Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989
JMtYgtniÞIftMí
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Djarfar tillögur
í afvopnunarmálum
Sjálfstæðisflokkur
í raun flokkur allr
Fundi leiðtoga 16 aðild-
arríkja Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) lauk í Brussel
í gær með samkomulagi um
meginstefnuna í varnar- og af-
vopnunarmálum. Á fundinum
var samþykkt samræmd af-
vopnunarstefna, sem á rætur
að rekja til ákvarðana er teknar
voru á fundi utanríkisráðherra
bandalagsins hér í Reykjavík
1987. Hér er um 17 blaðsíðna
skjal að ræða, þar sem grund-
völlur sameiginlegrar stefnu
bandalagsþjóðanna er ítrekaður
og litið til þeirra atburða sem
hæst ber í öryggismálum líðandi
stundar.
Lengi verður vitnað til þessa
skjals. Mesta athygli á fundin-
um vöktu þó tillögur George
Bush Bandaríkjaforseta um
verulega fækkun í hefðbundn-
um herafla í Evrópu. Nái þessar
tillögur fram yrði um byltingar-
kennda breytingu á stöðu ör-
yggismála í Evrópu að ræða.
Undanfarna mánuði hefur
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið-
togi kynnt áform um einhliða
fækkun í sovéska heraflanum í
Evrópu. Hafa þessar tillögur
verið lagðar fram á sama tíma
og ný stjórn undir forsæti Bush
mótar stefnu sína. í Brussel var
þessi stefna síðan kynnt og eru
meginatriði í tillögum Bush
ítrekuð í lokaályktun leiðtoga-
fundarins, sem er staðfesting á
því að þær njóta stuðnings ríkis-
stjórna allra aðildarlandanna.
Síðan er það samdóma álit sér-
fróðra manna um þessi flóknu
mál, að Bush hafi snúið vörn í
sókn. Málum sé nú þannig hátt-
að, að Sovétmenn verði að sýna
í verki, hvort þeir vilji í raun
draga svo mjög úr hefðbundn-
um vopnabúnaði í Evrópu, að
nýjar aðstæður skapist. Atlants-
hafsbandalagið hefur lagt
grunninn að slíkri gjörbreyt-
ingu. NATO-ríkin vilja auk þess
að á skömmum tíma verði kom-
ist til botns í því, hvort vænta
megi verulegs árangurs.
A leiðtogafundi NATO á
síðasta ári vakti Þorsteinn Páls-
son, þáverandi forsætisráð-
herra, máls á því að fækkun
kjarnorkuvopna á landi mætti
ekki leiða til fjölgunar þeirra í
eða á höfunum, einnig þar ætti
að takmarka vígbúnað.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra lagði áherslu á
það í ræðu sinni nú að viðræður
hæfust sem fyrst milli Atlants-
hafsbandalagsins og Varsjár-
bandalagsins um að draga úr
stærð kjarnorkuflotans. Þetta
sjónarmið kemur ekki fram í
lokaályktun leiðtogafundarins
en í hinni samræmdu afvopnun-
arstefnu er orðum vikið að því,
að afvopnun á einu svæði eigi
ekki að auka hættu á öðrum
svæðum. Raunar hefur þegar
verið um það samið, að viðræð-
ur um takmörkun vígbúnaðar á
höfunum sigli í kjölfar samn-
inga um herafla á landi. Er sjálf-
sagt að óskum um slíkar við-
ræður sé haldið á loft af fulltrú-.
um íslands en þó með þeim
hætti að ekki sé unnt að af-
greiða málið með því að vísa til
tímaskekkju.
Tengslin milli einstakra þátta
afvopnunarmála og viðræðna
um þau skipta höfuðmáli. Ein-
mitt með því benda á þau var
deilan um skammdrægu eld-
flaugarnar leyst og komið til
móts við óskir Vestur-Þjóðveija
um viðræður um þær við Sovét-
menn. Samkvæmt samræmdri
afvopnunarstefnu NATO hafa
Bandaríkjamenn lýst þeirri von,
að árangur náist í viðræðum
um fækkun venjulegra vopna
innan sex til tólf mánaða. Þegar
framkvæmd slíks samkomulags
er komin á rekspöl eru Banda-
ríkjamenn til þess búnir að ræða
um fækkun að hluta á banda-
rískum og sovéskum skamm-
drægum flaugum á landi. Með
þessu tókst málamiðlunin á
NATO-fundinum og er sérstök
áhersla lögð á orðin „að hluta“,
því að í þeim felst, að ekki sé
stefnt að því að fjarlægja öll
bandarísk kjarnorkuvopn frá
Evrópu.
í Brussel var ítrekaður stuðn-
ingur við varnarstefnu Atlants-
hafsbandalagsins, sem byggist
á sveigjanlegum viðbrögðum og
fælingarmætti kjarnorkuvopna.
Frá þessari stefnu var alls ekki
horfið um leið og áhersla var
lögð á viðræður um afvopnunar-
mál. Samstarf bandalagsþjóð-
anna byggist á því að tengslin
milli Evrópu og Norður-
Ameríku og samvinnan í örygg-
ismálum rofni ekki. Mikil fækk-
un venjulegs bandarísks herafla
í Mið-Evrópu kann að vera á
næsta leiti. Hún gerir siglinga-
leiðirnar um Atlantshaf enn
mikilvægari fyrir NATO en áð-
ur. Á hættutímum yrði þörf fyr-
ir meiri liðsflutninga yfir hafið
en við óbreyttar aðstæður. Að
þessari staðreynd ættu íslensk
stjórnvöld að ímga.
eftirDavíð Oddsson
Morgunblaðið birtir hér í heild
ræðu sem Davið Oddsson borgar-
stjóri flutti á afmælishátíð Sjálf-
stæðisflokksins á Hótel Islandi
25. mai síðastliðinn.
Hjartanlega til hamingju með
daginn, afmælisbarnið og flokkinn
okkar. Nú er hann orðinn sextugur
og ég sé ekki annað en að hann
sé sæll með það, því þótt segja
megi að hann hafi munað fífil sinn
fegri þá bendir margt til að þessi
sextugi unglingur sé nú á nýjan
leik að styrkjast og eflast.
Það fer ekki hjá því að maður
hugsi til þeirra, sem í upphafi stóðu
að stofnun þessa flokks, og maður
veltir því fyrir sér, hvernig þeir
hafi hugsað. Skyldu ekki einhveijir
þeirra hafa fyllst bjartsýni og hugs-
að sem svo, að sextíu ár væri rífleg-
ur tími fyrir þennan flokk til þess
að gera sjálfan sig óþarfan. Má
ekki gefa sér, að eitt æðsta tak-
mark allra stjómmálasamtaka og
forystumanna þeirra sé að ná slíkri
sátt um baráttumál sín, ellegar þá
svo góðum sigri fyrir sinn málstað,
að baráttutækið sjálft, flokkurinn,
verði óþarft rétt eins og stríðsöxin,
sem grafin er þá sigur er fenginn.
Og mætti ekki eins ímynda sér að
mörgum stofnenda flokksins þætti
nokkuð vei hafa tekist til á þessum
sextíu árum. Var ekki keppikeflið
að gera landið sjálfstætt og skapa
skilyrði fyrir fjöldann að komast
úr sárri fátækt í bjargáinir? Er ekki
nokkuð öruggt að það sem félags-
fræðingar dagsins kalla fátæktar-
mörk hefðu þótt nokkuð digrir sjóð-
ir fyrir fjölskyldurnar í upphafi
kreppunnar miklu?
Aldrei lofað paradís á jörðu
Það myndi hjálpa stofnendum
Sjálfstæðisflokksins að líta glaðir
yfir farinn veg, að hvorki þeir né
aðrir flokksfélagar féllu nokkru
sinni í þá gildru að lofa mönnum
paradís á jörðu. Bæði þeir, rétt eins
og við, höfðu þá trú, að paradís
væri fremur að finna annars staðar
en þar. Og aldrei báðu þeir fremur
en við nokkurn um að líta í lotningu
til eins stórs Sannleika, sem ætti
öll svör. Reyndar er það svo, að á
slíkan Sannleik höfum við aldrei
rekist á okkar löngu leið. Er það
þá ekki öfundarefni fyrir okkur að
hafa einatt séð að aðrir flokkar
hafa fundið sinn stóra Sannleik.
Það er til að mynda alkunna að
tveir þeirra þriggja félagshyggju-
flokka, sem skipa núverandi ríkis-
stjórn, hafa löngum gefið í skyn
að þeir búi yfir vegakorti, sem vísi
veginn að paradís. Og þriðji ríkis-
stjórnarflokkurinn hefur löngum
varðað veginn að para-Sís.
Nei, við höfum aldrei öfundast
út í þeirra stóra Sannleik. Og reynd-
ar hefur hann oftar en ekki orðið
félagshyggjuflokkunum fjötur um
fót. Fæstir íslendingar hafa viljað
brölta þá leið, sem vegakort stóra
Sannleikans hefur vísað. Andstæð-
ingarnir hafa á hinn bóginn sagt
um okkur og okkar flokk að hjá
honum sé auðgildið eitt í fyrirrúmi
og okkar draumur endi í alsælu
auðvaldsins. Slíkt tal látum við okk-
ur í léttu rúmi liggja. Við vitum
betur, enda segir sagan okkur og
öðrum annað. Reyndar hefur nú um
nokkra hríð verið unnið að ritun
sögu flokksins okkar. Það verk er
í góðum höndum. En sú saga verð-
ur aldrei nema greinargerð um
fyrstu sporin, fyrstu 60 árin, því
staðreyndir dagsins sýna og sanna,
að það tekur okkur miklu, miklu
lengri tíma en 60 ár að gera Sjálf-
stæðisflokkinn óþarfan. Eg hef ekki
lesið það, sem þegar hefur verið
skrifað um sögu flokksins, og ég
þarf ekki að lesa eitt eða neitt til
þess að fullyrða, að saga Sjálfstæð-
isflokksins verður um flest jafn-
framt saga íslensku þjóðarinnar,
svo samofið er þetta tvennt og slík
hafa áhrif þessa flokks verið á þró-
un þjóðlífs á íslandi. Með sama
hætti er ég sannfærður um, að erf-
itt verður að finna bókarheiti á
þessa sögu þjóðar og flokks, sem
myndi eiga betur við en þekkt heiti,
sem þegar hefur verið brúkað á
mikla bók. í mínum huga mun saga
flokksins best heita Sjálfstætt fólk,
enda segir það heiti allt sem segja
þarf um framtíðarsýn forystumann-
anna um vöxt og viðgang þjóðar
sinnar.
Sjálfstætt land, sjálfstæð þjóð,
sjálfstæður vilji sérhvers manns er
upphaf og endir þeirrar lífsskoðun-
ar, sem þetta stjórnmálaafl byggir
á. Og það réð mestu um þann far-
veg, sem Sjálfstæðisflokkurinn féll
í, að foringjar hans höfðu frá önd-
verðu óbifanlega sannfæringu fyrir
því, að forsendur þessa alls væru
fyrir hendi á íslandi. Þeir blésu á
efasemdir sem tengdust fámenni
þjóðarinnar, sem þess heldur byggði
land úr alfaraleið, og gæti því aldr-
ei verið sjálfri sér nóg. Trú annarra
var minni í þessum efnum. Forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins höfnuðu
alþjóðahyggju kommúnista og sós-
íaldemókrata, en mesta skömm
höfðu þeir þó á lífseigasta gildis-
mati félagshyggjuflokkanna, sem
enn er þjóðinni hvað erfiðast, að
vilji einstaklingsins yrði jafnan að
víkja fyrir heildarhyggjunni, að
ríkið ætti sér sérstakan lífsanda,
sem kynni á stundum að verða helg-
ari þeim iífsanda, sem bærist í
bijósti sérhvers frjálshuga manns.
Föst skot sem geiga
Ég hef á tilfinningunni, að sum-
um andstæðinga flokksins þyki á
þessu augnabliki að þeir eigi alls
kostar við þennan sextuga flokk.
Þeir vonast líka til, að þessi flokkur
sé orðinn óþarfur. Ekki af þeim
ástæðum, sem ég áðan nefndi, að
hann hefði komið öllum sínum hug-
sjónum fram, heldur vegna þess að
á ný sé kominn tími annarra hug-
sjóna. Sósíaiisminn, félagshyggjan,
eigi greiðari leið að hjörtum lands-
manna en forðum var. Þeir binda
líka vonir við, að þau áföll, sem við
urðum fyrir, er flokkurinn klofnaði
fyrir tveimur árum, og erfiðleikar
okkar í síðustu ríkisstjórn, sem þeir
gerðu sitt til að magna, væru for-
boði þess að vegur og vald Sjálf-
stæðisflokksins færi minnkandi.
Þeir reyna í tíma og ótíma að skjóta
á flokkinn og forystumenn hans
sem föstustum skotunum. En þeir
átta sig ekki á því að þessi tilþrif
þeirra gleðja okkur mjög, því fátt
er eins skemmtilegt í heiminum eins
og að láta skjóta á sig föstum skot-
um, sem geiga jafnan. Þeir hafa
líka uppi kenningar um flokkinn
okkar. Hann sé annar en hann forð-
um var. Flokkurinn sé grimmari,
harðneskjulegri og ósveigjanlegri
en forðum. Hann boði ekki frelsi
og fijálslyndi heldur frjálshyggju,
sem sé eitthvað allt, allt annað en
tvennt hið fyrrnefnda. Kannski fell-
ur einstaka flokksmaður fyrir
þessu. En það gera ekki margir.
Ekki þeir, sem hafa bakbeinið í lagi.
Farsælt starf
Sjálfstæðisflokkurinn stendur
ekki fyrir annað í dag en til stóð í
upphafi. Hins ve'gar má segja að
hann búi við önnur skilyrði nú en
forðum var. Og hver er meginskýr-
ingin á því? Skýringin er fyrst og
fremst sú, að störf flokksins í 60
ár hafa borið góðan ávöxt þjóðinni
til farsældar. Við skulum ekki
gleyma á þessu augnabliki við hvað
okkar fyrri forystumenn voru að
glíma. Þeir voru að sönnu að fást
við sömu andstæðingana og við
fáumst við í dag, en þá var þjóðin
í böndum, haftabúskapur og
skömmtun allsráðandi, ríkisforsjáin
hvarvetna, pólitískt ofríki — ég vil
segja pólitísk valdníðsla — var dag-
„Sjálfstætt land, sjálf-
stæð þjóð, sjálfstæður
vilji sérhvers manns er
upphaf og endir þeirrar
lífsskoðunar, sem þetta
stjórnmálaafl byggir á.
Og það réð mestu um
þann farveg, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn féll í,
að foringjar hans höfðu
frá öndverðu óbifan-
lega sannfæringu fyrir
því, að forsendur þessa
alls væru fyrir hendi á
Islandi. Þeir blésu á efa-
semdir sem tengdust
fámenni þjóðarinnar,
sem þess heldur byggði
land úr alfaraleið, og
gæti því aldrei verið
sjálfri sér nóg.“
legt brauð. Hróplegt ranglæti var
í vægi atkvæða, svo mjög að veru-
legur hluti landsmanna bjó við stór-
kostlega skertan kosningarétt.
Agreiningur um utanríkismál í þann
tíð var ekki spursmál um það, hvort
það kæmu fremur 800 eða 1.000
hermenn til æfinga á landinu degin-
um fyrr eða síðar. Þá stóðu átökin
um það, hvort hægt væri að fleygja
landinu óvörðu í fang alþjóðakomm-
únismans, mesta þrælaríkis, sem
veröldin hefur nokkru sinni þekkt.
Og þeir sem fyrir slíku börðust
voru tilbúnir að hafa uppi liðssafnað
og ráðast með ofbeldi á Alþingishús
þjóðarinnar.
Árangurinn er síðan orðinn sá,
að all-góð samstaða hefur tekist
um stefnu Sjálfstæðisflokksins í
varnar- og öryggismálum. Ótrúlega
langt hefur miðað í átt til fijáls
viðskiptalífs bæði gagnvart öðrum
þjóðum og innanlands miðað við
það, sem við áður þekktum. Lýsti
nokkur maður ástandinu betur eins
og það var, en látinn félagi okkar,
Guðmundur í Víði? Hann sagði við
Matthías Johannessen í eina tíð, að
sjónleysið hefði ekki verið honum
nærri jafn mikill fjötur um fót í
lífsbaráttunni eins og innflutnings-
höftin. Og innflutningshöftin,
skömmtunin, pólitíska valdníðslan,
kjördæmamisréttið var varið af
pólitískri blindu. Að þessu leyti til
var algert efnahagslegt og pólitískt
myrkur. Við þetta áttu forystumenn
okkar að etja þá. En það þarf ekki
lengi að leita í ræðum þeirra, orðum
og gerðum til að sjá og finna, að
þeir voru síst minni fijálshyggju-
menn en sjálfstæðismenn nútímans,
og þá geri ég ráð fyrir að menn
skilji orðið rétt. Þessir menn trúðu
á frelsi einstaklingsins og gerðu
engan mun á fijálsri lund og fijáls-
um huga.
Aftur á bak inn í framtíðina
Pólitísk saga þeirra flokka, sem
nú sitja í ríkisstjóm, er ægi-ljót og
þeirri sögu verður ekki haggað, hún
er þarna og blasir við hveijum
manni, sem hana vill kynna sér,
hvort sem þeim líkar það betur eða
verr. Og það veit hamingjan að ég
skil að þeim líkar það verr. Okkar
er að rifja upp þá sögu, oft og ítrek-
að, ekki síst eins og nú er í pottinn
búið í íslenskum þjóðmálum. Þegar
núverandi leiðtogar þessara sömu
flokka virðast þrá það mest að
ganga aftur á bak, með allt á aftur-
fótunum inn í framtíðina. Mörgum
kemur á óvart að sjá gamlar hug-
myndir, sem við héldum flest að
væru steindauðar, skjóta núna upp
kollinum á nýjan leik. Alls konar
kalkaðar kennisetningar eru dregn-