Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 29
 *S 29 Neitar að svara lög- manninum ARNAR Páll Hauksson, frétta- maður Ríkisútvarpsins, neitaði fyrir Borgardómi í gær að upp- lýsa hver, eða hveijir, heimildar- menn hans hefðu verið að frétt um áfengiskaup forseta Hæsta- réttar en þau mál urðu fyrst opin- ber í kvöldfréttatíma hljóðvarps ríkisins þann 24. nóvember. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður Magnúsar Thoroddsen hefur krafist úrskurðar dómsins um hvort fréttamanninum sé heimilt að víkja sér undan að svara. Nið- urstaða dóms liggur fyrir í dag klukkan níu árdegis. Búast má við að úrskurður dómsins verði kærður til Hæstaréttar. Arnar Páll Hauksson sagðist fyr- ir dómi neita að svara spumingun- um þar sem slíkt stangaðist á við ákvæði siðareglna blaðamanna um að virða beri nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn. Einnig væri það gegn nýsettum reglum um frétta- flutning Ríkisútvarpsins og einig starfsreglum fréttamannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson sagði að spurningar þær sem hann hyggðist leggja fyrir fréttamanninn viðurkenndu þá almennu reglu að Morgunblaðið/Einar Falur Arnar Páll Hauksson fréttamað- ur mætir í Borgardóm Reykja- víkur í fylgd Kára Jónassonar fréttastjóra Ríkisútvarps. blaðamenn virtu trúnað við heimild- armenn. Hins vegar teldi hann nauðsynlegt að fá fram hvort nafn- greindir háttsettir embættismenn ríkisins hefðu haft frumkvæði að því að koma upplýsingum um áfengiskaupin í flölmiðla og þar með lagt drög að þungum áfellis- dómi almennings yfir umbjóðanda sínum. Úrskurðurinn verður kveðinn upp í dag kiukkan 9.15 árdegis. Síðan er áætlað að halda vitnaleiðslum í málinu áfram. Reykjavíkurganga Útivistar Reykjavíkurganga Útivistar verður farin í fimmta sinn nú í kvöld, miðvikudagskvöldið 31. maí. Brottfijr með rútu frá Gróf- artorgi klukkan 20 og 20.10 frá BSI, bensínsölu. Ekið verður að Fossvogsskóla, en þar hefst gönguferðin. Gengið verður um Fossvogsdalinn í Skóg- ræktarstöðina Fossvogi og hún skoðuð. Þaðan verður gengið um Öskjuhiíð og Nauthólsvík -og áð klukkan 21.30 við Beneventum í Öskjuhlíðinni. Síðan er gengið niður í Hljóm- skálagarð og meðfram Tjörninni niður í Grófina. Tilgangur göngunn- ar er að kynna almenningi fjöi- breytta gönguleið um höfuðborgina, mikið til í náttúrulegu umhverfi. Ennfremur er þetta fjórða göngu- ferðin í vor í kynningu Útivistar á gönguleið úr Bláfjöllum til Reykjavíkur. Ekkert þátttökugjald er í gönguna og allir eru hvattir til að mæta. Gestir munu koma inn í gönguferðina og fræða m.a. um skógrækt, sögu og örnefni. Heim,- koma er klukkan 23, en fólk getur einnig komið í og farið úr göngunni að vild. Fiskverö á uppboðsmörkuðum 30. maí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 250,00 48,50 52,71 11,140 587.126 Ýsa 79,00 42,00 63,92 14,759 943.465 Karfi 32,00 22,00 30,99 1,616 50.064 Ufsi 30,00 22,00 27,56 2,210 60.901 Steinbítur 37,50 30,00 34,66 0,345 11.965 Langa 38,00 37,00 37,16 2,441 90.699 Lúða 260,00 70,00 230,84 0,404 93.356 Grálúða 51,00 49,50 50,40 42,840 2.159.255 Koli 50,00 42,00 45,18 4,241 191.626 Keila 12,00 12,00 12,00 0,056 672 Skata 69,00 69,00 69,00 0,086 5.900 Skötuselur 96,00 84,00 87,43 1,635 142.977 Samtals 53,28 81,886 4.363.646 Selt var úr Otri HF og bátum. í dag verða m.a. seld 35 tonn af grálúðu, 30 tonn af þorski, 4 tonn af ýsu, 10 tonn af ufsa, 2,5 tonn af skötusel, 0,5 tonn af lúðu og óákveðið magn af karfa, löngu og steinbít úr Otri HF, Stakkavík ÁR og fleirum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 60,00 20,00 56,48 5,133 289.926 Ýsa 98,00 28,00 70,34 3,027 212.949 Karfi 30,00 30,00 30,00 0,816 24.480 Ufsi 32,00 15,00 28,71 10,464 300.445 Steinbítur 48,00 48,00 48,00 0,247 11.856 Hlýri 26,00 26,00 26,00 0,045 1.170 Langa 32,00 32,00 32,00 1,124 35.968 Lúða 255,00 210,00 239,12 0,326 77.955 Grálúða 52,00 49,50 50,86 105,346 5.358.295 Skarkoli 70,00 59,00 59,49 0,157 9.340 Skötuselur 260,00 260,00 260,00 0,059 15.340 Samtals 50,00 127,098 6.355.474 Selt var úr Jóni Vídalín ÁR, Freyju RE, neta- og færabátum. I dag verða meðal annars seld 40 tonn af þorski, 16 tonn af ýsu og 5 tonn af ufsa úr Keili RE og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 60,00 47,50 55,38 54,007 2.991.173 Ýsa 82,00 15,00 56,87 13,492 767.232 Karfi 24,50 5,00 22,01 0,811 17.847 Ufsi 32,50 15,00 28,75 1,432 41.164 Steinbítur 30,50 15,00 27,41 2,509 68.777 Langa 30,00 21,00 27,22 0,393 10.697 Lúða 205,00 150,00 182,34 1,007 183.523 Skarkoli 45,00 35,00 40,12 1,563 62.705 Keila 12,00 12,00 12,00 0,250 3.000 Skötuselur 205,00 70,00 117,81 0,210 24.741 Háfur 10,00 10,00 10,00 0,500 5.000 Öfugkjafta Samtals 22,00 22,00 22,00 54,46 0,837 77,141 18.414 4.201.153 Selt var m.a. úr Eldeyjar-Hjalta GK, Eldeyjar-Boöa GK, Ósk KE og frá Rafni hf. í dag verða m.a. seld 70 kör af þorski og 12 kör af ýsu úr Eini GK, 9 tonn af ufsa og 4 tonn af karfa úr Hörpu GK. Vitnaleiðslur í máli ríkisvalds gegn Magnúsi Thoroddsen: Ráðherrum fengið áfengi á kostnaðarverði til veislu- halda á heimilum sínum Ráðuneyti hafa tvisvar ráðgast við ríkisendurskoðanda um áfengiskaup VITNALEIÐSLUR fóru fram í máli ríkisvaldsins gegn Magnúsi Thor- oddsen í Borgardómi Reykjavikur í gær. Vitni báru Magnús Thor- oddsen, Höskuldur Jónsson forstjóri ATVR, Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi, Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, Gústaf Níelsson skrifstofustjóri ATVR, Guðrún Guðmundsdóttir aðal- bókari ÁTVR, Elías Einarsson veitingamaður í Borgartúni 6, Arnar Páll Hauksson fréttamaður RÚV, Sigurgeir Jonsson ráðuneytis- sljóri, Ragnar Jónsson, fyrrv skritofustjóri ÁTVR, Guðmundur Bene- diktsson ráðuneytisstjóri, Sveinn Björnsson sendiherra og Ingibjörg Björnsdóttir deildarsljóri í fjármálaráðuneyti. Fram kom meðal ann- ars að Steingrímur Hermannsson, þá utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson, þá verandi Qármálaráðherra, fengu í fyrra allir keypt áfengi á sérstöku verði út á heimildir ráðuneyta sinna til afnota í veislum sem þeir héldu utan samkomusala ríkisins. Veislur Steingríms og Halldórs voru haldnar a heimdum þeirra. Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu upplýsti að sjávarútvegsráðherra hefði tvívegis í fyrra fengið áfengi vegna veislna, sem hann hélt á heimili sínu, í tengslum við fundi stofnana Framsóknarflokksins. Þá hefur Jón Steinar Gunnlaugs- son, lögmaður Magnúsar, lagt fram gögn, sem fengin eru úr bókhaldi ríkisstofnana, en þó ekki sem svar ráðuneyta við fyrirspurnum lög- mannsins, um áfengiskaup ráð- herra og ráðuneyta. Þau gögn lúta annars vegar að fimm pöntunum sem utanríkisráðuneytið gerði fyrir Steingrím Hermannsson frá febrúar til ágúst á síðasta ári, þar sem keyptir voru 15 kassar af áfengi, sem einkabílstjóri hans sótti til ÁTVR, og hins vegar að tveimur pöntunum upp á um 100 þriggja pela flöskur af áfengi, sem fjár- málaráðuneytið pantaði fyrir Jón Baldvin Hannibalsson, 19. júlí og 5. ágúst í fyrra. Fram kom í fram- burði Sveins Björnssonar sendi- herra, sem undirritaði þessar pant- anir utanríkisráðuneytis, að þar sem utanríkisráðherra hefði oft- sinnis haldið opinberar veislur á heimili sínu hefði verið til staðar eins konar áfengislager á heimilinu, og hefði verið bætt á hann eftir þörfum. Ekki hefði verið gert upp sérstaklega hvað hefði verið notað til hverrar veislu og uppgjör hefði ekki farið fram er ráðherrann lét af embætti. Ingibjörg Björnsdóttir deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sem Skólagarðar á sjö stöðum SKÓLAGARÐAR borgarínn- ar starfa nú á sjö stöðum I borginni. Við Sunnuveg í Laugardal, í Árbæ vestan Árbæjarsafhs, við Ásenda, við Jaðarsel og Stekkjar- bakka í Breiðholti, í Skilding- amesi við Skerjaljörð og í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Logafold. Innritun í þessa garða verður dagana 1. og 2. júní og hefst hún klukkan 8 5 hverjum garði. Það nýmæli verður tekið upp að átta ára börnum verður gef- inn kostur á að vinna í görðun- um. Einnig verður boðið upp á tvær stærðir af görðum, 12 og 24 fermetra. Miðað er við að yngri börnin fái úthlutað 12 fermetra garði en hin eldri fá stærri skika. Innritunargjöld verða krónur 400 fyrir minni garðana og krónur 700 fyrir þá stærri. (Fréttatilkynning) áritaði fyrir hönd ráðuneytisins til- kynningu til ÁTVR um úttekt ráðu- neytis á áfengi á sérstökum kjörum, sagði að önnur pantana Jóns Bald- vins gæti að sig minnti tengst fundi, sem þingflokkur Alþýðu- flokksins hélt til að undirbúa fjár- lagagerð, en hún kvaðst ekki vita í sambandi við hvaða boð eða mót- töku seinni pöntunin hefði verið gerð. Fyrri pöntun ráðherra er dagsett 19. júlí 1988, nokkru eftir fimm- tugsafmæli eiginkonu Jóns Bald- vins en ein spurning Jóns Steinars hafði lotið að því hvort þar hefði verið veitt áfengi keypt á sérstökum kjörum. Elías Einarsson, veitinga- maður í veislusölum ríkisins að Borgartúni 6, upplýsti fyrir dómi að hann hefði á föstudegi lánað áfengi til þeirrar veislu af lager sínum og fengið greitt í sama magni af áfengi strax næsta mánudag. Þá hefði hann einnig lagt til pinna- mat og starfsfólk í veisluna og feng- ið síðar greitt samkvæmt reikningi, sem Ríkisféhirðir hefði séð um að innheimta. í máli Magnúsar Thoroddsen, kom fram að hann hefði tekið þann kost að skila 1260 flöskum af því áfengi sem hann hefði keypt á sér- stökum kjörum til að reyna að skapa frið um heimili sitt, sem hefði sætt aðkasti og átroðningi eftir að um áfengiskaupin komust í há- mæli. í því hefði ekki falist nokkur viðurkenning á rangri breytni. Að- spurður hvers vegna hann hefði ekki látið Hæstarétt standa straum af kostnaði við veislur sem hann hefði haldið vegna embættis síns sagði Magnús að þann hátt hefði forveri sinn í embætti, Þór Vil- hjálmsson, haft á og fengið fyrir aðfinnslur frá Ríkisendurskoðun. Þegar Halldór V. Sigurðsson ríkis- endurskoðandi kom fyrir dóminn var hann spurður um þetta atriði og sagðist þá ekki minnast þess að stofnunin hefði gert athugasemdir vegna veislna Þórs Vilhjálmssonar. Ríkisendurskoðandi sagðist aðeins minnast tveggja atvika þar sem ráðuneyti, forsætisráðuneyti, hefðu spurst fyrir um hvort kaup á áfengi á kostnaðarverði samrýmdust regl- um, annars vegar hefði verið um að ræða sjötugsafmæli Gunnars heitins Thoroddsen, hins vegar fer- tugsafmæli Þorsteins Pálssonar. Á sömu leið bar Guðmundur Bene- diktson ráðuneytisstjóri, sem einnig minntist þess að hafa spurst fyrir um hjá Ríkisendurskoðun hvort pantanir vegna veislna sem hann hefði sjálfur haldið vegna ráðuneyt- isins gætu talist eðlilegar. í framburði Höskulds Jónssonar forstjóra ÁTVR kom fram að fylgi- skjöl vegna viðskipta Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins væru ein- ungis geymd í sjö ár og væri það í samræmi við ákvæði bókhald- slaga. Jón Steinar Gunnlaugsson spurði Höskuld um þau ummæli ijármálaráðherra, að ástæða þess að einungis væru lögð fram gögn um áfengiskaup á kostnaðarverði sjö ár aftur í tímann, væri sú að svo langan tíma mundi taka að fara í gegnum eldri gögn, sem til vænu um viðskiptin. Höskuldur sagðist ekki geta borið ábyrgð á þessum ummælum ráðherrans. Hann kann- aðist ekki við að eldri skjöl væru til í stofnuninni um þessi viðskipti. Hann kvaðst ekki kannast við að pantað hefði verið áfengi fyrir ein- staka ráðherra í kassavís og bílstjórum þeirra hefði^ verið falið að sækja varninginn. í framburði forstjórans kom einnig fram að ár- lega fengi hver starfsmaður stjórn- arráðsins keyptar tvær flöskur af sterku áfengi á sérstökum kjörum og væri það áfengi afhent sam- kvæmt heimild fjármálaráðuneytis- ins. Höskuldur sagði þetta hafa tíðkast um áratugaskeið. Þá kvaðst Höskuldur Jonsson ekki telja það í sínum verkahring að leggja mat á í hvaða tilgangi ætti að nota áfengi keypt á sérstökum kjörum og sagð- ist ekki minnast þess að hafa látið orð falla við fjármálaráðherra um að slíkt áfengi væri aðeins til nota í opinberum veislum. Hann sagði einnig að ekki hefði verið véfengt að heimild forstjóra ÁTVR til áfengiskaupa væri ætluð til einka- nota. Höskuldur Jónsson sagðist aðspurður ekki þekkja tilurð regln-» anna um sölu áfengis til embætta og embættismanna ríkisins á kostn- aðarverði, en bréflegar heimildir væru til um þau viðskipti aftur til fimmta áratugar. Þau gögn sem fram hafa verið lögð í málinu leiða ekki í ljós hve- nær þessi fríðindi voru fyrst veitt en hjá forstjóra ÁTVR kom fram að um heilsteyptar reglur væri fyrst að ræða eftir, bókun ríkisstjómar 1971 um afnám heimilda ráðherra og þingforseta til áfengiskaupa á kostnaðarverði. Fram að þeim tíma er fyrirspurn á Alþingi 1964 um hverjir njóti þessara fríðinda eina opinbera skriflega heimildin um þessi fríðindi. í framburði Gústafs Níelssonar, skrifstofustjóra ÁTVR, kom fram að að jafnaði bærist greiðsla vegna úttekta á áfengi á kostnaðarverði frá Ríkisféhirði en einnig væru dæmi þess að sendir væru út gírós- eðlar. Hann kvaðst minnast þess að forseti íslands hefði eitt sinn, snemma á þessu ári, greitt fyrir úttekt með ávísun af eigin reikn- ingi. Gústaf taldi óhætt að fullyrða að dregið hefði úr áfengiskaupum á kostnaðarverði eftir að mál Magn- úsar kom upp. Þá kvaðst hann halda að i kjöllurum ÁTVR væri að finna gögn um áfengiskaup til lengri tíma en sjö ára. Einnig minntist hann þess, sem fram hafði komið hjá Magnúsi Thoroddsen, að áfengi- spantanir hefðu borist símleiðis. Slíkt væri fremur fátítt og einnig væri fátítt að tekið væri fram að bílstjórar ráðherra mundu nálgast sendingar. Þess væru þó dæmi. Páfagaukur týndist HVÍTUR páfagaukur glataðist frá Vesturbrún í Reykjavík 33 í gær, þriðjudag. Páfagaukurinn er nær alhvítur, en er blár undir vængjunum og Spakur. Þeir, sem kynnu að hafa komið höndum yfir hann, eru vin- samlegast beðnir að láta vita í síma 34532.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.