Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 BSRB varar við afleiðingum verðhækkana; Reynum að sýna að- hald eftir bestu getu - segir Olafur Ragnar Grímsson ÓLAFUR Ragnar Grímsson, Qármálaráðherra, segir að hann telji að ríkisstjórnin hafi reynt eftir bestu getu að standa við yfirlýsingu forsætisráðherra sem gefin var í tengslum við kjarasamninga Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja um strangt verðlagseftirlit á samn- ingstímanum. Morgunblaðíð/Albert Kemp Saltverkunarhús Færabaks er talið ónýtt með öllu eftir eldsvoðann. Bruninn á Stöðvarfírði: RLR aðstoðar við rannsókn málsins RANNSÓKN á upptökum brunans á Stöðvarfirði er framhaldið hjá embætti sýslumannsins í Suður-Múlasýslu, en hann hefiir aðsetur á Eskifirði. Upptök eldsins eru enn ókunn, en einn maður situr í gæzlu- varðhaldi grunaður um íkveikju. „Við auðvitað reynum að sýna það aðhald sem hægt er. Vandinn við bensínhækkunina er einfaldlega að það hefur orðið gífurleg.hækkun erlendis á þessari vöru og það hefur einnig orðið hækkun á erlendum gjaldeyrirmörkuðum. Síðan sam- þykkti Alþingi vegaáætlun sem fól í sér að afla sérstaklega fjár vegna hins gífurlega snjómoksturs í vetur, sem er langt umfram það sem ver- ið hefur á undanfömum árum. Við erum einfaldlega að framfylgja Breytt símanúmer: Símsvari ekki tengdur við gömlu númerin NYJA símaskráin tók gildi um síðustu helgi og breytist nokkur flöldi símanúmera á Stór- Reykjavíkursvæðinu frá og með þeim tíma. Þeir sem vilja láta tengja símsvara við gamla núm- erið sem gefiir til kynna að því hafi verið breytt verða að sækja sérstaklega um það og greiða mánaðargjald fyrir þjónustuna. Samkvæmt upplýsingum Pósts og síma hefur símanúmerum verið breytt í einstökum götum í Ártúns- hverfi og Garðabæ og einnig við Skúlagötu. Númerin í Ártúnshverfi voru áður tengd í Múlastöð en verða nú í Árbæjarstöð. Númerin í Garðabæ voru tengd í Kópavogsstöð en verða í Garðabæ og númerin við Skúlagötu voru áður tengd í Mið- bæjarstöð en færast yfir í Rauðarár- stöð við Hlemm. Þar sem númerin eru á ýmsum svæðum hefur ekki verið hægt að tengja þau við einn símsvara eins og oft er gert þegar þúsundum núm- era á ákveðnum svæðum er skipt út. Hins vegar geta þeir sem fá ný númer sótt sérstaklega um að láta símsvara tilkynna breytinguna í gamla númerinu og kostar það 1.300-1.400 krónur á mánuði. Upp úr mánaðamótunum verða öll númer á svæði 95 fimm stafa. Ráðherrafundurinn er sjötti formlegi fundur íþróttamálaráð- herranna frá árinu 1975, en þeir hittast einnig óformlega á ári hveiju. Að sögn Georges Walkers, framkvæmdastjóra íþróttanefndar Evrópuráðsins, verður á fundinum þeirri samþykkt Alþingis, sem er forsenda vegaáætlunar. Þetta er ekki sjálfstæð ákvörðun ríkisstjóm- arinnar," sagði Ólafur Ragnar. Hann benti á að samkvæmt lög- um væri heimilt að hækka bensín- gjaldið um tvær krónur. Sú heimild væri ekki notuð til fulls og bensín- gjaldið hækkað um 1,25 krónur. í ályktun BSRB segir að breyt- ingar á gengi krónunnar, skatta- hækkanir og tíðar verðhækkanir að undanförnu hafi rýrt kaupmátt umsaminna launa og brjóti í bága við samning BSRB við ríkið. „Þar er kveðið á um að verðlagi skuli haldið stöðugu með ströngu verð- lagseftirliti og verðstöðvin af hálfu hins opinbera. Þetta hefur ekki gengið eftir og enn berast fréttir af fyrirhuguðum verðhækkunum. I því sambandi má nefna áform um hækkun á bensíni. BSRB mun fylgj- ast grannt með því hvort ríkis- stjórnin tekur afstöðu með neytend- um í samræmi við kjarasamninga eða hvort verðhækkunarbylgjan verður áfram látin vaða yfir al- menning í landinu. BSRB varar ríkisstjórnina alvarlega við afleið- ingum þeirra verðhækkana sem nú dynja á þjóðinni." ALÞÝÐUBANDALAGIÐ kannar nú hvort möguleiki sé á því að selja húseign flokksins að Hverf- isgötu 105 og leita eftir kaupum á hentugra húsnæði fyrir starf- semi flokksins. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur það fjallað um hertar reglur til að koma í veg fyrir lyfjanotkun í Evrópu. Fjallað verður um uppkast að sátt- mála um lyfjabann og aðgerðir til að torvelda og fylgjast með ólög- legri lyfjanotkun. Annað aðalmál á fundinum verð- Sigurður Eiríksson, sýslumaður, sagði í samtali við Morgunblaðið, að rannsókn stæði yfir með aðstoð fulltrúa Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um gang mála. Húsið, sem brann, hýsti áður saltfiskverkun í eigu Færabaks á nú verið til skoðunar hjá stjórn Sigfusarsjóðs, sem er skráður eigandi húseignarinnar, að kaupa ákveðna húseign, en sú skoðun hefiir farið fram án vit- undar eða samráðs við formann flokksins Ólaf Ragnar Grímsson. ur ofbeldi á knattspymuleikjum og öryggi áhorfenda. Fyrir fundinum liggur ályktun frá þingmönnum Evrópuráðsins, þar sem skorað er á ráðherrana að auka samvinnu Evrópulanda um öryggi á fóibolta- völlum. Fyrir tveimur ámm var gerður evrópskur sáttmáli um þau efni. Walker sagði að meðal annars yrði rætt um það hvemig opinberir aðilar gætu beitt sér fyrir umbótum á sviði íþrótta, en þess yrði að gæta að íþróttafélög skipuðu mjög stóran sess í evrópskum þjóðfélög- um og hefðu sitt eigið sjálfstæði og eigin reglur. Þess vegna hefði íþróttanefndin átt samstarf við evr- ópsk íþróttasambönd um tillögur til úrbóta. Ráðherramir munu einnig ræða hefðbundnar þjóðlegar íþróttir, íþróttir fatlaðra, efnahagsleg áhrif Stöðvarfirði. Tvívegis áður hefur eldur grandað fiskverkunarhúsum á Stöðvarfirði. Fyrir nokkmm ámm brann skreiðargeymsla í eigu Hrað- frystihúss Stöðvarfjarðar og síðast- liðið haust söltunarhús sama fyrir- tækis. Hann segir í samtali við Morgun- blaðið að hann hafi margrætt það við félaga sína að nauðsynlegt væri að skipta um húsnæði og í sama streng tekur Siguijón Pét- ursson, borgarfiilltrúi sem hefur verið í forsvari þeirra alþýðu- íþrótta, meiðsl í íþróttum og loks kynþáttamisrétti í íþróttum. Hvað síðastnefnda atriðið varðar, sagði Walker að það snerti einkum sam- skipti Evrópuríkja við Suður-Afríku á sviði íþrótta. Flest væm þau sam- mála um að þau samskipti ættu að vera sem minnst, en löggjöf flestra lýðræðisríkja Evrópu leýfði ekki bann við slíkum samskiptum. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra mun stýra fundi ráðherr- anna. Hann mun einkum fjalla um kannanir, sem Félagsvísindastofn- un Háskólans hefur gert á tengslum íþrótta og efnahagsmála og afstöðu unglinga til íþrótta. Þórólfur Þór- lindsson, forseti félagsvísindadeild- ar, hefur stjórnað þessum könnun- um og mun leiða vinnuhóp Evrópu- ráðsins, sem mun fjalla um siðfræði íþrótta. Hópur kven- presta vill heyra í páfa HELGA Soffia Konráðsdóttir, ís- lendingaprestur í Svíþjóð, segir að sex kvenprestar hyggist sækja messur Jóhannesar Páls páfa hér á landi um helgina. Jafnmargir kvenprestar munu hins vegar leiða messurnar hjá sér í mótmælaskyni við þá afstöðu páfa, að konur eigi ekki að hljóta prest- vígslu. En eins og fram kom í blað- inu í gær ætla ekki allar konur í prestastétt að mótmæla afstöðu páfa til kvenna með þessum hætti. Fiskverð í yfirnefiid ÁKVÖRÐUN um nýtt fiskverð var á mánudag vísað til yfirnefiidar Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Yfirnefiidin hefiir verið boðuð til fiindar í dag. Nýtt fiskverð á að taka gildi um mánaðamótin og leggja sjómenn á það mikla áherzlu að verðákvörðun liggi fyrir fyrir sjómannadag. Þeir telja sig eiga rétt á sömu launahækk- unum og aðrir launþegar og fara því fram á _ 5% hækkun nú og 3% í Viaust. Útgerðin er rekin með tapi og sá taprekstur eykst með hækk- andi olíuverði, en fiskvinnslan er sömuleiðis rekin með tapi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, er oddamaður yfir- nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn eru Ámi Benediktsson, Friðrik Páls- son, Guðjón A. Kristjánsson og Kristján Ragnarsson. bandalagsmanna sem kynnt hafa sér möguleikann á húsnæðis- skiptum. „Þegar þessi möguleiki kom til skoðunar, þá náðist ein- faldlega ekki í formanninn, þann- ig að það er skýringin á því að ekki var haft samráð við hann,“ sagði Siguijón. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því, að þrátt fyrir þessi orð þeirra Ólafs Ragnars og Siguijóns, þá hafi það vakið ómælda furðu og reiði ákveðinna flokksmanna að farið var út í að kanna þennan möguleika, án þess að láta svo lítið að leita álits formannsins. Hér séu, enn á ný, að kristallast átök stríðandi fylkinga Alþýðubanda- lagsins. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins sagði það ekki vera sinn formennskustíl að vera með nefið ofan í hv'eiju smáatriði, í starfi flokksins. „Það hefur lengi verið ósk mín að það væri kannað af hálfu Sigfúsarsjóðs að selja Hverfisgötuna og finna annað og hentugra hús handa flokknum," sagði Ólafur Ragnar, „ég tel því að ekki hafi verið um neinn sérstakan skort á samráði við mig. Samþykkt Sigfúsarsjóðs um að leita að markaði fyrir Hverfis- götuna og skoða ákveðið húsnæði annað, er alveg í samræmi við það sem ég hef talið eðlilegt." „Við erum fyrst og fremst að leita hentugra húsnæðis," sagði Siguijón og bætti því við aðspurð- ur, að ef keypt yrði ódýrara hús- næði yrði mismunurinn ekki nýttur til þess að hlaupa undir bagga með Þjóðviljanum í fjárhagskröggum hans. Morgunblaðið hefur einnig heimildir fyrir því að þessi afstaða stjómar Sigfúsarsjóðs hafi vakið reiði innan Alþýðubandalagsins. Fundur íþróttamálaráðherra Evrópuráðsins: Unisviíimiesti ráðherrafimdur sem haldinn hefiir verið hér Ráðherrar frá 27 Evrópuríkjum fimda FUNDUR ráðherra, sem fara með íþróttamál í löndum Evrópu- ráðsins, hefst á Kjarvalsstöðum í dag og stendur fram á morgundag- inn. Að sögn Reynis Karlssonar, íþróttafulltrúa, er fyrsti ráðherra- fiindur ráðsins á íslandi og sá stærsti sem haldinn hefiir verið hér. Fundinn sækja fiilltrúar frá öllum 23 aðildarrílgum Evrópuráðsins, auk Páfagarðs og Júgóslavíu, sem hafa undirritað menningarsátt- mála Evrópu. Fulltrúar Póllands og Ungveijalands munu einnig sitja fimdinn, og er það í fyrsta sinn sem þessi tvö lönd eiga fiilltrúa á ráðherrafundi Evrópuráðsins, að sögn Jacks Hemming, blaðafulltrúa ráðsins. Löndunum tveimur hefur verið boðið að undirrita menning- arsáttmálann. Þau eru utan Evrópuráðsins eins og önnur Austur- Evrópulönd, en hafa þótt líkleg til að sækja um aukaaðild. Alþýðubandalagið: Kannar möguleikann á sölu á húseign sinni við Hverfisgötu Samráð var ekki haft við formann flokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.