Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 52
V^terkur og k_J hagkvæmur auglýsingamiðill! SJQVAníjaALMENNAR FELAG FOLKSINS MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Búvöruverðið hækkar iim allt að 10% á morgirn 18,7% hækkun á bensíni, 13% á gasolíu, 4-20% á hita o g raf- magni og nær 10% á fargjöldum með flugvélum og bílum NÝTT búvöruverð tekur gildi á morgun. Verðlagsnefhdir búvara hafa ekki lokið störíum en ljóst er að verðlagsgrundvöllur sumra tegunda hækkar um allt að 10% og útsöluverð væntanlega heldur meira. Verðlagsráð ræddi á löngum lúndi í gær um ýmsar hækkunar- beiðnir. Samþykktar voru hækkanir á bensíni og olíu, gjaldskrám orkufyrirtækja og fargjöldum flugvéla, sérleyfisbifreiða og leigubif- reiða. Tilkynning um hækkanirnar rverður gefin út í dag, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hækkar Hofsóshreppur; Svipting fjárforræðis framlengd SVIPTING Qárforræðis Hofs- óshrepps og skipun Qárhalds- stjórnar á vegum félagsmála- ráðuneytisins var í gær fram- lengd um tvo mánuði, en hún átti að renna út 1. júní. Greiðslustöðvun hreppsins rann út 19. maí, en að sögn Húnboga Þorsteinssonar, for- manns Qárhaldsstjórnarinnar, hafði þá tekist að semja við flesta lánardrottna sveitarfé- lagsins. Sérstök nefnd á veg- um Hofsóshrepps, Fellshrepps og Hofshrepps kannar nú möguleika á sameiningu þess- ara sveitarfélaga. Að sögn Húnboga Þorsteins- sonar voru lausaskuldir Hofsós- hrepps að mestu leyti greiddar upp áður en greiðslustöðvuninni lauk, en samið var um skuld- breytingar og lengingu á lang- tímalánum. Heildarskuldir hreppsins voru rúmlega 50 millj- ónir króna og lagði Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga fram 10 milljónir til að létta á skulda- byrðinni. Gengið hefur verið frá fjárhagsáætlun til tveggja ára fyrir Hofsóshrepp, þar sem um er að ræða tekjur og útgjöld sveitarfélagsins, og hefur þar verið leitast við að draga saman í rekstrinum og auka tekjurnar. „Athyglin beinist nú að viðræð- um fulltrúa Hofsóshrepps, Fells- hrepps og Hofshrepps um sam- einingu sveitarfélaganna, en menn gera sér vonir um að ef af sameiningu þeirra gæti orðið, þá verði þar um öflugri einingu að ræða, sem betur yrði í stakk búin til að standa undir rekstri sveitarfélags af þessu tagi,“ sagði Húnbogi. Jiolstakk sjálfan sig Maður á sextugsaldri kærði tvo til þijá óþekkta menn fyrir að veita sér tvær hnífsstungur á sunnudagsmorg- un. Hann hefur nú játað við yfír- heyrslur að hafa veitt sér áverkana sjálfur, að sögn Helga Daníelssonar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. bensínlítrinn um 8,20 kr. á morgun, eða um 18,7%, og kostar því 52 krónur. Gasolía hækkar um tæp 13%, úr 10,90 í liðlega 12 krónur lítrinn. Bensínhækkunin ein hefur í för með sér um 0,8% hækkun framfærsluvísitölu. Af þessum 8,20 krónum renna 4,40 í ríkissjóð. 1,25 kr. er hækkun bensíngjalds og 3,15 krónur eru tollar og söluskattur af hækkuninni. Auk bensín- og olíuverðshækk- unar ræddi verðlagsráð beiðni Flug- leiða um 15,4% hækkun á far- og farmgjöldum í innanlandsflugi, beiðni nokkurra hita- og rafveitna um gjaldskrárhækkanir á bilinu 4—20%, sérleyfishafa um 14—17% hækkun og Ieigubílstjóra um 13% hækkun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru beiðnir hita- og rafveitna samþykktar í flestum tilfellum en heimiluð hækkun á far- gjöldum mun vera rétt innan við 10%. Sexmannanefnd ákveður í dag nýtt verð til bænda á mjólk, naut- gripakjöti, kjúklingum og fleiri teg- undum, en verð á kindakjöti hækk- ar ekki til bænda. Verðlagsgrund- völlurinn hækkar misjafnlega mik- ið. í gær var útlit fyrir að mjólk og nautgripakjöt hækkaði um allt að 10%. Inn í verðið núna kemur tæplega 30% hækkun áburðar sem leiðir af sér um 2,5% hækkun mjólk- ur og nautakjöts. Aðrar helstu ástæður hækkunarinnar eru hækk- anir á aðföngum sem fram komu eftir að verðstöðvun var aflétt, gengisbreytingar, leiðrétting á launalið samkvæmt yfirnefndarúr- skurði og launahækkun bænda í kjölfar kjarasamninga síðustu vikna. „Við munum halda því niður- greiðslustigi sem verið hefur,“ sagði Olafur Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra, er hann var spurður hvort ríkissjóður myndi auka niður- greiðslur vegna fyrirsjáanlegrar búvöruhækkunar. Það þýðir að út- söluverð búvara mun væntanlega hækka meira en verðið til bænda á þeim vörum sem eru mikið niður- greiddar. Fimmmannanefnd, sem verðleggur buvörur í heildsölu, hef- ur hins vegar ekki lokið við verð- lagninguna og því ekki ljóst hver endanleg hækkun útsöluverðs verð- ur. Norræna; Farþeg- um íjölgar BÍLFERJAN Norræna kemur til Seyðisfjarðar á morgun, fimmtudag, í fyrsta sinn á þessu sumri. Að sögn Jónasar Hallgríms- sonar hjá Austfari hf. á Seyðis- firði er um 25% aukningu á bók- unum farþega héðan að ræða í sumar frá síðasta ári. Morgunblaðið/Bjami Ökuferðinni lauk í Tjörninni Ung stúlka missti stjórn á bifreið sem hún ók norður Sóleyjargötuna síðdegis í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin stakkst á nefið ofan í Tjörnina. Stúlkan slapp án meiðsla og bifreiðin skemmdist lítið, en nokkrar umferðartafir urðu vegna óhappsins. Stefhir í svipaðan grálúðu- afla þrátt fyrir minni kvóta Vestfjarðatogarar á þorski á Austfjarðamiðum - Austfirðingar á grálúðunni fyrir vestan MIKILL og góður grálúðuafli hefúr verið að undanförnu á Hamp- iðjutorginu svokallaða út af Vestfjörðum. Sóknarmarksskip að vestan hafa lokið aflahámarki sínu og stunda nú þorskveiðar út af Aust- fjörðum. Austfirzku sóknarmarkstogararnir eru hins vegar komnir vestur til að taka grálúðuhlut sinn. Aflamarksskip hafa í töluverðum mæli breytt þorski yfir í grálúðu og segir Guðjón A. Krisfjánsson, forseti FFSI, að útlit sé fyrir að grálúðuafli verði svipaður nú og í fyrra, þrátt fyrir verulegan niðurskurð á útgefnum veiðiheimildum. Á síðasta árí veiddust um 50.000 tonn af grálúðu, ein að tillögum fiskifræðinga er aðeins heimilt að veiða um 30.000 tonn af henni nú. Togurum á sóknarmarki var úthlut- að ákveðnu grálúðuhámarki, 550 tonnum, en aflamarkstogurum ákveðnum kvóta. Togbátar á sókn-' armarki sæta hins vegar aðeins takmörkunum í þorskveiði. Skipum á aflamarki er heimilt að breyta ótakmörkuðu magni af þorski yfir í aðrar tegundir, bátar á sóknar- marki mega sækja óheft í grálúð- una að frátöldum stoppdögum, en togurum á sóknarmarki er ekki heimilt að breyta þorski í grálúðu, aðeins þorski yfir í karfa og þeir mega ekki kaupa kvóta. Fyrir hvert kíló af þorski fæst tæplega 1,5 kíló af grálúðu. Ekki liggur fyrir hver grálúðuaflinn er orðinn það sem af er árinu, en i apríllok var hann orðinn tæp 12.000 tonn, um 500 tonnum meiri en á sama tíma árið áður. Veiði er jafnan mjög mikil í maí. Guðjón A. Kristjánsson segir að þetta dæmi sé í raun grátbroslegt. Eitt af meginmarkmiðum kvóta- kerfisins hafi verið að vernda fiski- stofnana. Með það í huga hafi grá- lúðukvótinn verið skorinn niður. Hins vegar sé kerfið þannig upp- byggt að með Iöglegum hætti, sé hægt að taka miklu meira en út- gefnar veiðiheimildir segi til um. Því stefni í það að grálúðuaflinn verði jafnmikill og í fyrra. Mjög mikið sé af grálúðu á miðunum og afli mikill á úthaldsdag. Veiðin sé því mjög hagkvæm og verð fyrir grálúðuna gott, einkum heilfrysta fyrir Japansmarkað. Þess vegna skipti menn gjarnan úr þorski í grálúðu. Guðjón segir það út í hött að breyta grundvallaratriði kvóta- kerfisins með þeim hætti að setja grálúðuhámark á alla sóknarmarks- togara. Kerfið hefði verið byggt upp á reynslu manna og á reynslutíman- um hefðu Vestfirðingar og Norð- lendingar verið nær einir um grá- lúðuveiðina. Nú væri þessu bylt og þeim, sem aldrei hefðu stundað þessar veiðar og ættu því takmark- að erindi í þær, att út í þær. Hver maður sæi, að í því gæti tæpast falizt hagkvæmni að vestfirzkir tog- arar hrektust af grálúðumiðunum austur fyrir land, en Austfirðing- arnir sigldu f tvo sólarhringa vestur undir miðlínu til að ná í grálúðu, sem þeir væru óvanir að veiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.