Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 1989 19 rliHlUUliti! Sápusuðan hófst í þvottapotti heima sápugerðin Frigg var stofnuð árið 1929 og það var árið 1943 sem lunnar J. Friðriksson réðist til itarfa hjá fyrirtækinu. Hann var ramkvæmdastjóri allt til ársins 1987 en hefur þó ekki alveg hætt ítörfum þar sem hann annast Lkveðin sérverkefiii. Gunnar var 'enginn til að rifja upp nokkur itriði úr sextíu ára starfssögunni: Það var árið 1929 að faðir minn, Friðrik Gunnarsson stórkaup- maður, bytjaði að framleiða aiautsápu í smáum stíl í þvottapottin- jm á kjallaranum heima hjá okkur ið Skólavörðustíg 16 en hann hafði 1922 farið til Berlínar að kynna sér sápuframleiðslu. Hvatinn að því held íg að hafi verið að árið 1905 höfðu faðir hans, Gunnar Einarsson kaup- maður og Einar Gunnarsson stofn- andi og fyrsti ritstjóri Vísis ásamt Eðvarð Möller og nokkrum fleirum stofnað fyrirtæki sem hlaut nafnið Sápuverkið hf. og framleiddi ýmsar ægundir af sápu en starfaði aðeins i skamman tíma. Hann keypti svo iítinn gashitaðan sápusuðupott og par var framleidd blautsápa í nokkur ír. Síðan var framleiðslan flutt vest- jr á Nýlendugötu 10 þar sem faðir minn rak smjörlíkisgerðina Ásgarð }g var sápuframleiðslu komið fyrir i gömlu hesthúsi norðan við aðal- jygginguna. Framleiðslan var ein- jöngu Frigg-demantsápa. Frigg og Máni sameinuð -Ég hóf störf hjá föður mínum árið 1943 en árið 1945 er ákveðið að sameina Smjörlíkisgerðina Ásgarð og Smjörlíkisgerð Reykjavíkur, Smára og smjörlíkisframleiðslan flutt af Nýlendugötu inn á Veg- húsastíg. Þeir Ragnar Jónsson og Þorvaldur Thoroddsen höfðu ásamt smjörlíkisgerðinni rekið sápuverk- smiðju sem bar nafnið Máni. Það var þá ákveðið að sameina framleiðslu Friggjar og Mána vestur á Nýlendu- götu og var mér falið að standa fyr- ir þeim rekstri en faðir minn hafði flutt skrifstofu sína inn að Veg- húsastíg og stýrði þar hinni sameig- inlegu framleiðslu á smjörlíki. Brátt var of þröngt um framleiðsl- una vestur á Nýlendugötu og fékk ég þá til afnota hluta af því húsi sem Máni hafði haft til afnota inn á Veg- húsastíg. Fyrsti sápusuðumaðurinn hjá Frigg var Anton Schneider en hann fór fyrir stríð til Þýskalands og dvaldist þar öll stríðsárin. Hann kom síðan aftur til Frigg og starfaði þar það sem eftir var starfsævi sínnar. Friðrik Daníelsson tók við af Schneider þegar hann fór til Þýska- lands og starfar Friðrik enn við fyrir- tækið. Þá hafði Bjöm Bjarnason, lengi formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks, verið sápusuðumaður í Mána og hann hóf störf hjá Frigg Morgunblaðið/Bjami Gunnar J. Friðriksson er hér lengst til vinstri og með honum eru Friðrik Daníelsson (í miðið) og Jón Þorsteinn Gunnarsson fram- kvæmdastjóri. Björn Bjarnason sem lengi var formaður Iðju var starfsmaður hjá Frigg í áratugi. Hér er hann að renna sápulegi í mót. eftir sameininguna og starfaði þar meðan honum entist heilsa. Erla Gísladóttir hóf svo störf hjá Frigg skömmu eftir sameininguna og var skrifstofustjóri til dauðadags árið 1983. Framleiðslan óx’ jafnt og þétt þannig að árið 1950 ákvað ég að ráða efnaverkfræðing til fyrirtækis- ins mér til aðstoðar og var Gunnar K. Björnsson ráðinn í það starf. A þessum árum voru ýmsar breytingar að eiga sér stað í hráefnanotkun. Alla tíð hafði sápa verið blanda af ýmsum feitutegundum og vítissóda eða öðrum lút en nú voru komin til efni unnin úr jarðolíu sem síðan hafa orðið allsráðandi sem hráefni í hvers konar þvottaefni. Naumt skammtað Á þessum árum voru innflutnings- höft og þurfti að fá innflutningsleyfi fyrir hráefnum og innflytjendur á þvottaefnum þurftu líka innflutn- ingsleyfi. Það var mjög naumt skammtað þannig að við neyddumst til að nota sem ódýrust hráefni til að geta framleitt sem mest af sápu og þvottadufti. Það er svo árið 1952 að fyrirvaralaust er gefinn ftjáls inn- flutningur samtímis á hráefnum og fullunninni sápu og þvottadufti. Við vorum engan veginn undir þetta búnir. Hér fylltist allt af heims- LJr pökkunarsal. Hér rennur Þvol í plastbrúsana í sjálfvirkri pökkunarvélinni. þar sem við höfum umboðsmann sem annast söluna fyrir okkur. Við höfum einnig reynt fyrir okkur í Danmörku með sérframleidd hreinsiefni fyrir matvælaiðnað og fengið viðurkenningu danskra yfir- valda fyrir því að hreinsiefni okkar standist fyllilega allar gæðakröfur sem þau setja. Sama má segja um viðurkenningu bandarískra yfir- valda á nokkrum afmörkuðum vörutegundum okkar. Erlendis eru í gildi mjög skýrar reglur um hvaða upplýsingar inn- flytjandi þarf að leggja fram ef hann vill til dæmis selja hreinsiefni til matvælafyrirtækja. Auk þess sem kröfur um merkingar vöruteg- unda eru mjög strangar. Hér á landi hefur þessum málum verið mjög lítið sinnt og eru því miður nokkur dæmi þess að skaði hafi hlotist af notkun kolólöglegra hreinsiefna sem óprúttnir aðilar hafa náð að flytja inn og selja í skjóli þess eftirlitsleysis sem ríkir í þessum málum hér. Hvað neyt- endamarkaðinn varðar þá er al- gengt að sjá innfluttar hreinlætis- vörur í umbúðum með leiðbeining- artexta á tungumálum sem eru Morgunblaðið/Bjami Helgi Sigtirjónsson efnaverkfræðingur og Hulda Eiríksdóttir að- stoðarmaður við störf á rannsóknastofúnni. flestum framandi hér á landi svo sem arabísku, frönsku og hol- lensku. Vegna þess eftirlitsleysis sem hér ríkir nota ýmsir erlendir framleiðendur íslenska markaðinn sem nokkurs konar ruslakistu fyrir vörur í umbúðum sem þeir geta ekki selt til annarra landa. En hvernig stendur innlend framleiðsla í hreinlætisvörum mið- að við erlenda? -íslensk framleiðsla stenst hvað gæði varðar fyllilega samkeppni við innfluttar vörur. Á allra síðustu árum hafa verið fluttar inn í tals- verðum mæli annars og þriðja flokks hreinlætisvörur. Þær hafa stundum reynst ódýrari, hver lítri eða kíló, en aðrar vörur. Hins veg- ar er sápustyrkur þessara efna yfir- leitt svo lítill að nota verður marg- falt magn á við aðrar vörutegundir og því er sparnaðurinn minni en enginn þegar upp er staðið. Bjartsýni þrátt fyrir samkeppni Síðasta ár var mörgum íslensk- um fyrirtælqum erfitt og Jón Þor- steinn er beðinn að segja nokkur orð um stöðuna í dag: -Hér á landi eru starfandi tiltölu- lega fá framleiðslufyrirtæki í þess- ari iðngrein og er Frigg langstærst þeirra. Auk þess eru starfandi margir innflytjendur mismunandi stórir. Það er hins vegar ekkert annað fyrirtæki sem býður jafnfjöl- breytt vöruúrval og Frigg og höfum við þar algjöra sérstöðu þrátt fyrir mikla samkeppni á einstökum mörkuðum. Það má líka minna á það að með íslenskum iðnaði spar- ast dýrmætur gjaldeyrir. Þú sérð þá fyrir þér að Frigg eigi önnur sextíu ár framundan? -Það hefur verið og er stefna okkar að framleiða gæðavörur á samkeppnisfæru verði og geta boð- ið viðskiptavinum okkar allt sem þarf til ræstingar á einum stað auk þess sem sérfræðiráðgjöf og fræðsla er vaxandi þáttur starf- seminnar. Við hljótum að álykta að notendur hafi kunnað að meta það sem við höfum boðið þeim því án þess væri starfsemi okkar ekki eins viðamikil og raun ber vitni. Þetta sýnir einnig viðskiptamanna- listi okkar þar sem hægt er að finna nánast öll fyrirtæki og stofnanir sem starfandi eru í landinu auk þess sem vörur okkar eru notaðar á flestum heimilum landsins. Starfsemi sápugerðarinnar Frigg er öflugri nú en hún hefur verið nokkru sinni fyrr og ég er sannfærður um að fyrirtækið mun vera í forystu á sínu sviði hér á landi um ókomna framtíð, segir Jón Þorsteinn Gunnarsson að lokum. jt þekktum sápuvörum en við sátum uppi með nokkrar birgðir af annars flokks hráefnum og nokkurn tíma tók að nýta sér frelsið til þess að ná í betri hráefni. Þetta varð til þess að mikill samdráttur varð um eins og hálfs árs skeið í framleiðslunni hjá okkur og munaði engu að þetta riði okkur að fullu. En okkur tókst að vinna okkur út úr þessu og fyrir- tækið hélt áfram að dafna. Þegar ísland gerðist aðili að EFTA 1970 var öðru vísi að þessu staðið. Þá fengum við fjögurra ára aðlögun- artíma til að búa okkur undir sam- keppni við tollftjálsan innflutning og það tókst að mínu mati vel. Arið 1955 átti ég þess kost að fara í tveggja mánaða ferð til Banda- ríkjanna með sápuframleiðendum frá Evrópu. Þar kynntist ég framleiðslu og sölustarfsemi í þessari atvinnu- grein og einnig eignaðist ég þarna á ferðalaginu góða vini og komu þau kynni mér mjög til góða seinna í starfi mínu. Gunnar segist vera þeirrar skoð- unar að nauðsynlegt sé að fylgjast vel með hjá erlendum starfsbræð- rum: -Við höfum alltaf reynt að fylgjast vel með þvi sem gerist hjá erlendum framleiðendum, lesum fagtímarit, sælqum sýningar og höldum sam- bandi við starfsbræður erlendis. Með því móti er hægt að stunda vöruþró- un sem ég tel afar mikilvægt í fyrir- tæki sem þessu. Þannig vorum við fyrstir til að helja eigin framleiðslu á plastflöskum fyrir sápulög. Við höfðum lengi tappað þvoli á fiöskur, þriggja pela vínflöskur, en það var náttúrlega allt annað að geta boðið það á þessum léttu plastflöskum sem varð til þess að þvol náði miklum vinsældum á neytendamarkaði hér. Af þessu lærðum við fljótt að það skiptir miklu máli að nota réttar umbúðir og við höfum reynt að gera þær þannig úr garði að þær séu í senn hentugar og líti þannig út að eftir þeim sé tekið. Frigg var lengst af til húsa við Nýlendugötu og Veghúsastíg í Reykjavík en árið 1965 flutti fyrir- tækið í nýbyggingu sína við Lyngás í Garðabæ. Gunnar segist hafa leitað eftir lóð í Reykjavík og síðar í Hafn- arfirði en árangurslaust en þegar hann sneri sér til bæjaryfirvalda í Garðabæ hafi hann fengið skjóta úrlausn og hentuga lóð. -Hérna höfum við getað byggt verksmiðjuhús í áföngum á einni hæð eins og okkur hefur hentað og enn eigum við ónotað landrými. Áfang- arnir eru orðnir fjórir og við höfum gætt þess að hleypa okkur ekki í of miklar skuldir. Mörgum fannst glap- ræði hjá okkur að flytja fyrirtækið í Garðabæ - út í sveit - fannst mönn- um en við höfum ekki séð eftir því og hér hefur farið vel um okkur. En hvemig sér Gunnar J. Friðriks- son fyrir sér sápugerðina Frigg í framtíðinni? Þarfir viðskiptavina ráða ferðinni -Hjá fyrirtæki sem þessu eru það þarfir viðskiptavinanna sem ráða ferðinni. Hlutverk okkar hlýtur alltaf að vera að hlusta á þá og laga okk- ur að óskum þeirra. Það gildir á neytendamarkaði og það gildir líka fyrir framleiðslu okkar fyrir stofnan- ir og fyrirtæki, við þurfum á hveijum tíma að geta boðið það sem best hentar til hvers kyns ræstinga og hreinlætis. Við vonumst vissulega til að geta gert það næstu sextíu árin eins og fram að þessu, segir Gunnar J. Friðriksson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.