Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 Heræfingar og kjarn- orkuvígbúnaður eftir Hjörleif Guttormsson Umræðumar um heræfingam- ar „Northem Viking" sem fram eiga að fara á Keflavíkurflug- velli eftir rúman mánuð, hafa minnt á gömul og ný sannindi um herstöðvar Bandaríkjanna hér á landi. Fækkun um nokkur hundmð þátttakenda í æfingun- um frá því sem bandarísk hem- aðaryfirvöld ráðgerðu breytir i engu eðli þessara hemaðamm- svifa. Eitt það alvarlegasta í því sambandi em áform stjómvalda um samþættingu heræfinga Bandar í kj arnann a og íslenskra stofiiana svo sem Almannavama og Pósts og sima. Eftirfarandi atriði komu m.a. fram í umræðum á Alþingi um þessi mál í síðasta mánuði: ☆ Heræfingar svonefndra vara- liðssveita beinast eingöngu að því að vetja hemaðarmannvirki, fyrst og fremst gegn hugsanlegum skemmdarverkasveitum. ☆ Engar áætlanir hafa verið mótaðar varðandi vamir svæða eða mannvirkja utan herstöðvanna þau 38 ár sem liðin eru frá komu hers- ins. ☆ Yfirmaður herliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur lýst þess- um æfingum sem „mikilvægu skrefi í rétta átt“. ☆ Bandaríska herstjómin telur sig hafa heimild til að bæta hér við vígtólum svo sem flugvélum til þátt- töku í víðtækum heræfingum á Norður-Atlantshafi. ☆ Bandarískar sprengjufiugvél- ar búnar fyrir kjamavopn hafa æft árásarflug frá flugvélamóðurskip- um norður yfir Vatnajökul. ☆ Utanríkisráðherra ætlar sér að heimila „hliðaræfingar" með þátttöku varaliðshersveitanna og íslenskra stofnana utan herstöðv- anna í júnr næstkomandi. Herstöðvamar og sóknarstefiia USA Þeim sem fylgst hafa með um- ræðum um hemaðarmálefnin á norðurslóðum ætti að vera ljóst, að aukin hernaðarumsvif hérlendis undanfarin ár standa í beinu sam- hengi við svonefnda sóknarstefnu bandaríska flotans á norðurslóðum. Hún var mótuð í tíð Reagans for- seta af John Lehman flotamálaráð- herra og bandaríska herráðinu upp úr 1980. Kjami þessarar stefnu felst í því að flytja sóknarlínu flotans frá GIUK-hliðinu svonefnda milli Grænlands, íslands og Bretlands- eyja langt norðaustur í höf. Með aðstoð flugflota, herskipa og kjam- orkukafbáta er ætlunin að hrekja sovéska flotann og kjamorkukaf- bátana sem næst heimahöfnum og eyða þeim þar. Herstöðvamar hér á landi hafa verið byggðar upp sem bakhjarl í þessari sóknarstefnu, bæði aðstaða fyrir fiugflota og ekki síður ratsjárstöðvamar í tengslum við AWAC’s ratsjárvélamar. Fjár- festingin í hernaðarmannvirkjum hérlendis nemur á tíu ára tímabili, 1983-’93, um 1.200 milljónum bandaríkjadala eða nær 65 milljörð- um íslenskra króna, samkvæmt bandarískum heimildum. í fróðlegri sjónvarpsmynd, sem gerð var af Alberti Jónssyni starfs- manni Öryggismálanefndar og sýnd var í ríkissjónvarpinu 20. apríl sl., var varpað allskýru ljósi á það vígbúnaðarsamhengi, sem her- stöðvamar hérlendis em hluti af. Þar var bent á þá hættu á stigmögn- un átaka, sem þessi stefna hefur í för með sér, m.a. á kjamorkuátök- um ef Sovétmenn telja að eldflauga- kafbátum sínum með langdrægum Hínn smurði frá Kraká eftirKolbein Þorleifsson „Þijú heimsfljót munu færa hin- um smurða frá Kraká þijár kórónur og fjórir bandamenn frá íjórum landamærum munu vinna honum hollustueið... Pólland mun rísa upp og ná frá hafi til hafs, en þess verður að bíða hálfa öld. Náðin Drottins vors mun ávallt varðveita oss, þess vegna, maður, bið þú og við.“ Pólski spádómurinn frá 1893, Dagrenning 1947. Um helgina munu íslendingar taka með reisn á móti „hinum smurða frá Kraká,“ manninum sem rómverska kirkjan kaus sér að páfa í september 1979. Jóhannes Páll pafi II kom af erkistólnum í Kraká til að vera staðgengill Krists í sjálfri heimskirkjunni, eins og trúaðir kat- ólikkar myndu segja. Allir biskupar katólsku kirkjunnar eru smurðir heilagri vígslu. Þeir eru Kristar í sínum söfnuði. En páfinn í Róm hefur sérstöðu. Hann er Kristur fyrir allan heiminn, hann ríkir „frá hafi til hafs“. Páfinn í Róm hefur um aldir borið þtjár kórónur, hina þreföldu kórónu: Tiara. Bandamenn hans úr hinum ijórum höfuðáttum vinna honum hollustueið. Það er einkennilegt til þess að vita, að Jónas Guðmundsson skuli hafa komið áður rituðum spádómi til Ianda sinna árið 1647-.* Pjöldi „Um helgina munu ís- lendingar taka með reisn á móti „hinum smurða frá Kraká,“ manninum sem róm- verska kirkjan kaus sér að páfa í september 1979.“ manna fengu tækifæri til að lesa þennan texta fyrir 42 árum, því að Jónas sendi m.a. öllum stórmennum landsins rit sitt Dagrenningu. Upp- runi þessa spádóms er þó miklu eldri. Hann birtist fyrst í ljóði eftir pólska skáldið Slowacki árið 1848. Þar er bókstaflega staðhæft, að pólskur páfí eigi eftir að sitja í helgri Róm. Það geta menn sann- reynt á ljósmyndasýningunni um páfann í Borgartúni 1. Ég hefi á undanförnum áratug undrast þá undarlegu náðargáfu (karisma), sem Jóhannes Páli II er gefin og kom hvað skýrast fram í heimsókn hans til föðurlands síns um árið. En eftir að ég vissi um spádómana um „hinn smurða frá Kraká“ varð mér ljóst, að þessi maður á sér æðri köllum en flestir aðrir sem setið hafa á stóli Péturs postula. Höfundur erprestur. t' t » ' flaugum sé ógnað. Um það sagði m.a. Gunnar Gunnarsson prófess- or í stjómmálafræði og fyrrverandi starfsmaður Öryggismálanefndar í viðtali í myndinni: „Sumirsegja að Sovétríkin muni ekki gera fleitt þótt þau missi ein- hverja eldflaugakafbáta, en sþurn- ingin fyrir manni er, œtla menn raunverulega að taka þá áhættu aó Sovétríkin geri ekki neitt, aó átökin stigmagnist ekki við kjarn- orkuvoþn, því að um leió og það hefur verið gert, þá verður ekki aftur sntiið. “ Öll er þessi sóknarstefna miðuð við kjamorkuátök og þá um leið sá viðbúnaður sem hafður er uppi af Bandaríkjunum hér á landi. Það er fávíslegur áróður að reyna að halda því fram, að hemaðarmannvirkin hér tengist einvörðungu vömum og eftirliti. Það er t.d. augljóst að með ratsjárkerfinu sem nú er í upp- byggingu verður hægt að stjóma árásum og beina flugskeytum að skotmörkum á hafsvæðum sem em margar milljónir ferkílómetra að flatarmáli. Teamwork-heræfingin 1988 Þegar Jón Hannibalsson ut- anríkisráðherra var fyrst spurður um heræfingu varaliðsins hérlendis í júní nk. reyndi hann að gera lítið úr henni með samanburði við mikl- ar heræfingar við Noregsstrendur sl. haust. Þar átti hann við heræf- ingar NATÓ, sem gengu undir heit- inu „Teamwork 88“, og fóm fram í september 1988. Þetta em mestu heræfingar sem fram hafa farið á norðurslóðum til þessa, en í þeim tóku þátt 45 þúsund hermenn, 200 herskip og 500 flugvélar. Þær vom haldnar þrátt fyrir upplýsingar yfir- manna Bandaríkjahers þess efnis, að Sovétríkin hafi minnkað hem- aðammsvif sín á norðaustanverðu Atlantshafi og við Noregsstrendur frá árinu 1985 að telja. Það liggur nú fyrir, að herstöðv- amar á Islandi komu með beinum hættbvið sögu í þessum heræfing- um. Hingað komu bæði Orion- kafbátaleitarvélar og Fantom- orastuþotur til viðbótar þeim sem hér era staðsettar að staðaldri og frá bandarískum flugvélamóður- skipum hér úti fyrir var æfð árás sprengjuvéla í lágflugi inn yfir suð- urströnd íslands og norður fyrir Vatnajökul. Herstjómin á Keflavíkurflugvelli greinir frá þessum umsvifum í greinum í bandarísku tímariti, Aviation Week & Space Teehno- logy, 14. nóvember sl. og gortar þar af beinni þátttöku sinni í Team- work-heræfíngunni. Það vekur at- hygli, að um þessi mál var hljótt hérlendis, á meðan heræfingin fór fram. Tengsl herstöðvanna á ís- landi við sóknarstefnu bandaríska flotans og kjarnorkuvígbúnaðinn á höfunum koma hins vegar glöggt í Ijós í aðildinni héðan að þessum Hjörleifur Guttormsson „Þessar dæmalausu NATÓ-heræfingar sem ge ra ráð fyrir að beitt sé kjamavopnum að fyrra bragði, ýttu mjög undir deilur innan NATÓ, sem enn er ekki séð fyrir endann á, um endumýjun skamm- drægra flauga.“ mestu heræfingum á norðurslóðum til þessa. Wintex-heræfingin 89 Þær æfíngar sem hér hafa verið nefndar em þó léttvægar miðað við þau ósköp, sem fram fóru í heræf- ingum á vegum NATÓ í febrúar og mars 1989 undir heitinu „Wint- ex-Cimex 89“, aðallega í Vestur- Þýskalandi. Eftir að íjölmiðlar eins og vikuritið Der Spiegel komust yfir gögnin að baki þessari risaher- æfingu hefur allt ætlað um koll að keyra í stjómmálaumræðu í Vest- ur-Þýskalandi. Astæðan er einkum sú, að fyrir liggur að NATÓ-herráð- ið byggði æfinguna á því, að árás með hefðbundnum vopnum úr austri yrði svarað með kjama- vopnum, ekki aðeins í byrjun heldur einnig síðar og þá með 17 kamorkusprengjum sem væm margfaldar að krafti á við Hirósíma-sprengjuna. Þetta er látið gerast samkvæmt æfingamunstri, sem hefur verið í undirbúningi frá árinu 1986 að telja og þá með aðild Wömers, núver- andi aðalframkvæmdastjóra NATÓ, sem þá var vamarmálaráðherra Vestur-Þýskalands. Þetta var áformað samkvæmt forskrift Wintex-heræfingarinnar þrátt fyrir að Varsjárbandalagið léti vera að svara með kjamorku- vopnum. Jafnframt neitaði banda- ríska hersljórnin að beita langdræg- um kjamavopnum gegn Sovétrílq- unum, til að reyna að forða eigin landi undan kjamorkuárás. Eftir átök af þessu tagi, þar sem NATÓ eitt beitti kjamavopnum, væri Þýskaland beggja vegna járntjalds- is gjöreytt. Vestur-þýsk stjómvöld létu hætta við þátttöku herja sinna þremur dögum fyrir ráðgerð lok æfinganna. Samt héldu Banda- ríkjamenn þeim áfram, og það þrátt fyrir mótmæli bandamanna sinna. Það kom einnig í ljós í þessum æfingum, að ekki var látið reyna á friðsamlega lausn átakanna, áður en látið var til skarar skríða með kjamavopnum. Gagnrýnin vegna heræfinganna beinist ekki síst að þvi, að i ljós hafi komið að gildandi hernaðarstefiia NATÓ um sveigjanleg viðbrögð við árás (flexible response) feli samkvæmt mati Bandaríkjanna í sér eyðingu Evrópu á kjarnorkubáli. Þessar dæmalausu NATÓ- heræfingar sem gera ráð fyrir að beitt sé kjarnavopnum að fyrra bragði, ýttu mjög undir deilur innan NATÓ, sem enn er ekki séð fyrir endann á, um endumýjun skamm- drægra flauga. Þá hefur það einnig magnað upp reiði almennings, að stjómvöld í Vestur-Þýskalandi hafa um langt skeið reynt að hilma yfir eðli hemaðarstefnu NATÓ og líklegar afleiðingar hennar, ef til alvömnnar drægi. Jafnvel þing- menn vamarmálanefndar vestur- þýska þingsins fengu ekki mikil- vægar upplýsingar og var borið við bandarískum fyrirmælum um leynd. Eru íslendingar að vakna? Lesandi kann nú að spyija, hvort okkur íslendinga varði eitthvað um þær heræfingar sem hér hafa verið gerðar að umtaisefni og þá hemað- arstefnu sem að baki þeim býr. Betur að svo væri ekki. Við emm hins vegar sem aðilar að Atlants- hafsbandalaginu ábyrgðarmenn fyrir hvort tveggja og höfum auk þess látið land okkar undir her- stöðvar, þar sem þessi kaldrifjaði leikur hermennskunnar er skyldu- verk manna dag hvem. í Keflavíkurherstöðinni er um þéssar mundir verið að byggja styrkta stjómstöð til að bandarísku liðsoddamir geti stjómað hildar- leiknum eftir að mannfólkið er svið- ið og dautt þar sem áður vom byggðir við Faxaflóa. Og það em hemaðarmannvirkin, ratsjárbúnað- urinn og AWAC’s-vélarnar sem varaliðið á að æfa sig í að vemda í blíðunni um Jónsmessuleytið. En kannski er að koma að því að veraleikinn renni upp, einnig fyrir íslendingum, sem hafa sumir hveijir haft tilhneigingu til að líta á herstöðvamar sem eins konar búsílag. Skoðanakönnun benti til þess á dögunum að tveir þriðju hlut- ar landsmanna væm andvígur þeim heræfingum, sem utanríkisráðherra hefur fallist á þrátt fyrir mótmæli samstarfsaðila í ríkissljóm að fram fari innan skamms. Það er löngu tímabært að þjóðin geri það upp við sig, hvort land okkar eigi til langframa að vera útvarðstöð í hemaðarkerfi Banda- ríkjanna. Sá veraleiki sem birtist okkur í umræddum heræfingum hér á vegum Bandaríkjahers og NATÓ ætti að auðvelda okkur svarið. Höfundur er þingmaður Alþýðu- bandalagsins fyrir Austurlands- kjördæmi. Fyrirsögn í Le Parisien: Albert Guðmundsson snýr aftur í franska dagblaðinu Le Parisien var fyrir skömmu sagt frá því í fyrirsögn að Al- bert Guðmundsson, frægi leik- maðurinn úr Racing væri orð- inn sendiherra Islands í Frakklandi. Fréttin birtist á íþróttasíðu blaðsins og hefst á þvi að rifjuð eru upp gömul afreksverk Alberts af vellin- um. Síðan er sagt frá því að þessi frægi íslenski leikmaður, sem heillaði knattspymuáhugamenn á sjötta áratugunum, hafi nú snúið sér að stjómmálum og því haft lítinn tíma til íþróttaiðkanna hin síðari ár. Stjórnmálaferill hans er rak- inn í fáum orðum og sagt frá því hann hafi verið borgarfulltrúi í Reykjavík, þingmaður og fjár- málaráðherra, en hafí nú tekið við embætti sendiherra íslands í Frakklandi, Spáni og Portúgal. í fréttinni stendur einnig að Albert hafi verið ánægður með að heyra að gamla liðið hans Racing væri ekki alveg búið að vera. Hann spurðist einnig fyrir um gamla félaga úr liðinu og fékk að vita að Paul Jurilli væri þar meðal stjórnenda. Albert lýsti yfir áhuga sínum á að hitta gömlu félagana og blaðamaður- inn segir að það hafi tekist, því sama dag og hann var hjá Al- bert komst hann í samband við Paul Jurilli. “ • ' ’■) i I • . <■ . , I . r.j i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.