Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 39 Um aðalnámskrá grunn- skóla 1989 o g fermingar eftirlngólf Guðmundsson Vegna skrifa deildarstjóra á bisk- upsstofu þjóðkirkjunnar í Morgun- blaðinu um borgaralega „fermingu" og nýja aðalnámskrá grunnskóla vil ég undirritaður taka fram: 1. í nýrri aðalnámskrá grunn- skóla, sem nú er að koma út, er ekki tekin afstaða til fermingar eða ungmennavígslu, hvorki hjá þjóð- kirkjunni né öðrum. 2. Þar er á bls. 10 gerð grein fyrir helstu gildum kristilegs sið- gæðis sem skólinn á að miðla og mótast af, þ.e. ábyrgð, umhyggja og sáttfýsi. Sá kafli hefst með því að minna á ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins þar sem m.a. er kveðið á um trú- frelsi hér á landi og að hin evang- elíska lúterska kirkja sé þjóðkirkja íslendinga. 3. í beinu framhaldi af umfjöllun um kristið siðgæði segir á bls. 10 og 11: „Umburðarlyndi tengist lýðræð- inu og kristnu siðgæði og byggist á sömu forsendum. Það verður að ætla öllum rétt til sjálfstæðra skoð- ana og tækifæri til að tjá þær og reyna að vinna þeim fylgi, að því tilskildu að það sé gert á heiðarleg- an hátt og réttur annarra til hins sama virtur. Gagnkvæmni er grundvallaratriði í umburðarlyndi. Það skiptir mestu máii fyrir þá sem eru í minnihluta eða víkja verulega frá ríkjandi hefð. Því er mikilvægt 'að enginn sé hindraður í að fylgja sannfæringu sinni, hvort heldur hann lendir í meirihluta eða minni- hluta. í skólastarfi merkir umburðar- lyndi ekki að öll gildi séu jafnrétt- há, heldur er skólinn bundinn af þeim gildum sem áður eru nefnd í sambandi við lýðræði og kristilegt siðgæði. Þetta felur samt sem áður í sér frelsi til mismunandi skoðana, viðhorfa og vinnubragða. Hér verð- ur að gæta sanngirni, forðast ein- sýni og hlutdrægni í kynningu á viðhorfum og viðfangsefnum. Þegar fjallað er um álitamál ber að leggja sérstaka áherslu á vönduð og málefnaleg vinnubrögð, nauð- synlegt er að nemendur þjálfist í að mynda sér skoðanir og taka af- stöðu á grundvelli þeirra. Þá er ekki síður mikilvægt að nemendur læri að virða skoðanir annarra og taka afstöðu til þeirra. Nemendur þurfa m.a. smám saman að læra að setja sig í spor annarra og gera óhlutdræga grein fyrir mismunandi skoðunum og fjalla um þær á þeim Sr. Ingólfúr Guðmundsson „í nýrri aðalnámskrá grunnskóla, sem nú er að koma út, er ekki tek- in afstaða til fermingar eða ungmennavígslu, hvorki hjá þjóðkirkj- unni né öðrum.“ forsendum." 4. Samkvæmt þessu er grunn- skólanum ætlað að búa nemendur undir líf í lýðræðisþjóðfélagi þar sem mismunandi hefðir og siðir hafa svigrúm. í þessum anda aðalnámskrár verður að ætla bæði menntamála- ráðherra og öðrum starfsmönnum ráðuneytisins rétt til að sýna þeim sem víkja verulega frá ríkjandi hefð stuðning í orði og verki- enda virði þeir rétt annarra, lög lýðveldisins og almennt velsæmi. 5. Þjóðkirkjan verður að virða stöðu menntamálaráðuneytisins, ráðherra og annarra starfsmanna, og varast að ætla að meina þeim að nota frelsi sitt, þ.á m. trúfrelsi. Því ber að harma að deildarstjóri á biskupsstofu skuli gefa umburðar- lyndi — og skýrleika í hugsun — svo langt nef. Jafnframt er þess vænst að húsbændur á biskupsstofu þjóðkirkjunnar, bæði núverandi og verðandi, hafni opinberlega þessum sjónarmiðum deildarstjóra síns. Höfundur er námsijóri íkristnum fræðum. Afinæli: Carmen María Róbertsdóttir Carmen María Róbertsdóttir Brtickner er 75 ára í dag, 31. maí. Carmen fæddist þann 31. maí 1914 í Nissa í Suður-Frakklandi. Faðir Carmenar var Róbert Thony verkfræðingur f. 1889, d. 1948 í Guebwiller í Elsass í Frakklandi. Thony-fjölskyldan kom frá Ungveij- alandi árið 1849 og tók þátt í Kossut- h-byltingu og ungverskri sjáifstæðis- baráttu. Móðir Carmenar var Berthe, fædd Themoy, f. 1890 í Staint Brie- uc Bretagne. Hún dó 1925, þegar Carmen var 11 ára gömul. Foreldrar Berthe voru Emilien Themoy, skip- stjóri í Brest og Marie, fædd le Troquer, barónsfrú. Eiginmaður hennar er dr. Karl Kortsson (Brúckner) fv. héraðsdýra- læknir og þýskur ræðismaður á Hellu á Rangárvöllum. Dr. Karl er sonur dr. Koets Brúckners borgardýra- læknis í Crimmitsschau í Saxlandi og Jóhönnu fædd Helling (Karolin- gerætt). Börn Carmenar og Karls eru: Hans Karlsson, f. 4. febrúar 1946, diplom-verkfræðingur, fæst við mot- or-hönnun í Rússelheim í Þýska- landi; Haraldur Karlsson, f. 25. mars 1947, MS-petrol-verkfræðingur og varaforseti í Houston Texas, kvænt- ur Moniku, fædd Röpke, börn: Kristín f. 1967 og Freyja f. 1979; Helgi Karlsson f. 6. nóvember 1950, sölu- stjóri hjá Saudia-flugfélaginu í Þýskalandi, kvæntur Hellu, fædd Ziehe, börn: Edda f. 1985 og Silja f. 1988; Kristjana Karlsdóttir, f. 24. nóvember 1951, fv. hótelstýra gift Magnúsi Sigurðssyni lækni og þýsk- um ræðismanni á Suðuriandi, börn: Sigríður Sif f. 1975, María Kristín f. 1976, Sigurður Hólmsteinn f. 1978 og Karl Magnús f. 1979. Til 4ra ára aldurs ólst Carmen upp í Túnis, þar sem faðir hennar Róbert Thony var starfandi verkfræðingur. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar sneri ijölskylda hennar aftur til fæð- ingarstaðar föður hennar Guebwilier í Elsass. Hér sótti Carmen barnaskól- ann. Eftir lát móður hennar, Berthe, sótti hún kaþólskan heimavistar- skóla, St. Joseph í Rouffach-Haut Rhin, þar lauk hún gagnfræðaprófi. Síðan hóf hún nám í dömuklæðskera- iðn og tískuhönnun og lauk sveins- prófi í Colmar. Þar á eftir hóf hún nám á sviði tískunnar „Haut cout- ure“ í París. Frá 1. apríl 1942 — 24. ágúst 1944 vann Carmen í vegabréfsdeild hjá Chambre des Deputés. Síðan gift- ist hún framkvæmdastjóranum, hér- aðslögmanninum dr. jur. Horst Alt- peter, sem eftir stríðið varð prestur hjá Landeskirche í Hannover. Þetta barnlausa hjónaband endaði með skilnaði. Er líða tók á stríðið gerðist Carm- en sjálfviljug hjúkrunarkona hjá Rauða krossinum til þess að stunda slasað fólk. í sjúkraskýlinu Horseöd við Helsingör í Danmörku kynntist hún fyrst sem sjúklingi, höfuðsmann- inum og dýralækninum dr. Karli Kortssyni, sem síðar varð svo eigin- maður hennar. Þá átti Carmen sæti sem fulltrúi Frakklands í hjálparnefnd Rauða krossins ásamt Eleanor Ponsonby fulltrúa Englands. Annast var um flóttafólk sem var í lífshættu eftir að hafa flúið yfir til Vestur-Þýska- lands. Þurfandi fólk fékk kiæði og fæði. Við þessa starfsemi kynntist Carmen hinum hjálpfúsa ræðismanni Islands Árna Siemsen, Lúbeck. Carmen og dr. Karl Helmut Brúckner, síðar Kortsson, fluttust árið 1950 til íslands og settust að á Hellu í Rangárvallasýslu. Karl var skipaður í embætti héraðsdýralæknis í Rangárvallaumdæmi, síðar sem ræðismaður þýska Sambandslýðveld- isinsá Suðurlandi. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu er hann lét af embættisstörfum sem héraðsdýraiæknir. Þar til að stofnað var embætti héraðsdýralæknis í Hellulæknisher- aði hjálpaði Carmen oft sjúklingum í héraðinu að beiðni þáverandi hér- aðslæknis Helga Jónassonar alþing- ismanns og standa því í dag margir í þakkarskuld við hana fyrir þessa hjálp. Oft hjálpaði Carmen eigin- manni sínum við erfiða uppskurði, svaraði fyrirspurnum, gaf ráðlegg- ingar og gat afgreitt lyf úr apótek- inu, er hann var fjarstaddur. Margir könnuðust einnig við hina gestrisnu Carmen og hennar frönsku rétti. Aðstoðarmenn dýralæknis voru vel haldnir hjá henni, einnig útlendir ferðamenn, sem lent höfðu í hrakn- ingum. Sem dæmi um ósérhlífni Carmenar þá hafði hún í fæði í júlí 1959 í eina viku 10 skáta frá Gilde Ruhr frá Gelsenkrichen í Þýska- landi, sem urðu hér fjárhagslega illa staddir. Sem viðurkenningu fyrir góðverk sitt var hún gerð að heiðurs- skáta þeirra í Þýskalandi. Við óskum Carmenu góðrar heilsu, gleði og hamingju á komandi árum. Við öli sem þekkjum Carmenu erum henni þakklát fyrir góða viðkynningu á lífsleiðinni. Carmen María dvelur á afmælis- deginum sínum á heimili sonar síns Haraids Karlssonar á 40 10 Pecan Park Lane, Kingwood via Houston, Texas 77435, USA, sími 90 1 713 360 94 69. Ættingjar Sparnaðar- áætlun í grunn- skólum mótmælt Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi kennara í Selás- skóla og send menntamálaráð- herra: Við mótmælum fyrirhuguðum sparnaðaráætlunum ríkisstjórn- arinnar í grunnskólum landsins. Okkur þykir nóg komið, því þessar ráðstafanir bitna á kenn- urum með auknu álagi. Um leið og menntamálaráðherra talar fjálglega um „móðurmálsátak“ í skólum landsins fær starfsfólk þeirra kaldar kveðjur. Fyrirskipun um 140 millj. kr. sparnað í grunnskólum 1. Spara á fjármagn til aukn- ingar forskólakennslu (sem var á fjárlögum 14,8 millj. kr.). 2. Draga á úr forfalla- kennslu, þannig að ef kennari veikist munu nemendur verða sendir heim. 3. Kvótastörf verða skert, þannig að þjónusta skólasafna minnkar, ennfremur skerðast kvótar til tómstunda- og fé- lagsstarfa í skólum. 4. íþrótta- og sundkennsla minnkar. Með því að fella sundkennslu inn í viðmiðunar- stundaskrá skerðist tími allra bekkjardeilda um eina kennslustund. Skólatími styttist. Það á að kenna meira á styttri tíma. Auk ofantaldra liða á að spara í — ótilteknum liðum — 92 millj. kr. Hingað til hefur okkur þótt nóg um sparnaðinn. A undanf- örnum árum hafa ekki fengist nægar fjárveitingar fyrir náms- gögnum handa nemendum, upp- byggingu skólasafna né kennslutækjum til nota í skóla- starfi. Þessi stefna hefur leitt til þess að kennarar framleiða í síauknum mæli námsefni fyrir nemendur. Vinnuálag á kennara hefur aukist jafnt og þétt, því stöðugt verða kröfurnar meiri sem þjóðfélagið gerir til skólans sem uppeldis- og menntastofn- unar. Nú þykir okkur nóg komið. Þetta er afturför. Við viljum ein- setinn skóla og bætt skólastarf. Til þess þarf aukið fjármagn en ekki niðurskurð. Kennarar í Selásskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.