Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 120. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kína: Námsmenn blása lífí í andspyrnuna Peking. Reuter. ALLT AÐ 100.000 manns komu saman á Torgi hins himneska friðar í gær einkum til að virða fyrir sér eftirlíkingu af Frelsisstyttunni bandarisku. Námsmenn, sem enn hafast við á torginu, höfðu reist stytt- una til að blása lífi í andófíð gegn yfírvöldum. Mótmælin hafa verið í rénun undanfarna daga eftir að ljóst virtist að harðlímimenn hefðu yfirhöndina í flokknum. Handtaka þriggja félaga í ólöglegum verka- lýðssamtökum stappaði stálinu í námsmenn og verkamenn í miðborg Peking. Á miðnætti í Kína voru 20.000 manns eftir á torginu að sögn JZeuters-fréttastofunnar. I gærmorgun spurðist út að félag- ar í óháðu verkalýðsfélagi, sem ný- verið var stofnað í Peking, hefðu verið handteknir í skjóli nætur. Skömmu síðar settust námsmenn og verkamenn að í höfuðstöðvum Pek- ing-lögreglunnar og færðu sig síðan yfir í ráðuneyti öryggismála og kröfðust fregna af hinum hand- Míkhaíl Gorbatsjov: Æðsta ráðið fái vald til breytinga á á stjómarfari Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovét- leiðtogi, flutti í gær stefhu- markandi ræðu á fulltrúaþingi Sovétríkjanna þar sem hann brást við gagnrýni sem fram hefur komið og gerði nánari grein fyrir framhaldi umbóta- stefiiunnar. Hann lagði til að ný stjórnarskrá Sovétríkjanna yrði samþykkt þar sem Æðsta ráðinu, nýkjörnu löggjafar- þingi landsins, yrði m.a. heim- ilað að breyta stjórnkerfí ríkisins. Gorbatsjov upplýsti einnig að á þessu ári rynnu 77,3 rnilljarðar rúblna (7,224 billjónir ísl. króna) til hermála í Sovétríkjunum eða um það bil 15% af ríkisútgjöldum. Gorbatsjov sagði að á næstu tveimur árum yrðu útgjöld skor- in niður um. samtals 14%. Af opinberum tölum í Sovétríkjun- um hefur mátt ráða undanfarin ár að útgjöldin væru miklu lægri en Gorbatsjov upplýsti nú eða 20 milljarðar rúblna á ári. Miklar deilur spunnust á full- trúaþinginu út af yfirlýsingu Gorbatsjovs um að fresta yrði kosningum til þinga lýðveldanna á meðan reglur um þær yrðu endurskoðaðar. Gorbatsjov til- kynnti að kosningarnar færu fram að ári en ekki í haust eins og til stóð. Hann lofaði í ræðu sinni að endurskoða forréttindi embættismanna og gaf til kynna að ráðuneyti þau sem miðstýrt hafa öllu athafnalífi yrðu fyrr eða síðar óþörf. Hörð átök voru á þinginu í gær milli fyrrum flokksfor- manns í Georgíu og yfirmanns hersins í Tíflis um hvor bæri ábyrgðina á því að beitt var eit- urgasi gegn mótmælendum þar í borg 9. apríl með þeim afleið- ingum að 20 manns létust. teknu. Síðar um daginn sagði opin- bera fréttastofan Nýja Kína að 11 manns hefðu verið handteknir fyrir að efna til óspekta á almannafæri og væri mál þeirra í rannsókn. Með því að reisa eftirlíkingu Frels- isstyttunnar á Torgi hins himneska friðar vildu námsmenn sýna að and- ófi gegn stjórnvöldum væri síður en svo lokið. Námsmenn sögðu tákn- rænt að í Kína þyrfti gyðja lýðræðis- ins að halda frelsiskyndlinum á loft með báðum höndum. í kínverska sjónvarpinu var aðgerð stúdenta for- dæmd og gefið í skyn að styttan yrði rifin niður. Einnig var vitnað í bréf ónefnds embættismanns þar sem sagði að námsmenn mættu ekki gleyma því að þeir væru í Kína en ekki í Bandaríkjunum. Reuter Kínverskir námsmenn ögruðu yfirvöldum í gær með því að reisa eftirlíkingu af Frelsisstyttunni fyrir framan gríðarstóra mynd af Mao Tse Tung á Torgi hins himneska friðar í Peking. Vilja reka Ed- ward Heath ^ London. Reuter. ÝMSIR frammámenn í breska Ihaldsflokknum kröfðust þess í gær að Edward Heath, fyrrum Ieiðtogi flokksins og forsætisráð- herra, yrði rekinn úr flokknum. Heatli hefúr lengi gagnrýnt stefiiu Margaretar Thatcher, forsætis- ráðherra, harkalega, einkum í málefiium Evrópubandalagsins (EB), en undanfarna daga hefúr keyrt um þverbak. Á blaðamanna- fúndi í Brussel á mánudag sakaði hann Thatcher með óbeinum hætti um „yfirlæti, sérdrægni og hræsni“ og sagði afstöðu hennar gagnvart EB-samstarfinu. bæði heimskulega og móðgandi. Heath sagði í gær að sérstök deild flokksvélar íhaldsmanna, er annaðist óþverrabrögð, reyndi að bregða fæti fyrir sig með þvi að banna flokks- deildum að bjóða sér að halda ræður á fundum félaganna. Er formaður flokksins, Peter Brook, vísaði þessu á bug kallaði Heath hann lygara. Loks má geta þess að Heath hefur sakað Thatcher um að efna til deilna við yfirstjórn EB til að beina athygl- inni frá innanlandserfiðleikum stjórnar sinnar. Er Thatcher var spurð álits á ummælum Heaths sagði hún: „Við vitum öll hvernig Ted er.“ Kosningar til Evrópuþingsins fara fram í júní og á Ihaldsflokkurinn i vök að veijast ef marka má skoðana- kannanir. Bandalagið hefur slegið tvær flugur í einu höggi - sagði George Bush Bandaríkjafor- seti að loknum leiðtogafimdi NATO Brussel og París. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti var að vonum kampakátur þegar hann svaraði spurningum fréttamanna að loknum leiðtogafúndi aðild- arrílqa Atlantshafsbandalagsins á hádegi í gær. Tillögur stjómar hans í afvopnunarmálum höfðu verið samþykktar af öðrum aðildarríkjum NATO og samkomulag náðst um framtíðarstefnu bandalagsins í varn- ar- og afvopnunarmálum. „Við höfúm slegið tvær flugur í einu höggi,“ sagði forsetinn og lagði áherslu á að fundurinn væri ekki persónuleg- ur sigur fyrir sig heldur fyrir bandalagið allt. Viðbrögð Sovétmanna við niðurstöðu Ieiðtogafúndar NATO vom jákvæð. Edúard Shevardn- adze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, fagnaði tillögum Bush, sem lagðar vom fram á leiðtogafundinum í Brussel, og sagði þær „yfirveg- að skref í rétta átt“. Hann sagði þó að erfitt gæti reynst að ná sam- komulagi í Vínarviðræðunum um takmörkun hefðbundins herafla á 6-12 mánuðum eins og Bandaríkjamenn binda vonir við. Leiðtogar NATO-ríkja voru án- ægðir með niðurstöðu fundarins, sem stóð í tvo daga, ekki síst vegna þess að á fundi utanríkisráðherra bandalagsins, sem stóð langt fram eftir aðfaranótt þriðjudags, fanpst málamiðlun í afstöðunni til end- urnýjunar skammdrægra flauga í Evrópu. Einnig var sameinast um frumkvæði Bandaríkjastjórnar í tak- mörkun hefðbundinna vopna og ítrekað að stefna bandalagsins um sveigjanleg viðbrögð á átakatímum væri í fullu gildi og að um fyrirsjáan- lega framtíð þyrfti bandalagið að reiða sig á fælingarmátt bæði hefð- bundinna vopna og kjarnorkuvopna. Einnig var lögð rík áhersla á að samkomulag um fækkun hefðbund- inna vopna og hermanna þjónaði öryggishagsmunum aðildarríkja bandalagsins. „Niðurstaðan var af- bragðs afmælisgjöf," sagði Helmut Kohl, kanslari VesturrÞýskalands, en leiðtogafundurinn var haldinn til að minnast 40 ára afmælis Atlants- hafsbandalagsins. Undanfarna mánuði hefur ágrein- ingur Vestur-Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna og Bret- lands hins vegar um endurnýjun skammdrægra kjarnaflauga stefnt einingu bandalagsins í hættu. í skýrslu um heildarstefnu bandalags- ins í afvopnunarmálum, sem var nið- urstaða fundarins í Brussel, segir að aðeins verði samið um fækkun hluta skammdrægra eldflauga í Evr- ópu og ekki fyrr en hafin verði fram- kvæmd samnings um niðurskurð Reuter George Bush Bandaríkjaforseti gefúr ljósmyndurum heimspressunn- ar til kynna að allt sé í góðu lagi við komuna til Bonn í Vestur- Þýskalandi í gær. Þangað hélt Bush í opinbera heimsókn að Ioknum leiðtogafúndi NATO í Brussel. hefðbundins herafla í Evrópu. Ein- staka vestur-þýskir embættismenn túlkuðu orðalagið þannig að „þriðja núll-!ausnin“, uppræting skamm- drægra flauga á landi, væri þar með ekki útilokuð. Fréttamenn báru þessa afstöðu undir Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, að loknum leiðtogafundinum í gær. „Þeir geta spriklað eins og þeir vilja en eftir stendur það sem þeir skrifuðu undir,“ sagði Thatcher. í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra að ekki væri vafamál að fundurinn hefði farið betur en áhorfðist og að George Bush hefði með frumkvæði sínu höggvið á hnútinn. Sömuleiðis hefði vinna utanríkisráðherranna verið ákaflega mikilvæg og báðir aðilar gefið eftir. Kvaðst Steingrímur sam- mála Margaret Thatcher um að eft- ir orðanna hljóðan væri ekki gefið undir fótinn með núll-lausn en aftur á móti talað um fækkun, en það gætu Vestur-Þjóðveijar sætt sig við. Sjá fréttir af leiðtogafúndinum á bls. 22 og forystugrein á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.