félagsins á undanfömum misserum á rætur í óuppgerðum styrkjum vegna fram- kvæmda við byggingu nýs íþrótta- húss við Hlíðarenda. Húsið er byggt með samþykki borgarráðs Reykja- víkur og Iþróttasjóðs ríkisins. Bygg- ing hússins hófst 1981 og er að mestu lokið nú 8 árum síðar. íþróttamannvirki njóta styrkja ríkisins skv. lögum og bæjarfélaga skv. samþykktum þeirra. Framlag ríkisins er allt að 40% af byggingar- kostnaði og Reykjavíkurborgar 40%. Skoðunarferð út í Lundey Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands stendur í kvöld, fimmtu- dag, fyrir skoðunarferð út í Lundey. Farið verður frá Gróf- arbryggju neðan við Hafiiar- húsið kl. 19.00. Hugað verður að fyörulífi, fuglum og gróðri í Lundey. Á henni verpa milli þijú og fjögur þúsund pör af lunda auk teistu, æðarfugls og sflamáfs. Fólk verður flutt að eyjunni í farþegabátnum Hafrúnu og björg- unarsveitin Ingólfur sér um flutning á fólki á milli Hafrúnar og lands. Áætlað er að koma til baka milli kl. 21.00 og 22.00. (Fréttatilkynning) Valur á sjálfur að greiða 20% kostn- aðar, og er sá hlutur að fullu greidd- ur. Styrkir koma ekki til útborgunar fyrr en viðkomandi íþróttafélag hefur lagt út fyrir þeim byggingarkostn- aði, sem sótt er um styrk fyrir. Heildarkostnaður vegna nýja íþrótta- og vallarhússins við Hlíðar- enda var í árslok 1988 kr. 72.767.741,00 og er þá ekki tekið tillit til þeirrar verðbólgu sem hér hefur verið á byggingartímanum. Áætlaður kostnaður við sambærilegt hús er í dag 200 til 250 milljónir króna. íþróttasjóður ríkisins hafði við sl. áramót greitt í styrki vegna hússins kr. 10.296.000,00 eða 14,5% af byggingarkostnaði. Reykjavfkurborg hafði á sama tíma greitt kr. 5.936.327,00 eða 8,16% byggingar- kostnaðar. Mismunurinn, kr. 56.535.414,00, hefur Valur orðið að leggja fram með lánsfé, eigin fé og framlögum félagsmanna. Vegna lagningar nýs Bústaðaveg- ar hefur Valur nú látið af hendi til Reykjavíkurborgar land úr erfða- festu sinni. Það lán sem Valur hefur nú fengið hjá Reykjavíkurborg er í tengslum við samkomulag Vals og Reykjavíkurborgar vegna þess máls. Stjóm félagsins harmar að ijár7 hagsmálefni þess skuli hafa komið til opinberrar umræðu með jafn röng- um og villandi hætti og raun ber vitni. Það má því öllum vera ljóst að umrætt lán borgarsjóðs, kr. 20.000.000,00, er innan við þá §ár- hæð sem ógreidd er af lögboðnum styrk Reykjavíkurborgar til Knatt- spymufélagsins Vals vegna fram- kvæmda við byggingu nýs íþrótta- og vallarhúss við Hlíðarenda. Skv. ársreikningum félagsins um síðustu áramót vom eignir félagsins umfram skuldir kr. 150.000.000,00.“ FiskverA á uppboðsmörkudum 26. apríi. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,00 30,00 47,65 34,140 1.626.848 Þorskurósl. 45,50 42,40 44,24 1,111 49.154 Ýsa ósl. 50,00 50,00 50,00 0,296 14.800 Ufsi 28,50 20,00 27,10 29,705 805.101 Ýsa 48,00 40,00 47,71 2,838 135.422 Karfi 25,50 19,00 25,17 27,932 703.226 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,658 9.878 Keila 14,00 14,00 14,00 0,452 6.328 Langa 25,00 20,00 23,45 2,322 54.447 Lúða 390,00 115,00 262,67 0,527 138.561 Grálúða 25,00 25,00 25,00 0,034 863 Koli 35,00 25,00 28,77 1,054 30.320 Hrogn 70,00 70,00 70,00 0,090 6.356 Steinb. ósl. 15,00 13,00 13,50 0,390 5.264 Samtals 35,31 101,552 3.586.568 Selt var úr Núpi ÞH, Gjafari VE, Óskari Halldórssyni RE og bátum. í dag verður selt úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskursl. 45,00 40,00 44,11 2,551 112.525 Þorskurósl. 44,00 44,00 44,00 1,139 50.116 I.bl. Ýsa sl. 35,00 31,00 32,31 0,640 20.680 Ýsa ósl. 61,00 55,00 55,71 3,928 218.848 Karfi smár 17,00 10,00 14,08 51,346 722.956 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,078 1.170 Steinbítur og 15,00 7,00 9,08 0,300 2.724 hlýri Keila 12,00 12,00 12,00 0,125 1.500 Langa 21,00 21,00 21,00 0,266 5.586 Lúða stór 225,00 225,00 225,00 0,026 5.850 Skarkoli 30,00 30,00 30,00 0,030 900 Grálúða 40,00 36,00 38,29 73,212 2.803.277 Hrogn 90,00 90,00 90,00 0,152 13.680 Samtals 29,60 133,793 3.959.802 Selt var úr Framnesi (S, Jóni Baldvinssyni RE, Má SH og bátum. I dag verður selt úr Bergey VE og bátum, þorskur 60 t., ýsa 28 t., ufsi 10 t., karfi 40 t., langa 2 t., hrogn 2,5 t. og lúða. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur ósl. 43,00 38,00 41 ,85 16,017 670.331 Ýsa sl. smá 47,00 10,00 15,83 5,605 88.739 Ýsa ósl. 55,00 35,00 43,50 29,716 1.292.768 Ufsi sl. 24,50 12,00 22,89 30,020 687.290 Karfi 25,00 21,00 22,26 5,565 123.903 Steinbítur og 10,00 10,00 10,00 1,035 10.350 hlýri Steinbítur 5,00 5,00 5,00 0,500 2.500 Sólkoli 75,00 75,00 75,00 0,650 48.750 Skarkoli 60,00 35,00 48,61 0,464 22.555 Samtals 32,96 89,707 2.957.078 Selt var aðallega úr Hvalsnesi GK, Þuríði Halldórsdóttur GK, Matta KE og Guðrúnu Björgu ÞH. I dag verðu selt úr Má GK óákveöið magn af þorski, karfa og ufsa, Eldeyjarboöa GK 15 t. aðallega þorskur, ýsa og langa, einnig úr dagróðrabátum. Eirík Smith stendur nú yfir í Gallerí Borg. Aðsóknar- met í Gall- erí Borg EIRÍKUR Smith opnaði sýn- ingu á vatnslitamyndum á sum- ardaginn fyrsta. Er skemmst frá því að segja að sýning Eiríks hefiir slegið öll fyrri aðsóknarmet, um það bil þijú þúsund manns lögðu leið sína í Gallerí Borg á fyrstu Qórum dögum sýningarinnar. Eiríkur sýnir nú 22 vatnslita- myndir og em nokkrar þeirra all- stórar, en Eiríkur hefur ekki áður sýnt svo stórar vatnslitamyndir. Allar myndimar em málaðar á undanfömum mánuðum og sýna vetrarríkið sem ríkt hefur undan- farið. Flestallar myndimar em þegar seldar. Næsta helgi er seinni sýningar- helgi sýningarinnar en henni lýk- ur þriðjudaginn 2. maí. Á laugar- dögum og sunnudögum er opið frá kl. tvö til sex. Aðgangur er ókeypis og allir em velkomnir. (Fréttatilkynning) Pétur Gunnars- son spjallar- um Þórberg DAGSKRÁ í tileftii aldaraf- mælis Þórbergs Þórðarsonar nú á þessu ári verður á vegum Borgarbókasafiis Reykjavíkur laugardaginn 29. apríl nk. Pétur Gunnarsson rithöfundur flytur erindi um Þórberg og fjallar þar um verk hans með sérstöku tilliti til síðari bóka höfundar. Lesið verður úr þessum verkum. Þessi dagskrá um Þórberg verður flutt í húsakynnum Borg- arbókasafnsins í Gerðubergi og hefst hún kl. 15.00. Dagskráin er öllum opin. (Fréttatilkynning) Leiðrétting I frétt um hugmyndasamkeppni um breytingar á Fossvogskirkju, sem birtist á blaðsíðu 18 í Morg- unblaðinu síðastliðinn laugardag, misritaðist nafn höfundar einnar tillögunnar sem dómnefnd ákvað að kaupa. Höfundurinn heitir Ólafur Tr. Mathiesen en ekki Magnússon. Morgunblaðið biðst afsökunar á mistökunum. Krabbameinsfélagið; Skemmtun fyrir aldraða SKEMMTIKVÖLD, fyrir aldr- aðra verður haldið á Hótel Sögu, súlnasal, fimmtudaginn 4. maí. Skemmtunin er til styrktar heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Leikin verður létt tónlist, kór SVR syngur, Gunnar Eyjólfsson les upp, sýndur verður dans, Ing- veldur Hjaltested syngur og Félag harmonikku-unnenda heldur uppi flöri. Þá verður fjöldasöngur o.fl. Skemmtunin hefst klukkan 19.30 og lýkur laust eftir mið- nætti. Aðgöngumiðar eru seldir í húsi Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8 á skrifstofunni frá klukkan 13-16 og eru borð tekin frá þar. Söngtónleikar í Stykkishólmi Snæfellinga- kórinn í Reykjavík held- ur tónleika laugardaginn 29. apríl kl. 16.30 í Félags- heimili Stykkis- hólms. Söngv- ararnir Theo- dóra Þorsteins- dóttir sópran og Friðrik S. Kristinsson ten- ór syngja ein- söng og dúetta úr óperettunni Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Á efnis- skránni eru lög eftir bæði inn- lend og erlend tónskáld, m.a. Mozart, A. Bruckner, Evert Taube, Jón Ás- geírsson, Friðrik Bjamason o.fl. Píanóleikari á tónleikunum er Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Söng- stjóri Snæfellingakórsins er Frið- rik Sæm. Kristinsson. Sunnudaginn 30. apríl ætlar kórinn að heimsælqa St. Frans- iskusspítalann og syngja fyrir sjúklingana. Ófeigur sýnir í Gallerí grjóti ÓFEIGUR Björnsson, gullsmið- ur og myndlistarmaður, opnar sýningu á skúlptúrverkum í Gallerí gijóti við Skólavörðu- stíg 4 fóstudaginn 28. apríl. Þetta er ijórða einkasýning Ófeigs, sú þriðja í Reykjavík, en einnig hefur hann sýnt í Helsinki í Finnlandi. Þá hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Mörg verka hans eru í eigu opinberra aðila. Sýningin verður opin frá kl. 12.00—18.00 virka daga og 14.00—18.00 um helgar, en henni lýkur mánudaginn 15. maí, annan dag hvítasunnu. (Fréttatilkynning) Kvennadeildin á heiðurinn í framhaldi af frétt varðandi samþykkt um tóbaksmál sem gerð var á aðalfundi Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur fyrir skemmstu, skal það áréttað að það er Kvennadeild Rauða krossins sem rekur verslanimar á spítölunum og tók þá ákvörðun að hætta að selja tóbak frá og með síðustu mánaðamótum. Félagið ítrekar að það fagnar þessari ákvörðun og metur hana mikils. (Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur) Fyrirlestur um misþroska SVEINN Már Gunnarsson bamalæknir heldur fyrirlestur sem nefiiist „Misþroski frá mörgum hliðum“ i dag, fimmtu- daginn 27. apríl. Foreldrafélag misþroska bama gengst fyrir flutningi fyrirlesturs- ins í Æfingadeild Kennaraháskóla íslands á mótum Bólstaðarhlíðar, Háteigsvegar og Skipholts, geng- ið inn frá Bólstaðarhlíð. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Félags- menn og annað áhugafólk er hvatt til að koma. (Fréttatilkynning) Ingibjörg Söngskemmtun Mosfellskórsins Mosfellsbæ. Mosfellskórinn heldur sína fyrstu sjálfstæðu söngskemmt- un í Hlégarði þann 28. apríl. Kórinn var stolhaður fyrir rúmu ári og hefiir sungið á sjúkrahúsum, dvalarheimilum, bókmenntakynningu og á ýms- um skemmtunum og nú síðast í Stykkishólmi. Efnisskrá tónleikanna verður að mestu af léttara taginu og skip- ar því hljóðfæraleikur verulegan sess við flutning söngefnis svo sem verið hefur. Einleikari á flautu er Kristjana Helgadóttir, og Þorvald- ur Halldórsson syngur einsöng í nokkrum lögum. Söngstjóri er Páll Helgason. - J.M.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.