Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 27
Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ræðu sína á afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins á Hótel íslandi 25. maí síðastliðinn. inner atíma ar upp og hafðar sem forskrift að nýjum úrræðum. Engin mál eru leyst. Öllu er frestað inn í framtíð- ina. Miðstýring er allsráðandi og bjárgráðið ætíð það sama: Ríkis- valdið kaupir sér frest frá því að horfast í augu við vandann, kaupir sér stundarfrið á vinnumarkaði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, kaupir atvinnulífinu stundarfrest með millifærslum og eríendum lán- um, og loks kaupir ríkisstjórnin sér gálgafrest með því að stinga höfð- inu í sandinn í þeirri von að þá sé ekki hægt að smeygja reipinu um háls hennar. Þessir villuráfandi menn virðast þrátt fyrir reynslu sögunnar, sem ég áðan nefndi, enn trúa því að hægt sé að fara í fræða- kistil félagshyggjunnar til að finna úrræði. Þeir virðast enn trúa því að félagshyggjan búi yfir töfraráð- um, sem séu betur fær um að leysa vanda í hverri lífsgátu en einstakl- ingarnir og fyrirtækin geta gert, ef almennu skilyrðin eru í lagi og afskiptasemi hins opinbera í lág- marki. Þetta minnir mig á sögu, sem ég heyrði sagða um Olaf Thors, sem eitt sinn kom á kosningafund og tók menn tali. Þar kom upp í sam- ræðunum, að maður nokkur sagðist jafnan ganga með á sér völustein einn magnaðan, sem gerði það að verkum að alls konar fár og sjúk- dómar, sem yfir aðra menn gengu, sneyddu hjá honum. Maðurinn sá að Ólafur hafði ekki mikla trú á þessu og mislíkaði honum það nokk- uð og gerði sitt ýtrasta til að sann- færa Olaf um þýðingu þess úrræðis að ganga með annan eins verndar- grip upp á vasann. Fór svo að lokum að maðurinn færði Ólafi völustein slíkan og bað hann að prufa þetta sjálfan. Ári síðar hittust þeir aftur við sama tækifæri, og maðurinn vatt sér að Ólafi og spurði hvernig gengið hefði. Ólafur sagði að enn gengi hann með steininn, tók hann úr vasa sínum og sýndi manninum. „Og það get ég sagt þér,“ sagði Ólafur, „að síðan ég fór að ganga með steininn hef ég ekki fundið fyrir gigt í hægri fætinum." Maður- inn varð himinlifandi yfir þessum tíðinum, ljómaði _ eins og tungl í fyllingu, þar til Ólafur sagði: „Og það sem meira er, þessi galdra- steinn er afturvirkur því áður en ég fékk steininn hafði ég heldur aldrei haft gigt í hægri fætinum." Úrræði félagshyggjunnar eru al- gerlega afturvirk, ekki í þeim skiln- ingi að þau leysi úr löngu liðnum vandamálum, heldur i þeim skiln- ingi, að þau færa okkur aftur á bak í þróuninni, lífskjörin versna, hagur fólksins þrengist. Maður, sem lengi ■ hafði fylgst með stjórnmálum, sagði, er hann sá tilbrigði núver- andi ágæts forsætisráðherra, að ljóst væri að eplið félli sjaldan langt frá eikinni. Það er kannski meiri ástæða til fyrir íslendinga að hafa áhyggjur af því núna þegar blasir við að ríkisstjórnin leysir sín mál með samfelldri skuldasöfnun, er afbökun á því ág;æta máltæki, „að sjaldan fellur vixill langt frá gjald- daga“. Það er ljóst að um leið og ríkisstjórnin segist framfylgja jafn- launastefnu, gerir hún samninga, sem fela í sér stórkostlegan launa- mun í framtíðinni. Sá víxill fellur fyrr en varir. Jafnljóst er að stefnt er að mikilli kjararýrnun þjóðarinn- ar í heild á næstu árum með stór- felldri skuldasöfnun nú og með því áð fresta úrlausn allra mála með greiðslum innistæðulausra ávísana. Sennilega komast stjórnarherrarnir lengst í því að ganga sæmilega til verks með þeim hætti, sem lýsi út úr svari eins af ráðherrunum í út- varpinu í gær eða fyrradag. Hann var spurður um tiltekið álitaefni og sagði þá: Mér fínnst koma til at- hugunar að láta skoða, hvort hægt sé að kanná þessa hug- mynd. Það vantar ekki tilþrifin í þessu svari. Flokkur allra tíma Eg velti því fyrir mér í byrjun, hvort að einhverjum af okkar fyrstu forystumönnum hefði komið til hug- ar að gera mætti flokkinn þeirra óþarfan á 60 árum eða svo, og ég komst að þeirri niðurstöðu, að þótt vel hefði miðað í mörgum efnum væri margt verkið óunnið. Og ég vil ganga lengra. Eg vil leyfa mér að halda því fram, að sagan sýni að Sjálfstæðisflokkurinn sé í raun flokkur allra tíma, ekki bara flokk- ur til að koma okkur út úr krepp- unni eða tryggja að hvergi verði hvikað í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar né að tryggja atvinnufrelsi einstaklingsins jafnt innanlands og í viðskiptum við erlenda menn. Það bendir flest til að baráttutækið sé jafn nauðsvnlegt í dag og það áður var og verði svo um ófyrirsjáanlega framtíð. I mínum huga var það mikill fyr- irboði, að þegar kreppa, doði og vonleysi umlyki allt og alla bæði í fjarlægum auðugum ríkjum og þó ekki síður hér heima í fátæku norð- lægu landi, þá risu upp menn og stofnuðu flokk, sem hafði og hefur trúna á manninn í öndvegi stefnu sinnar. Og um líkt leyti kvaddi sér hljóðs skáld, sem þótti veröldin fög- ur og sagði frá því. Tómas Guð- mundsson gaf út sína Fögru veröld og gaf samtímamönnum sínum hlutdeild i þeirri veraldarfegurð, sem skáldlegt innsæi hans sá í fá- tæktarkreppunni miðri, og forráða- menn Sjálfstæðisflokksins stofnuðu flokk til að færa þá draumsýn í veraldlegan búning. Sigurvissan hjá þeim hvorum tveggja, skáldinu og brautryðjendum Sjálfstæðisflokks- ins, byggðist á trúnni á manninn, á afli hans og atgervi, svigrúmi I hans til orðs og æðis og ekki síður hinu að þá væri einstaklingurinn líklegastur að gera öðrum manni gagn, þegar hann fengi sjálfur best notið hæfileika sinna. Ræðst ekki á neina hópa Þegar skáldið gaf mönnum þann- ig hlutdeild í fagurri veröld og nýrri von og hinn ungi stjórnmálaflokkur vildi ryðja þeirri von braut, var ör- birgðin nánast óbrigðull skuggi hvers einasta manns. Aðeins örfáir menn gátu þá efnahagslega um fijálst höfuð strokið á þessu landi. Sjálfstæðisflokkurinn stefndi jafn- an að því að verða fjöldaflokkur. Hann ætlaði aldrei að verða flokkur þessara örfáu manna, sem flutu ofan á. Hann var flokkur, sem trúði því ekki, að það væri forsenda fram- fara að ota fólkinu hveiju gegn öðru. Hann trúði á að stéttirnar hlytu að vinna saman, stétt með stétt, að framþróun í landinu; og í því liggur einmitt galdurinn og í því liggur einnig skýringin á því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áskilið sér rétt að ráðast á tiltekna hópa í þjóðfélaginu eins og aðrir flokkar gera einatt. Alþýðu- bandalagið gengst upp i að ráðast á tiltekna hópa með einkunnagjöf- um: arðræningjar, auðvald, kaup- menn, pilsfaldakapítalistar, há- tekjufólk, sníkjudýr. Alþýðuflokk- urinn hefur líka sína skotspæni og nefnir óspart. í para-Sís Framsókn- arflokksins komast ekki allir inn og reyndar æði margir, sem langar ekki þangað inn. En Sjálfstæðis- flokkurinn ræðst ekki á neina hópa í þjóðfélaginu, því slíkt gengi þvert á grundvallarstefnu hans. Hann hefur auðvitað haft trú á fijálsu atvinnulífi og viljað veg þess sem mestan. En hann hefur jafnan-verið lang-stærsti launþegaflokkurinn og er það enn. Hann vil vera brautryðj- andi fyrir það fólk og hann vill ekki síður vera bakhjarl þess. Sjálf- stæðisflokkurinn vill sigla mikinn og grípa hvern þann byr, sem gefst, en hann vill líka að þjóðin eigi traust akkeri og öryggishöfn í vá- lyndum veðrum. Sagan sýnir, jafnt gömul og ný, að félagshyggjan vill flækja sérhvern mann í netum sínum svo þeir megi sig hvergi hræra, að minnsta kosti ekki þann- ig, að þeim, sem um netsendana halda, líki það verr. Sjálfstæðis- flokkurinn vill annars konar net. Hann vill þéttriðið öryggisnet, sem tekur af þeim mönnum höggið, sem falla kunna um hríð, er þeir taka þátt í þeim línudansi, sem lífsbarátt- an óhjákvæmilega er og ætíð verð- ur. Draumur stóra Sannleiksmann- anna og hugsun félagshyggjunnar um að hægt sé að afnema lífsbarátt- una hefur breyst í martröð í hvert sinn, sem reynt hefur verið að breyta þeim draum í veruleika. Þrátt fyrir að okkar flokkur kunni að hafa átt undir högg að sækja og þrátt fyrir (og kannski vegna þess) að pólitískir andstæðingar » 2K okkar hér á landi virðast ganga þvert gegn þróuninni um víða ver- öld og trúa meir á ríkisforsjá en frjálslyndi, þá hlýtur framtíð þessa flokks að vera björt. Við vorum enn fátækt, frumstætt bændaþjóðfélag þegar til hans var stofnað. Þá var akurinn enn óplægður, langt í sán- inguna og enn lengra í uppskeruna. Flokkur okkar hefur margan akur- inn plægt og í margt flagið sáð og uppskeran hefur verið ríkuleg. Enn er þó mikið verk að vinna. Það rætast ekki allar vonir, hvorki hjá fólki né flokki, en meðan við höfum hreinan skjöld og vitum að við höf- um gert okkar besta, er gefið, að mótlætið verður eingöngu nýr afl- gjafi til átaka. Andstæðingarnir eru stundum að furða sig á því, hvernig á því standi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið svo stór á meðan hægri flokk- ar á Norðurlöndum hafi verið miklu minni og haft miklu minni pólitíska þýðingu en Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt að segja, að þetta sé einhver sögu- legur misskilningur íslensku þjóðar- innar ellegar að þetta lúti einhveij- um sérstökum lögmálum, sem ekki hafi verið fyrir hendi annars staðar en hér, svo sem eins og að forystu- menn okkar hafi haft meiri per- sónutöfra til að bera en stjórn- málaforingjar á Norðurlöndum. Síst vil ég úr því draga að okkar forystu- menn voru og eru úrvals- og af- bragðsmenn, en það breytir ekki þeirri skoðun minni, að þessar vangaveltur andstæðinganna eru sjájfar allar á misskilningi byggðar. í rauninni finnst mér miklu merkilegra álitaefni, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki orðið ennþá stærri heldur en reynsl- an hefur þó sýnt. Ég er þess full- viss að stefna hans á mikinn hljóm- grunn með þjóðinni. íslenska þjóðin er sjálfstætt fólk. Vísast hefur ranglát kjördæmaskipun, pólitísk misnotkun í skjóli hennar og stór- felld ríkisafskipti aftur í því tvöfalda skjóli gert flokknum löngum erfitt. Eigi að síður er grundvöllurinn fyr- ir hendi. Sá grundvöllur býr í hugar- fylgsnum fólksins í landinu. Allur þorri þess á samleið með Sjálfstæð- isflokknum. Ég hitti í morgun einn af and- stæðingum flokksins, þó ágætan mann, á götu í miðborginni og hann óskaði til hamingju með daginn. Við tókum spjall og hann sagði sem svo: Jú, nú er Sjálfstæðisflokkurinn 60 ára og hefur haft mikið hlutverk og er á marga lund einstæður flokk- ur. En segðu mér eitt: Ef Sjálfstæð- isflokkurinn væri ekki fyrir hendi í dag, hvað myndirðu gera, hvar myndirðu skipa þér á bekk? Ég þurfti ekki að hugsa svarið lengi, en það var þetta: Væri Sjálfstæðis- flokkurinn ekki til í dag, þá myndi ég nota tækifærið, skjótast upp á Hótel ísland í kvöld, hitta þar fólk, sem ég vil blanda geði við, og stofna með því Sjálfstæðisflokk. < •• Parísarfundur um mannréttindaþátt ROSE: Samskipti Norðurlandaþjóða eru heiminum til eftirbreytni -sagði Albert Guðmundsson, formaður íslensku sendinefhdarinnar Á Ráðstefiiu um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, sem lauk í Vínarborg í janúar sl., var ákveðið að halda þijá fundi um mannúðar- þátt RÖSE áður en ijórði framhaldsfuudur ráðstefiiunnar hefst í Helsinki í mars 1992. Fyrsti mannréttindafundurinn hófst í París í gær og þar flutti formaður íslensku sendinefiidarinnar, Albert Guð- mundsson sendiherra, ræðu. Auk Alberts í íslensku sendinefndinni voru þeir Benedikt Jónsson sendiráðunautur og Hannes Heimisson sendiráðsritari. Næstu fiindir verða haldnir í Kaupmannahöfii og Moskvu. í ræðunni vék Albert Guðmunds- son meðal annars að samskiptum þjóða á milli og sagði: „Flest okkar sem hér erum samankomin teljum að friðsamlegt umhverfi, án utanað- komandi ógna, sé grunnurinn að heilbrigðri framvindu mannlegra samskipta og samvinnu, hvort sem er innan landamæra ríkis eða á milli landa. Friði og öryggi verður ekki komið á nema fyrir tilstilli ríkisstjórna sem af einlægni vilja stuðla að mannlegri reisn og ský- lausum mannréttindum þegnanna. Þess vegna verður virk slökunar- stefna ekki slitin úr samhengi við þá viðleitni að koma á grundvallar- frelsi og mannréttindum. Við teljum að sú virðing og hið gagnkvæma traust sem ríkir á milli Norðurlandaþjóðanna gæti í mörgu tilliti verið heiminum öllum til eftir- breytni. Einstaklingar eru í engu frábrugðnir ríkjum þegar til þess er litið að þeir bera í btjósti sér meðfædda sjálfstæðisþrá og vilja ekki lúta óréttlátum lögum og reglugerðum," sagði Albert Guð- mundsson. Albert sagði í ræðu sinni að efnt væri til funda um mannréttindaþátt RÖSE, sem væru undanfari Hels- inki-fundarins 1992, með það að markmiði að auka skilning og trún- að á milli þjóða. Hann sagði jafn- framt að undanfarin tvö og hálft ár hefði vel tekist til við að sætta andstæð sjónarmið á meðal Evrópu- ríkja. Síðan sagði Albert: „Hins vegar eru á þessu brotal- amir, því miður. Einstaklingar eru enn fangelsaðir fyrir stjórnmála- eða trúarskoðanir sínar, uppræta verður hömlur á fijálsu upplýsinga- og hugmyndastreymi og kveða verður niður þjóðernisátök, trúar- legar ofsóknir og félagslegt órétt- læti. Leyfið mér að nefna þijú dæmi máli mínu til stuðnings: 1. íslenska ríkisstjórnin telur að í Rúmeníu sé samþykktum RÖSE síst framfylgt. Öll ákvæði RÖSE- samþykktarinnar, sem almennt samkomulag tókst um, hljóta að eiga við aðildarríkin 35. Það þarf ekki að taka það fram að þetta á einnig við um Rúmeníu, eins og íslenski utanríkisráðherrann lýsti yfir á Vínarfundinum 17. mars sl. 2. Við erum ánægðir með að ríkisstjórn Tékkóslóvakíu hefur leyst Vaclav Havel úr haldi. Á hinn bóginn er ljóst að ekki hefði átt að beita ofbeldi gegn friðsamlegum mótmælendum í Prag. 3. Við erum áhyggjufullir vegna frétta um að friðsamleg mótmæli tyrkneskra innflytjenda í Shoumen- og Kardzhalí-héruðum í Búlgaríu hafi verið barin niður með hörku, sagði Albert Guðmundsson.“ Fundinum í París lýkur 23. júní næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.