Morgunblaðið - 03.06.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.06.1989, Qupperneq 2
2 MORGUNBIiAÐIÐ LAUGARÐAGUR JÚNÍi 1989 Olís: Kröfu Landsbankans um kyrrsetningu hafnað í bili Olís skuldar bankanum 1500 milljónir BORGARFÓGETINN ‘í Reylgavík hefur hafiiað, að svo stöddu, kröfu Landsbankans um kyrrsetningu eigna Olís fyrir skuldum sem nema tæpum 438 miHjónum króna. Olís benti á tryggingar fyrir 362 miHjón- um króna við málflutning. Hvað 75,6 milljónir varðar, er eftir standa, taldi fógeti ekki rétt miðað við kröfugerð Landsbankans að heimila kyrrsetningu eigna Olís fyrir þeirri kröfu. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins nema heildarskuldir Olís við Landsbankann nú tæpum 1500 milljónum króna. Málinu verður fram haldið á þriðjudag í næstu viku og þá m.a. Innflutningur kartaflna heimilaður Landbúnaðarráðuneytið heftir ákveðið að heimila innflutning á kartöflum. Er búist við að fyrstu innfluttu kartöflumar komi á markaðinn um 20. júni. í tilkynningu frá landbúnaðar- ráðuneytinu segir að innflutningur- inn hafi verið heimilaður vegna þess að innlend framleiðsla sé nú á þrot- um. Þá er fólki bent á að áríðandi er að þær íslensku kartöflur sem koma á markað næstu daga fái bestu mögulega meðhöndlun og kjörað- stæður vegna þess hvað geymsluþol hafi rýmað. tekin afstaða til 75,6 milljón krón- anna, auk þess sem fjallað verður um mat, sem nú fer fram á trygging- um Olís. Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti, sem úrskurðaði í málinu, segir að tryggingar þær sem Olís benti á fyr- ir 362 milljónum króna séu í vörslu Landsbankans. Er þar um skulda- bréf, hlutabréf o.fl. að ræða. Lands- bankinn hélt því hins vegar fram að þessar eignir væru tryggingar fyrir öðrum skuldum en þeim sem Lands- bankinn byggði kröfu sína á. í máli Valtýs kom fram að Lands- bankinn hafi ekki getað sýnt fram á í fógetarétti að þær tryggingar sem Olís benti á væru fyrir öðrum skuld- um. Því hafi hann hafnað kyrrsetn- ingarbeiðninni. Sérstakir matsmenn vinna nú að mati á þeim tryggingum sem Olís benti á. Það mat á að liggja fyrir er málinu verður fram haldið á þriðjudag. Búvörur hækka 5—15% BÚVÖRUR hækka almennt í verði um 5 til 15% næstkomandi mánu- dag. Hámarkssmásöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um 12—15%, kindalgöt um 5% og nautgripakjöt um 11,5%. Þá hækkaði heildsöluverð eggja um 7 til 8% og hrossakjöts um 10,69% til fram- leiðenda. í fréttatilkynningu sem ríkis- stjómin sendi frá sér í gær kemur fram að ef niðurgreiðslur búvöru hefðu ekki verið auknar í tengslum við síðustu kjarasamninga hefði kindakjöt hækkað um 9% nú og meðalhækkun mjólkurvara orðið 24%. Einnig segir: „Ríkisstjómin hefur ekki síður en launþegar mikl- ar áhyggjur af verðhækkunum þeim sem orðið hafa. Gætt mun verða fyllst aðhalds og, eins og um var rætt, leitað samstarfs við launþega í þeim efnum.“ Hér á eftir fara dæmi um breyt- ingar á verði nokkurra tegunda: Fyrir Eftir hækkun hækkun Hækkun kr. kr. kr. % Mjólk 11. pakki 59,50 67,10 7,60 12,8 Rjómi 1 I. ferna 433,50 497,70 45,30 64,20 14,8 Undanrenna 1 l.ferna 40,20 5,10 12,7 Skyr 1 kg. 100,80 114,70 13,90 13,8 Smjör 1 kg. 418,00 479,90 61,90 14,8 Ostur 45% 1 kg. 577,60 663,10 85,50 14,8 Nautakjöt(UNI) 1 kg.' 403,10 450,00 46,90 11,6 Kindakjöt(DIA) 1 kg.2 1) I heilum og hálfum skrokkum. 389,90 409,30 19,40 5,0 2) I heilum skrokkum, skipt að ósk kaupanda. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Dráttarbáturinn Jerome Letzen leggur af stað með Maríönnu Daníelsen í togi til Póllands í gær. Maríanne til Póllands m Keflavík. ÖFLUGUR dráttarbátur frá Antwerpen í Belgíu, en með skoskri áhöfii, hélt síðdegis í gær af stað með danska flutningskipið Marí- önnu Daníelsen í togi til Gdynía i Póllandi. Þar verður skipið tekið í slipp og gert við þær skemmdir sem urðu á skipinu þegar það strandaði við innsiglinguna í Grindavík að kvöldi 20. janúar sl. Fimm manna áhöfii verður um borð í Maríönnu Daníelsen og er þeirra hlutverk að fylgjast með yósavélum og dælubúnaði, en ekki hefiir tekist að komast fyrir allan leka að skipinu. Skipið hefur legið í Njarðvíkur- höfn frá 7. apríl þegar nokkrum vöskum mönnum undir stjóm þeirra Guðlaugs Rúnars Guð- mundssonar, verktaka úr Vogum, og Finnboga Kjeld, skipstjóra úr Reylgavík, tókst á ævintýralegan hátt að ná skipinu af strandstað. Guðlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að áætlað væn að ferðin yfir hafið tæki 7—12 sólarhringa og {tilboði Pól- veijanna væri gert ráð fyrir að viðgerð tæki 75—90 daga. Afl- miklar dælur era um borð í skip- inu. Þær hafa vel undan lekanum og það með aðeins 5% af dælu- getu að sögn Guðlaugs. Guðlaugur Rúnar Guðmunds- son sagði að áætlaður kostnaður við að koma skipinu í siglingar- hæft ástand væri liðlega 55 millj- ónir króna og talið væri að sölu- verð skipsins eftir viðgerðina yrði á bilinu 90—100 miHjónir. Mestar skemmdir urðu á botni skipsins sem er talinn ónýtur. Þá er neðra vélarrúmið, þar sem aðalvélar skipsins era, fullt af sjó, en vélarn- ar era taldar heilar en þurfi ræki- lega hreinsun. Guðlaugur sagði ennfremur að Finnbogi Kjeld hefði mikinn áhuga á að kaupa skipið pg nota það til saltflutninga til íslands. Þá hefðu fyrrarn eigendur þess í Danmörku óskað eftir að fá skipið leigt í ýmis verkefni í 2 ár. BB Fjárfestingarfélagið yfirtek- ur verðbréfasjóð Hagskipta Fyrirtækið gat ekki uppfyllt kröfiir nýrra laga um lágmarksstærð FJÁRFESTINGARFÉLAG íslands hefiir tekið yfir verðbréfasjóð Hagskipta hf. sem hefiir verið einn af 15 verðbréfasjóðum sem starf- andi eru hér á landi. Fjárfesting- arfélagið rak fyrir (jóra verðbréfii- sjóði, Kaupþing fímm, Verðbréfa- markaður Iðnaðarbankans fjóra og Verðbréfamarkaður Útvegs- bankans einn. í tilkynningu frá forsvarsmönnum Hagskipta kem- ur fram að ástæðurnar fyrir yfirtö- kunni séu þær að Hagskipti hf. nái ekki að uppfylla kröfiir nýrra laga um verðbréfidyrirtæki og verðbréfasjóði um lágmarksstærð. Gunnar Helgi Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að Fjárfestingarfélagið tæki yfir verðbréfasjóð Hagskipta að beiðni forsvarsmanna hans. Af hálfu Fjár- festingarfélagsins hefði verið farið nákvæmlega yfír eignir sjóðsins og tryggingar á bak við hann í samráði við bankaeftirlit Seðlabankans. Sú athugun hefði leitt í ljós að trygging- ar voru allar fullnægjandi og Fjár- festingarfélagið því orðið við þessari beiðni forsvarsmanna Hagskipta. Maður hætt kominn á Hlíðarvatni: Var á reki í tvær klukkii- stundir í ísköldu vatninu Ólafsvik. „Þegar hrafinarnir voru að flögra yfir mér varð ég reiður og öskraði að þeir skyldu ekki fá að kroppa úr mér augun,“ sagði Einar Hallsson bóndi i Hlíð i Hnappadal en hann komst i mikla þrekraun í fyrradag er báti hvolfdi undan honum á Hlíðarvatni. Var það 3-400 metra firá landi úr augsýn við Hlíðarbæinn. Tók rekið í land um tvær klukkustundir í ísköldu vatninu og þurfiti Einar síðan að ganga kilómetra til bæjar. Uppúr kl. 7 um morguninn fór hvolfdist báturinn yfir Einar en Einar út á vatnið til að vitja um silunganet en Einar hefur stundað þessa veiði í áratugi. Var hann á nýfengnum léttum báti úr plasti og óvanur hreyfingum hans. Svo illa tókst til að Einar missteig sig í bátnum og steyptist útbyrðis. Náði hann þó strax tökum á bátn- um aftur en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast upp í bátinn tókst það ekki. í þeim átökum fyrir hreint happ komst hann und- an honum og náði lofti. Nú var illt í efni, langt til lands og vatnið heljarkalt. Vildi það til happs að fyrir tveimur dögum hafði Einar bundið hanka í skut bátsins til hæginda. Gat hann haldið annarri hendi í hankann en hinni yfir kjöl- inn og haldið þannig höfði og hálsi yfir vatni. Bátinn rak nú rólega í 2 klukkustundir upp að landinu og Einar reyndi að flýta fyrir með marvaðarsundi. Megnið af þess- um tíma flögraðu tveir hrafnar yfir bátnum. Höfðu þeir komið auga á að eitthvað óvenjulegt var á seyði. Þótt Einari það ekki við- felldinn félagsskapur eins og á stóð. Landtakan reyndist ill. Var snjóskafl í íjöraborðinu og tók það Einar alllangan tíma að komast á þurrt. Var þá eftir að ganga til bæjar og komst Einar það rakleið- is. Fór hann ekki að skjálfa fyrr en eftir að heim var komið og kennir sér ekki meins nema eymsla eftir brölt og átök. Þetta er mikil þrekraun manns sem er kominn yfir miðjan aldur og auk þess mjög þungur. En Einar er heitfengur og varð ekki einu sinni loppinn. Hann telur að ullar- klæðnaður hafi varið sig ofkæl- ingu og eins hafi það orðið honum til lífs að hafa haldið fullri ró. „Ég var ekki með björgunar- vesti en nú er hinsvegar búið að kaupa það. Ég. fór á gamla bátn- um og vitjaði um í gær,“ sagði Einar. „Ég hef vantrú á plast- bátnum eftir þetta.“ Hann bætti því við að bæði hann og aðrir þyrftu að vera varkárari á vötnun- um og hugsa meira um að vera með búnað til að mæta óhöppum. Helgi Verðbréfasjóður Hagskipta verður rekinn áfram í núverandi mynd af hálfu Fjárfestingarfélagsins, þ.e. með sjálfstæðan flárhag og reikn- ingshald en nafni sjóðsins hefur ver- ið breytt og heitir nú Gengisbréfa- sjóðurinn hf. í tilkynningu frá Fjár- festingarfélaginu kemur fram að þessar breytingar raski í engu stöðu eigenda gengisbréfa gagnvart sjóðn- um. Gengi útgefinna gengisbréfa við yfirtökuna 2. júní er óbreytt eða 1,736. Gengið byggist m.a. á mati löggilts endurskoðanda og lögmanna á eignum sjóðsins ásamt tryggingum sem fyrir lágu við yfirtöku. I tilkynn- ingunni segir að gengið muni síðan breytast í samræmi við ávöxtun eigna sjóðsins, en heildarverðmæti hans nú er 28,7 milljónir. Innlausn gengisbréfa mun eftir- leiðis fara fram hjá afgreiðslustöðum Fjárfestingarfélagsins í Hafnar- stræti, Kringlunni og Akureyri og er innlausnargjald 2%. Sjúkrahúsið á ísafirði: Samið á ell- eftu stundu SAMNINGAR um launakjör náð- ust um ellefuleytið í gærkvöldi við hjúkrunarfræðinga á sjúkrahús- inu á ísafirði. Á miðnætti ætluðu hjúkrunarfræðingarnir að hætta störfum á sjúkrahúsinu, hefði ekki samizt, og hefði þá þurfit að senda sjúklinga heim. Starfsfólki á sjúkrahúsinu var sagt upp vegna skipulagsbreytinga 1. marz, er flutt var í nýtt húsnæði og rann uppsagnarfrestur út 31. maí. Hjúkrunarfræðingar vildu ekki end- urráða sig upp á þau launalqor, sem boðin voru, og töldu þau lakari en þau sem þeir höfðu á gamla húsinu. I gær var svo samið um sömu launa- kjör og giltu á gamla sjúkrahúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.