Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVÍKUDAGtfR 31: KÍAÍ 1989 Stjörcm- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag er það umfjöllun um Fiskamerkið (19. febrúar — 19. mars) í bernsku. Einungis er fjallað um hið dæmigerða fyrir merkið og eru lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Svefn Fiskurinn er frægur fyrir svefnþörf sína, fmyndunarafl og tilhneigingu til að lifa í eigin heimi. Þegar hann eldist og kröfur lífsins kalla á vinnu- semi og ábyrgð hnoðast þess- ir eiginleikar af honum. Á fyrstu dögum bemskunnar er hins vegar fátt sem mælir gegn því að hann láti sig dreyma í friði. Litlir Fiskar sofa því oft mikið eða em róleg böm sem kunna því vel að dunda útaf fyrir sig í eigin heimi, a.m.k. inn á milli ann- arra athafna. Einvera Það að bamið loki sig inni í herbergi yfír helgi og sofi all- an liðlangan daginn þarf ekki að vera óeðlilegt eða merki um þunglyndi. Fiskurinn þarf einfaldlega á því að halda að vera einn með sjálfum sér, án utanaðkomandi truflana. Hann þarf að loka annað slag- ið á umhverfið og eitt ráðið er að sofa. Viökvœmni Fiskurinn er tilfinningalega viðkvæmur og þurfa foreldrar hans að fara varlega að hon- um, gæta þess að vera ekki of höstug, hranaleg eða vaða á annan hátt yfir tilfinningar hans. Öll hróp og hávaði em Fiskinum t.d. lítt að skapi. Listir Þar sem listrænn og andlegur hæfileiki er oft fyrir hendi í Fiskamerkinu er æskilegt að foreldrar hlúi að slfku, svo framarlega sem bamið sýni áhuga. Tónlistamám, leiklist, dans o.þ.h. sem styrkir fmynd- unaraflið á jákvæðan hátt telst til æskilegra iðkana fyrir Fiskinn. Þetta á við þó listir verði ekki að aðalfagi síðar meir. Aðalatriði er að þroska sterkt ímyndunaraflið og finna því jákvæðan farveg, hvort sem um tómstundir eða starf er að ræða. Lífsflótti Lítill Fiskur er stundum hræddur við hinn stóra og grófgerða heim. Honum finnst betra að vera heima f hlýjunni þar sem hann er ör- uggur. Fyrir hendi er ákveðin tilhneiging til lífsflótta eða þess að láta ímyndunaraflið búa til vandamál þar sem engin em. Þess vegna þarf stundum að hvetja hann til að koma úr skel sinni og tak- ast á við lífíð. Það þarf að veita honum aðhald og hvetja hann til að segja meiningu sína og standa upp fyrir því sem hann telur rétt. Það þarf einnig stundum að gera hon- um grein fyrir þeim mun sem er á milli ímyndunarafls og raunvemleika. Fjölhœft barn Fiskurinn er oft fjölhæfur og á erfitt með að gera upp á milli hæfileika sinna. Hann á þvf stundum erfitt með að fínna sjálfan sig og orku sinni farveg. Við það bætist að hann er næmur á umhverfið og oft áhrifagjam, eða lætur aðra tmfla sig. Það er ekki síst þess vegna sem hann þarf á einvem að halda, bæði til að hreinsa sig af utanað- komandi áhrifum og til að spyija sjálfan sig hvað það í raun og vem er sem hugur hans stendur til. Foreidrar hans geta því þurft að hjálpa honum að finna sig, ekki með þvf að setja eigin óskir á odd- inn, heldur með því að benda honum á þá hæfileika sem era hvað ríkastir í fari hans. GARPUR JArNVE'L suAkafjall. f/nnuk fvrjf AeAs f/afoja xls P&sar. HAK/N HÆQíT 6EGN TSFFAVÖRNUJH erreKNi'o GRETTIR BRENDA STARR y---- X HÚN (SÆTI SP/LLT HANN GerH p/ttJNséW /VllNhll .SP/LirsfseiN^ /AM/ Fyfiz/g A /VtEÞAN, 1 COCORUM0A .., /tféH F/NNST þú EKK/ NJÓSNARA - LBGUR, ÞASH- /ÍVERNIG Ty£LD/ I VATNSMYRINNI tyV eZpESSVEGNA | SEM ÞAO KALLA /Í4IG kfafta vbrk / "9-------' FERDINAND PIB copenhagen SMÁFÓLK '50ME SURGE0N5 SAY' [THEY'RE UU0RKIN6 HARPEK ,N0W,BUT MAKIN6 MUCH LE55 MONEY.. Sumir skurðlæknar segja að þeir leggi meira á sig núna, en þéni minna... Hafa þínar tekjur minnkað? Já, i síðustu viku varð ég að leika átján holur með ónýtri kúlu! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út laufás, en skiptir svo yfír í hjartagosa gegn fjómm spöðum suðurs: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á64 VÁD3 ♦ K82 ♦ D1064 Suður ♦ G8732 V K4 ♦ D10974 ♦ 8 Vestur Norður Austur Suður — — — Pass 1 tyarta Dobl Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Heldur mikið á spilin lagt, því svo virðist sem tveir slagir tap- ist á trompi til viðbótar við lág- litaásana. Er einhver önnur von en sú að hjónin séu blönk í trompinu? Ef austur á tvö hjörtu og þrjá spaða þá er mjög líklegt að hægt sé að blekkja hann til að kasta frá sér trompslag. Sagn- hafí drepur hjartagosann með kóng og spilar hjartanu áfram, eins og honum liggi lífið á að losna við laufhund heima. Aust- ur á virkilega bágt með þessi spil. Norður ♦ Á64 VÁD3 ♦ K82 ♦ D1064 Vestur Austur ♦ D9 ♦ K105 VG108752 ¥96 ♦ A ♦ G653 ♦ ÁK73 ♦ G952 Suður ♦ G8732 ¥K4 ♦ D10974 ♦ 8 Ef hann stingur þriðja hjart- að, fækkar trompslögum vamar- innar um einn. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á minningarmóti um sovézka stórmeistarann Alexander Kotov tefldu tveir sovézkir alþjóðameist- arar þessa athyglisverðu skák: Hvítt: Okhotnik Svart: Magerramov Sikileyjarvðm 1. e4 — c5 2. c3 — d5 3. exd5 - Dxd5 4. d4 — Rf6 5. Rf3 — e6 6. Ra3 - Rc6 7. Be3 - Rg4 8. Rb5 — Rxe3 9. fxe3 — Dd8 10. d5!? - exd5 11. Dxd5 - De7?! 12. Rg5 (Hvítur teflir bara með riddumm og drottningu og kemst upp með það, þvf nú leikur svartur herfilega af sér:) 12. — Bg47? 13. Rd6+! - Dxd6 14. Dxf7+ - Kd8 15. Dxb7 - Dc7 16. Dxa8 — Ke7 17. Bb5 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.