Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 45
45 m<u ?am jv. srjOAawv'rmw onsAltouqaoM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31..MAÍ 1989 Hún er íhaldssöm með afbrigðum, sagði Scliiter Mie er hún kölluð og var ein kunnasta ballet- um unnustu sína, Anne Marie Vessel, en hún dansmær Dana á árum áður. vildi fremur lýsa sjálfri sér sem rómantískri. ÁSTIN BLÓMSTRAR Schluter kvænist 1 þriðja sinn Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að ganga í það heilaga 11. ágúst næstkom- andi. „Það er ekkert sem er mikil- vægara en ástin og listin. 0g þegar maður verður fyrir hvoru tveggja er fátt um varnir,“ sagði Schliiter, sem er sextugur að aldri, þegar hann kynnti konuefni sitt fyrir blaðamönnum í síðustu viku. Sú heppna heitir Anne Marie Vessel, forstöðumaður balletskóla Konung- lega danska leikhússins. Hún var þekktur balletdansari í Danmörku á árum áður en hefur nú snúið sér að kennslu. Mie eins og hún er kölluð sagðist hafa fallið fyrir sjarma ráðherrans og kímnigáfu. Mie er á besta aldri, nýorðin fer- tug, enda spurðu blaðamennirnir hvort barn væri á leiðinni. Hjóna- efnin svöruðu því neitandi enda væru þau vel birg. Mie á lítinn strák með balletdansaranum Alexander Kolpin. Fyrir fimm árum tók Mie saman við Kolpin sem þá var ekki nema 18 ára gamall. Hún átti þá þegar eitt hjónaband og mörg mis- jafnlega vel heppnuð sambönd að baki. I október sl. flutti Kolpin út og stuttu síðar kynntust Schlúter og Mie og var um ást við fyrstu sýn að ræða. Schl 'ter á þijú börn, úr fyrri hjónaböndum sínum tveim- ur, en Lisbeth kona hans lést á síðasta ári af völdum sjúkdóms. Lokað í hádeginu í dag, 31. maí, vegna einkasamkvæmis Hressingardvöl á Reykhólum Nokkur pláss laus í sumar á tímabilinu: 6/6-14/6 7/7-14/7 16/6-23/6 25/7- 4/8 27/6- 5/7 Upplýsingar og innritun í símum 35060 og 93-47805. Þuríður Hermannsdóttir, Sigrún Ó. Olsen. Nýsending af ÞUNGAROKK ^JLoaMí Midnight Oil á uppleið Peter Garrett fyrirliði áströlsku hljómsveitarinnar „Midnight Oil“ er enginn aukvisi og það er tónlist hans ekki heldur. Hljómplat- an „Beds are Burning" hefur náð að skríða upp vinsældalista og fang- að vissan hóp hlustenda víða um heim. Félagarnir í sveitinni eru sagðir kvikindislegir og setja þeir gjarnan siðavanda menn út af lag- inu. Þeir kalla sig pólitíska hljóm- sveit og láta sig umhverfismál miklu varða. Meðal þess sem þeir styðja heils- hugar er málstaður frumbyggja Ástralíu sem hafa búið í 40.000 ár inni í álfunni, en nútímamaðurinn færist sífellt nær landsvæðum þeirra. Þá hefur hljómsveitin stofn- að sjóð til styrktar börnum sem eiga ekkert heimili fyrir utan skítug stræti, og hafa þeir samið útvarps- dagskrá um umhverfismál. Varnir regnskóga eru þeim ofarlega í huga og Peter Garrett hefur ýmislegt um þau mál að segja. „Við þurfum súrefni til þess að geta lifað. Regnskógarnir gegna þar mikilvægu hlutverki en þeir eru í hættu. Allt er gert til þess að fullnægja þörfum hins vestræna manns sem lifir á nautakjöti, á McDonalds-hamborgurum,“ segir hann meðal annars. Peter þessi sem er sagður hálfgerður villimaður er fyrrverandi lögfræðingur en hljóm- sveitin „Midnight Oil“ var stofnuð fyrir tólf árum. í bernsku hafði hann mestan áhuga á að verða lög- reglumaður en ekki rættist sá draumur. Hins vegar hefur hann lent í deilum við lögreglu í ástralska sjónvarpinu og er sagt að lögreglan skelfist hann. Peter segist ekki vera rokkari. „Ég hef aldrei litið á mig sem rokkara, við höfum enga slíka í Ástralíu,“ fullyrðir þessi þarma- skelfir þungarokksins. hanskaskinnskóm og breiðum götuskóm Póstsendum SKÓ SEL LAUGAVEGI 44, SÍMI 21270 31. MAÍ KL. 12.00 KEMST HÓTEL BORG í SUMARSKAP Peter Garrett. Nýr sumarmatseðill íhádegi: „Kiarabót": Fiskur, kjöt og allt þar ó milli kr. 550,- Línudiskur: Hámark 600 hitaeiningar kr. 600,- Kráarseðill: Frá kl. 14-21, tólf girnilegir réttir frá kr. 200,- Kaftihlaðborð: Heimalagaðar hveitikökur, skonsur og annað gómsætt heimabakkelsi. Einnig er boóið uppá íslenskan heimilismat frá laugard.-mióvikud. og frá midvikud. heitt og kalt boró ásamt íslenskum fiskréttaseðli fyrirþá, sem eru aó flýta sér. SJÓMANNADAGURINN Glœsilegt kaffihladborð með skiþamarsiþantertu. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Hollenski jasssöngvarinn og píanistinn í kvöld BORGARKRAIN Cab Kaye Sími 11440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.