Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVUGJDAGUR MAÍ 1989 13 Á það að liggja fyrir okkur að drukkna hér eins og rottur? - rætt við Gunnar Þorvaldsson GUNNAR Þorvaldsson flugstjóri hjá Amarflugi, sem ásamt félaga sínum og meðeiganda, Stefáni Áraasyni, nauðlenti tveggja hreyfla einkaflugvél við Kristinasand í Noregi og komst við illan leik út úr vélinni, er kominn heim. Hann er í frii og bíður eftir niðurstöð- um rannsóknar norskra loflferðayfirvalda á orsökum slyssins. Tveggja þumlunga skurður við vinstri augabrún er einn til marks um að Gunnar hafl nýlega sloppið úr bráðum lífsháska. Hann seg- ist vera sannfærður um að niðurstaða rannsóknarinnar geti aðeins orðið á eina lund, sú að eldsneyti hafí lekið af vélinni út um öndun- arop eldsneytiskerflsins. Hann hefúr nú fengið staðfest að slíkt heflir áður átt sér stað á þessari vél. Morgunblaðið hitti Gunnar að máli og fékk hann til að segja söguna af flugferðinni, allt frá upphafl, á flugvellinum í Malmo í Svíþjóð. Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Þorvaldsson á heimili sínu á Seltjaraarnesi með dóttur sinni Pálu. Þau feðginin eru bæði nýbúin að lenda í slysum. Eins og sést á myndinni er Pála handleggsbrotin, það gerðist þegar hún var að fara handahlaup. Hins vegar er ekki skrámu að sjá á pabba hennar. 14 ára dóttir Gunnars, Katrin, sem er ekki með á myndinni, er lika í gipsi en hún fótbrotnaði þegar hún missteig sig í stiga. „Áður en við lögðum af stað frá Malmo gengum við - eins og alltaf er gert — úr skugga um að vélin væri með eldsneyti til fímm stunda flugs,“ segir Gunnar. „Við opnuð- um tankana og sáum að þeir voru fullir og það kom heim og saman við það sem mælamir sýndu. Síðan lögðum við af stað, fyrst til Skien í Noregi en þaðan beint til áfanga- staðarins, Eggemoen. Þar létum við gera við smágalla. Viðgerðin tók tvo tíma og að henni lokinni fórum við til Kristiansand. Þegar við áttum skammt eftir að flugvell- inum og áttum samkvæmt elds- neytismælum og flugtíma að eiga eftir bensín til rúmlega klukkuríma flugs, stöðvuðust báðir hreyflamir skyndilega." Það munaði 15 sekúndum Eftir það gerðust hlutirnir hratt; ég sá völlinn í Kristiansand og hafði lengi von um að ná inn á hann en sá fljótlega að það stæði allt of tæpt. Ég ímynda mér að það hafí vantað svona 15 sekúndur á að það tækist. En það þýddi ekki að reyna það og mörg alvar- leg flugslys verða einmitt þegar menn em að reyna eitthvað um- fram það sem aðstæðumar leyfa. Því var ákveðið að lenda í sjónum og við félagamir munum síðast eftir okkur rétt í þann mund sem vélin er að skella í sjónum, þá líklega á 80 hnúta hraða. Rétt áður heyrðist í ofrisflautunni. Þá hafa kannski verið liðnar 45 sek- úndur frá því að drapst á hreyflun- um. Vatnið náði okkur í brjóst „Við steinrotuðumst báðir við lendinguna. Vélin fór á hvolf - hún hefur sporðreistst - og við vöknuð- um við að vatnið seytlaði við haus- ana á okkur. Ég þurfti að beijast við að losa mig og fór síðan aftur í, þangað sem Stefán var kominn á undan mér og var að berjast við að opna hurðina. Hún stóð á sér af því að eitthvað í umbúnaðinum hafði skekkst. Á þeirri stundu var ég svo vankaður að ég gerði mér enga grein fyrir því að vélin væri á hvolfí. Vatnið stóð okkur í bijóst eða þar um bil og Stefán sagði eitthvað á þessa leið: „Það skyldi ekki eiga fyrir okkur að liggja að dmkkna hérna e'ins og rottur!" „Það er neyðarútgangur fram- antil í vélinni. Hann var á kafi í vatni og ég fór að kafa til að reyna að finna hann. Ég var skorinn á augabrún og blóðugur og sá illa til, en fann útganginn í annarri eða þriðju tilraun. Þegar ég kem upp til að anda og segja Stefáni af þessu, sé ég að hann, á ein- hvern ofurmannlegan hátt, er bú- inn að opna hurðina. Hann Stefán er frekar lágvaxinn maður en sam- anrekinn og sterkur. Ég veit að þetta er ekki í eina skiptið sem hann hefur fundið hjá sér ofur- mannlegan kraft þegar á þarf að halda. Einu sinni var hann akandi eftir hraðbraut í Bandaríkjunum og dró á kerm heilt hliðarstykki af sendibíl. Það hafði þurft þijá menn til að lesta kermna en þegar minnst varir dettur stykkið af kerr- unni, hraðbrautin teppist og allt verður vitlaust. Stefáni verður svo mikið um að hann bakkar bílnum upp að stykkinu, vindur sér út, tekur hliðarstykkið upp, setur það á kermna og ekur af stað. Hann áttaði sig ekki strax á hvað hann hefði gert en var að farast úr skrokkverkjum lengi á eftir. Þetta vom áreiðanlega 2-300 kíló, stórt og mikið stykki. Svona getur adrenalínið og sjokkið gefið mönn- um kraft þegar öll sund virðast lokuð. En hvað um það, við kom- umst sem sagt út á vænginn um hurðina og þá fyrst rann að upp fyrir mér að vélin væri á hvolfí." Hreyfðu hvorki legg né lið „Á vængnum var Björgunarbát- urinn okkur innan seilingar og við sáum hraðbát á leið að vélinni en á meðan við biðum eftir honum upplifðum við furðulegan hlut. Það fyrsta sem við sáum þegar við komum út úr vélinni var lítill bátur með þremur ungmennum í 2-3 metra fjarlægð. Þau höfðu séð slysið og keyrt að okkur á fullri ferð. En sennilega hefur þeim bmgðið svona mikið við þetta allt saman því að þau störðu á okkur eins og steinmnnin. Ég kaliaði til þeirra og benti þeim að koma að, en þau störðu bara og hreyfðu sig ekki. Samt fór ég inn aftur, náði í töskumar okkar og reyndi að rétta þær að þessu fólki en það hreyfði sig ekki, reyndi ekki að taka við þeim. Við höfum áreiðan- lega ekki verið fallegir ásýndum félagamir, báðir skomir, blautir og blóðugir og það leið yfír Stefán þegar hann kom upp á vænginn. En veistu það að ég held að þetta fólk hafi verið í þvílíku losti eftir að hafa séð vélina lenda í sjónum að það hefði horft upp á okkur drukkna þama án þess að hreyfa legg eða lið. En annar bátur kom fljótlega og flutti okkur á.sjúkra- húsið í Kristiansand. Ég slapp með skurði og marbletti en Stefán var handleggsbrotinn, rifbrotinn og hælbrotinn og auk þess illa skor- inn. Meiðslin á hælnum og hend- inni fékk hann eftir átökin við hurðina. Á sjúkrahúsinu lá ég í þijá daga en Stefán í viku. Maður hugsaði mikið um hvað hefði gerst því ég vissi að við höfðum lagt af stað með fulla tanka. Það er auð- velt að sanna það - við höfum elds- neytisnótumar - en ugglaust verð- ur norska loftferðaeftirlitið ein- hveijar vikur að kanna málið.“ Líklegasta skýringin „En á laugardeginum hafði sam- band við mig í Kristiansand norsk- ur flugstjóri, sem vinnur hjá SAS en er í hlutastarfí við að að pmfu- fljúga vélum sem koma úr viðgerð- um. Þessi maður kenndi mér á vélina. Þegar hann frétti af slys- inu, hafði hann samband við mig og sagðist vita hvað hefði komið fyrir, hann hefði sjálfur lent í því sama á þessari sömu vél. Hann sendi mér og loftferðaeftirlitinu skýrslu sem hann gaf um það at- vik. Hann var þá á leið frá Þýska- landi til Oslóar með fulla tanka en varð bensínlaus yfír Álaborg eftir tæplega tveggja tíma flug. Það sem hann heldur að hafí gerst og er langlíklegasta skýringin er að bensínið hafí lekið út um svo- kallað „vent-system“, öndunar- kerfíð fyrir bensíntankinn. Ben- sínið er geymt í gúmmíblöðrum inni í vængnum og ef öndunin fer úr skorðum geta blöðmmar hnipr- ast saman og bensínmælamir þar með sýnt vitlaust." — í hvemig ástandi er vélin eftir þetta og hvað verður um hana? „Hún var ótryggð en hreyflamir og skrúfumar skemmdust ekki, þannig að okkar tjón verður frekar lítið þótt að flugstjómarklefínn líti rosalega illa út, sé í rúst. Við keyptum þessa vél, Aero Com- mander-680, í fyrra af norskum banka sem sat uppi með hana eft- ir gjaldþrot. Við höfðum flogið henni í 25 tíma. Stefán var búinn að leggja mikla vinnu í að gera vélina fallega og hún var orðin eins og ný að innan. Núna er hún í Kristiansand og þar verður hún þar til búið er að sanna hvað hafí gerst.“ Hefði átt að nauðbeita — Nú ertu áreiðanlega búinn að ganga í gegnum þetta margoft í huganum. Hefðirðu átt að bregð- ast öðmvísi við að einhverju leyti, eftir á að hyggja? „Það eina sem ég sé eftir er að ég eyddi of mörgum af þessum 45 sekúndum í að reyna að koma vélinni aftur í gang. Ef ég hefði strax gefið mér það að ég væri bensínlaus og farið að nauðbeita skrúfunum, þannig að þær veittu minni mótstöðu, hefði ég átt meiri möguleika á að svífa inn á völlinn. En eftir að þú nauðbeitir áttu eng- an möguleika á að koma hreyflun- um í gang aftur. Ég var sannfærð- ur um að ég ætti bensín, hafði skoðað í tankana, trúði mælunum og eyddi því tíma í að skipta fram og aftur á milli tanka og reyna að koma hreyflunum í gang.“ „Ég er búinn að eiga litlar flug- vélar frá því ég var unglingsstrák- ur og hef alltaf verið að hvetja vini og kunningja til að fara að fljúga og tala um hvað flugið sé ömggt. Eg er jafnsannfærður um það og áður. Þetta var slys og þau geta alltaf gerst. Það eru bara þeir sem aldrei stíga upp í flugvél sem geta verið ömggir um að lenda ekki í einhveiju eins og þessu," sagði Gunnar Þorvaldsson. 28444 DALSEL. Góð 55 fm snotur jarðhæð. Laus. V. 3,5 m. ORRAHÓLAR. Falleg 65 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð í lyftuh. Góð áhv. lán. V. 4,0 m. RAUÐÁS. Mjög snotur 65 fm jarðh. m/geymslu innan íb. Mikið útsýni. Laus nú þegar. V. 4,4 m. SEUALAND - FOSSVOGUR. Mjög falleg 55 fm jarðh. á þess- um eftirs. stað. Lítið áhv. Góð sameign. V. 4,0 m. HAGAMELUR. Gullfalleg 78 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð á þessum eftirs. stað. Nýl. hús. V. 5,6 m. VESTURBORG - FRAMNES- VEGUR. Nýl. endurn. 85 fm risíb. 2 svefnherb. og 2 saml. stofur. Geymsla innan íb. V. 4,9 m. UGLUHÓLAR. Glæsil. innr. 95 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð ásamt góðum bílsk. Ákv. V. 6,0 m. STÓRAGERÐI. Mjög góð 115 fm 4ra herb. ib. á 3. hæð. Suð- ursvalir. Bílskréttur. Ákv. sala. V. 6,0 m. FLÚÐASEL. 120 fm mjög góð endaíb. á 1. hæð. 4 svefnherb. Bílskýli. Suðursv. Laus nú þeg- ar. V. 6,6 m. 28444 HRAUNBÆR. Stórglæsil. 120 fm endaíb. á 3.hæð er til sölu. Einnig koma til greina skipti á henni og 3ja herb. íb. á efri hluta Hraunbæjar helst á 2.-3. hæð. V. 6,7 m. DALTÚN - KÓPAVOGI. Sérl. fallegt parh. á tveimur hæðum ásamt kj. m/séríb. Bílsk. Blóma- skáli. V. 11,5 m. UÓSALAND - FOSSVOGUR. 205 fm endaraðhús á tveimur hæðum ásamt góðum bílskúr. 4-5 svefnherb. Arinn í stofu. V. 12,5 m. GRJÓTASEL. Myndarl. 340 fm einbhús á tveimur hæðum ásamt bílsk. Hentar sem tvíb. V. 13,5 m. NEÐSTABERG. Stórfallegt og vel búið 250 fm einb. á tveimur hæðum ásamt bílsk. Allt mjög vandað. V. 13,6 m. FJARÐARÁS. Fallegt og fullb. 333 fm einbhús á tveimur hæð- um ásamt bílsk. Mikið útsýni. Vönduð eign. V. 15,5 m. SUÐURHVAMMUR - HFJ. Nýl. og fallegt 252 fm einbhús á tveimur hæðum. Gæti hentað vel sem tvíb. Ákv. sala. V. 13,6 m. HÚSEIGMIR VELTUSUNDI 1 Q C|ff||| SIMI 28444 4K Daníel Ámason, Iðgg. fast., jCm Helgi Steingrímsson, sölustjórt. II 623444 Víkurás 2ja herb. 66 fm falleg ib. með vönduð- um innr. Þvottáherb. og geymsla á hæðinni. Útsýni. Hagst. áhv. lán. Hverfisgata — ris 2ja herb. góð risíb. i timburh. Laus fljótl. AKtahólar 2ja herb. 65 fm góð ib. á 5. haeð í lyftuh. Mikið útsýni. Laus 15. júli nk. Flúðasel 4ra herb. 110 fm falleg ib. á 1. hæð. Aukaherb. i kj. Bilskýli. Stórhott hœð og ris Hæð og ris í þribhúsi. 2 saml. stofur. 50 fm bíisk. Falleg mikið endum. eign. Ákv. sala. Asparfell — þakhæð 160 fm glæsil. „penthouse“ sem skipt- ist m.a. í 2 saml. stofur m/ami, 4 svefn- herb. Nýjar innr. Bilsk. Laust. Seljahverfi - raðh. 150 fm fallegt hús á tveimur hæðum. Vandaðar innr. 4 svefnherb. Bílskýli. Bein sala. Vfðihvammur 180 fm steinsteypt gott einbhús sem er hæð og ris. Góðar innr. 65 fm bílsk. Falleg lóð. Hólsvegur - tvib. Steinsteypt hús sem er kj.f hæö og ris ásamt tveimur bílsk. í kj. er sér 2ja herb. góð íb. Hæöin og risið er ca 150 fm íb. Eignin selst í einu eða tvennu lagi. INGILEIFUR EINARSSON löggiltur fasteignasali, ^^^Borgartún^3 Verk Sigurðar, „Himbirai". Sigurður Guðmundsson verðlaunaður í Þýskalandi Listamaðurinn Sigurður Guðmundsson hlaut hin svokölluðu Hen- rik Steffens verðlaun í ár, en þau eru veitt einum norrænum lista- manni sem unnið heflir sér frama á menningarsviði í Evrópu ár hvert. Það er Háskólinn í Kiel sem tilnefnir verðlaunahafa en meðlim- ir „Stifltung FVS“ í Hamborg vejja hann síðan. Sigurvegarinn getur valið ungan listamann sem verður styrktur til náms af sömu aðilum. Verðlaunin nema uppá 25.000 mörkum. Verðlaunin voru afhent í Eckern- manns Islands fyrir Slésvík og Holt- förde að viðstöddum forseta lands- setaland. Eftir afhendinguna var þings Slésvíkur og Holtsetalands, afhjúpuð höggmynd eftir Sigurð við forsetum borgarstjóma Lubeck og ströndina í Eckernförde, skammt Kiel, bæjarstjóranum í Eckenforde og fleirum, m. a. Lore Siemsen, eiginkonu Franz Siemsen ræðis- frá sýningarsalnum „Nemo“ þar sem stendur yfir sýning á verkum hans. Heitir verkið „Himmbirni“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.