Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 43
43 Sigurvegararnir Ólafiir og Halldór Sigurjónssynir unnu sína fyrstu keppni, en þeir óku Talbot Lotus. Var þetta frumraun þeirra á nýkeyptum keppnisbílnum. Suðnraesjamenn sigr- uðu á heimaslóðum BRÆÐURNIR Ólafiir og Halldór Siguijónssynir unnu sína fyrstu rallkepni í Porsche-rallinu um síðustu helgi. Keppnin fór fram á Suðurnesjum, en þeir bræður reka bílasprautuverkstæðið Bílbót í Keflavík og fóru því skammt til að sækja sigurinn. I öðru sæti urðu Ævar Hjartarson og Ari Arnórsson á óbreyttum Suzuki Swift GTi, en bræðumir Þórður og Jon Þórmundssynir á Opel Manta urðu þriðju. Það virðist hafa eitthvað að segja í rallakstri að skyldmenni séu í áhöfn keppnisbílanna. Bræðurnir Ómar og Jón urðu frægir fyrir sigra, síðan feðgamir Jón Ragnars- son og Rúnar Jónsson og nú hafa bræðurnir frá Keflavík bæst í hóp toppökumanna sem eru skyldir. Helstu keppinautar þeirra höfðu ekki erindi sem erfiði í Porsche- rallinu. Feðgarnir Rúnar og Jón náðu forystu í keppninni á Ford Escort, en sá fyrrnefndi er nú kom- inn í ökumannssætið. Er hann án vafa mesta ökumannsefni sem komið hefur fram hérlendis og náði bestu aksturstímum á öllum leiðum sem hann lauk. En brotinn öxull setti þá feðga úr leik á fyrsta degi, en þá hafði Rúnar líka sann- fært föður sinn um aksturshæfi- leika sína. „Að stýra rallbíl virðist honum í blóð borið. Hann hefur strax náð góðum tökum á bílnum og ekur hratt. Þó búnaður bílanna eigi að vera í toppstandi þá getur alltaf bilað, en það má reikna með okkur í toppslagnum í sumar með Rúnar undir stýri,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Annar ökumað- ur í toppbaráttu sumarsins verður Steingrímur Ingason, sem ekur með Witek Bogdanski. Þeir voru hins vegar ólánsamir í Porsche- rallinu. „Ég klúðraði þessu í byij- un, missti bílinn út í kant eftir að hafa flotið upp í poili. Það sprungu svo dekk þegar bíllinn skall á gijóti. Rallið var of stutt til að vinna upp glataðan tíma,“ sagði Steingrímur. Mest kom á óvart frammistaða minnsta bílsins í keppninni. Suzuki 'Swift GTi Ævars Hjartarsonar og Ara Arnórssonar, en á meðan topp- bílarnir lentu í ógöngum óku þeir hratt en örugglega á eina óbreytta bíl keppninnar. „Það kom mér verulega á óvart hvað bíllinn hent- aði á malarvegina og lét vel að stjórn. Hann kom alheill úr keppn- inni og vissulega var óvænt að ná öðru sæti,“ sagði Ævar. Ari hafði þó sínar skýringar á því. „Jón S. Halldórsson frændi minn lánaði okkur keppnisstól í bílinn sem var greinilega lukkutákn, því okkur gekk vel en Nonna ekki neitt,“ sagði hann. Það voru einmitt Jón S. Hall- dórsson og Guðbergur Guðbergs- son á Porsche sem veittu sigurveg- urunum mesta keppni, en lánið lék ekki við þá. Þegar þeir reyndu að saxa á forskot Ólafs og Halidórs brotnaði öxull í Porsche-bílnum. Eftir það var leikur einn fyrir Keflvíkingana að halda forystu. „Við ókum stíft og biðum eftir mistökum eða bilunum hjá þeim fremstu í bytjun. Svo sáum við færi á sigri og héldum þá hraðan- um. Eftir sigurinn erum við stað- ráðnir að keppa í allri meistara- keppninni og öðlumst smám saman reynslu á keppnisbílinn og aukum hraðann,“ sagði Ólafur sem ók Talbot-bílnum í fyrsta skipti í keppni. „Við ætlum að aka stíft en reyna að sleppa áfallalítið í gegn og hala þannig stigin til íslands- meistara. Svo rekum við bílarétt- inga- og sprautuverkstæði ef illa fer...“ sagði Ólafur. Lokastaðan í Porsche-rallinu Refsing klst. 1. Ólafur Siguijónsson — Halldór Siguijónsson Talbot 0.55.27 2. Ævar Hjartarson — Ari Arnórsson Suzuki Swift GTi 1.00.27 3. Þórður Þórmundsson — Jón Þórmundsson OpelManta 1.03.23 4. Hörður Birkisson — Ómar Björnsson Nissan 200ZX 1.04.01 5. Steingrímur Ingason — Witek Bogdanski Nissan 1.05.42 6. Páll Harðarson — Ásgeir Ásgeirsson FordEscort 1.11.33 7. Úlfar Eysteinsson — Guðný Ulfarsdóttir Subaru 1.14.32 - G.R. Athugasemd við frétt um borun á Þorvaldseyri ir. Kynslóðabilið var sem hjóm og hégómi í návistum við hann, enda maðurinn ætíð ungur í anda. Gísli Hjaltason var ógleymanlegur maður. Það var mannbætandi að kynnast honum og hann glæddi með manni trú á lífið og framtíðina. Þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Ég og fjölskylda mín kveðjum hinn látna frænda og heiðursmann, með virðingu og þökk og biðjum honum Guðs blessunar. Einar K. Guðfinnsson Alnafni minn og frændi, Gísli Jón Hjaltason eða Gísli Hjalta eins og hann var iðulega nefndur, lést í sjúkraskýlinu í Bolungarvík hinn 24. maí sl. Gísli var einkar vinsæll og eftir- tektarverður maður og setti mikinn svip á umhverfi sitt. Hann fæddist í Hnífsdal þann 24. febrúar 1898. Foreldrar hans voru Hildur Elías- dóttir og Hjalti Jónsson sjómaður. Eignuðust þau auk Gísla, sem var elstur í hópi systkinanna, 4 böm, þau Elísabetu sem var kona Einars Guð- finnssonar en þau eru látin, Margr- éti sem lengst af bjó í Reykjavík en hún er látin, Júlíönu sem lifir bróður sinn, hún bjó lengi að Gerðhömrum með Guðmundi Benónýssyni og yngst er Kristjana sem lengst af bjó í Bolungarvík, hún er látin. Snemma hóf Gísli sjósókn frá Bolungarvík þar sem hann bjó til æviloka, utan 18 ár sem hann stund- aði sjómennsku frá Reykjavík. Ósjaldan minntist Gísli starfa sinna við sjósókn. Þar átti hann viðburð- aríkan feril að baki, var um stund formaður og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Mörg voru iíka handlökin hans og samferða- manna sem jafnvel í þá daga þóttu hin mesta pína. Á ungdómsárum Gísla var lífsbaráttan hörð í Bolung- arvík sem víðar. Vegna erfiðra hafn- arskilyrða voru bátar settir í Bolung- arvík sem svo var kallað. Þá voru þeir hífðir upp á fjörukambinn, studdir með bökum sjómannanna, oft við hin erfiðustu skilyrði. Þessu fylgdi bæði mikil hætta ef útaf brá og var hið mesta erfiði. Sagði Gísli að læknir einn í Reykjavík hefði haft á orði við sig er hann skoðaði slæmt mar á baki hans að það færi ekki milli mála að hann væri úr Bolung- arvík, slíku marki væru bök þessara sjómanna oft brennd. Hafnarleysið í Bolungarvík hélt á tíma aftur af þeirri þróun sem hafin var í stækkun báta og véla. Gísli var maður víðsýni og ævintýra, sem oft átti eftir að sýna sig á lífsferli hans. Ungur að árum hélt hann til Reykjavíkur á vit ævintýranna. Hann komst fljótlega í gott skipsrúm með aðstoð góðs vinar og sökum reynslu sinnar. í Reykjavík átti hann eftir að vera uns hans sterku rætur drógu hann heim, því þótt víðförull væri þá undi hann sér hvergi betur en í Bolungam'k. í Reykjavík kynntist Gísli mörgu ágætis fólki og minntist oft veru sinnar þar. Ekki er að efa að þessi góði og félagslyndi drengur hefur átt gott með að aðlagast umhverfi sínu. Reglusemi hans og snyrti- mennska var heillandi og stundvís var hann mjög. Eftir að heim var komið stundaði Gísli áfram sjómennsku eða beitti í landi allt til ársins 1950 er hann tók við starfi hafnarvarðar. Allt fram á síðustu ár sín stund- aði Gísli ýmis störf og þá einkum hjá mági sínum Einari Guðfmnssyni og frænda Jóni Fr. Einarssyni. Voru þeir honum báðir einkar góðir og nutu samstarfs við hann. Þar kom ekki bara til samviskusemi hans og hollusta, heldur var hann einnig eink- ar skemmtilegur í framgöngu og orðheppinn. í Bolungarvík er oft og mikið haldið á lofti spaugilegum at- hugasemdum eða orðatiltækjum höfðum eftir Gísla. Hann setti mikinn svip á bæinn sinn. Gísli var sérstaklega félagslyndur maður og kom hann víða við í þeim efnum. Mörg félagssamtök nutu góðs af óeigingjömu starfi hans, mun hann hafa lagt mikla natni við þau störf. Ekki er að undra að hagsmunir sjómanna hafi staðið honum nærri eftir að í land var komið og lét hann mikið til sín taka bæði á sviði slysa- varna og hjá sjómannadagsnefnd þar sem hann var fyrsti formaður. For- maður slysavarnardeildarinnar Hjálpar var hann tvo áratugi og starfaði með þeim mun lengur. Þar þurfti ýmsu að sinna og fór ekki hátt. Enda hafa slysavarnarmenn í Bolungarvík sýnt honum mikinn heiður með því að gera hann að heið- ursfélaga deildarinnar og ekki síður nú fyrir tveimur áram-er björgunar- sveitin í Bolungarvík nefndi nýjan björgunarbát sinn Gísla Hjalta, í virð- ingarskyni við heiðursfélaga sinn. Sannarlega mat hann þessa virðingu og hlýju í sinn garð mikils og hefði viljað geta þakkað fyrir sig með reisn og ræðu sem honum var svo lagið að beita, ef elli kerling hefði ekki hamlað því í þetta sinn. Heiðursfélagi var hann hjá Ung- mennafélagi Bolungarvíkur og minntist oft þátttöku sinnar og starfa þar. Þar lærði hann margt og miðl- aði til annarra. Einkum var honum hugleikin sú rækt sem þar var lögð við mælsku- list. Hann átti sjálfur gott með að koma fyrir sig orði og var ófeiminn við það, enda bæði hnyttinn og skemmtilegur. Þennan eiginleika sinn nýtti hann líka af alhug þegar hann sótti stjórnmálafundi og setti hann oft mikið mark á þá með at- hugasemdum sínum og rökhyggju. Það var gaman að ræða um stjórn- mál við hann, því allt fram á síðustu ár fylgdist hann vel með og hafði skoðanir á. Tillitssemi var honum þó í blóð borin og því held ég að þeir sem aðrar skoðanir báru hafi jafnan notið þess að ræða við hann, enda gæti slíkur maður að öðram kosti ekki hafa starfað af árangri í svo mörgum félögum og með svo mörgu fólki. Gísli var mikill sjálfstæðismaður og var gerður að heiðursfélaga í sjálf- stæðisfélaginu Þjóðólfi Bolungarvík. Enn einu sinni var Gísli gerður að heiðursfélaga og nú hjá Lionsklúbbi Bolungarvíkur þar sem hann var stofnfélagi og sýndi fádæma góða mætingu og virkni. Víðar kom hann við sögu. T.a.m. var hann félagi í karlakórnum Ægi frá Bolungarvík, lék með leikfélaginu í ýmsum leikritum o.fl. Þá er enn ótalið það félagsstarf og áhugamál sem Gísli naut sín hvað best við, en það var spilamennskan. Hann var feikna góður spilamaður og vann margar „rúberturnar". Spilafélagar hans héldu vel hópinn og vora honum miklir vinir. Hann kallaði þá ævin- lega strákana, en þeir vora helstir: Guðbjami Þorvaldsson nú látinn, Ólafur Þórðarson, Guðmundur Móses Jónsson og Jakob Elíasson. Einnig spilaði hann mikið með Halldóri Hall- dórssyni, Valdimari Ólafssyni o.fl. Undirritaður átti því láni að fagna að fá að kynnast frænda sínum og nafna og njóta samvista við hann. Hann var mér og fjölskyldu minni sérstaklega góður og hlýr. Dóra Hlín, dóttir mín, kallaði hann ætíð Gísla afa og naut þess að heimsækja hann. Frændrækinn var hann og hélt góðu sambandi við bæði frændfólk sitt í Bolungarvík og burtflutt s.s. foreldra mína sem hann heimsótti oft og voru þau honum mjög góð. í Bolungarvík naut hann mikils stuðnings Guðfinns frænda síns og Maríu konu hans, ásamt börnum þeirra. Hann var tíður gestur á heim- ili þeirra og síðar bama þeirra, eink- um þó Einars Kristins, Sigrúnar konu hans og Guðfinns litla, sem vora honum sérstaklega góð. Þangað átti hann oft erindi, hvort heldur til að ræða þjóðfélagsmál við þau eða í kjallarann til að heimsækja Þóri Sig- tryggsson, vin sinn, föður Sigrúnar. Allt fram á allra síðustu æviár sín var Gísli sérstaklega frískur og hress, en þegar heilsa hans tók að bresta flutti hann af heimili sínu á Vitastíg og yfir í sjúkraskýlið í Bolungarvík og var vel að honum hlúð þar af ágætu starfsfólki. Á Vitastígnum naut hann félagsskapar Ágústs Ja- sonarsonar sem deildi íbúðinni með honum. Sérstakar þakkir ber að færa Bára og Ármanni sem bjuggu fyrir ofan Gtsla og litu vel eftir honum. Við andlát nafna míns vil ég þakka honum allt sem hann hefur gert fyr- ir mig og fjölskyldu mína. Það hefur verið okkur dýrmætt að eiga slíkan frænda. Hann var öllum góð fyrir- mynd og verður lengi saknað. Bolvíkingar munu minnast þessa góða drengs með þakklæti. Gísli Jón Hjaltason í frétt í Morgunblaðinu þ. 20. maí sl. er sagt frá góðum árangri af borun á Þorvaldseyri í Austur-Eyja- fjallahreppi þar sem fengist hafa 2 1/s af 53°C heitu vatni úr borholu sem var 750 m djúp þegar fréttin var skrifuð. Vonandi dugar vatnið úr holunni fyrir Þorvaldseyri og er það vel, ef ekki er horft í kostnað. í fréttinni er greint frá neikvæðu áliti mínu á dýpkun þessarar borholu þegar hún var 470 m djúp, en síðan hafi hinn „góði árangur" skilað sér daginn eftir að ég gaf álit mitt. Til- efni þess að ég fór að skipta mér af þessari boran var ósk oddvita um að ég gæfi ráð varðandi tilboð sem hreppsnefndinni hafði borist um þátt- töku í dýpkun holunnar. Var haldinn fundur af því tilefni þar sem mættu nokkrir helstu hagsmunaaðilar að hitaveitu sem lengi hefur verið á döfinni í byggðarlaginu. Málefni fundarins sem á er minnst í fréttinni snerist þannig ekki um að afla vatns fyrir búið á Þorvaldseyri heldur til hitaveitu í Skóga og á allmarga ná- læga bæi. Árangur borunarinnar á Þorvaldseyri er náttúrlega allsendis ófullnægjandi frá því sjónarmiði. Þetta er dregið undan í fréttinni og látið líta svo út, að ég megi nú éta ofan í mig álit mitt á holunni. Spumingin, sem ég þurfti að svara sem ráðgjafi hreppsnefndar A-Eyja- fjallahrepps þegar holan var 470 m djúp, var um það hvort skynsamlegt væri fynr hreppsnefndina að þiggja tilboð Ólafs Éggertssonar bónda á Þorvaldseyri um að koma til liðs við hann og leggja fram fé í að dýpka holuna og þá að sjálfsögðu í von um að fá vatn úr henni sem duga myndi í fyrirhugaða hitaveitu til Skóga. Ég taldi litla von um að dýpkun í 900- 1.000 m skilaði því vatnsmagni sem sóst var eftir í þessu skyni og réð hreppsnefndinni frá þátttöku. Hreppsnefndin fór að því ráði, enda var ljóst að dýpkun holunnar á Þor- valdseyri frá 500 m í 1.000 m myndi kosta um 3 milljónir króna, álíka mikið og tiltölulega grann hola nærri Seljavallalaug, þar sem mestar líkur eru á fullnægjandi árangri. Nú er boran holunnar á Þorvalds- eyri um það bil að ljúka í 1.000 m og ekkert hefur bæst í holuna. Heita- vatnsöflun fyrir Skóga og fleiri bæi þar í kring er enn óleyst verkefni. Vonandi standa heimamenn einhuga að því að leysa það mál af raunsæi fremur en að láta hugsjón ráða ferð- inni, þegar borun verður hætt á Þor- valdseyri. Reykjavík 24.5. 1989 Kristján Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.