Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989
Breiðafjörður:
Skemmtiferðir með
hraðbátum í sumar
Stykkishólmi.
Eyjaferðir í Stykkishólmi hafa nú gefið út bækling um ferðir um
Breiðaflörð í sumar. Er hann með litmyndum af ýmsum fögrum stöð-
um hér. Farnar verða reglubundnar ferðir og geta menn valið um
4 leiðir sem taka frá tveimur til sex klukkustunda.
Fvjaferðir hafa tvo báta í þjón- { skoðunarferðum Eyjaferða um
ustu sinni, Hafrúnu og Brimrúnu.
Tekur annar 20 farþega og hinn
62. Sala farmiða er í Egilsenshúsi,
sem eigendur Eyjaferða hafa endur-
byggt. Þar er einnig gistiaðstaða í
herbergjum og svefnpokapláss.
Breiðafjörð fá farþegar ítarlega
leiðsögn stjórnenda bátanna og
geta einnig notið útsýnis með að-
stoð korts sem þeir fá í hendur.
- Arni
Æskulýðs- og tómstundaráð Hafrtargarðar:
Sumarstarf fyrir
börn og unglinga
ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð HafnarQarðar hefúr gefið út bækling
um sumarstarf fyrir börn og unglinga í Hafiiarfirði árið 1989.
í bæklingnum segir meðal ann-
ars: Æskulýðs- og tómstundaráð
starfrækir vinnumiðlun fyrir skóla-
fólk, 16 ára og eldra, í félagsmið-
stöðinni Vitanum.
Vitinn verður opinn fyrir ungl-
inga, fædda árið 1976 og fyrr, á
mánudags- og miðvikudagskvöld-
um eftir 1. júní.
Fijálsíþróttadeild FH heldur
námskeið á Kaplakrikavelli á mánu-
dags-, miðvikudags- og föstudags-
kvöldum og farið verður í keppnis-
og æfingaferðir. Knattspyrnuskóli
■#H verður starfræktur í Kapla-
krika. Skólinn er fyrir bæði stúlkur
og drengi.
Knattspymufélagið Haukar
verður með íþróttanámskeið, svo
og handbolta- og körfuknattleiks-
skóla fyrir bæði pilta og stúlkur.
Flugmódelsmíði verður kennd í
smíðastofu Lækjarskóla á fimmtu-
dagskvöldum.
Golfklúbburinn Keilir verður með
kennslu í golfi á golfvelli Keilis á
Hvaleyri.
Sundfélag Hafnarfjarðar heldur
námskeið fyrir börn í ágúst.
Æskulýðs- og tómstundaráð mun
gangast fyrir veiðiferðum í sam-
vinnu við Stangaveiðifélagið.
Rauði kross Islands heldur nám-
skeið í Vitanum, þar sem fjallað
verður til dæmis um umhverfismál,
skyndihjálp, menningu og listir,
umferðarmál og vináttu. Einnig
verður farið í vettvangsferðir.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Hálfdán í Búð við bryggju í
Sundahöfii á ísafirði. Skipið er
252 brúttórúmlestar alhliða
veiðiskip. Hálfdán í Búð fer á
grálúðuveiðar með botnvörpu
næstu daga, en hugmyndir eru
uppi um að gera hann út á línu-
veiðar á haustvertíð. A innfeldu
myndinni er skipshöfnin sem
sigldi Hálfdáni í Búð heim.
Nýtt skip til Isaflarðar
ísafirði.
HÁLFDÁN í Búð, nýtt 250 rúm-
lesta alhliða fiskiskip, kom í
fyrsta skipti til heimahafnar ný-
lega. Skipið er í eigu Hraðfiysti-
hússins Norðurtanga hf., en
Hálfdán Hálfdánarson í Búð var
helsti stofiiandi fyrirtækisins.
Skipið er smíðað í Svíþjóð og
kemur í stað ms. Víkings III, 20
ára línuveiðiskips. í skipinu er 1350
ha. díselvél. Fiskvinnslubúnaður er
frá Slippstöðinni á Akureyri og
vökvakerfi fyrir fiskvinnslu er frá
Landvélum. Vistarverur eru fyrir
14 skipveija. Skipið fer fljótlega á
grálúðuveiðar. Skipstjóri er Skarp-
héðinn Gíslason sem verið hefur
með ms. Orra í eigu sömu útgerðar
undanfarin ár.
- Úlfar
Kirkjubæjarskóli:
Fyrstu fískeldisfræð-
ingarnir útskrifaðir
lagt mikið af mörkum til að það
mætti takast en það voru þau Ragn-
hildur Helgadóttir, fyrrverandi
menntamálaráðherra, Þorsteinn
Pálsson, fyrrverandi forsætisráð-
herra, og Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra. Þá hafa Hörður Lár-
usson og Stefán Ólafur Jónsson í
menntamálaráðuneytinu verið mjög
áhugasamir og þakkaði skólastjór-
inn þeim fyrir „ótrúlega stóran
skammt af þolinmæði".
Kirkjubæjarklaustri.
SKÓLASLIT Fjölbrautaskóla Suðurlands, fiskeldisbrautar á Kirkju-
bæjarklaustri, fóru fram laugardaginn 20. maí í minningarkapellu
Jóns Steingrímssonar.
Örlygur Karlsson, skólameistari
Fjölbrautaskóla Suðurlands, flutti
ræðu í upphafi dagskrárinnar og
skýrði frá þeim samningum sem
gerðir hafa verið milli Fjölbrauta-
skólans annars vegar og Kirkjubæj-
arskóla hins vegar um þessa náms-
braut, fiskeldi, sem nú er ein af
námsbrautum Fjölbrautaskóla Suð-
urlands. Kom fram að til þessara
samninga var gengið með mjög já-
kvæðu hugarfari af skólanefndum
og forsvarsmönnum skólanna.
Fögnuðu menn aukinni samvinnu
milli skóla á Suðurlandi.
Þá flutti Jón Hjartarson, skóla-
stjóri Kirkjubæjarskóla, ræðu.
Rakti hann m.a. skóla- og menning-
armál héraðsins allt til þess tíma
er klaustur var á staðnum en í
slíkum stofnunum dafnaði mjög
menningarlíf og setti svip sinn á
umhverfið sem það býr að alla tíð.
í kjölfar fræðslulaganna 1907 voru
strax byggðir 2 skólar í héraðinu
og fljótlega bættust fleiri í hópinn
svo greinilegt er að áhugi á skóla-
málum hefur verið mikill.
Árið 1943 tók síðan smíðaskólinn
í Hólmi í Landbroti til starfa, en
hann var einn fyrsti formlegi verk-
menntaskólinn á íslandi. Hann
starfaði allt til ársins 1963. Taldi
Jón því að sjá mætti að framfarir
og þróun í skólamálum og velvilji
gagnvart þeim hefði ætíð verið ein-
kennandi í héraðinu.
Aðdragandi að stofnun þeirrar
fiskeldisbrautar sem nú er starfandi
má síðan rekja allt til ársins 1983
þegar fiskeldi var starfrækt sem
valgrein í 9. bekk skólans og stóð
sú tilraun í 3 ár. Að því loknu var
ráðist í það að stofna framhalds-
braut við skólann í greininni. Nafn-
greindi skólastjórinn einkum 3
menn sem höfðu verið sérstaklega
velviljaðir stofnun brautarinnar og
Fjöldi annarra velunnara hefur
komið við sögu við uppbyggingu
brautarinnar og minnti skólastjóri
m.a. á Kristin Guðbrandsson fram-
kvæmdastjóra, sem með sérstakri
framsýni og myndarskap í garð
skólans hefur lánað fiskeldisstöðina
í Tungu í Landbroti til kennslu. Var
það ein af undirstöðum þess að
Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir
Útskrifaðir fiskeldisfræðingar ásamt Örlygi Karlssyni, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, Jóni
Hjartarsyni, skólastjóra Kirkjubæjarskóla, og Þuríði Pétursdóttur, kennslustjóra.
hægt var að heija tilraunirnar og
kennsluna.
Að ræðu Jóns lokinni afhenti
Þuríður Pétursdóttir kennslustjóri
nemendum prófskírteinin en 7 fisk-
eldisfræðingar útskrifuðust nú.
Nemendum, starfsfólki og gest-
um var síðan boðið til kaffisamsæt-
is í borðsal skólans, en milli 70 og
80 manns voru við útskriftina. I
veislunni ávörpuðu nemendur og
gesti þeirra þeir Stefán Ólafur Jóns-
son, sem flutti kveðjur mennta-
málaráðherra og ráðuneytis í tilefni
af útskriftinni og fagnaði þeim
áfanga sem hér hefði náðst, og Jón
R. Hjálmarsson, fræðslustjóri Suð-
urlands, sem lýsti yfir mikilli
ánægju með þessa framhaldsdeild,
tali þetta merkt átak Sunniendinga
á menntasviðinu. Talaði hann einn-
ig til nemenda sem útskrifuðust og
líkti þeim við landnámsmennina, því
þeir væru brautryðjendur á sínu
sviði, fáir hefðu hingað til lokið
námi til starfa við þessa ungu at-
vinnugrein, fiskeldið.
Kveðjur bárust frá öllum þing-
mönnum Suðurlands en vegna þing-
slita, sem voru þennan sama dag,
gátu þeir ekki mætt. Þá barst einn-
ig skeyti frá landbúnaðarráðherra,
Steingrími Sigfússyni.
Fiskeldisnámið tekur fjórar ann-
ir. Á fyrstu tveimur önnum eru
kenndar bóklegar greinar. Auk þess
eru nemendur þjálfaðir í eldisstöð
skólans í ýmsum störfum sem til-
heyra vinnu við fiskeldi. Á þriðju
önn vinna nemendur í fiskeldis-
stöðvum sem eru í fullum rekstri
og kynnast þar öllum venjulegum
störfum o g rekstri eldisstöðva.
Fjórða önnin er síðan bókleg.
Mikil áhersla er lögð á tengsl
skólans við atvinnulífið. Meðal ann-
ars er farið í skoðunarferðir auk
þess sem vísindamenn og starfandi
eldismenn koma og halda fyrir-
lestra.
12 nemendur eru teknir í skólann
á hveiju hausti og eins og fram
hefur komið útskrifast nemendur
með námsheitið fiskeldisfræðingar.
- HSH