Morgunblaðið - 12.05.1989, Page 16

Morgunblaðið - 12.05.1989, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 SKÓLAHJÚKRUN eftirBjörgu Eysteinsdóttur Markmið skólahjúkrunar er að böm fái að þroskast við þau bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Skólahjúkrun beinist því að hæfileika sérhvers bams og unglings til þess að þeir geti hagnýtt sér vitsmuni sína og tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði í nútíð og framtíð. Sýnir þetta hversu yfirgripsmikil og flókin skólahjúkmn er nú til dags. Þeir þættir sem hafa áhrif á heilbrigði einstaklingsins em sál- fræðilegir, félagslegir, menningar- legir, lífeðlisfræðilegir og um- hverfisþættir. Þekkingargrand- völlur skólahjúkranarfræðings þarf þvi að vera mikill og víðtæk- ur. Skólahjúkranarfræðingur þarf m.a. að hafa kunnáttu og æfingu í mannlegum samskiptum, t.d. þekkingu á tjáskiptum, þekkingu á hópum og gildismati samfélags- ins. Hann þarf að hafa fræðilega kunnáttu til að skilja, handleika og fullgera flóknar hugmyndir og þekkingu. Einnig þarf hann að hafa tæknilega þekkingu t.d. til að sjónprófa og heymarprófa. Auk þess þarf skólahjúkrunarfræðing- ur að þekkja kennslufræðilegar aðferðir og hugtök til að nota við kennslu og við umræðuhópa. Nauðsynlegt er að skólahjúkr- unarfræðingur geti litið kerfis- bundið á vandamál, spurt sig vísindalegra spuminga og kunni að nota fagbækur. Hér á eftir verða nefnd nokkur atriði sem hjúkranarfræðingur Björg Eysteinsdóttir starfandi í skóla þarf að þekkja. Hann þarf að þekkja eðlilegan vöxt og þroska hjá skólabörnum og vita um helstu frávik. Nauðsyn- legt er að þekkja fjölskylduþróun, geta metið styrkleika fjölskyld- unnar, kunna skil á mismunandi gerðum fjölskyldna, t.d. einstæð- „Með aukinni þekkingu o g bættum vinnubrögð- um er hægt að bæta heilbrigðisþjónustu í skólum þar sem lögð er áhersla á fyrirbygg- ingu sjúkdóma og heil- brigðishvatningu út frá heildrænu sjónarmiði.“ um foreldram, og þekkja þau vandamál sem snúa að hverri fjöl- skyldugerð fyrir sig. Skólahjúk- ranarfræðingur þarf að þekkja helstu þroskakreppur sem fjöl- skyldur og einstaklingar ganga í gegnum og geta metið þau áhrif sem þær hafa. Einnig þarf hann að þekkja helstu einkenni og af- leiðingar ýmissa vandamála, t.d. barnamisþyrminga og misnotkun- ar vanabindandi efna. Hann þarf að þekkja samfélagið og tengja það þörfum nemandans og fjöl- skyldu hans. Skólahjúkranarfræð- ingur þarf að hafa þekkingu á stjórnun, m.a. til þess að geta skipulagt störf sín betur. Einnig þurfa skólahjúkranarfræðingar að hafa þekkingu á rannsóknum til þess að geta metið störf sín, sýnt fram á hvað þeir gera og að ein- hver árangur verði af störfum þeirra. Á þessu sést að skólahjúkranar- fræðingur þarf að hafa mjög víðtæka þekkingu og stunda símenntun af krafti. Með aukinni þekkingu og bættum vinnubrögð- um er hægt að bæta heilbrigðis- þjónustu í skólum þar sem lögð er áhersla á fyrirbyggingu sjúk- dóma og heilbrigðishvatningu út frá heildrænu sjónarmiði. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Heilsugæsla í skólum eftir Bergljótu Líndal Heilsugæsla í skólum hefur verið rekin í einhveiju formi allt frá því að skólahald hófst hér á landi á miðöldum. Sérstök lög vora sett um heilsu- vemd í skólum 1957. Heilsugæslustöðvar sinna heilsu- gæslu í skólum í sínu hverfi, í Reykjavík sinnir Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur skólum í þeim hverfum þar sem ekki er heilsugæslustöð. Heilsugæsla í skólum er í beinu framhaldi af ung- og smábama- vemd. Markmið heilsugæslu í skólum er að: — Efla andlegt, líkamlegt og fé- lagslegt heilbrigði, þannig að hver og einn nái og haldi þeirri bestu heilsu, sem eiginleikar og umhverfi leyfa. — Koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Til að ná því þarf að stuðla að því að böm fái að þroskast við þau bestu skilyrði, andleg, líkamleg og félagsleg, sem völ er á. Það þarf því að fylgjast náið með baminu og umhverfi þess. Komi í ljós, að eitthvað hamli því, að þess- um skilyrðum sé fullnægt, skulu ráðstafanir til úrbóta gerðar svo fljótt sem auðið er. íslendingar era sem kunnugt er aðilar að verkefni Sameinuðu þjóð- anna sem kallað er „Heilbrigði fyr- ir alla árið 2000.“ Ein megináhersla í því efni er lögð á að gera hvern og einn ábyrg- an fyrir eigin heilsu, eins og mikið er rætt um þessar mundir. Þar er ljóst að menn geta haft mikil áhrif á heilsuna með lífsvenjum sínum. Hvergi gefst betra tækifæri til að hafa áhrif á einstaklinginn en í skólanum og þar er skólahjúkranar- fræðingurinn í lykisaðstöðu. Hann er tengiliður heimila, skóla og heilsugæslu. Hann hefur greiðan aðgang að bömunum og oft á tíðum þekkir hann ekki aðeins bömin heldur og fjölskyldur þeirra* en það er einn af kostum heilsugæslunnar, að þar er veitt alhliða þjónusta, allri fjölskyldunni. Hann starfar náið með skólalækni og kennuram. Aldrei er einstklingurinn heil- brigðari en einmitt á grunnskóla- aldrinum og þvi hafa margir spurt, hvað gera skólahjúkrunarfræðing- ar? Eins og að framan segir: „Mark- miðið er að ná, halda og efla heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Það er einmitt það sem skóla- hjúkranarfræðingur hefur að leið- arljósi. Starf skólahjúkrunarfræðings er fyrst og fremst fjórþætt: — Heilbrigðisfræðsla í sam- vinnu við kennara. — Varnar- og styrktaraðgerðir þá er átt við t.d. bólusetningar, flú- ormeðferð og heilbrigðishvatningu af ýmsu tagi. — Heilbrigðiseftirlit þ.e. skoð- anir af ýmsu tagi, kembileit o.fl. — Einstaklingsbundin með- ferð. Síðasttaldi þátturinn er einn sá veigamesti í starfi skólahjúkranar- fræðinga. Hann er í þeirri stöðu að hafa sérstakt tækifæri til að ná góðu trúnaðarsambandi við börnin, það verður til þess að þau leita til hans, létta af sér áhyggjum og leita leiðbeininga.'Þama getur hjúkran- arfræðingur orðið að miklu liði. í breyttu þjóðfélagi breytast vandamálin og þar með þjónustan. Áður fyrr var það líkamleg van- heilsa og þá sérstaklega smitsjúk- dómar, sem settu svip sinn á heil- brigðisþjónustuna og þar með heilsugæslu í skólum. Nú eru það andleg og félagsleg vandamál. í okkar góða velferð- arríki er það „alltof stór hluti barna á skólaaldri sem á í erfiðleikum," segir Vilborg Guðnadóttir skóla- hjúkranarfræðingur í viðtali í tíma- ritinu Þjóðlíf, nú á dögunum enn- fremur segir Vilborg: „Ég hafði ímyndað mér að flest böm hefðu það gott en það reynd- ist alls ekki vera þannig. Að vísu er það ekki meirihlutinn sem á í erfiðleikum en allt of stór hluti og miklu fleiri en við geram okkur grein fyrir. Ég hef líka orðið vör við að böm skipta oft um skóla. Ég man eftir níu ára gömlu bami sem hafði ver- ið í fímm skólum. Ég hef fengið til mín 9 ára böm sem þjást af vöðvabóltu og stöðug- um höfuðverk og ég hef heyrt af 6 ára_ börnum með vöðvabólgu. Ég vorkenni alveg jafnmikið bömum sem eiga foreldra á frama- braut og bömum fátækra foreldra. Börnin vilja oft gleymast á frama- brautinni... Oft koma bömin til mín og geta ekki sagt hvað er að, ég bara fínn að þau bíða eftir svöran, ekki plástri. Þau eiga erfítt með að tala um foreldra sína, reyna að veija þá eins og þau geta. Og ef þau kvarta undan þeim frá þau bullandi sektarkennd.“ Margt fleira athugavert kemur fram í þessu viðtali. Við skulum kannski líta á hver era helstu vandamálin, sem steðja að íslensk- um skólabörnum. Þeir nemendur sem sérstaklega þarf að fylgjast með kallast gæslunemendur og samkvæmt upplýsingum skóla- hjúkranarfræðinga eru helstu erfíð- leikar gæslunemenda þessir: A. Líkamleg vandamál. T.d. offíta, slys, skammvinnir sjúk- dómar. B. Langvarandi sjúkdómar. T.d. sykursýki, asthma, flogaveiki. C. Fötlun. T.d. lamanir, les- blinda, heymardeyfð. D. Sálrænir-, sállíkamlegir-, hegðunar-, félagslegir- erfiðleik- ar. En þessi böm hefur skólahjúk- ranarfræðingur náið samband við og þau koma oft: Bamið sem kvartar mikið; — er afskipt — lagt er í einelti — aðlag- ast ekki — á hvergi heima? — neyt- ir fíkniefna/vímuefna — hefur orðið Bergljót Líndal „Það er alveg ljóst, að með réttum aðgerðum má draga verulega úr vandamálum og erfið- leikum, sem steðja að skólabömum ogþar með slæmum afleiðing- um þeirra, sem geta brotist út á ýmsa vegu.“ fyrir kynferðislegu áreiti — líður illa — á erfitt með að læra o.fl. o.fl. Skólahjúkranarfræðingurinn fylgir því síðan mjög grannt eftir að bömin fari eftir þeim fyrirmæl- um, sem þeim era sett, hver árang- ur verður og hvaða ákvarðanir era teknar. Um þessar mundir er verið að setja á laggimar í Reykjavík „nem- endaverndarráð". það skal stuðla að velferð nemenda m.a. með því að skapa jákvætt námsumhverfi fyrir nemendur, veita ráðgjöf til kennara og skólastjóra, ætlunin er að í því sitji skólastjóri/yfirkennari, fulltrúi sérkennara, sálfræðideildar og kennara, og skólahjúkranar- fræðingur. í okkar flókna þjóðfélagi með þá miklu þekkingu, sem við búum yfir og þar af leiðandi fjölda sérfræð- inga, er samvinna af þessu tagi forsenda þess að árangur náist. Því binda allir, sem til þekkja, miklar vonir við þessa skipan mála. Það er alveg ljóst, að með réttum aðgerðum má draga veralega úr vandamálum og erfíðleikum, sem steðja að skólabömum og þar með slæmum afleiðingum þeirra, sem geta brotist út á ýmsa vegu. Þótt skólamir hafi miklu hlut- verki að gegna í að koma nemend- um „til nokkurs þroska" og skiln- ingur hafí vaknað, þá verður eitt að vera ljóst. Það má ekki taka um of ábyrgðina af foreldrunum, en tilhneiging virðist vera í þá átt. Það eru fyrst og síðast þeir sem bera ábyrgðina, starfsfólk skólanna og heilsugæslunnar era til stuðnings og leiðbeininga en samvinna við foreldra er skilyrði þess að vel tak- ist til. Heilsugæslan hefur þarna eitt meginhlutverk. Það hefur Alþjóða samvinna hjúkranarfræðinga gert sér ljóst með því að helga alþjóðá- dag sinn Heilsugæslu í skólum. Höfundur er hjúkrunarforstjóri. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga eftir Sigurbjörgu Björgvinsdóttur og Stefaníu G. Snorra- dóttur Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna, sést ei, hvað er nýtt. Einar Benediktsson í dag, 12. maí, minnast hjúkr- unarfræðingar um heim allan fæð- ingardags Florence Nightingale, en hún fæddist 12. maí 1820 í borg- inni Florens á Ítalíu. Nightingale var hlutverki sínu trú og vann þýð- ingarmikið brautryðjandastarf að bættri umönnun sjúkra. Úr heimild- um um hjúkrun má lesa um hjúkr- unarkonur er sátu við rúm sjúkl- ings, linuðu þjáningar, stuðluðu að bata'og bjuggu yfír ótrúlegri hæfni við störf sín. Fyrri reynsla hefur reynst manninum vel allt frá upp- hafí og grandvallast á þeirri þekk- ingu er hann hefur áður öðlast. Saga hjúkrunarmenntunar á ís- Iandi frá upphafí og fram á þennan dag tengist Hjúkranarskóla Islands, sem brautskráði sína fyrstu nem- endur árið 1933 og þá síðustu árið 1986. Hjúkranarskóli íslands reyndi ávallt að aðlaga sig kröfum hvers tíma og endurskoða hjúkr- unarmenntun í ljósi þess. Hjúkr- Sigurbjörg Björgvinsdóttir unamám í Háskóla íslands hófst árið 1973 en frá 1977 var það yfír- lýst stefna Hjúkrunarfélags íslands að allt grannnám í hjúkranarfræði skyldi vera á háskólastigi. Eins og gert er í öðram sjálfstæð- um fræðigreinum byggja hjúkr- unarfræðingar starf sitt á beitingu fræðilegrar þekkingar og hæfileik- anum að tengja þá þekkingu þjón- ustunni er þeir veita. í því sam- félagi er við búum í era gerðar sífellt meiri kröfur til heilbrigðis- þjónustunnar, þörfin fyrir hjúk- Stefanía G. Snorradóttir runarfræðinga hefur því aukist á undanförnum áram. Allir hjúkrunarfræðingar og fé- lög þeirra ættu að styðja heilshugar áætlanir um heilbrigði allra og fyr- irbyggja sjúkóma, með því að fá einstaklinga og fjölskyldur til að taka þátt í heilsugæslu og gera þeim þannig kleift að bera aukna ábyrgð á eigin heilbrigði. Heilbrigð- isþjónustan verður að byggjast á heilbrigðisþörfum og þátttöku al- mennings. Með tilliti til þess hve mikil fyrir- „Eins og gert er í öðr- um sjálfstæðum fræði- greinum byggja hjúkr- unarfræðingar starf sitt á beitingu fræði- legrar þekkingar og hæfíleikanum að tengja þá þekkingu þjón- ustunni er þeir veita.“ mynd hjúkrunarfræðingar eru al- menningi, ber hjúkranarfræðingum og hjúkranarfélögum að ganga á undan með góðu fordæmi hvað varðar heilbrigða lifnaðarhætti. Hjúkran er og verður mikilvægt afl sem getur lagt mikið af mörkum í baráttunni fyrir almennu heilbrigði, starfsskilyrði þurfa því að laða að o g halda í lærða hjúkranarfræðinga og bæta nýtingu hjúkrunarfólks og að viðurkenna símenntun sem hluta af hjúkranarstarfinu. Alla undir- stöðumenntun í hjúkran ætti stöð- ugt að endurmeta, bæta og styrkja. Alla sérhæfingu og sér- þekkingu sem síðar er aflað ætti að byggja á þessum granni. Höfundar eru starfandi hjúkr- unarfræðingar og sitja í stjóm Reykjavíkurdeildar Hjúkrunarfé- lags Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.