Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIRUDAGUR 31. MAI 1989 Minninff: Gísli J. Hjalta- son - Bolungarvík Einhvern veginn finnst manni sem Bolungarvík, verði ekki söm og fyrr. Látinn er einn mætasti íbúi staðar- ins, Gísli Hjaltason, frændi minn, fyrrverandi sjómaður og hafnarvörð- ur. Hann hefur lengi sett svip á allt umhverfi sitt, verið burðarás í fé- lagslífi og kryddað mannlífið með hressilegu og ákveðnu viðmóti. Gísli Hjaltason fæddist í Hnífsdal þann 24. febrúar árið 1898. Sonur I hjónanna Hildar Elíasdóttur (f. 7. desember 1864, d. 9. ágúst 1949) og Hjalta Jónssonar sjómanns (d. 21. desember 1925). Ungur fluttist hann með foreldrum sínum og systk- inum til Bolungarvíkur og var ætíð nátengdur þeim stað, þó að um tíma leitaði hann sér atvinnu annars stað- ar. Þau Hildur og Hjalti komu upp fimm bama hópi. Elst var Elísabet, sem gift var Einari Guðfinnssyni útgerðarmanni, þá Margrét sem bjó lengst af í Reykjavík, Júlíana er bjó með Guðmundi Benónýssyni lengst af bónda á Gerðhömrum og loks Kristjana. Nú er einungis Júlíana á lífi og dvelst hún á sjúkrahúsinu í Bolungarvík. Lífið í litlum og fátækum ver- stöðvum var gjörólíkt því sem við þekkjum nú í íslenskum sjávarpláss- um. „Kjörin settu á manninn mark,“ eins og Örn Arnarson segir í kvæð- inu um Stjána bláa. Og það átti við lífið í Bolungarvík á öndverðri öld- inni. Baráttan við náttúruöflin var hörð. Ekki síst þar sem hafnarskil- yrði voru örðug, en veður gátu verið válynd, eins og hér. Bolungarvík byggðist fyrst og fremst vegna þess að þaðan var stutt á fengsæl fískimið. Fyrir daga vél- báta og togara skipti vitaskuld öllu að eiga stutt á miðin. Á þessari öld hafa íslendingar upplifað meiri býltingu en nokkru sinni áður. Hálf öld er sem leiftur í lífi einnar þjóðar. Og í rauninni þarf ekki að líta yfir svo langt tímabil á þessari öld, til að skynja þvílík breyt- ing varð á lífsháttum íslensku þjóð- arinnar á öndverðri öldinni og vita- skuld einnig síðar. Það var einmitt kynslóð Gísla Hjaltasonar, sem átti mestan þátt í að framkvæma þessa breytingu. Leiða þjóðina frá fátækt til bjargálna, eins og það hefur ver- ið orðað. Enginn vafi er á því að lífsbarátt- an í Bolungarvík, var örðug, eins og í mörgum öðrum svipuðum verstöðv- um. Menn urðu að leggjast á áram- ar, í bókstaflegum skilningi þess orðtaks. Vélbátarnir leystu að sönnu árabátana af hólmi, en hin slæmu hafnarskilyrði gerðu það að verkum, að hvert kvöld urðu menn að setja báta sína. Voru þá bátamir hífðir upp á fjömkambinn, upp grýtta fjör- una, studdir af bökum sjómannanna. Varð svo að vera langt fram á öld- ina. Þetta var erfítt verk og gat verið hættulegt. Fjaran var sleip og hin þunga úthafsalda, ekkert lamb að leika sér við, er hún birtist með sínum ofurþunga. Mér er líka minn- isstætt að Gísli sagði mér stundum frá því er hann leitaði sér lækninga syðra vegna einhverra bakeymsla, að læknirinn sagði er hann leit á bakið: „Þú ert úr Bolungarvík. Það sé ég á bakinu á þér.“ Og þannig var það þá. Átökin í fjörukambinum í Bolungarvík, settu slíkt mark á sjómennina, að þá mátti þekkja úr. Hin slæmu hafnarskilyrði reistu mjög skorður við vexti og viðgangi Bolungarvíkur. Því vom einfaldlega takmörk sett hvað hægt var að gera þegar hafnaraðstaðan var slæm. Margir héldu því burt. Sumir snem ekki til baka á heimaslóðirnar. En svo vom aðrir, sem komu aftur heim, reynslunni ríkari og miðluðu henni rausnarlega til samferðamannanna heima. í síðari hópnum var Gísli Hjaltason. Á þessum árum var ekki heiglum hent að fá skipsrúm. En Gísli kvaðst hafa verið heppinn. Hann komst í gott pláss og varð hvarvetna vin- sæll félagi. Þessara ára minntist hann líka alltaf með ánægju. Eftir 18 ára fjarveru sneri hann þó aftur heim. Stundaði hann sjó- mennsku um langt árabil. Fór á síld á sumrin, en beitti eða var til sjós á vetrum. Árið 1950 urðu þáttaskil í lífi Gísla. Þá fór hann í land. Réðst til starfa á hafnarvogina og gegndi því starfi fram á efri ár. Undirritaður minnist Gísla vel frá þeim áram er hann var hafnarvörður. Hann var stjórnsamur og ákveðinn og vildi hafa lag og reglu á hlutunum. Lét hann því engan mann komast upp með nokkuð misjafnt á yfirráða- svæði sínu. Enginn vafi er á því að umfangs- mikil störf Gísla að félagsmálum munu halda nafni hans lengi á lofti. Það munaði um manninn hvarvetna þar sem hann tók til hendi í fé- lagslífi. Fór það líka svo vel að eftir honum var sóst til félagslegrar for- ystu. Algengt var að hann gegndi starfi formanns eða gjaldkera og fórst hvort tveggja jafn vel úr hendi. Gísli var afskaplega áhugasamur slysavamamaður og lagði þeim mál- um mikið lið. Ég varð var við að honum þótti vænt um það á efri ámm að finna hve slysavarnafólk hér heima mat mikils störf hans. Kom það fram í því að Gísli var gerður að heiðursfélaga slysavama- deildarinnar í Bolungarvík. Og ekki síður í því að björgunarsveitin gaf nýjum björgunarbáti sínum nafnið Gísli Hjalta, í virðingarskyni við hinn aldna heiðursfélaga og heiðursmann. Ásamt þeim Oskari Halldórssyni og Kristjáni Þ. Kristjánssyni hafði Gísli forgöngu um fyrsta sjómanna- daginn í Bolungarvík. Var Gísli að sjálfsögðu fyrsti formaður sjó- mannadagsnefndar. Æ síðan hefur sjómannadagurinn verið einn þýð- ingarmesti dagurinn í lífi Bolvíkinga og er það að vonum. Veit ég að sjó- menn og allir Bolvíkingar munu hugsa hlýtt til framkvöðulsins á 50 ára afmæli sjómannadagsins í Bol- ungarvík nú á sunnudaginn kemur. Þá var Gísli mikilvirkur í Ung- mennafélagi Bolungarvíkur. Einnig þar þökkuðu félagar hans honum fyrir störfin, með því að gera hann að heiðursfélaga. Það var í ung- mennafélaginu sem Gísli kvaðst hafa lært að standa upp á fundum og tala. Honum var ákaflega létt um mál. Var í senn hnyttinn og frumleg- ur. Aldrei minnist ég þess að hann hafi verið meiðandi í orðum, þó svo að hann andmælti. Gamanyrði hans vom græskulaus, en menn skildu þó alvömna sem að baki bjó. Mælskusnillina nýtti Gísli Hjalta- son sér líka á stjórnmálafundum. Hann var áhugasamur um gang þjóðmála, einarður í skoðunum og lét til sín taka. Hann var heiðurs- félagi í Sjálfstæðisfélaginu Þjóðólfi. enda sjálfstæðismaður af lífi og sál. Til viðbótar við þetta var Gísli Hjaltason áhugasamur karlakórs- félagi um árabil, lék í leikritum og var einn stofnenda Lionsklúbbs Bol- ungarvíkur og heiðursfélagi hans. Á ný liðinni 30 ára afmælishátíð lionsklúbbsins kom það líka einkar vel í ljós, hversu minnisstæður félagi Gísli hafði verið, í annál, sem fluttur var í tilefni tímamótanna var Gísli víða getið. Var ljóst að hann hafi verið áhugasamur og dugmikill fé- lagi. Fijór í hugsun og tillögugerð og minnisstæður fyrir snjallar ræð- ur. Sá sem hér ritar línur á blað, var svo heppinn að kynnast Gísla Hjalta- syni vel. Hann kom tíðum á heimili foreldra minna. Mörg hin síðari ár, á meðan heilsan leyfði, dvaldi hann m.a. á heima hjá okkur á aðfanga- dagskvöld og deildi méð okkur helgi og gleði jólanna. í heimsóknum sínum ræddi hann um þjóðmálin, atvinnumálin, fiskvinnslu og útgerð. Hann hafði einarðar skoðanir og hélt þeim fram hispurslaust. Eftir að ég stofnaði heimili kom hann oft til okkar Sigrúnar. Var hann ætíð aufúsugestur; ekki síst hjá litlum syni okkar, Guðfinni, sem skynjaði vin í hinum aldna frænda sínum. Góð vinátta tókst einnig með Gísla og tengdaföður mínum Þóri Sig- tryggssyni, sem býr í sama húsi og við hin. Mátti heita að daglega og stundum oftar hittust þeir á heimili hvors annars. Gísli átti mikinn vinahóp og stóran frændgarð hér vestra, sem hann minntist með hlýju. Ekki síst alnafn- ans Gísla Jóns Hjaltasonar, nú fram- kvæmdastjóra Sandfells hf. á ísafirði, sem ásamt allri fjölskyldu sinni sýndi Gísla ræktarsemi. Lengst af var Gísli heilsuhraustur og em vel. Hann hafði þann sið að ganga mikið og fylgdist alltaf vel með; hvort sem um var að ræða hið daglega athafnalíf Bolungarvíkur eða þjóðmálin. Fyrir nokkmm ámm fór að bera á heilsubresti hjá Gísla. Hann bjó heima hjá sér svo lengi sem hann gat. Þar kom þó að hann varð að fara á sjúkrahúsið í Bolung- arvík, þar sem hann dvaldist síðustu misseri ævi sinnar við góða umönn- un. Nú þegar lokið er ævi merkis- manns, hrannast endurminningarn- ar upp. Frá glöðum dögum æsku minnar og síðar er við ræddum sam- an um allt á milli himins og jarðar — og þá ekki síst pólitík, þar sem við vomm mjög samskipa frændum- t MINNINGARKORT + Ástkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVERRIR MAGNÚSSON rennismiður, Hlíðargerði 24, lést þann 29. maí. Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna, Guðrún Jónsdóttir. t Faðir minn, BJARNI GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Landakirkju f Vestmannaeyjum föstudaginn 2. júní nk. kl. 14.00. Fyrir hönd aöstandenda. Hannes Bjarnason. + Fósturmóðir mín, systir okkar og frænka, BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Espigerði 12, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 1. júní, kl. 15. Jóhann örn Héðinsson, systur og systrabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, EIRlKUR einar einarsson, verður jarðsunginn föstudaginn 2. júní ki. 10.30 frá Fossvogskap ellu. Þórey Eirfksdóttir, Anna Þóra Eirfksdóttlr, Ragnar Örn Eirfksson, Edda Hrönn Eirfksdóttir, Einar Vidalfn Einarsson, Jón Steindór Ingason, Viðar Helgason og barnabörnin. ..................... ■ ........ I N + GESTUR JÓNSSON, Bugðulæk 11, Reykjavfk, andaðist 21. maí síðastliðinn. Samkvæmt ósk hins látna hefur bálför farið fram í kyrrþey. Kristfn Jónsdóttir, Ófeigur Gestsson, Þóra Gestsdóttir, Sverrir Gestsson, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona mín og dóttir okkar, EVA LAUFEY RÖGNVALDSDÓTTIR, Ásvegi 27, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn 2. júnf kl. 13.30. Baidvin Valdimarsson, Halldóra Engiibertsdóttlr, Rögnvaldur Þorsteinsson. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, TORFI HJARTARSON frá Grjóteyri, andaðist á heimili sínu f Hafnarfirði þann 21. þessa mánaðar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Guðný Guðmundsdóttir, Guðmundur Bragi Torfason, Sonja Larsen og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, HAUKS DAVÍÐSSONAR fyrrv. leigubflstjóra, Skúlagötu 56. Kristfn Bjarnadóttir, Auður Hauksdóttir, Björn Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.