Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 18 Minning: Katrín Viðar Fæddl. september 1895 Dáin 27. apríl 1989 Katrín Viðar, frænka mín, and- aðist í Landakotsspítala fimmtu- daginn 27. apríl síðastliðinn á 94. aldursári. Nú síðustu árin hafði hún orðið fyrir hverju áfallinu af öðru, en það var eins og hvorki andi né líkami þessarar fíngerðu konu yrði yfirbugaður. Á þeim erfiðu stundum var hún lífínu eins jákvæð og trú og hún hafði alla ævi verið. Oft er sagt, að maður komi í manns stað. Það er eflaust rétt, þegar um skilgreind hlutverk er að ræða. Katrín var einn af brautryðj- endum í píanókennslu hér á landi. Því hlutverki er lokið og aðrir hafa tekið við. En svo er annað, sem torveldara er að skilgreina; ein- staklingsbundnir eiginleikar, sem hafa áhrif á mannlegt umhverfi með ósjálfráðum hætti. Verður þá skarðið fyllt? Nú þegar Katrín Viðar er horfín okkur, fínnst mér verða eyða í til- verunni, sem torfyllt verði. Að sönnu var hún bæði prýðilega greind og dugleg kona. Ofar í huga mér er samt hin óvenjulega góðvild í fari hennar, mildi og kærleikur til alls sem lifír, hæverska samfara höfðingsskap ásamt næmi á listir og flest annað, sem til menningar heyrir. Allt þetta samtvinnaðist í heilsteyptri persónu og viðmóti Katrínar á eins eðlilegan hátt og þegar vatn rennur. Öllum hlaut að líða vel í návist hennar og ungir sem aldnir hændust að henni. Allt umhverfí hennar bar þess merki. Hver var hún þessi kona, sem ég dáist svo að? Katrín fæddist í Reykjavík 1. september 1895. Foreldrar hennar voru Jón Steindór Norðmann kaup- maður á Akurejrri og kona hans, Jórunn Einarsdóttir frá Hraunum í Fjótum. Jón Norðmann var sonur séra Jóns Norðmanns, prests á Barði í Fljótum og konu hans, Katrínar Jónsdóttur prests á Undir- felli í Vatnsdal. Séra Jón á Barði þótti mjög vel gefinn, tungumála- maður mikill, sagnfróður og skáld- mæltur. Katrín kona hans var mik- ils metin fyrir dugnað og höfðings- skap. Jón Norðmann, sonur þeirra, erfði hæfíleika foreldra sinna ríku- lega, var tungumálamaður góður, listhneigður og skáldmæltur. Hann stundaði útflutningsverslun á Akur- eyri og efnaðist vel. Jórunn, kona Jóns Norðmanns kaupmanns, var dóttir Einars Bald- vins Guðmundssonar bónda á Hraunum í Fljótum og fyrstu konu hans, Kristínar Pálsdóttur, en hún var dóttir Páls Jónssonar prests og sálmaskálds á Völlum í Svarfaðar- dal og síðar í Viðvík í Skagafírði. Einar á Hraunum var sonur Guð- mundar Einarssonar bónda þar, en Guðmundur var bróðir Baldvins Einarssonar, sem var einn af frum- heijum í sjálfstæðisbaráttu íslend- inga á 19. öld og undanfari Tjölnis- manna og Jóns Sigurðssonar. Hraun er nyrsta og austasta jörð í Fljótum næst Siglufírði. Þar bjó Einar, móðurafí Katrínar, stóru búi, en hafði jafnframt útgerð, stundaði skipasmíðar og var einn af fyrstu brúarsmiðum hér á landi. Að jafnaði voru um 20—30 manns á heimili á Hraunum. Þar var mjög gestkvæmt, því leiðin til Sigluíjarð- ar um Siglufjarðarskarð, einn af hæstu og vandfömustu íjallvegum landsins, lá þar hjá garði. Kristínu, konu Einars, er svo lýst, að hún hafí verið lág vexti, fríð sýnum, ágæt húsmóður, kær- leiksrík og gestrisin með afbrigðum. Einar missti konu sína eftir 16 ára sambúð og hafði hún þá alið honum niu böm, sem öll komust upp. Af þeim var Jórunn Einarsdóttir Norð- mann fímmta barnið. Einar á Hraunum kvæntist tvisv- ar eftir þetta og eignaðist þijú böm. Frá honum er ættbálkur kominn, sem oft er nefndur Hraunaætt. Á Hraunum ólust auk þess upp mörg böm, sem hjónin á Hraunum tóku að sér og sáu fyrir sem eigin böm- um. Jómnn Einarsdóttir giftist Jóni Norðmann árið 1893. Heimili þeirra stóð á Akureyri. Þar var hann versl- unarstjóri og kaupmaður. Hann stundaði útflutningsverslun og efn- aðist vel. Þau eignuðust sjö böm, svo sem hér segir: 1. Katrín, píanókennari og kaup- maður, gift Einari Viðar og síðar Jóni Sigurðssyni. 2. Jón, píanóleik- ari. 3. Kristín, píanókennari, gift Páli ísólfssyni. 4. Einar Baldvin, dó í bemsku. 5. Óskar, kaupmaður og söngmaður, kvæntur Sigríði Bene- diktsdóttur. 6. Ásta, danskennari, gift Agli Ámasyni. 7. Jórunn, píanókennari, gift Jóni Geirssyni og síðar Þorkeli Gíslasyni. Eins og þessi upptalning ber með sér, hneigðust öll Norðmanns- systkinin að tónlist. Foreldrar þeirra áttu þann höfðingsskap að þau veittu þeim öllum tækifæri til náms á því sviði og var slíkt víst eins- dæmi á þeim ámm. Það átti eftir að móta líf þeirra allra. Árið 1908 andaðist Jón Norð- mann. Jómnn ekkja hans stóð þá uppi með böm sín sex, elst var Katrín 12 ára, en yngst Jómnn á fyrsta ári. Fjölskyldan fluttist þá suður til Reykjavíkur. Þar stóð svo á, að á því sama ári hafði Páll Ein- arsson, bróðir Jómnnar, fluttst til Reykjavíkur og tekið þar við ný- stofnuðu embætti borgarstjóra. Hann var eklq'umaður með tvö böm og bjó í Kirkjustræti 4 í húsi sem nefnt var Ásbyrgi. Það stóð á homi Kirkjustrætis og Tjamargötu, þar sem nú er bifreiðastæði. Þau systkinin Páll og Jórann afréðu að halda heimili saman. Fluttist Jórann í Ásbyrgi og bjuggu þau Páll hvort á sinni hæðinni. Stóð svo til 1912, þegar ég, sem þessar línur skrifa, kom í heiminn. Þá hafði Páll kvænst öðm sinni. Ég var fyrsta bamið í síðara hjóna- bandi hans og foreldrar mínir fluttu í annað hús. í öllu því umstangi, sem fylgdi búferlum til Reykjávíkur og stofnun nýs heimilis þar, stóð Katrín sem klettur við hlið móður sinnar, þótt ekki væri hún nema á fermingar- aldri. Þá þegar þóttu ráð hennar góð. Og þegar faðir minn, nokkm síðar, kom með unga konu sína inn á heimilið, þar sem hinn stóri hópur bama og unglinga var fyrir, var það ekki síst Katrín, sem greiddi braut hennar. Hún og móðir mín bundust ævilöngum vináttubönd- um. Ég átti vináttu Katrínar frá fyrsta degi lífs mín, því ég fæddist í Ásbyrgi og veit ekki betur en að hún hafí aðstoðað ljósmóðurina. Sjálfur man ég það ekki gjörla. Þegar Norðmanns-systkinin uxu úr grasi, varð heimilið í Ásbyrgi ein af miðstöðvum tónlistar í Reykjavík. Þar var sífellt verið að spila og syngja og fyöldi vina og gesta áttu leið þangað. í næsta nágrenni var annað heimili, þar sem listir vom einnig í hávegum hafðar. Það var heimili Indriða Einarsson- ar, eins af forvígismönnum leiklist- arinnar, en kona hans, Marta María, var dóttir Péturs Guðjohnsens, hins kunna organleikara og tónlistar- frömuðar. Jón Norðmann yngri þótti mjög efnilegur píanóleikari. Ungur var hann sendur til Þýskalands til náms í tónlistarháskóla í Berlín með það fyrir augum að verða „virtous". Slíkt taldist til nýmæla. Um líkt leyti fóm þeir utan sömu erinda Páll ísólfsson til Leipzig og Harald- ur Sigurðsson til Dresden. Þessar borgir töldust þá til helstu tónlistar- staða heims og er svo enn. Því miður rættust ekki þær miklu vonir, sem við Jón Norðmann vom bundnar. Hann veiktist og dó árið 1919, aðeins tuttugu og tveggja ára, og var mjög harmaður. Katrín Norðmann fór í Verslun- arskólann, en að námi loknu þar fetaði hún í spor bróður síns og stundaði píanónám um skeið í Berlín. Þá naut hún atbeina frænd- fólks síns í Berlín, fjölskyldu Bald- vins Einarssonar, sem var þýskur embættismaður, sonarsonur Bald- vins Einarssonar frá Hraunum, þess sem fyrr er getið. Dóttir Baldvins, Ingeborg Einarsson, var jafnaldra Katrínar og þær urðu vinkonur ævilangt. Ingeborg lést fyrir nokkm, rúmlega níræð. Dvölin í Berlín varð Katrínu gott veganesti. Þegar hún sneri heim, tók hún að kenna píanóleik, og það gerði hún síðan alla ævi, meðan kraftar entust. Ólíklegt þykir mér, að nokkur hér hafí kennt eins mörg- um á píanó og hún. Árið 1916 giftist Katrín Norð- mann æskuvini sínum og nágranna, Einari Viðar. Hann var fæddur 1887, sonur Indriða Einarssonar rithöfundar og hagfræðingst skrif- stofustjóra í Stjórnarráði Islands og konu hans, Mörtu Maríu Guð- johnsen, sem fyrr er getið. Einar Viðar var bankaritari í íslands- banka. Tónlistin og Katrín áttu hug hans. í bókinni „Harpa minning- anna“ lýsir Ámi Thorsteinson hon- um svo: „Einar Indriðason Viðar var afar vinsæll tenórsöngvari, hvort heldur í kór eða einsöng. Var hann hinn mesti fjörkálfur og hafði einstakt lag á því að koma öllum félögum sínum og áheyrendum í gott skap.“ Þau Einar og Katrín Viðar vom hamingjusöm og falleg hjón og það svo, að mörgum þótti bæjarprýði af. Því miður var hamingjan skammvinn. Einar ofkældist, er hann var að syngja við jarðarför sumarið 1923 og missti Katrín hann þá eftir aðeins 7 ára sambúð. Þau höfðu eignast tvær dætur, Jómnni 1918 og Drífu 1920, sem báðar hafa orðið kunnar í menningarlífi þjóðar okkar. Katrín harmaði mann sinn mjög, en æðraðist ekki. Auk þess að kenna á píanó kom hún á fót versl- un, Hljóðfæraverslun Katrínar Við- ar, í Lækjargötu 2 í Reykjavík. Ásamt hljóðfæmm vom þar seldar nótur og hljómplötur, og skal nú haft í huga, að þetta var fyrir daga útvarpsins. í verslun Katrínar var veitt sú góða þjónusta, að viðskipta- vinur, sem var að velja sér nótur, gat fengið þær spilaðar leikandi af fíngmm fram af afgreiðsludöm- unni, sem í sumum tilvikum var reyndar Jómnn, yngsta systir Katrínar. Katrín giftist á ný árið 1937 jafn- aldra sínum Jóni Sigurðssyni, skóla- stjóra Laugamesskóla í Reykjavík. Hann var ættaður af Austurlandi, mikilhæfur skólamaður, fullur mannúðar og réttsýni í lífi og starfi. Hjónaband þeirra Katrínar var far- sælt, og hún og dætur hennar tengdust á ýmsan hátt því fram- farastarfi, sem unnið var í Laugar- nesskóla undir stjóm Jóns Sigurðs- sonar. Hann andaðist árið 1979. Þau Katrín og Jón höfðu bæði áhuga á náttúmfræði og mikla ánægju af náttúmskoðun. Þau ferð- uðust mikið í því skyni, bæði hér á landi og erlendis. Einkum var það gróðurríkið, sem var þeim hug- stætt. Þau fundu upp á því að taka lifandi plöntur og flytja þær í gróð- urreit við sumarbústað sinn við Þingvallavatn. Er stundir liðu, myndaðist þar grasagarður með dijúgum hluta þeirra tegunda, sem á íslandi er að fínna. Spömðu þau ekki fyrirhöfn að ná þangað tor- fundnum plöntum, og þá var það ekki lítið verk að halda lífinu í því, sem safnað hafði verið. Það var ævintýri líkt að fá að ganga með þeim um svæðið og sjá og heyra, hveiju þau höfðu áorkað. Á 175 ára afmæli Reykjavíkur gáfu þau borginni safnið, og var það upphaf- ið að gi-asagarðinum í Laugardal. Þótt ég þekkti og dáði Katrínu frænku mína frá unga aldri, var það fyrst á miðjum aldri, sem ég og kona mín bundum vináttu við hana og mann hennar sem ferðafé- lagar. Það var í hinum árlegu „löngu ferðum“ Hins íslenska nátt- úmfræðifélags. Þær ferðir standa þijá daga, venjulega um óbyggðir og um „ný svæði“, þ.e. svæði, sem hafa nýlega verið rannsökuð, og þá undir leiðsögn náttúmfræðinga, sem þar hafa verið að verki. Marg- ar þær ferðir em ógleymanlegar, t.d. í Veiðivötn, Lakagíga, í Nýjadal við Tungnafellsjökul eða þá á Fjallabaksleið syðri, þegar allt fauk, sem fokið gat. Katrín hafði yndi af útivist alla ævi. Á unga aldri tók hún að iðka listhlaup á skautum og náði meiri leikni í þeirri grein, en áður hafði þekkst hér á landi. Fór oft svo, að þegar Katrín birtist á Tjörninni á skautum sínum staðnæmdust aðrir til þess að horfa á hana. En það var henni lítt að skapi. Um skeið var hún formaður Skautafélags Reykjavíkur. Allt frá því að Katrín Viðar gift- ist, stóð heimili hennar að Laufás- vegi 35, eða í 73 ár. Þar ólust upp dætur hennar, Jómnn og Drífa, sem báðar urðu þjóðkunnar konur. Sam- bandið milli þeirra þriggja minnti mann oft frekar á glaðværan eða fijálslegan félagsskap en samband foreldris og barna. Þegar dæturnar giftust og eignuðust böm, stækkaði hópurinn, sem átti erindi á Laufás- veg 35. Hann tók einnig til systk- inabarna Katrínar, sem mörg hver dvöldu hjá henni um tíma, og til bama vinafólks hennar. Hvergi hef ég vitað minna kynslóðabil en á því heimili og hvergi tekið á móti gest- um með jafn sjálfsögðum hætti. í því efni langar mig til að nefna Wilhelm Kempff, hinn heimskunna píanóleikara. Hann hafði ungur verið námsfélagi Jóns Norðmanns í tónlistarháskólanum í Berlín. Þeg- ar hann kom hingað í fyrsta sinn til að halda tónleika, leitaði hann uppi systur Jóns Norðmanns og var strax boðinn á heimili hennar. Er skemmst frá því að segja, að upp frá þvi undi hann sér hvergi betur en hjá Katrinu og fólki hennar og æfði sig á flygilinn hennar. Svo varð einnig þegar hann kom hér síðar. Hann tók konu sína og tvær dætur með sér hingað, til þess að þær fengju að sjá ísland og Katrínu. Þegar þetta var, hafði hann nýlega lokið einni árangursríkustu tón- leikaferð sinni, sem var til Japans. í bréfí, er ég fékk frá þeim hjónum, töldu þau þá ferð vera ánægjuleg- usta viðburð sinn á því ári, að und- anskildum einum, ferðinni til Ís- lands. Um ástæðuna var ekki að efast: manneskjulegt viðmóti, sem þau fundu hér. Katrín Viðar fór ekki varhluta af sorginni á ævi sinni. Ung missti hún föður sinn og bróður. Mann sinn missti hún aðeins 28 ára göm- ul. Árið 1971 andaðist Drífa dóttir hennar langt um aldur fram og tveim ámm síðar maður hennar, Skúli Thoroddsen, læknir. Árið 1985 andaðist eldri tengdasonur Katrínar, Láms Fjeldsted, kaup- maður. En lífið færði Katrínu einnig hamingju, sem eflaust byggðist mjög á því, hve vænt fólki þótti um hana og hversu vel hún kunni að njóta þess, sem er fagurt og gott. Er mér þá tónlistin efst í huga. Tónlistin var einnig ríkur þáttur í frábæm sambandi Katrínar við dóttur sína, Jómnni'Viðar, tónskáld og píanóleikara. Við Kristín, kona mín, sendum Jómnni og öðmm ástvinum Katrín- ar samúðarkveðjur okkar. Efst í huga okkar er gleði yfír því að hafa mátt eiga Katrínu Viðar að vini. Einar Baldvin Pálsson Á sólbjörtum vordegi gekk telpu- hnokki á tíunda ári upp hallann að húsi Katrínar Viðar, í fyrsta sinn. Páskaliljurnar vom að byija að blómstra, vorgaukar montuðu sig í sólinni meðfram göngustígnum, blómin öll, sem laukum hafði verið sáð fyrir liðið haust, brostu nú móti sólu. Mér var boðið til stofu, virti fyr- ir mér píanóið og andaði að mér í góðri lykt, sem mér fannst æ síðar fylgja þessu húsi. Innan skamms gekk Katrín Viðar inn léttum skref- um. Ég leit í þessi djúpu augu, sem lýstu upp allt umhverfið. Hún brosti og spurði mig, hvort ég hefði eitt- hvað sérstakt í hyggju að spila fyr- ir sig. Jú, mig langaði til þess að spila ekki óþekkt lag kennt við Beethoven, sem ég hafði reynt við um veturinn, en án tilsagnar, því þetta hafði verið lasleika og skóla- laus vetur. Hún bað mig endilega að spila, settist sjálf í djúpan hæg- indastól og sat með hendur í skauti, rétt eins og fornvinur hennar, sjálf- ur Wilhelm Kempf væri sestur við píanóið. Ég steig pedalinn til botns og lét tóna og skap leika lausum hala. Að loknu þessu „fyrværkeríi", sem Katrín gerði enga tilraun til að tmfla en hefði mátt kalla hjart- slátt með pedalundirleik, stóð hún upp alvarleg í bragði en glaðleg og talaði við mig með þessum lága en samt sterka rómi sem henni var svo eiginlegur, eins og hún ætti ekki erindi við neinn nema bara /nig. Nú hófust yndisleg ár. Ár sem bám í sér sífellda tilhlökkun. Sífellda gleði yfir að fara á fund þessarar makalausu konu. Hún var býsna óvægin í kröfum, enda óspör á að segja mér af hinum stóm meistumm, kynna mér verk þeirra og kenna mér að bera virðingu fyr- ir tónlistinni og þeim kröfum sem hún gerir og á að gera til allra sem við hana fást. Hún sagði mér líka ýmsar sögur frá hinum stóra heimi, útlöndunum, meisturanum og nem- endum þar en aldrei af sjálfri sér. Þegar hún spilaði sjálf, til þess að sýna mér eitthvað, fann ég ólgandi skap og hugarflug, sem leyndist bak við óvenju agaða og prúðmann- lega framkomu, þó fulla af léttleika og kímni. Eitt sinn var ég send heim með taktmælinn í brúnum bréfpoka, hafði ómögulega getað komið saman taktinum í kafla úr Beethovensónötu. Hvílík hneysa! Fegnari var ég en orð fá lýst þegar ég skilaði aftur brúna pokanum og fékk viðurkenningu fyrir árangur- inn af erfiðinu. Tvær ljóshærðar dætur Katrínar hafði ég séð dansa eins og álfameyj- ar á danssýningu hjá Ástu Norð- mann. Seinna urðu þær mér báðar góðar vinkonur. Líf Katrínar Viðar var marg- slungið, en enginn veit hvað í ann- ars barmi býr. Eiginmenn hennar vom báðir gáfaðir og mikilsmetnir menn, sem lifa ljóst í minningu þeirra sem þekktu þá. Listir em ríkur þáttur hjá afkomendum henn- ar og ættingjum. Margir þekktir listamenn em í þeim hópi. Mikil jarðrækt og gróska umlék alltaf Katrínu, eljan ótrúleg. En margar og harðar sorgir fékk hún að reyna. Helst get ég líkt viðbrögðum henn- ar við þeim með ljóðlínum Dag Hammerskjöld: „Smártan, du skal dölja den.“ Ég sé í anda Katrínu Viðar leggja lauka í mold að haustlagi og gleðj- ast yfír þeim blómstrandi að vori. Þannig vil ég minnast hennar um leið og ég kveð mestu velgerðar- konu mína með þökk. Guðrún J. Þorsteinsdóttir Við andlát ástvinar verður oft stirt um stef og því stirðara, sem tengsl em nánari. Því fór mér svo, er ég settist niður til að taka saman fáein kveðjuorð til þeirrar konu, sem í dag er kvödd hinstu kveðju, móðursystur minnar, Katrínar Við- ar, að ég fann glöggt hversu van- megnugur ég er til að tjá mig á þann veg, sem hún á skilið af mér og ég hefði kosið. Svo langt aftur, sem minni mitt nær, hef ég verið tengdur henni sterkum böndum, svo sterkum, að sá dagur hefur líklega aldrei liðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.