Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 Ölduselsskóli: Reynir Daníel Gunnars- son settur skólastjóri SVAVAR Gestsson menntamálaráðherra setti í gær Reyni Daníel Gunnarsson yfirkennara í stöðu skólastjóra Ölduselsskóla í Reykjavík. Hann er settur í stöðuna til eins árs frá og með 1. ágúst næstkom- andi. Umsækjendur voru þrír og voru allir taldir hæfir, segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu. Meirihluti fræðsluráðs hafði mælt með Valgerði Selmu Guðnadóttur í stöðuna, en ftæðslustjórinn í Reykjavík með Reyni Daníel. Menntamálaráðherra ákvað í lok mars síðastlið- ins að auglýsa stöðuna, en fyrrverandi menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, hafði sett Sjöfii Sigurbjörnsdóttur skólasfjóra við Ölduselsskóla í eitt ár. Nokkur styrr hefur staðið um stöðu skólastjóra Ölduselsskóla undanfarin misseri. Þegar Sjöfn var ráðin, 7. júní 1988, hafði Reynir Daníel einnig sótt um stöðuna. Undirskriftir foreldra 759 bama, nemenda skólans, vom afhentar menntamálaráðherra til stuðnings Reyni Daníel og kennarar skólans lýstu stuðningi við hann. Fræðslu- ráð valdi Sjöfn með fjórum atkvæð- um gegn einu, en fræðslustjórinn í Reykjavík gerði ekki upp á milli umsækjendanna, taldi báða hæfa. í lok marsmánaðar síðastliðins ákvað Svavar Gestsson mennta- málaráðherra að auglýsa stöðuna. Sú ákvörðun olli deilum, meðal ann- ars í borgarstjórn. Þá höfðu 17 af 38 fastráðnum kennumm við Öld- uselsskóla ritað ráðherra bréf og sagst ætla að hætta störfum við skólann ef Sjöfn yrði þar áfram skólastjóri. Ráðuneytið tilgreinir eftirfarandi forsendur fyrir ákvörðun ráðherra: „1. Meirihluti fræðsluráðs Reykjavíkur lagði til að Valgerður Selma Guðnadóttir yrði ráðin skóla- stjóri. Minnihluti fræðsluráðs studdi Reyni Daníel. Kennarafulltrúamir í fræðsluráði studdu Reyni Daníel. 2. Fræðslustjórinn í Reykjavík leggur eindregið til að Reynir Dan- íel verði ráðinn skólastjóri við Öld- uselsskóla. 3. Stjóm Foreldrafélags Öldu- selsskóla hefur komið á fund ráð- herra og lýst stuðningi við setningu Reynis Daníels. Sá stuðningur byggist á afstöðu foreldraráðs skólans. Þegar ráðið var í stöðuna í fyrra lágu fyrir stuðningsyfirlýs- ingar við Reyni Daníel frá foreldr- um 759 barna, eða 92,3% foreldra í DAG kl. 12.00: Heimiid: Veðurstola islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 31. MAI YFIRLIT í GÆR: Um 1.100 km suð-suðvestur í hafi er 1033 mb hæð og hæðarhryggur norðaustur um fsland. Lægðardrag milli fslands og Noregs hreyfist suðaustur. Hiti breytist lítið. SPÁ: Á morgun er búist við norðangolu eða hægri breytilegri átt. Þokuloft við norður- og austurströndina, en annars þurrt og víða bjart veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg vestanátt, skýjað og súld vestan til á landinu en þurrt og bjart austan til. HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnan- og suðvestanátt, talsverður strekkingur vestan til og rigning á Suður- og Vesturlandi en þurrt norðaustan til. Hiti 6-10° sunnan- og vestanlands en nokkru hlýrra norðaustanlands báða dagana. y, Norðan, 4 vindstig: r Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # # * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V É' EE Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 10 skýjað Reykjavík 7 súld Bergen 9 skúr Helsinki 16 skýjað Kaupmannah. 14 léttskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk S rigning Osló 15 skýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 21 hálfskýjað Amsterdam 12 skýjað Barcelona 20 álskýjað Berlín 20 léttskýjað Chicago 21 mistur Feneyjar 23 þokumóða Frankfurt 21 skýjað Glasgow 11 skýjað Hamborg 12 rigning Las Palmas 24 léttskýjað London 13 skýjað Los Angeles 16 léttskýjað Lúxemborg vantar Madrfd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar New York vantar Orlando 24 hálfskýjað Parls 23 léttskýjað Róm 22 alskýjað Vln 22 skýjað Washlngton 19 alskýjað Winnipeg vantar Ölduselsskóli. þeirra barna sem þá áttu börn við skólann. 4. Vemlegur meirihluti kennara við skólann hefur lýst stuðningi við Reyni Daníel og óskum um að hann verði ráðinn til þess að vera skóla- stjóri. Á sl. ári óskuðu 66, allir starfsmenn skólans, eftir því að hann yrði ráðinn skólastjóri. Með hliðsjón af því sem að ofan er lýst hefur menntamálaráðherra í dag gefið út bréf um setningu Reynis Daníels Gunnarssonar í stöðu skólastjóra Ölduselsskóla til eins árs eins og áður segir.“ Reynir Daníel Gunnarsson: Afskaplega ánægður „ÉG ER afskaplega ánægður og hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Reynir Daníel Gunnarsson yfirkennari, sem settur var í gær í stöðu skóla- stjóra Ölduselsskóla. „Ég hafði mikinn áhuga á því í fyrra og þó svo að ég hafi horfið frá grunnskólanum í nokkra mánuði er sá áhugi óbreyttur.“ „Ég tel þessa niðurstöðu vera dæmi um gott samstarf foreldrafé- laga við skólayfirvöld og þar með viðurkenningu á nauðsyn samvinnu heimila og skóla,“ sagði Reynir Daníel. Hann kvaðst ætla að reynt verði að viðhalda því skólastarfi sem var þegar Áslaug Friðriksdóttir lét af störfum í fyrra. „Þ'að var orðið mjög gott. Við höfðum í gegn um tíðina yfímnnið þessa erfiðleika sem fylgja nýjum skóla í nýju hverfi, þar sem allt er í uppbyggingu, und- ir farsælli stjórn þáverandi stjórn- enda, Áslaugar og Örlygs Richter, sem þá var yfirkennari. Síðan tók ég við yfirkennarastarfinu og gegndi því um skeið. Þegar Áslaug hvarf frá skólanum vom kennaram- ir og foreldramir einhuga um það að viðhalda þeirri stefnu sem við höfðum fylgt og treystu mér best til þess.“ Reynir Daníel hefur verið kenn- ari við grunnskóla Reykjavíkur í 15 ár. Hann útskrifaðist frá Kenn- araskólanum árið 1973 og hefur sótt ijölda námskeiða síðan. Hann var kennari við Fellaskóla í sex ár, kenndi síðan eitt ár á Varmalandi í Mýrasýslu og að því loknu átta ár við Ólduselsskóla. Síðastliðið ár hefur Reynir Daníel verið í leyfi frá Ölduselsskóla og á þeim tíma veitt Bankamannaskólanum forstöðu. Magnús L. Sveinsson forseti borgarstj órnar: Augljóslega póli- tísk stöðuveiting Bjóst við þessu, segir Ragnar Júlíusson „ÞAÐ ER náttúrulega alveg aug- Uóst að þetta er pólitísk stöðu- veiting og ekkert annað,“ sagði Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar Reylgavíkur um ákvörðun menntamálaráðherra að se^'a Reyni Daníel Gunnars- son skólastjóra Ölduselsskóla. „Allt tal manna, ekki síst menntamálaráðherrans, um að fullt tillit eigi að taka til kvenna þar sem þær sækja um störf og standa jafn- fætis karlmönnum hvað menntun og reynslu snertir, er augljóslega haft að engu og það freklega brot- ið,“ sagði Magnús. „Konan sem þama sótti um hafði meiri menntun og lengri starfstíma ef nokkuð var, þannig að ekki er um það að ræða að hægt væri að setja hana út af borðinu vegna þess að hún stæði ekki jafnfætis karl- manninum að þessu leyti. Þarna er auðvitað verið að brjóta jafnréttis- reglurnar freklega, fyrir utan að farið er þvert á vilja meirihluta fræðsluráðs Reykjavíkur, þannig að maður hlýtur að vera undrandi á þessari stöðuveitingu," sagði Magn- ús L. Sveinsson. „Ég bjóst auðvitað við þessu, að þetta færi svona, það hefur slík lykt verið af þessu máli frá því að staðan var auglýst í upphafi.“ sagði Ragnar Júlíusson formaður fræðs- luráðs um stöðuveitinguna. „Það má segja að umsóknarfrestur í fyrra hafi ekki verið liðinn, þegar farið var að gefa það í skyn að hver svo sem vogaði sér að sækja um þetta starf og kynni að fá það, fengi ekki frið. Þetta er bara staðfesting á því,“ sagði ’Ragnar. Valgerður Selma hlaut ijögur atkvæði í fræðsluráði, Reynir Dan- íel eitt. Yalgerður Selma Guðnadóttir: Engar yfir- lýsingar „ÉG HEF ekkert um málið að segja, gef engar yfirlýsingar, ég held það sé best þannig," sagði Valgerður Selma Guðnadóttir eftir ákvörðun ráðherra í gær um setningu í stöðu skólastjóra Ölduselsskóla. Valgerður Selma sótti um stöðu skólastjóra í Ölduselsskóla, hlaut stuðning fjögurra fulltrúa af fimm í fræðsluráði, var talin hæf að mati menntamálaráðuneytis, en hlaut ekki stuðning fræðslustjóra. Menntamálaráðherra setti síðan Reyni Daníel Gunnarsson í stöðuna í gær. Valgerður Selma kvaðst gera ráð fyrir að taka aftur til starfa í Hóla- brekkuskóla í haust. Hún hefur verið yfirkennari þar síðan 1979, en var í leyfí undanfarið ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.