Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 1989 Hlaðir hf. Grenivík: Keyptu Akurey SF frá Homafirði NÝR bátur bætist í flota Gren- víkinga á næstunni, en nýstofhað hlutafélag heimamanna, Hlaðir «• hf., hefur í hyggju að festa kaup á Akurey SF-31 frá Hornafirði. Lágheiði: Mokstur hófst í gær 1 gærmorgun var hafist handa við að moka Lágheiðina, en hún hefur verið lokuð stóran hluta vetrar. Bjöm Brynjólfsson hjá vegaeftir- litinu á Akureyri sagði feiknamik- inn snjó á heiðinni og ómögulegt að segja fyrir um hvenær verkinu yrði lokið. Hann sagði að svo mik- ill snjór hefði ekki verið á heiðinni í fjöldamörg ár og nokkurn tíma tæki að ná honum í burtu. Báturinn var sóttur austur um helgina og er nú í slipp á Akureyri. Akureyin er 201 tonn að stærð og verður stærsti báturinn í Grenivík- urflotanum. Það var Borgey hf. á Hornafirði sem átti Akureyna. Að hlutafélaginu Hlöðum hf. standa frystihúsið Kaldbakur og Sjöfn sf, en síðamefnda félagið gerði út Sjöfn ÞH. Sjafnarinnar bíður nú að verða úrelt og verður kvóti henn- ar færður yfir á Akureyna. Oddgeir ísaksson framkvæmdastjóri fyrir- tækisins segir að við það verði menn nokkuð vel settir með kvóta, en Akurey er á sóknarmarki og hefur 430 þorskígilda kvóta, auk 55 tonna rækjukvóta og einnig eitthvað af síld. Sjöfn hefur gert út frá Grindavík, en Oddgeir sagði að netin hefðu ver- ið tekin upp í gær og væri von á henni til Grenivíkur á morgun. Akureyin kemur úr slipp í kringum 20. júní, en þá er gert ráð fyrir að samningar um kaupin verði undirrit- aðir. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skólanefiidarmenn Háskólans á Akureyri að lokinni skoðunarferð um frystitogarann Örvar HU 21. Háskólinn á Akureyri: Sjávarútvegsdeild taki til starfa um áramót Skagaströnd. SKÓLANEFND Háskólans á Akureyri hélt fyrsta fund sinn utan Akureyrar á Skagaströnd 20. maí. Varð Skagaströnd fyrir valinu sem dæmigerður útgerðarbær en til stendur að koma á fót sjávarút- vegsdeild við skólann og gert er ráð fyrir að kennsla í sjávarútvegs- fræðum hefjist um næstu áramót. Á fundi nefndarinnar var lögð lokahönd á reglugerð fyrir Háskól- ann á Akureyri en vinna við hana hefur verið í gangi undanfama mánuði. Fyrir fundinn fóru nefndarmenn í stutta skoðunarferð um kauptú- nið og skoðuðu síðan frystitogar- ann Örvar HU 21 þar sem Guðjón Ebbi Sigtryggsson skipstjóri kynnti þeim hvernig veiðar og vinnsla ganga fyrir sig um borð í togaranum. Háskólinn á Akureyri tók til starfa í september 1987 og í vetur hafá 60 nemar stundað nám í tveimur deildum, heilbrigðisdeild og rekstrardeild. Fyrirhuguð sjáv- arútvegsdeild mun að nokkru taka mið af sambærilegum deildum í Tromsö í Noregi og Álaborg í Danmörku, en þangað hafa margir íslendingar sótt menntun sína í sjávarútvegsfræðum. Rektor Há- skólans á Akureyri er Haraldur Bessason. - Ó.B. Hjúkrunarfræðingar Kristnesspítali óskar að ráða hjúkrunarfræðinga. íbúðarhúsnæði og barnaheimili til staðar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-31100. Kristnesspítali. Morgunblaðið/Rúnar Þór Blikksmiðjueigendur gefa VMA tölvuforrit Félag blikksmiðjueigenda hélt aðalfund sinn á Akureyri nýlega og af því tilefhi gaf félagið Verkmenntaskólanum á Akureyri útflatningst- ölvuforrit, en slík forrit spara mönnum mikla teiknivinnu. Auk þess gaf félagið einnig kennslugögn um sama efhi. Einkum munu það nemar i blikksmíði sem njóta munu gjafarinn- ar, en að hluta til einnig nemar í plötusmíði. Baldvin Bjarnason skólameistari VMA leiddi blikksmiðjueigendur um skólann og kynnti þá starfsemi sem þar fer fram. Að lokinni af- hendingu forritsins í Verkmenntaskólanum var afhjúpaður skjöldur við Blikksmiðjuna Blikk- virki, en samskonar skildi var einnig fúndinn staður við Blikkrás hf. Að loknum aðalfúndi á sunnudaginn var haldið til Hríseyjar þar sem menn fengu sér að borða. Á myndinni er Bald- vin skólameistari að sýna blikksmiðjueigendum og mökum þeirra húsakynni Verkmenntaskól- ans. Hef nær undantekningar- laust verið settur til hliðar Pólarpels á Dalvík gjaldþrota: - segir Þorsteinn Már Aðalsteinsson ÞORSTEINN Már Aðalsteinsson eigandi Pólarpels á Böggvisstöð- um við Dalvík, en það er stærsta loðdýrabú landsins, óskaði eftir því í síðustu viku að búið yrði lýst gjaldþrota. Búið hefúr haft greiðslustöðvun í fimm mánuði og rann hún út í byijun apríl síðastliðnum. „Skuldirnar eru miklar, en það eru eignimar líka,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn sagði að sala eigna hefði að nokkru leyti verið hafin, en tími hefði ekki unnist til að ganga frá þeim að fullu. Hann sagði enn ekki liggja nægilega ljóst fyrir hversu miklar skuldimar væru, en það kæmi í ljós þegar kröfur yrðu kallaðar inn. Hann sagði að miklar skinnabirgðir væm til bæði í búinu og einnig erlendis sem kæmu á móti skuldum. Auk þess væru miklar eignir fyrir hendi. Þorsteinn hóf loðdýrarækt fyrir átján árum síðan og hefur búið stækkað jafnt og þétt á þeim tíma. Nú eru um 5.000 minkalæður í búinu, en síðasta haust var um 840 refalæðum slátrað. Stærstu kröfuhafar í búið eru Landsbanki Islands, Byggðastofn- TALSVERÐ fækkun hefúr orðið í ijúpnastoftiinum í Hrísey. Þor- steinn Þorsteinsson hefúr und- anfarið verið til talningu í eynni, en henni lauk um helgina. Taln- ingin er gerð á vegum Náttúru- fræðistofnunar íslands. Þorsteinn sagði að nú væru 214 pör f eynni, en í fyrravor taldi hann 295 pör. Þorsteinn sagði að un, Framkvæmdasjóður og Fóður- stöðin á Dalvík. Fyrir liggur frum- varp að nauðasamningum og sagði Þorsteinn að reynt yrði til þrautar Nemar 1 YMA: ÞEIR nemar í Verkmenntaskól- anum á Akureyri sem færast eiga á milli bekkja samþykktu á stofninn hefði verið þijú ár að detta niður, en þegar fæst var, voru pörin rétt rúmlega 30. Aftur á móti þegar mest er væru pörin rúmlega 300. Þorsteinn sagði að rannsóknir á ijúpnastofninum hefðu staðið um alllangt skeið, en enn lægu ekki fyrir niðurstöður varðandi það hvers vegna ijúpunum fækkaði. að fá fjármagn til að vinna sam- kvæmt hugmyndum sem unnið var að á greiðslustöðvunartímanum. „Ég hef nánast undantekningar- laust verið undanþeginn þegar gripið er til aðgerða í þessari grein. Þegar eitthvað hefur verið gert þá hef ég verið settur til hliðar, það er fremur regla en undantekning og því hef ég þurft að greiða mun dýrara fjármagn en aðrir, það er ein af ástæðum þess að svona er komið,“ sagði Þorsteinn. fjölmennum ftindi á fimmtudags- kvöld ályktun þar sem þeir gera það að tillögu sinni að allir áfangar verði metnir í vor. Ennfremur segir að öllum nem- endum verði gefinn kostur á að hefja nám laugardaginn 26. ágúst og verði þá farið á fulla ferð í það námsefni sem eftir var af vorönn 1989. Engin próf verði haldin eftir það, þar sem nemar séu þess viss- ir að tímanum sé betur varið til kennslu en prófa. Þeim nemum sem falli á mati verði gefinn kost- ur á prófum á tímabilinu frá 19.-26. ágúst. Nemarnir vona að tillögur þeirra verði teknar alvarlega og segjast tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að það hljóti farsælan endi. Hrísey: Rjúpnapörum fækkar Allir áfangar verði metnir í vor i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.