Morgunblaðið - 03.06.1989, Side 26

Morgunblaðið - 03.06.1989, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 Útgefandi Framkyæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Páfa fagnað á Islandi Síðan kristni var lögtekin á íslandi árið 1000 hefurþjóð- in lengur verið kaþólskrar trúar en lúterskrar. Siðaskiptin eru miðuð við árið 1550 þegar Jón Arason, síðasti kaþólski biskup- inn, og tveir synir hans voru hálshöggnir án dóms og laga. Trúarstríðið sem þá var háð bar öll merki venjulegrar valdabar- áttu um auð og áhrif. Litið var á Jón biskup Arason sem forvíg- ismann í þjóðemisátökum við erlent konungsvald. Frá því að hann féll í valinn hafa íslending- ar ekki átt neitt undir páfa að sækja. Það gerist hins vegar í fyrsta sinn í sögunni í dag, að páfí sækir landið heim. Hingað kemur Jóhannes Páll páfí II til að vitja minnsta kaþólska safn- aðarins í nokkm sjálfstæðu ríki. Árið 1895 komu tveir kaþ- ólskir prestar til íslands og ári síðar fjórar St. Jósefssystur, sem settust að í Landakoti, þar sem nú er biskupssetur kaþ- ólskra og dómkirkja auk skólans og sjúkrahússins sem prestamir og systumar komu á fót. Sankti Jósefsspítali í Reykjavík var vígður 1902 og var hann fyrsta raunverulega sjúkrahúsið í landinu. Verður þetta fómfúsa framlag kaþólskra til mannúðar- mála seint þakkað. Meðal þeirra sem hófu skólagöngu sína í Landakotsskóla var Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands. í Les- bók Morgunblaðsins um síðustu helgi minntist hún þeirrar dvalar með þakklæti og sagði: „Annars gefur það auga leið að kaþólikkar njóta hér al- mennrar virðingar. Þeir hafa lagt ríkan skerf af mörkum til heilbrigðismála okkar með því að reka sjúkrahúsaþjónustu í Stykkishólmi, Hafnarfírði og Reykjavík frá því um aldamótim. Um sjálfa mig get ég sagt að skólavist mín í Landakoti er grundvöllur þess að milli mín og kaþólska safnaðarins á ís- landi hefur lengi ríkt einlæg vin- átta.“ Er það í góðu samræmi við þann sess sem starfíð er hófst í Landakoti fyrir tæpri öld hefur áunnið sér, að Jóhannes Páll páfí II skuli syngja hámessu á sunnudag við Dómkirkju Krists konungs þar og Landakotsspít- ala. Með veglegri hætti er ekki unnt að kaþólskum sið að minn- ast endurreisnar og þróunar safnaðarins hér á landi. í boði herra Péturs Sigur- geirssonar, biskups íslands, og þjóðkirkjunnar fer Jóhannes Páll páfí II til Þingvalla þar sem hann tekur þátt í samkirkjulegri athöfn. Sjálfur hafði páfí látið í ljós áhuga á að fara til þessa helgasta staðar lands okkar, þar sem kristni var lögtekin á Al- þingi. Vill páfi með þessu láta í ljós virðingu sína fyrir söguleg- um arfi þjóðarinnar, kristnitök- unni og þeim stjómarháttum sem tíðkuðust á þjóðveldisöld, þegar frjálsir menn komum saman og réðu ráðum sínum. Frelsi og mannréttindi eru ofar- lega í huga páfa, þegar hann heimsækir Norðurlöndin fímm eins og fram kemur í ávarpi sem hann sendi til Norðurlandabúa í upphafí ferðar sinnar. Þar seg- ir meðal annars: „Það nægir ekki að sinna ein- vörðungu efnislegum þörfum; fullnægja verður einnig frelsi andans sem er kjami þess er gerir okkur að mönnum. Þess vegna vona ég að mér leyfíst að hylla það sem áunnist hefur í þessum efnum hjá ykkur og tjá ykkur skoðanir mínar á sam- eiginlegri ábyrgð á frekari sókn til friðar, réttlætis, frelsis og samstöðu.“ Jóhannes Páll páfí II er einn þeirra manna sem setja sterkast svipmót á samtíðina. Hann er ekki aðeins sameiningartákn stærstu kristnu kirkjudeildar- innar sem nær til rúmlega 800 milljóna manna um viða veröld heldur er hann á sinn hátt tákn fyrir þá frjálshuga menn sem nú rísa upp gegn alræði og ofríki í guðlausum þjóðfélögum kommúnismans. í pólsku kirkj- unni tileinkaði hann sér að halda beri fast í það sem er og jafnvel herða á því til að ná því mark- miði sem að er stefnt. Með þeim hætti hefur pólska kirkjan lagt ríkulegan skerf af mörkum til aukins frelsis einstaklinga til orðs og æðis í föðurlandi páfa. Páfí er íhaldssamur innan kirkj- unnar og stendur fastur fyrir. Á þeim grunni sem hann þannig leggur kann að vera auðveldara en ella að breyta í átt til ftjáls- ræðis. I boðskap sínum vegna Norð- urlandaferðarinnar leggur páfí áherslu á samkirlq'ulegt starf. Hann segir einlæga von sína að nærvera sín „verði til að auka veg samkirlgulegu hreyfíngar- innar sem fengið hefur kristna menn til að hætta aldagömlum deilum og hefía í staðinn raun- hæfar og einlægar viðræður ásamt samvinnu um áhugamál beggja". Undir þessa ósk hljóta allir kristnir menn að taka. VIÐHORF ALMENNINGS TIL VERÐHÆKKANANNA Ríkisstjóraiii hefur svikið fyrirheit sín Verðhækkanirnar nú éta upp nýfengnar launahækkanir BÚVÖRUR, bensín og fargjöld með flugvélum og fólksflutningabifreið- um hækkuðu í verði nú um mánaðamótin. Verkalýðshreyfingin hefúr brugðist hart við þessum hækkunum og á fimmtudaginn héldu BSRB og ASÍ útifúnd á Lækjartorgi, þar sem 15 til 20 þúsund manns mót- mæltu þeim. Blaðamenn Morgunblaðsins fóru á stúfana i gær og leit- uðu álits nokkurra vegfarenda á verðhækkununum. Almennt var hljóð- ið í viðmælendum blaðsins þungt; þeir töldu að þær launahækkanir, sem um var samið í vor myndu hverfa fyrir áhrif þessara verð- hækkana og eins töldu margir að ríkisstjórnin hefði svikið fyrirheit sín við gerð samninganna, um að koma í veg fyrir slíkar hækkanir. Verðhækkanirnar svik af hálfu ríkisstjórnarinnar Oddur Pálsson flugvélstjóri sagði að ekkert væri nema slæmt um verðhækkanimar að segja. Bensínverðshækkunin kæmi sér til dæmis mjög illa; hann keyrði í lág- marki, en nú yrði til dæmis miklu dýrara að ferðast innanlands. Odd- ur sagði, að sér hefði skilist, að þegar kjarasamningar voru gerðir í vor hefði ríkisstjómin lofað að koma einhvers konar verðstöðvun á þar sem unnt væri, þannig að verðhækkanimar nú hlytu að vera svik af hennar hálfu. Grípahefðiátttil verðstöðvunar Jóhanna Vilhjálmsdóttir sjúkraliði og húsmóðir sagðist strax finna mun á verðlaginu; það væri mun dýrara að fara út í búð núna heldur en fyrir mánaðamótin. Bensínkostnaður hefði líka aukist mikið. Hún taldi að ríkisstjómin hefði átt að grípa til einhvers konar aðgerða til að draga úr hækkunun- um, til dæmis með verðstöðvun. Anna Auðunsdóttir: „Þessar hækkanir koma þyngst niður á stærstu fíölskyldunum." Jóhanna sagði að lokum, að verð- hækkanimar ætu upp þær launa- hækkanir sem samið hefði verið um í vor, og meira en það. Kemur þyngst niður á stærstu flölskyldunum Anna Auðunsdóttir sjálfstæður atvinnurekandi sagði að matar- og bensínkostnaður sinn myndi aukast til muna vegna hækkananna. „Þessar hækkanir koma að sjálf- sögðu þyngst niður á stærstu fíöl- skyldunum," bætti hún við, „og í dag vildi ég ekki vera að ala upp fimm böm eins og ég gerði.“ Hún sagði að mótmælafundur ASÍ og BSRB á Lækjartorgi á fimmtudag hefði að sínu mati verið mjög gott framtak, þar sem eitthvað hressi- legt hefði þurft að gera til mót- mæla verðhækkununum. Þetta gengi ekki lengur. Ríkisstjómin hefði í sjálfu sér ekki tekið við góðu búi, en nú hefði hún klúðrað öllu saman. Gengur ekki að hækka matvöru svona mikið Svavar Geirsson trésmiður Svavar Geirsson segir að skárra sé að hækka bensínverðið en matvöruverð. Morgunblaðið/Bjami Oddur Pálsson flugvélsljóri segir verðhækkanimar nú vera svik af hálfú ríkisstjómarinnar. Þórður Bjarnason sjómaður seg- ir aðgerðir ríkissljóma á íslandi alltaf vera sömu hringavitleys- una og ekki hafi það batnað með núverandi stjóm. sagði að það gæti ekki gengið að hækka matvöm svona mikið í verði. Sér þætti blóðugast, að verði á nauðsynjum væri ekki haldið í skefj- um og þegar keyptar hefðu verið mat- og hreinlætisvörur væri ekk- ert eftir. Það væri frekar í lagi að hækka bensínverðið; einvem veginn þyrfti að fá peninga í ríkiskassann. Johanna Vilhjálmsdóttir sjúkraliði, ásamt sonum sinum, Gunnari og Skúla. Hún telur að nýfengnar launahækkanir hverfi með verð- hækkunum. „Þessi ríkisstjóm má fara frá mín vegna,“ segir Ingibjörg Gestsdóttir, húsmóðir. Krístrún Sigurðardóttir kennari og húsmóðir segist þegar vera farin að finna fyrir hækkun á bensínverði. Alltaf sama hringavitleysan Þórður Bjarnason sjómaður sagði að mestu munaði um hækkun- ina á matvörum- Skynsamlegra hefði verið af ríkisstjóminni að beita verðstöðvun til að draga úr áhrifum búvöruverðshækkana. Aðgerðir ríkisstjóma hér á landi væm reynd- ar alltaf sama hringavitleysan en ekki hefði það batnað með núver- andi stjóm. Finn þegar fyrir bensínverðshækkuninni Kristrún Sigurðardóttir kenn- ari og húsmóðir sagðist hafa orðið verulega vör við hækkun á bensín- verði. Þar sem hún væri gestkom- andi í höfuðborginni hefði hún ekki enn fundið fyrir áhrifum hækkun á búvömverði. Hún þóttist viss um að þær launahækkanir sem orðið hefðu í kjölfar kjarasamninganna hefðu nú verið teknar aftur með þessum hækkunum. Ríkisstjómin hefði átt að grípa til aðgerða til að halda aftur af þeim. Kauphækkanirnar teknar affólki Ingibjörg Gestsdóttir húsmóðir sagðist mjög óánægð með verð- hækkanirnar sem kæmu hart niður á heimilunum í landinu. Hún væri með 6 manns í heimili og miklu munaði um þá hækkun sem hefði orði á matarverði. Launahækkan- imar sem samið var um í vor hefðu nú verið teknar aftur af fólki. Ingi- björg sagði að ríkisstjómin hefði átt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir hækkanimar. Allar ríkis- stjómir væm vondar en misvondar þó og sú sem nú sæti mætti fara frá hennar vegna. Fimmta þingi KÍ lýkur í dag: Skiptar skoðanir umjafii- réttisákvæði og fleira SEINNI umræða um lagabreyt- ingar fór fram á þingi Kennara- sambands íslands í gær, en þing- inu lýkur í dag. Þar var meðal annars deilt um hvort feila bæri úr gildi ákvæði um að óheimilt sé að aflýsa vinnustövun fyrr en fyrir liggur samþykktur kjara- samningur. Það þýðir að verkfall stendur meðan atkvæðagreiðsla fer fram, sem tekur alltaf nokkra daga. Þeir sem vildu halda þessu ákvæði áfram inn í lögum sam- bandsins, nefndu að meðan samn- ingsréttarlög opinberra starfs- manna væru jafn ósveigjanleg og þau eru nú, ætti ekki að fella þetta ákvæði úr gildi, en í atkvæða- greiðslu um vinnustöðvun þarf að tilgreina hvepær hún hefst. Verk- fallsboðun KÍ vorið 1988 var dæmd ólögmæt af þessum sökum. Þá voru einnig mjög skiptar skoðanir um jafnréttisákvæði sem er í lögunum og breytingartillögu þar að lútandi, þar sem gert er ráð fyrir að nefndir, ráð og stjómir á vegum sambandsins skuli a.m.k. að helmingi skipaðar konum. Annars vegar töldu konur og karlmenn sem til máls tóku slíkt ákvæði nauðsyn- legt til þess að tryggja áhrif kvenna. Hins vegar sögðu þeir sem á mót voru að slíkt ákvæði væri niðurlægj- andi fyrir konur. Þeim ætti að vera í lófa lagið að tryggja áhrif sín, þar sem þær væru 70% af félögum KÍ og ekki ætti að kjósa konur til trún- aðarstarfa af þeirri einni ástæðu að þær væru kvenkyns. Þing KÍ var sett á fimmtudag. Svanhildur Kaaber, formaður KI, setti það og sagði meðal annars að það skipti ekki máli hvort ríkis- stjómir hefðu fijálshyggju að leið- arljósi eða kenndu sig við jafnrétti og félagshyggju, þær væru jafn erfiðar viðskiptis. Hún sagði að margs væri að minnast frá því síðasta þing var haldið 1987 og rifjaði meðal annars upp að verkfallsboðunin vorið 1988 hefði verið dæmt ólögleg. Ástandið í stjómmálum og efnahagslífi hefði verið ótryggt á þessu tímabili. Hún ræddi nokkuð áætlanir um niður- skurð í menntakerfinu, þrátt fyrir þá erfiðleika sem væm nú á að veita þá þjónustu sem lög stæðu til. Mörg merk mál yrðu til umræðu á þinginu, svo sem framtíðarstefnan í kjaramálum, skólamál og fleira og lét að lokum í Ijósi von um að þingið yrði afkastamikið og stór- huga. Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, Ög- mundur Jónasson, formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja og Harald Holsvik, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannsambands íslands ávörpuðu þingið, auk form- anns færeyska kennarasambands- ins, Inga Hogenni, sem ávarpaði það fyrir hönd norrænna gesta. „Áhrífín eru í öftigu hlutfalli við mælgina“ eftir Þorstein Pálsson í byrjun þessarar viku var haldinn leiðtogafundur Atlantshafsbanda- lagsins. Fundurinn var haldinn í til- efni af því að 40 ár em liðin frá því að lýðræðisríki í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku bundust samtökum til þess að verja frið, frelsi og mann- réttindi. Á þessum tímamótum í sögu Atl- antshafsbandalagsins hafa menn fagnað því að árangurinn af starfi þess er framar björtustu vonum þeirra sem á viðsjárverðum tímum höfðu forgöngu um stofnun þess. Það hefur sannariega varðveitt frið í meira en fjóra áratugi. Oft reynt á innviðina Það hefur oft reynt á innviði Atl- antshafsbandalagsins á þessum tíma. Fyrir nokkmm ámm vom myndaðar svokallaðar friðarhreyf- ingar víðs vegar um Evrópu. Þær boðuðu einhliða afvopnun og fryst- ingu kjamorkuvopna, sem svo hefur verið nefnd. Allur var sá boðskapur mjög þóknanlegur þáverandi vald- höfum í Kreml. Það þurfti mikla staðfestu og ein- urð til þess að mæta áróðurssókn þessara svokölluðu friðarhreyfinga. Atlantshafsbandalagið hefur jafnan verið tilbúið til viðræðna um af- vopnun og fækkun kjarnorkuvopna, en aðeins á gmndvelli styrkleika og gagnkvæmra samninga. Frá þessari stefnu var ekki hvikað og einvörð- ungu fyrir þá sök era menn nú að ná raunvemlegum árangri í afvopn- unarviðleitni. Margir óttuðust að leiðtogafund- urinn sem haldinn var í tilefni af- mælis Atlantshafsbandalagsins í byrjun þessarar viku yrði haldinn í skugga harðvítugra deilna um end- umýjun skammdrægra kjamorku- flauga í Evrópu. Allt fór þó á annan veg en á horfðist. Réð þar mestu um fmmkvæði Bush Bandaríkjafor- seta með nýjum tillögum í afvopnun- armálum. Áfmælisfundurinn var því enn einn áfangasigur í vamarsam- starfi lýðræðisþjóða í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Menn tala nú af meiri alvöm og ákveðni en áður um niðurrif Berlínarmúrsins og alla Evróþu frjálsa. Menn hafa ástæðu til að ætla að það markmið sé nú nær í tíma en áður. Afvopnun í höfúnum Málflutningur forsætisráðherra og utanríkisráðherra, sem sátu þennan fund fyrir íslands hönd, hef- ur verið til umfjöllunar síðustu daga. Allt frá því að skriður komst á við- ræður um gagnkvæma fækkun kjarnorkuvopna í kjölfar leiðtoga- fundarins hér í Reykjavík hefur ver- ið lögð á það áhersla af íslands hálfu að fækkun kjarnaflauga á landi leiddi ekki til aukinnar spennu á höfunum. Jafnframt hafa Islending- ar ítrekað frá tíma Geirs Hall- grímssonar sem utanríkisráðherra þá miklu hagsmuni sem fiskveiðiþjóð hefur af því að draga úr kjam- orkuvígbúnaði í höfunum og minnka þannig líkurnar á alvarlegum meng- unarslysum. Þessi sjónarmið hafa almennt ver- ið viðurkennd og reyndar um það samið að tekist verði á við þessi verkefni þegar árangur liggur fyrir í þeim viðræðum sem nú standa yfír. ísland hefur fallist á þá málsmeð- ferð. Þrátt fyrir þetta fóm íslensku ráðherramir með sérstakan tillögu- flutning inn á leiðtogafund Atlants- hafsbandalagsins, sem laut að af- vopnun á höfunum. Þessi tillaga á rætur að rekja til ferðar Ólafs Ragn- ars Grímssonar til Moskvu fyrr á þessu ári. En á heimleiðinni þaðan hélt hann ræðu í Ósló þar sem hann hvatti til sérstaks fmmkvæðis í af- vopnunarmálum, þvert á þá máls- meðferð sem samkomulag hefur tek- ist um og ísland er aðili að. Ræðu Ólafs var fagnað í Moskvu en mjög fálega tekið í Noregi og af norsku ríkisstjóminni. Eins og vænta mátti vom banda- lagsþjóðimar ekki hrifnar af því að tmfla þær viðræður sem nú eiga sér stað með úthlaupum af þessu tagi. Það er ekki einasta að það hefði getað skaðað mjög vemlega þær viðræður heldur einnig stefnt framt- íðarmarkmiðum um afvopnun á höf- unum í hættu. Þó að úthaldsleysi og pólitískir kollhnísar Alþýðu- flokksins séu hluti af hinni daglegu pólitísku tilvem hér heima, er fyrir hvomgu skilningur á alþjóðavett- vangi. Kollhní sar krata hér og þar Utanríkisráðherra hefur borið sig illa undan því að norsku kratamir skyldu ekki hafa tekið undir tillögu- flutning hans. En einmitt þeir vita allra manna_ best að hann á rætur að rekja til Óslóarræðu Ólafs Ragn- ars .Grímssonar eftir Moskvuferðina. Norsku kratamir vita með öðmm orðum að utanríkisráðherra og for- sætisráðherra em að kaupa sér frið við Alþýðubandalagið með tillögu- flutningi af þessu tagi á alþjóðavett- vangi. Þess vegna gera flokksbræð- ur Jóns Baldvins í Osló lítið úr þess- ari alþjóðlegu uppákomu hans. Torvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, sem er pólitískur samheiji Jóns Baldvins Hannibals- sonar, 'segir í DV á fimmtudaginn: „íslendingamir fylgdu ekki viðtekn- um reglum á NATO-fundinum. Þeir ættu alls ekki að vera hissa á því að við studdum ekki tillögu þeirra um afvopnun í Norður-Atlantshafi." Og síðar segir norski ráðherrann: „Islenski utanríkisráðherrann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur í þessu sambandi. Gro Harlem Bmndtland og ég og öll norska ríkisstjómin höfum sömu stefnu í afvopnunar- málum og Johan Jörgen Holst varn- armálaráðherra. Okkar stefna er einnig skjalfest í NATO en við teljum réttast að meðhöndla hvert mál þar sem það á heima í stað þess að hræra í öllum samtímis." í ritgerðinni „Þættir úr 40 ára Þorsteinn Pálsson „Utanríkisráðherra hefur borið sig illa und- an því að norsku kratamir skyldu ekki hafa tekið undir tillögu- flutning hans. En ein- mitt þeir vita allra manna best að hairn á rætur aðrekja til Ósló- arræðu Ólafs Ragnars Grímssonar eftir Moskvuferðina. Norsku kratarnir vita með öðr- um orðum að utanríkis- ráðherra og forsætis- ráðherra eru að kaupa sér frið við Alþýðu- bandalagið með tillögu- flutningi af þessu tagi á alþjóðavettvangi. Þess vegna gera flokksbræð- ur Jóns Baldvins í Ósló lítið úr þessari alþjóð- legu uppákomu hans.“ stjómmálasögu" segir Bjami Bene- diktsson að áhrif smáþjóða á al- þjóðavettvangi standi yfirleitt í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra. Þar talaði sá maður sem mest áhrif hafði á mótun íslenskrar utanríkisstefnu og ávann íslandi virðingu á meðal vina og samstarfsþjóða. Nú er fokið í flest skjól fyrir ríkis- stjómina hér á heimavígstöðvum. Ugglaust hefur það verið ætlan ráð- herranna, auk þess að halda friðinn við Ólaf Ragnar Grímsson, að geta sér nokkum orðstír á erlendum vett- vangi með tillöguflutningi af þessu tagi. En flest bendir til þess að áhrif- in hafi verið í öfugu hlutfalli við mælgina. Höfundur er formaður Sjálfstæðis- flokksins. Vestfírðingar funda gegn kvóta: Þolinmæði okkar á þrotum — segir Reynir Traustason, formaður Bylgjunnar FÉLÖG verkalýðs, útvegsmanna og sjómanna á Vestfíörðum boða tll fúndar um kvótakerfið á laug- ardag. Meginefiii fúndarins er sú skerðing á aflakvóta á Vestfjörð- um, sem menn hafa orðið fyrir þar, umfram útgerð frá öðrum landshlutum að sögn Reynis Traustasonar, formanns Skip- sljóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á VestQörðum. „Það hefur ýmislegt dunið á okk- ur frá því kerfið var tekið upp. Þorskkvóti sóknarmarksskipa héð- an minnkar meira en en meðaltalið nú milli ára og skerðingin á grá- lúðukvótanum fyllir mælinn. Okkur er hreinlega nóg boðið, þolinmæðin er á þrotum," segir Reynir. Fundurinn verður haldinn í Al- þýðuhúsinu á ísafirði og hefst klukkan 14.00. Framsögu og ávörp flytja Einar Oddur Kristjánsson, Flateyri, Sveinbjöm Jónsson, Suð- ureyri, Guðjón A. Krisljánsson, for- seti FFSÍ og alþingismennimir Kar- vel Pálmason, Þorvaldur Garðar Krisljánsson, Ólafur Þ. ÞÓrðarson og Matthías Bjamason. Markmið fundarboðenda er að ná fram leiðréttingu á aflakvótan- um, að sýna samstöðu og styrk íbúa Vestfjarða, að samræma viðbrögð með hliðsjón af væntanlegum fundi um atvinnumál og búsetu á Vest- fjörðum, sem haldinn verður síðar í sumar af Fjórðungssambandi Vestfjarða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.