Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 23 Bandarískar ^arskiptastöðvar á Grænlandi: Grænlandsstj óm varar við lokun stöðvanna Kaupmannahöfn. Frá Nils J. Bruun, frettaritara Morgimblaðsms. VERÐI Qarskiptastöðvum Bandaríkjamanna á Grænlandi lokað óska Grænlendingar ekki lengur eftir veru bandaríska hersins á herflugvell- inum og ratsjárstöðinni í Thuie. Utanríkis- og öryggismálanefhd græn- lenska landsþingsins skýrði bandarískum stjómvöldum frá þessu er hún var í heimsókn í Bandaríkjunum nýverið. Orðrómur hefur verið á kreiki um að bandaríski herinn ráðgeri að draga úr starfsemi sinni í herstöðinni í Syðri-Straumsfirði og flugvellinum í Kulusuk auk þess að loka nokkrum fjarskiptastöðvum, sem Grænlend- ingar nota einnig. Lars Emil Johansen, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við grænlenska útvarpið að það myndi kosta Grænlendinga miklar fjárhæðir yrði þessum stöðvum lokað. „Þess vegna höfum við skýrt bandarískum stjórnvöldum frá því að ef af lokun- inni yrði mundum við ekki óska eftir bandarískum herflugvelli á græn- lensku landsvæði," sagði Johansen. Hann bætti þó við að honum myndi þykja miður ef svo færi. Nefndin hefði tjáð bandarískum stjómvöldum að Grænlendingar væru einna helst fylgjandi veru bandaríska hersins í landinu vegna þess að þeir nytu góðs af fjarskiptastöðvunum. Ungverskir kommúnistar: Aftaka Imre Nagys nú sögð réttarmorð Búdapest. Reuter. MIÐSTJÓRN ungverska kommúnistaflokksins lýsti yfir því í gær að aftaka Imre Nagys, forsætisráðherra í blóðugri uppreisn landsmanna gegn Sovétmönnum 1956, hefði verið réttarmorð. Opinber nefiid hefúr að undanfornu kannað heimildir um réttarhöldin. Jarðneskar leifar Nagys og Qögurra helstu aðstoðarmanna hans voru Qarlægðar úr ómerktri gröf í mars síðastliðnum og verða jarðsettar með viðhöfh 16. júní. Búist er við því að gífuriegur fjöldi fólks verði við jarðsetninguna og hafa bandarískir Ungveijar, sem flúðu land í og eftir uppreisnina, leigt þijár breiðþotur í þessu skyni. Talsmaður ungverskra stjórn- valda, Laszlo Major, sagði þau vænta þess að dagurinn markaði þjóðar- sátt. Æ háværari raddir innan flokksins hafa síðustu vikumar hyllt Nagy sem umbótasinnaðan kommún- ista og jafnvel „píslarvott." Major sagði að flokkurinn myndi gefa út sérstaka yfirlýsingu um Nagy fyrir útförina í júní. En eitt hefðu mið- stjómarmenii verið einhuga um: „Það ber aldrei að taka menn af lífi fyrir pólitískar sakir.“ Veró aóeins kr. 14.900 FJALLAHJÓLIN SEM SLEGIÐ HAFA í GEGN ARMUIA 16 - SIMI: 686204 & 686337 Kannt þú nýja símanúmerid? k/3 67 Steindór Sendibflar Óperutónleikar i til styrktar ✓ Óperusöngvaramir Krístján Jóhannsson tenór og Natalia Rom sópran syngja þekktar óperuaríur við undirleik Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói laugardaginn 3. júní kl. 13:30. Stjómandi Cesare Alfieri. Á efnisskránni eru ítalskar aríur úr þessum óperum: Vald örlaganna, Nabncco, La Traviata og 11 Trovatore eftir Verdi og Tosca eftir Puccini. Allur aðgangseyrir rennur til rannsókna á krabbameini. Aðgöngumiðar eru seldir í Gimli við Lækjargötu, sími 622255 og lijá Krabbameinsfélagi íslands, Skógarhlíð 8, sími 621414. Krabbameinsfélagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.