Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 n n SÁPUGERÐIN FRIGG Ö U Á R A Hefur starfað hjá FRIGG í 59 ár Þessi mynd er tekin fyrir allmörgnm árum af Friðriki Daníelssyni við störf iyá Frigg. Þvolið rennur í vínflöskurnar hjá Jónu Árnadóttur sem vann allan sinn starfaldur hjá Frigg. Starfsemin nú öflugri en nokkru sinni fyrr Það eru sjálfsagt ekki margir sem eiga nærri sextíu ára starfsaldur hjá sama fyrir- tækinu en Friðrik Daníelsson hefur starfað hjá Sápugerð- inni Frigg í 59 ár. Hann er nú liðlega sjötugur og hefiir enn með höndum ýmsa snún- inga og pappírsvinnu. Hann var spurður hvort miklar breytingar hefðu orðið hjá Frigg þessa áratugi sem hann hefur verið þar við störf: Já, það hefur nú heldur betur breyst ýmislegt frá því ég hóf störf hjá Frigg alþingishátíðarárið. Þá var ég á fjórtánda ári og byrj- aði á að sendast en fór síðan að aðstoða við framleiðsluna og þess háttar. Hvers vegna fórstu til starfa hjá Frigg? -Við vorum nú alltaf að sniglast þama í kring strákamir og svo kom að því að það vantaði sendil. Ég hefði svo sem alveg eins getað lent íSlippnum eða á sjónum því við vorum auðvitað mikið þar og á bryggjunum líka. En mig lang- aði aldrei á sjóinn svo þegar Frið- rik Gunnarsson bauð mér að taka til hendinni hjá Frigg og þáði ég það og hef starfað hjá fyrirtækinu síðan. Hér hafa margir starfað áratugum saman en aðrir styttra eins og gengur og það kemur oft fyrir að gamlir starfsmenn koma í heimsókn til okkar og fylgjast með sínum gamla vinnustað. Voru starfsmenn margir þessi fyrstu ár sem þú vannst hjá Frigg? -Nei, það er nú ekki hægt að segja það. í allmörg ár voram við nú bara tvö, systir mín Kristín og ég. Þannig var það fyrstu 15 árin - við unnum öll verkin. En strax eftir stríðið tók fyrirtækið að vaxa og starfsmönnum fjölgaði. Hefur þetta verið erfiðisvinna gegnum árin? -Ekki beint erfíðisvinna en það var auðvitað margt handtakið sem þurfti að gera og við voram ekk- ert að spyija að því hvað var er- fitt og hvað ekki. Við lyftum fimmtíu kílóa sekkjum og losuðum úr þeim í hrærivélamar og stund- um vora það hundrað kílóa pokar. Ég man hins vegar vel þegar ég hætti að bera 100 kg poka á bak- inu. Þá var ég að vinna á Skólavörð- ustígnum og var að bera 100 kg poka á bakinu niður í kjallarann og mér skrikaði fótur og ég rann niður stigann. Ég var heppinn því ég meiddist ekki en ákvað að bera ekki framar þessa þungu poka. En ég kannast ekki við nein þræl- dóm hjá Frigg - það er öðra nær. Það gekk nú svona upp og nið- ur með alla hráefnisöflun á stríðsárunum og ég man eftir ýmsum uppákomum í því sam- bandi og við urðum að þjarga okk- ur eftir bestu getu. Ég sauð til dæmis einu sinni sápu úr smjöri! Það hafði verið flutt hingað smjör frá Bandaríkjunum og meðan menn vora að rífast um hver skyldi græða á þeim innflutningi, bændur eða innflytjendur, skemmdist smjörið. Hjalti Gunn- arsson sem þá vann við smjörlíkis- gerð og ég reyndum samt að nýta það og við gátum sápað úr því mygluna. Hjalti gat síðan unnið hluta af smjörinu upp á nýtt og ég bjó til fyrirtaks blautsápu úr afganginum sem var milli eitt og tvö tonn og ég hafði aldrei fengið betra hráefni á stríðsáranum! Og Friðrik heldur áfram störf- um hjá Frigg þótt kominn sé yfir sjötugt: -Já, ég hef alltaf kunnað vel við mig hjá Frigg og fyrirtækið hefur þróast eins og mörg önnur stórfyr- irtæki. Þetta byijaði sem hálfgerð- ur bílskúrsiðnaður sem síðan stækkaði smám saman og verður að lokum stærsta sápugerð lands- ins. Sápugerðin Frigg i Garðabæ hefúr nú í sex áratugi framleitt sápur og hreinsiefni fyrir heim- ili og fyrirtæki landsins og átt sinn þátt í þvi að sjá til þess að landsmenn eru sæmilega þvegn- ir og stroknir. Þau eru ekki mörg íslensku iðnfyrirtækin sem hafa í dag náð sextíu ára aldri en Frigg er eitt þeirra. Skin og skúrir hafti skipst á eins og geng- ur og hafa starfsmenn fyrirtæk- isins aðlagað það breyttum að- stæðum á hverjum tíma. Gunnar J. Friðriksson veitti fyrirtækinu forstöðu í áratugi en árið 1987 tók Jón Þorsteinn Gunnarsson rekstrarhagfræðingur við stöðu framkvæmdastjóra. í spjalli við blaðamann Morgunblaðsins greina þeir frá helstu atriðum í starfsemi fyrirtækisins fyrr og nú ásamt Friðriki Daníelssyni sem á lengstan starfsaldur hjá Frigg. Hjá Gunnari fræðumst við einkum um helstu áfanga í gegn- um sextiu ára sögu og þjá Jóni Þorsteini um stöðu mála í dag. Hjá sápugerðinni Frigg er raunar ekki aðeins framleitt þvottaduft og þvottalögur heldur margs konar efni til nota í iðnaði og á stofnunum. Þar að auki sér Frigg um að útvega okkur tæki og annað það sem þeir ekki fram- leiða sjálfir til að viðhafa megi allt þetta hreinlæti á sem þægilegastan hátt. Jón Þorsteinn Gunnarsson ; framkvæmdastjóri: -Frigg er iðnfyrirtæki sem fram- leiðir kringum 150 mismunandi - segirJón Þorsteinn Gunnarsson framkvæmda- stjóri vörutegundir og rekur auk þess umboðssölu fyrir nokkur hundruð innlendar og erlendar vörutegundir sem tengjast ræstingu og hreinlæt- ismálum, segir Jón Þorsteinn. -Við seljum allar hreinlætisvörur til heimilisnota, hreinlætis- og ræst- ingavörur til nota hjá stofnunum og hreinsi- og sótthreinsiefni fyrir iðnaðinn og þar á ég fyrst og fremst við fiskiðnað auk þess sem mjólk- uriðnaður og annar matvælaiðnað- ur tilheyrir þessum markaði. Markmið okkar er að bjóða allar þær vörur sem heimili og fyrirtæki þurfa til hreingeminga og þvotta. Mér finnst sérstök ástæða til að nefna að meðal stórra viðskiptavina okkar eru margs konar iðnfyrir- tæki í matvælaframleiðslu og sjáv- arútvegi og fiskvinnslu sem fá hjá okkur hvaðeina sem þau þarfnast til að uppfylla ströngustu kröfur um hreinlæti eins og ávallt er í slíkum iðnaði. Þar er ég bæði að tala um ýms- ar framleiðsluvörur okkar sem oft eru þróaðar í samvinnu við notend- ur og annan búnað og tæki sem við getum útvegað og tökum í umboðssölu fyrir innlenda og er- lenda framleiðendur. Margs konar ráðgjöf í þessu sambandi minnist Jón Þorsteinn á rannsóknastofu fyrir- tækisins þar sem efnaverkfræðing- ar sjá um vöruþróun og gæðaeftir- lit og hafa jafnframt yfirumsjón með framleiðslunni: -Verkfræðingar rannsóknastof- unnar bera ábyrgð á og stjórna daglegri framleiðslu. Hlutverk þeirra er einnig gæðaeftirlit til að tryggja það að við látum aðeins frá okkur góða vöru og síðan er stór þáttur í starfí rannsóknastofunnar að þróa og kanna nýjungar. Ég nefndi áður að við framleiðum mik- ið fyrir iðnfyrirtæki og ýmsar stofnanir. Starfsmenn þeirra koma oft hingað með ýmis konar vanda- mál varðandi hreinsun og ræstingu og við tökum þátt í að leysa slíkan vanda. Þar getur verið um að ræða að leita að réttu blöndunni til að * þrífa ákveðna hluti, gólf eða vélar og stundum leiðir þetta til þess að ný vara verður til og er sett á markað. Hingað koma líka oft ræstinga- stjórar og aðrir sem stjórna ræst- ingu á stórum vinnustöðum og leita ráða. í þessu sambandi má nefna að vaxandi þáttur f starfsemi okkar er margs konar ráðgjöf við notend- ur. Við útbúum til dæmis hreinlæt- isáætlanir fyrir einstaka viðskipta- vini þar sem tekið er tillit til að- stæðna á hveijum stað, tíðni þrifa áætluð, rétt hreinsiefni ákveðin svo og blöndunarhlutfall og ræstinga- tæki ákveðin. Auk þess aðstoðum við viðskiptavini við þjálfun starfs- fólks sem vinnur við ræstingu. Hjá Frigg starfa í dag um 40 manns. Á síðustu árum hefur vél- væðing aukist mjög í verksmiðjunni og Jón Þorsteinn greinir nánar frá því: Endurskipulagning -Við erum hér í eigin 2200 fer- metra húsnæði og höfum nægt lóð- arrými í Garðabænum til framtíð- arinnar. Árið 1987 fór fram veruleg endurskipulagning og vélvæðing í verksmiðjunni. Öll framleiðslukeðj- an var endurskipulögð og í fram- haldi af þvf vélvæddum við pökkun- ina verulega. Má segja að þar hafi vélar tekið við af mannshöndinni þar sem því varð við komið en uppsagnir starfsmanna hafa þó verið með minnsta móti, við höfum hins vegar ekki ráðið 'í stað þeirra sem hætt hafa. Lítill markaður hér gerir það að verkum að við getum ekki einbeitt okkur að því að framleiða fáar vörutegundir í miklu magni. Við verðum að bjóða mikið úrval og þess vegna höfum við lagt áherslu á að hafa til sölu hjá okkur auk eigin framleiðsluvara öll þessi tæki sem tengjast ræstingu eins og ég gat um. Lítið eftirlit Og ekki möguleiki á útflutningi? -Við höfum lítillega reynt fyrir okkur og náð markaði í Færeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.