Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31, MAÍ 1989 49 Þessir hringdu .. . Mannlífið í Miðbænum J.S. hringdi: „Oft er talað um að borgir er- lendis séu hreinlegri en Reykjavík en ég get ekki tekið undir það. Ég hef ferðast víða á undanförn- um árum og í flestum borgum t.d. á Norðurlöndum er meira drasl á götum en almennt gerist í Reykjavík. Eins finnst mér skemmtilegri andi yfir mannlífinu í Miðbænum okkar heldur en ger- ist í öðrum borgum. Ef til vill þurfum við íslendingar að dvelja erlendis til að læra að meta landið okkar að verð!eikum.“ Bjórinn aðeins til bölvunar Súsanna hringdi: „Það var mikið glappaskot að leyfa innflutning á bjór. Bjórinn gerir menn að algerum sjúkling- um, það þekki ég frá Danmörku þar sem ég bjó í mörg ár. Allt áfengi veldur böli og er ég ekki að mæla því bót. En bjórinn er lúmskur og menn ánetjast honum án þess að gera sér það ljóst. Það ætti að banna bjórinn á ný áður en hann gerir meiri skaða.“ Handklæði Handklæði tapaðist á sund- námskeiði í Vesturbæjarlauginni 8. maí. Hanklæðið er ómerkt, hvítt með mynd af hundi og ketti í svörtum og brúnum litum. Eru foreldrar beðnir að athuga hvort einhver telpa á sundnámskeiðinu hafi hugsanlega tekið það í mis- gripum og hringja þá í síma 622142. Of langt gengið. Guðmundur Kristvinsson - hringdi: „Ég tel að Stöð 2 reyni að etja saman foreldrum og börnum með því að hefja sýningu teiknimynda á sama tíma og Ríkissjónvarpið er með fréttatíma. Börnin vilja auðvitað sjá teinkimyndirnar en þeir fullorðnu fréttirnar. Það er allt í lagi þó sjónvarpsstöðvarnar keppi um áhorfendur en það er of langt gengið að reyna að etja saman börnum og fullorðnum á þennan hátt. Ef Stöð 2 heldur uppteknum hætti borga ég ekki aftur af myndlyklinum." Armband Silfurlitað platínuarmband tap- aðist 19. maí við Skúlagötu. Finnandi vinnsamlegast hringi í síma 699600 að deginum eða í síma 625537 á kvöldin. Vantar hvítan kettling Vill einhver gefa hvítan kettl- ing, læðu? Ef svo er, vinsamleg- ast hringið í Lindu í síma 42632. Hvít læða Hvít læða á miðjum aldri fór að heiman frá sér í Skólastræti fyrir nokkrum vikum. Hún er miseygð og dregur nafn af því og heitir Misa. Vinsamlegast hringið í síma 17646 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Á sama stað eru vel þegnar upplýs- ingar um hálfs árs gamla læðu sem er brún- og rauðflekkótt en hvít á bringu og heldur sig ef til vill á Seltjarnarnesi. Lýst eftir reiðhjóli Nýlegu STAR NORD reiðhjóli, bláu að lit, var stolið sl. laugardag fyrir utan KR-heimilið við Frosta- skjól. Þeir, sem gætu gefið upp- lýsingar um atburðinn, eru vin- samlega beðnir að hringja í síma 16937. Góðir útvarpsþættir Rásar 1 Til Velvakanda. Það ber að þakka, sem vel er gert. Vel mættum við hlustendur Ríkisútvarpsins, Rásar 1, oftar sýna þakklæti okkar fyrir fjölmarga vel gerða og fróðlega þætti, sem of langt yrði upp að telja. Verða því örfáir nefndir. Sérstakar þakkir til Halldóru Björnsdóttur, stjórnanda morgun- leikfiminnar. Auðheyrt er, að nú höfum við kennara, sem skilur hlutverk sitt. Leiðsögn hennar er skýr og skipuleg, þannig að allir geta skilið, að tónlistina velur hún þannig að hún ein getur verið heilsubót út af fyrir sig. Kærar þakkir Halldóra Björns- dóttir. Þá vil ég nefna þátt' Sigrúnar Björnsdóttur, „Dagmál". Margvís- legan fróðleik hefur hún flutt okkur og vil ég þá sérstaklega nefna sam- starf hennar „Matráðið" svonefnda. En hlutverk Matráðsins er m.a. að safna saman upplýsingum um þjóð- legar hefðir í matargerð formæðra okkar. Því segi ég formæðra, að varla mun vera um að ræða mjög gamlar hefðir í matargerð íslenskra karla. Þessi heimildasöfnun er svo sannarlega tímabær. Því að trúlega er kynslóð, sem nú er komin á efri ár, sú síðasta sem er til frásagnar um það hvernig íslensk þjóð hélt í sér lífinu á liðnum öldum. Þess vegna getur þetta framtak Mat- ráðsins orðið gott innlegg í þjóðlífs- lýsingu og ekki þá ómerkustu. Á þessu sviði sem svo mörgum öðrum, gegnir Ríkisútvarpið mikilvægu hlutverki. Og svo eru það þættirnir um íslenskt mál og daglegt mál, sem vel mættu vera fleiri, og þá einkum þættir sem ná eyrum barnanna. Því ekki mun vanþörf á andófi gegn sívaxandi kæruleysi í meðferð íslensks máls í fjölmiðlum. Að lokum — þökk fyrir þættina hans Hermanns Ragnars Stefáns- sonar. Q_g Hvaðan eru upplýsing- arnar? Til Velvakanda. Hvaðan hefur Ragnar úr Seli þær upplýsingar að 63 prósent þjóðarinn- ar játi ekki kristna trú? Hvaðan hef- ur hann þær upplýsingar að það séu aðeins 14 prósent þjóðarinnar sem segjast trúa því að maðurinn rísi upp til samfélags við Guð eftir dauðann? Það hlýtur eitthvað að vera brenglað hjá íslendingum ef þessar tölur eru réttar í ljósi þess að þjóðkirkjan hefur 95 prósent þjóðarinnar innan sinna veggja. Snorri Óskarsson Aðalfundur SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA verður haldinn dagana 5. og 6. júní 1989 í Sambandshúsinu, Kirkjusandi. Fundurinn hefst kl. 9 árdegis. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA HEFUR ÞU EKKI EITTHVAÐ AD SELJA í KOLAPORTINU? í Kolaportinu á laugardögum er tilvaliö tækifæri fyrir fjölskyldur, saumaklúbba, vinnufélaga og aðra hópa að sameinast um sölubása og selja gamla dótið úr kompunni, eða nánast allt milli himins og jarðar (veitingar þó undanskildar nema með sérstöku leyfi). Það er auðvelt að vera með. Hringið í síma 621170 (á kvöldin í síma 687063) eða komið við á skrifstofunni, að Laugavegi 66, virka daga kl. 16-18. ^—, Og nú má panta sölubása símleiðis_ E] með Euro- eða Visakortsgreiðslu. 1 ^ Við tökum nú við pöntunum fyrir næstu níu laugardaga (út júlímánuð) - þar með talinn 17. júní! Mundu að „eins manns drasl er oft annars manns fjársjóður“ og þú ert í góðum og hressum hópi seljenda í Kolaportinu. Sjáumst í Kolaportinu! í KOLA PORTHD 1 MtmKa-ÐStOfccr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.