Morgunblaðið - 27.04.1989, Page 41

Morgunblaðið - 27.04.1989, Page 41
286i Jbm .rs HJOAauTNtMn aiaAja/voHPM_______________________________________________... 'MÖRGUNBLÁÐÍÐ FÍMMTUDAGÚR 27. APRÍL 1989 41 Kristín L Haralds- dóttir - Minning Fædd 16. október 1941 Dáin 17. apríl 1989 Kveðja frá mágkonum Ó, þú brostir svo blítt og ég brosti með þér. Eitthvað himneskt og hlýtt kom við hjartað i mér. (Stefán frá Hvitadal) Þessar línu komu fram í hugann er við ættingjar Kristínar fréttum að hún hefði þá fyrr um daginn látist skyndilega. Það kom okkur ekki svo mjög á óvart, þó svo að við séum ávallt óviðbúin þegar dauðinn er annars vegar. Kristín fæddist 16. október 1941 á Akranesi, elsta barn foreldra sinna, þeirra Ragnheiðar A. Ingólfs- dóttur, er lést 1973, og Haraldar Sigurðssonar framkvæmdastjóra. Kristín bjó fyrstu æviár sín á Akranesi en fluttist ung að árum með foreldrum sínum, fyrst til Njarðvíkur en síðan til Reykjavíkur þar sem hún bjó lengst af. Þann 29.12. 1969 giftist Kristín eftirlifandi eiginmanni sínum, Bimi Einarssyni, saman eignuðust, þau dótturina Stefaníu f. 26.4. 1969, en fyrir átti hún þijár dætur, Ingu f. 26.12. 1958, Aslaugu f. 16.09. 1960 og Sigríði f. 25.10. 1964. Þær sjá nú, ásamt bömum sínum, á eft- __________Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reylgavíkur Þegar spilaðar höfðu verið 26 umferðir og úögw hvöld af sex i aðaltvímennings- keppni félagsins.var staða efstu para þessi: Valur Sigurðsson — Jónas P. Erlingsson 254 Hjaltí Eliasson — Jón Ásbjömsson 194 Hrólfur Hjaltason — Ásgeir Ásbjörnsson 190 Sigurður B. Þorsteinsson — Gylfi Baldursson 168 Sævar Þorbjömsson — Karl Sigurhjartarson 159 Bridsfélag Breiðfirðinga Lokið er þremur kvöldum af fjómm í Butlertvímenningskeppni félagsins, og er keppni um fyrsta sætið mjög jöfn og spenn- andi. Staða efstu para er þannig: Bjöm Amórsson — Ólafur Jóhannesson -122 Sigfús Sigurhjartarson — Geirarður Geirarðsson 113 Jón Stefánsson — Magnús Oddsson 110 Anton R. Gunnarsson — Hjördís Eyþórsdóttir 104 Helgi Nielsen — Hreinn Hreinsson 96 Hermann Sigurðsson — Þorbergur Leifsson 88 Jón Viðar Jónmundsson — ÁmiJónasson 71 Bridsdeild Rangæingafélagsins Daníel Halldórsson og Viktor Bjöms- son sigruðu f 6 kvölda barómeterkeppni sem nýlega er lokið lijá deildinni, en þessi keppni var jafnframt sfðasta keppni vetrarins. Lokastaðan: Daníel — Viktor 244 Sigurleifur Guðjónsson — Jón Sigtryggsson 182 Lilja Halldórsdóttir — Rúnar Guðmundsson 166 Bemharður Guðmundsson — Ingólfur Böðvarsson 134 Jón St. Ingólfsson — Helgi Skúlason 133 Helgi Straumfjöix) — Thorvald Imsland 130 Tuttugu pör tóku þátt f keppninni. Keppnisstjóri var Siguijón Tryggvason. Bridsdeildin sendir spilumm sumarkveðjur. Hittumst á ný f haust. íslandsmót í parakeppni íslandsmót í parakeppni verður haldið í Sigtúni 9 eftir helgina 6.-7. maf. Spilaður verður barómeter, allir við alla, og fer spila- fjöldinn eftir þátttökuíjölda. Spilamennska hefst kl. 12.00 þann 6. maí og spilað verð- ur fram eftir degi, og spilamennska hefst svo aftur kl. 10.00 sunnudaginn 7. maí. Skráning er hafin f þessa keppni, og er skráð í síma Bridssambandsins, 689360. Keppnisgjald er kr. 5.000 á parið. ir elskulegri móður og ömmu, langt um aldur fram. Við mágkonur Kristínar vorum báðar ungar að árum er við tengd- umst fjölskyldunni. Hún tók okkur ljúfmannlega og var ráðagóð er til hennar var leitað og fundum við aldrei að hún liti á okkur sem krakka heldur fullorðið fólk með ábyrgð og skyldur. Þegar svo okkar eigin börn fæddust bar hún sömu umhyggjuna fyrir þeim og sínum bömum og barnabörnum. Kristín var létt í lund en gat verið föst fyrir ef henni fannst hall- að á þá sem minna máttu sín. Eflaust hefur lífið ekki alltaf verið auðvelt hjá henni og vinnu sína stundaði hún eins og hún framast gat vegna sjúkleika síns, og mætti þar góðvild og skilningi yfirmanna sinna hjá Sjúkrasamlagi Reykjavík- ur, en þar vann hún síðastliðin ár. Við viljum að lokum þakka henni fyrir samfylgdina og kveðjum hana með þessum línum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Samúðarkveðjur sendum við eig- inmanni hennar, dætmih og föður og biðjum almættið að styrkja þau og styðja. Guðrún Sigurðardóttir og Oddný Einarsdóttir. í dag er við kveðjum góðan sam- starfsmann og vin er hóf störf hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur á árinu 1980, kemur upp í hugann mynd af góðri konu, hæglátri, samvisku- samri og snyrtilegri í allri vinnu og umgengni. Kristín gekk ekki heil til skógar og var oft sárþjáð og þurfti einatt að vera á sjúkrahúsum og undir læknishendi. Hún stundaði vinnuna oft frekar af vilja en mætti og reyndi alltaf að láta sem ekkert væri, svo mikil var samviskusemin. Og á gleðistundum með samstarfs- fólki sínu var hún oftast hrókur alls fagnaðar svo menn áttu oft erfitt með að trúa hversu veik hún raunveralega var. Oftast er það svo að þótt vitað sé að einhver er mikið veikur þá er enginn viðbúinn kallinu er það kemur og menn standa eftir í þögn og orðlausum söknuði og spyrja almættið hvers vegna hún, á besta aldri með stóra fjölskyldu, eigin- mann, börn og barnaböm sem vora henni allt til að lifa fyrir. En aldrei fást svör. Og við getum aðeins þakkað henni samverana og samstarfið og vottað ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Og við viljum kveðja Kristínu með þessum orðum: Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins svo að hann geti risið upp í mætti sínum og óptraður leitað á fund Guðs síns. (K. Gibran.) Starfsfólk Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Með þessum fáu línum vil ég kveðja góða konu, Kristínu Ing- unni, sem fór frá okkur allt of fljótt, aðeins 47 ára. Hún var systurdóttir mannsins míns og góð vinkona mín, frá því ég kynntist henni fyrst að- eins 12 ára gamalli. Stína var dóttir hjónanna Ragn- heiðar A. Ingólfsdóttur og Haraldar Sigurðssonar. Hún fæddist á Akra- nesi, flutti ung til Njarðvíkur og svo til Reykjavíkur með foreldram sínum og þar hefur Stína búið síðan. Stína var góður vinur, mjög trygg- iynd. Hún var einkar hlý í viðmóti, hafði góða kímnigáfu og gat skelli- hlegið af litlu tilefni, þó gat hún verið föst fyrir ef því var að skipta. Hún var mjög smekkleg og mik- il hannyrðakona. Þrátt fyrir margra ára erfiðan sjúkdóm vann hún alltaf utan heimilis, síðast hjá Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur. Heimili þeirra Björns er með þeim fallegri sem ég hef séð. Hún var gift Birni Einarssyni, starfsmanni Reykjavíkurborgar, sem lifir konu sína. Kæri Bjöm, Inga, Áslaug, Sirrý, Stefanía og Halli minn, við Ingólfur sendum ykkur og bræðranum innilegustu samúðarkveðjur. Við söknum vinar. Hvíli hún í friði. Villa t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA ÁGÚSTA ODDGEIRSDÓTTIR, Langagerði 112, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. apríl kl. 10.30f.h. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Jón Þór Ólafsson, Sjöfn Ólafsdóttir, Gunnar Ólafsson, Svanberg Ólafsson, Ómar Ólafsson, Hildur Svavarsdóttir, Tómas Rögnvaldsson, Þórey Valdimarsdóttir, Kristfn Erlendsdóttir, Hrefna Snæhólm, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR RÓSINKARSSON, Lundarbrekku 10, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. apríl kl. 15.00. Slgurlína Sigurðardóttir, Hreinn Guðmundsson, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Aðalstelnn Már Ólafsson, Sigurborg S. Guðmundsdóttir, Auðunn Már Guðmundsson, Guðmundur Freyr Aðalsteinsson. t Frændi minn, GUÐMUNDUR JÓHANNSSON frá Aðalbreið Miðfirði, verður jarðsunginn frá Melstaðarkirkju laugardaginn 29. apríl kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Árný Kristófersdóttir. * t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NJÁLA EGGERTSDÓTTIR, Skúlagötu 66, verður jarðsungin frá Frikirkjunni föstudaginn 28. apríl kl. 15.00. Guðrún P. Eyfeld, Benedikt E. Pálsson, Margrót Pálsdóttir, Guðlaugur L. Pálsson, Njála Vfdalfn, barnabörn Pétur Eyfeld, Svala Erneste, Stefán Hjaltested, Eyrún Magnúsdóttir, Gfsli Ö. Ólafsson, barnabarnabörn. t Þökkum innilegar samúðarkveðjur og vinarhug við andlát og jarð- arför JÓNASARHAGAN, Húsavfk. Sólveig, Sigurður, Lúðvík, Steinunn, börn og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLÍNU STEFÁNSDÓTTUR, Lindargötu 17, Sauðárkróki. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir til hinna fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andiát og útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR, - Lambastekk 14, Reykjavfk. Jóhannes Einarsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, stjúpföður og föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. HARALDAR HARÐAR HJÁLMARSSONAR Víkurbraut 5, Grlndavfk. Kristfn Sæmundsdóttir, Gunnar Ólafsson, Ólfna Magnúsdóttir, Hjálmar Haraldsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sæmundur Haraldsson, Vilborg Ásgeirsdóttir, Marta Haraldsdóttir, Sæþór Þórðarson, Unnur Haraldsdóttir, Jón Sæmundsson, Önundur Haraldsson, Þorbjörg Halldórsdóttir, Ágúst Haraldsson, Sólveig Oskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar HÁKONAR BJARNASONAR, fyrrver- andi skógræktarstjóra, verða skrifstofur Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags íslands, Ránargötu 18, lokaðar föstudaginn 28. apríl frá kl. 9-13. Lokað Vegna jarðarfarar KRISTÍNAR HARALDSDÓTTUR verða skrifstofur okkar lokaðar frá kl. 13.00 fimmtudaginn 27. apríl. Sjúkrasamlag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.