Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 31. MAI 1989 21 Styttri tími í haust- prófí MH í Menntaskólanum við Hamrahlíð verður kennt í hálfan mánuð og prófað í viku áður en haustönn hefst, til að bæta nemendum kennslutap vegna verkfalls kenn- ara. Próftíminn styttist þó um fjóra daga frá því sem áætlað var, að tilmælum menntamála- ráðuneytis. Yfirmenn skólans höfðu ákveðið í samráði við nemendur að gefa kost á kennslu frá 28. ágúst og síðan prófum þannig að næsta önn gæti hafist um 25. september. Þau tilmæli bárust frá menntamálaráðu- neytinu nú fyrir helgi að þessu yrði lokið 9. september. Nemendur mót- mæltu í bréfi til ráðherra, og nú hefur verið ákveðið að ljúka prófum um miðjan septembermánuð og hefja kennslu á haustönn skömmu síðar, 18. september. Að sögn Bjarna Ólafssonar, áfangastjóra í M.H., kemur styttur próftími helst niður á þeim 110 nemendum sem ákveðið höfðu að taka öll próf í haust. Samkvæmt athugun sem gerð var í M.H. strax eftir verkfall hugðist rúmur helm- ingur nemenda taka öll próf í vor, en um 250 nemendur ætluðu bæði í vor- og haustpróf. Trygg- ingaskól- anum slitið TR Y GGIN G ASKÓL ANUM var slitið þriðjudaginn 23. maí síðast- liðinn. A þessu skólaári voru haldin þrjú námskeið við skólann og lauk tveimur þeirra með próf- um. Nemendur voru alls 44 en 31 gekkst undir próf. Tryggingaskólinn er starfræktur af Sambandi íslenskra tryggingafé- laga og standa vátryggingafélögin innan þess straum af kostnaði við rekstur hans. Starfsemi skólans byggist á lengri og skemmri nám- skeiðum, sem oftast lýkur með próf- um. Hafa alls 687 prófskírteini ver- ið gefín út frá skólanum frá stofnun hans 1962. Við skólaslitin afhenti Ingi R. Helgason, varaformaður Sambands íslenskra tryggingafélaga, fimm nemendum bókaverðlaun fyrir ágætan námsárangur. Þessir nem- endur voru þau Björgvin Salómons- son, Brunabótafélagi íslands, Sól- rún Héðinsdóttir, Tryggingamið- stöðinni hf., Sveinn Jóhannesson, Samvinnutryggingum g.t., Viðar Jóhannesson, Sóvá-Almennum tryggingum hf. og Þorlákur Péturs- son, Alþjóða líftryggingafélaginu hf. _ Menntaskólinn á Egilsstöðum: Stúdentar brautskráð- ir 4. júní BRAUTSKRÁNING nýstúdenta frá Menntaskólanum á Egilsstöð- um fer fram sunnudaginn 4. júní næstkomandi og hefst athöfhin kl. 14.00 í Egilsstaðakirkju. Kennsla hófst í skólanum 20. maí, að loknu verkfalli kennara og byrjuðu próf sex dögum síðar. Þeim nemendum, sem ekki geta lokið prófum í vor er gefinn kostur á þvi að ljúka þeim fyrir upphaf haust- annar og er boðið upp á tvenns konar lausnir í þvi sambandi. Ann- ars vegar kennslu í eina viku og próf frá 28. ágúst til 9. september og hins vegar próf frá 2. september til 9. sama mánaðar. Morgunblaðið/Björn Blöndal Ólafúr Lárus Lárusson og Ingibjörg Magnúsdóttir úr Keflavík með soninn Gisla. Reykingabann í Mallorcaflugi: Meirihluti ferþega voru flölskyldur með börn Keflavík. „EF ÞESSI tilraun heppnast eins og við erum að vona er eins víst að innan fárra ára tilheyri reykingar í farþegaflugi sem þessu sög- unni til,“ sagði Helgi Jóhannsson forstjóri ferðaskrifstofúnnar Sam- vinnuferða Landsýnar sem í gær stóð að reyklausu flugi til Palma á Mallorca. Helgi Jóhannsson sagði að fyrir- hugaðar væru tvær aðrar reyk- lausar ferðir til Spánar, í júlí og ágúst, og yrði gerð könnun meðal farþeganna um viðhorf þeirra til þessara ferða. „Viðbrögðin hafa verið ákaflega jákvæð og fólk hef- ur tjáð okkur ánægju sína með þessa nýbreyti. Meirihluti farþeg- anna í þessari fyrstu reyklausu ferð voru barnafjölskyldur, börnin eru ekki spurð um hvort fólk reyki eða ekki, en ég er viss um að ef þau mættu ráða þá leyfðu þau ekki reykingar. Þetta er sögulegt flug og ég hef grun um að þetta sé jafnvel fyrsta millilandaflugið í Evrópu þar sem reykingar um borð eru ekki leýfðar," sagði Helgi enn- fremur. „Látum okkur hafa það“ Lárus Ólafur Lárusson og Ingi- björg Magnúsdóttir úr Keflavík voru meðal farþega sem fóru utan í gærmorgun. Þau voru með lítinn son sinn með og þau reykja bæði. „Við ætlum að láta okkur hafa það að reykja ekki á meðan á flugi stendur, við getum alveg lifað þó við reykjum ekkí í nokkra tíma. Við teljum þetta gott mál barnanna vegna því þeim líður ekki vel þegar verið er að reykja í návist þeirra á ferðalögum," sögðu þau Lárus Ólafur og Ingibjörg. Vildu ferðast reyklaust „Við völdum þessa ferð fyrst og Hrafnhildur Svavarsdóttir frá Selfossi með synina ívar og Pétur sem eru alfarið á móti reykingum foreldra sinna. Sveinn Ingason og Guðbjörg Jónsdóttir úr Kópavogi ásamt börn- um sínum, en þau völdu ferðina vegna þess að reykingar voru ekki leyfðar í flugvélinni. fremst vegna þess að hún er reyk- laus,“ sögðu Sveinn Ingason og Guðlaug Jónsdóttir, ung hjón úr Kópavogi sem ekki reykja, og voru með 4 börn. Þau sögðust hafa flog- ið fyrr á þessu ári með bömin í millilandaflugi og þá orðið fyrir óþægindum vegna reykinga sam- farþega sinna. Ef þau hefðu þá haft val þá væri engin spuming um að þau hefðu kosið að ferðast í reyklausu andrúmslofti. „Strákarnir á móti reykingum“ „Strákarnir em á móti reyking- um og við ákváðum þeirra vegna að velja reyklausu ferðina,“ sagði Hrafnhildur Svavarsdóttir húsmóð- ir frá Selfossi sem var á leiðinni í sólina ásamt tveim sonum sinum og eiginmanni. Hrafnhildur sagði að þau hjónin reyktu bæði en þau myndu áreiðanlega lifa það af að sleppa því að reykja í nokkra tíma. Það væri enginn skaði. BB Helstu söluaðilar: Bókaversl. JónasarTómassonar ísafirði • Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th. Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga h.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum • Penninn Hallarmúla --------------------------------------------------------------------------------------------------------- OMRON AFGREIÐSLUKASSAR VERÐFRÁ KR. 21.600,- NIINNI FYRIRHÖFN - MEIRIYFIRSÝN Yfir 60% af seldum afgreiðslukössum á íslandi á síðasta ári voru af gerðinni OMRON. OMRON afgreiðslukassarnir fást í yfir 15 mismunandi gerðum, allt frá einföldum kössum upp í fullkomnar tölvutengdar afgreiðslusamstæður. Þeireru því sniðnirfyrirhvers konar verslunar- rekstur, eru búnir sjálfvirkri tölvuútskrift, veita möguleika á stækkun og stuðla að meiri yfirsýn og markvissari rekstri. Þess vegnafinnuröu OMRON afgreiðslukassa í íslenskum sjoppum, bakaríum, sérverslunum, stórmörkuðum, veitingahúsum, sundlaugum - já, víðar en nokkra aðra afgreiðslukassa. Hverfisgötu 33 Sími 91-623737

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.