Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐŒ) ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ „Við berum enga virðingu fyrir þeim“ - segirAtli Eðvaldsson „ÞETTAverðursöguleg stund í íslensku íþróttalífi. Mérvitan- lega hafa íslendingar ekki keppt fyrir framan eitthundrað þúsund áhorfendur og því á þessi leikur á Lenín-leikvangin- um í Moskvu eftir að verða öll- um leikmönnum og þeim sem tengjast liðinu hér minnisstæð- ur um aldur og ævi,“ sagði Atli Eðvaldsson, eftir æfingu á Lenín-ieikvanginum í gær- kvöldi. Íslenska liðið virðist vera í góðu jafnvægi, en byrjunarliðið var tilkynnt eftir æfinguna og verður eins og Morgunblaðið greindi frá í gær. „Við erum að Steinþór fara í leik gegn einu Guðbjartsson besta liði heims. skrifar írá Þetta verður ekki Moskvu ... ■, leikur eins og viður- eign Vals og Fram heldur litla ís- lands gegn stórveldinu Sovétríkjun- um,“ sagði Atli ennfremur. „A pappírnum erum við sem smá peð gegn þessum risum og sam- kvæmt því eiga þeir að kaffæra okkur. En þeir gera það ekki átaka- iaust. Þetta verður að vera hörku- leikur að okkar hálfu til að upp- skera eins og við viljum. Við vitum að Sovétmenn hafa yfírleitt gert út um leikina á fyrsta hálftímanum og því skiptir sá tími mestu máli um framhaldið," sagði fyrirliðinn. í Istanbul gaf Þorsteinn Geir- harðsson, nuddari, tóninn gegn Tyrkjum er liðið kom inn eftir upp- hitun fyrir leikinn. Hurðin að bún- ingsherberginu var .læst og Þor- steinn sagði að ef ekki yrði opnað á stundinni sparkaði hann hurðina upp. Tyrkirnir hlógu, en nuddarinn stóð við gefin orð - liðið tvíefldist og náði jafntefli sem þykir gott á þeim slóðum. „Við erum minnugir þessa atviks og notum allt, sem við getum til að æsa okkur upp, allt sem verður gegn okkur fram að leik verður okkur að vopni á Lenín- leikvanginum. Við verðum brjálaðir, en vonandi yfirkeyrum við okkur ekki. Sovétmenn eru sterkir, en þeir vanmeta okkur ekki og við berum enga virðingu fyrir þeim,“ sagði Atli. Morgunblaðið/Bjarni Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, á hér í höggi við Rinat Dassajev í Evrópukeppninni á Laugardalsvellinum. Þeir mætast í dag á Lenín- leikvanginum í Moskvu. 500 rúblur fyrir sigur Handtösku Gunnars stolið Gunnar Gíslason er með vegabréf og fótboltaskó, en án peninga og farseðils út úr Sovétríkjunum. Ástæðan er sú að þegar hann kom á hótelið í fyrrakvöld hvarf handtaskan hans - var tekin úr afgreiðslu- sal hótelsins á meðan verið var að ganga frá skráningu hans og þeirra sem með honum komu inná á hótelið. í töskunni var farseðill Gunn- ars til Svíþjóðar, veski með pen- ingum, skilríkjum og gullkorti, vasasegulband, snældur, matur og ýmislegt fleira. Þrátt fyrir mikla leit og fyrir- spurnir hefur taskan ekki fund- ist og er talið að hún komi ekki í leitirnar. SOVÉTMENN leggja mikla áherslu á sigur gegn íslending- um á Lenín-leikvanginum í Moskvu ídag. „Við höfum sigr- að hin liðin í riðlinum, en þurf- um að leggja íslenska liðið að velli til að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni á Ítalíu á næsta ári,“ sagði Nikita Sim- onyan, einn helsti skipuleggj- andi sovéskrar knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær. Simonyan hefur starfað náið með Lobanovski, þjálfara so- véska landsliðsins, síðan hann tók við liðinu rétt fyrir úrslitakeppni HM í Mexíkó 1986. Steinþór „Liðið hefur verið Guðbjartsson g0tt á þessum árum. skrifar frá £n við höfum tapað mikilvægum leikjum eins og gegn Belgum í Mexíkó og gegn Hollandi í úrslitaleik Evrópu- keppninnar í fyrra. Við eigum góða einstaklinga sem vinna yel saman og þeir fara í einu og öllu eftir því sem Lobanovski segir þeim að gera,“ sagði Simonyan. Sovéska liðið hefur verið í æf- ingabúðum í Novogrosk í Moskvu í viku og hefur enginn utanaðkom- andi fengið að fylgjast með. í hópn- um er 21 leikmaður, en 16-manna liðið verður tilkynnt skömmu fyrir leik í dag. Sovétmenn hafa ávallt þennan hátt á, en þegar um vináttu- leiki er að ræða er liðið í æfingabúð- um í þtjá daga. Atvinnumennirnir sterkari I sovéska liðinu nú eru þrír leik- menn, sem leika með erlendum lið- um. Markvörðurinn Rinat Dassajev er með Sevilla á Spáni, miðvallar- leikmaðurinn Vassilij Raz með Espanol og miðheijinn Alexander Sawarow með Juventus á Ítalíu. í samningum þeirra segir að þeir skuli ávallt verða lausir í Iandsleiki og eins og aðrir mæta þeir í æfinga- búðirnar viku fyrir leik. 500 rúblur fyrir sigur Aðspurður sagði Simonyan að leikmaður hefði aldrei hafnað boði um að vera í landsliðshópi þó fríðindin væru ekki eins mikil og víðast annars staðar. „Félögin gera vel við leikmenn en við greiðum landsliðsmönnum ákveðna upphæð fyrir hvert stig í keppni. Sigri sovéska liðið það íslenska fær hver leikmaður 500 rúblur (45.000 íslenskar krónur), 250 rúblur fyrir jafntefli og ekkert fyrir tap,“ sagði Simonyan. Laugardagur kl. 13:25 22. LEIKVIKA- 3. júni 1989 1 X 2 Leikur 1 Akranes - Víkingur1 d Leikur 2 F.H. - Valur1 d Leikur 3 Fram - Keflavík1 d Leikur 4 Selfoss - Í.B.V.2 d Leikur 5 Völsungur - Stjarnan2 0 Leikur 6 Tindastóll - Einherji2 0 Leikur 7 Í.R. - Breiðablik2 d Leikur 8 Leiftur - Vídiri d Leikur 9 W. Bremen - Frankfurt Leikur 10 B.Leverkusen - Stuttgart LeikurH Bayern M. - Uerdingen Leikur 12 H.S.V. - Kaiserslautern Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. Ath. breyttan lokunartíma! GETRAUNIR í ALLT SUMAR ! NBA-DEILDIN Stórleikur Thomas gegn Chicago Jafnt í úrslitum Austur-deildarinnar DETROIT Pistons vann Chicago Bulls í Chicago með 86 stigum gegn 80 í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA- deildarinnar. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur- inn í hávegum hafður sem er Detroit mjög að skapi. Þessi sigur Detroit var mjög mikil- vægur því liðinu nægir nú að vinna heimaleiki sína til að komast í lokaúrslit. Leikurinn í fyrradag var mjög jafn í fyrri hálfleik. Staðan var 42:39 Detroit í hag í leikhléi og fljótlega jók liðið forystu sína og hafði leikinn í hendi Gunnar sér allan síðari hálf- Valgeirsson leikinn, þrátt fyrir skrifar góðan leikkafla heimamanna síðUstu mínúturnar. Þeim Joe Dumars og Dennis Rodman, sem báðir voru valdir í fimm manna varnarlið deildarinnar fyrir skemmstu, tókst loks að hemja Michael Jordan. Kappinn skoraði að vísu 23 stig en var ekki jafn atkvæðamikill og hann hefur verið í síðustu leikjum. Scottie Pippen, sem átt hefur góða leiki með liðinu í úrslitakeppninni, skoraði 18 stig. Besti maður vallarins og stigahæst- ur Detroit var Isiah Thomas sem skoraði 27 stig. Thomas hefur ekki leikið eins vel og hann getur í úr- slitakeppninni til þessa, en ef kapp- inn nær sér á strik ætti Detroit að takast að slá Chicago út. Með þessum sigri hefur Detroit sett pressuna á Chicago, enda þarf liðið að vinna leik á útivelli. ÍÞR&mR FOLK Steinþór Guðbjartsson skrifarfrá Moskvu ■ SIGURJÓN Sigurðsson, læknir íslenska liðsins, er hjátrúar- fullur eins og fleiri. Hann er viss um að úrslitin í dag verði hagstæð íslendingum. „Ég hef tekið mið af flug- og herbergis- númerum hjá mér er ég hef verið með landsliðinu. Þegar talan sjö er í númerinu hefur undantekningar- laust gengið vel. Flugnúmer okkar til Moskvu var SK 730 og herberg- isnúmer mitt er það sama, 730, þannig að ég er bjartsýnn,“ sagði Sigurjón. ■ GUÐMUNDUR Ólafsson, fyrrum þjálfari Völsungs og fleiri liða, er aðstoðarmaður Held í fjar- veru Guðna Kjartanssonar, sem stjórnaði U-21 árs liðinu gegn Vest- ur-Þjóðverjum í Reykjavík í gær- kvöldi. ■ ÍSLENSKA fararstjómin fékk 25 miða á besta stað á leikinn. Var farið með þá í íslenska sendiráðið í Moskvu fyrir starfsmenn og aðra sem áhuga hafa á leiknum. ■ MIRCEA Ahgelesgu, form- aður knattspyrnusambands Rúm- eníu, verður eftirlitsmaður á leikn- um. Hann var einnig eftirlitsmaður á leik Tyrklands og íslands í Ist- anbul sem lauk 1:1. ■ SIGFRIED Held, landsliðs- þjálfari, velur matseðil dagsins fýr- ir liðið eins og venjulega. A hveijum degi fer hann niður með eftirlits- manni matarmála, sem Islending- arnir kalla „Picasso" og hann skrifar nákvæmlega niður allt sem þjálfarinn fer fram á. „Það er alveg sama hvað ég bið um - við fáum alltaf sama matinn, sem er langt í frá að vera girnilegur," sagði Held. ■ TÓMAS Tómnsson, sendi- herra Islands í Moskvu, hefur ákveðið að bjóða landsliðinu í veislu að leik loknum í kvöld. ■ / GÆR var búið að selja 90.000 miða á leikinn. Reiknað er með að það verði uppselt, eða 100.000 manns. Hitinn í Moskvu í gær var 24 gráður og er búist við að hann verði svipaður í dag þegar leikurinn fer fram. í kvöld TVEIR leikir verða í kvöld í 1. umferð bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki karla. Þróttur Reykjavík og Haukar mætast á gervigrasinu og ÍK og ÍR leika í Kópavogi. Báðir leik- irnir hefjast kl. 20.00. BADMINTON Þórdís Edwald og Broddi Kristjáns- son eru úr leik í HM í einliðaleik. Þórdís og Broddi úr leik Broddi Kristjánsson og Þórdís Edwald úr TBR féllu bæði út í fyrstu umferð í einliðaleik á heims- meistaramótinu í badminton sem nú stendur yfir í Jakarta í Indo- nesíu. Broddi tapaði fyrir Kok Koeng frá Malasíu, 4:15 og 4:15. Þórdís sat yfír í 1. umferð og tapaði síðan í 2. umferð fyrir Susi Susanti frá Indonesíu, 2:11 og 2:11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.