Morgunblaðið - 03.06.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 03.06.1989, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 A kunnugum slóðum Feitur og fær Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Presidio-herstöðin („The Presidio“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Peter Hyams. Helstu hlutverk: Sean Conn- ery, Mark Harmon og Meg Ryan. Peter Hyams er einn af betri hasarleikstjórum í Hollywood en þessi nýjasta mynd hans, „Presidio", með þeim ágætu leik- urum Sean Connery, Mark Harmon og Meg Ryan gerir lítið til að auka hróður hans eða leik- aranna eða hasarmynda yfirleitt. Myndin er ágætlega framleidd tæknilega en handritið er veiklu- legt og Hyams treður alltof kunn- uglegar slóðir hasarmyndanna til að vekja áhuga manns þótt góðir sprettir séu inná milli og sjarmur Connerys sé stórkostlegur eins og alltaf. Hayms gerir ekkert til að forð- ast margnotaðar klisjur og virðist raunar gera meðvitað útá þær. Við höfum séð þetta of oft áður: Óvina/vina samband félaganna Connerys og Harmons sem fengnir eru til að rannsaka morð- mál í herstöð við San Francisco og eijur þeirra sem rekja má til forðtíðarinnar; heldur máttlaust ástarsambandið á milli Harmons og Ryans, dóttur Connerys, sem auðveldar ekki samskiptin, elt- ingaleikir, spilling á æðstu stöð- um, lokaskotbardaginn. Allt er þetta gert af þokkalegri fæmi og hasarinn er vel af hendi leyst- ur án þess að vera sérstaklega spennandi. En ekki leita að neinu óvæntu. Verra er að Hyams leyfir myndinni alltof oft að detta niður á plan vandræðalegs og röfl- kennds melódrama á milli Harm- ons og Ryans annars vegar og Ryans og Connerys hins vegar og til viðbótar á milli Connerys og Jack Wardens, sem leikur gamlan stríðsfélaga, þannig að stundum er eins og myndin stoppi algerlega og ætli aldrei af stað aftur. Ekki bætir úr að meló- dramað er allt hið tilgerðarleg- asta í höndum leikaranna. Að auki eru atriði klippt inní gersam- lega á skjön við atburðarásina svo samhengi myndarinnar á allt- af bágt. Það er hverri mynd fengur að gamla Bond-leikaranum og hann bregst ekki frekar en fyrri daginn þótt hann hafi lent í feitara. Harmon er einhvemveginn of mjúk manngerð í súperlögguhlut- verkið eins og það er skrifað hér og það nær aldrei að kvikna neisti á milli þeirra tveggja. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjömubíó: Harry ... hvað? — „Who Is Harry Crumb?“ Leikstjóri Paul Flaherty. Að- alleikendur John Candy, Jef- frey Jones, Annie Potts. Bandarísk. Columbia. Ærslafenginn farsi um heldur treggáfaðan einkaspæjara (Candy), en honum hefur verið útdeilt því rausnarlegri skammti af sjálfsáliti. Candy, sem hefur verið saltaður um skeið í smá- þorpi í miðríkjunum, er skyndi- lega kallaður til aðalstöðvanna í Los Angeles að undirlagi stöðv- arstjórans Jones. Sá hefur skipu- lagt mannrán og treystir því að málið leysist ekki ef það er lagt í hendur aulans Candy ... Blanda af skopi í anda hins sjálfumglaða aulabárðar Clouse- au lögregluforingja og mynda eins og Fletch, sem eru fyrst og fremst samdar sem áhald til að laða fram á tjaldið einstaka leik- hæfileika stjömunnar. Og Candy svíkur ekki aðdáendur sína. Þetta viðkunnanlega kjötfjall fer á kostum í hlutverki hins heilar- ýra leynilögreglumanns og þús- undgervameistara og fær góða hjálp frá Jones, sem skýtur upp kollinum í hverri myndinni af annarri. Vissulega færibanda- brandaramynd sem vitaskuld eru misgóðir. En þeir hressu eru langtum fieiri svo útkoman er lauflétt afþreying með fyndnari uppákomum sem sést hafa lengi í bland við aulafyndnina. En hvað varð af atriðinu á auglýs- ingaplakatinu? Gömlu dansarnir í Hreyfilshúsinu Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og söngkonan Pálína Vagnsdóttir. Aðgöngumiðar í síma 685520 frá kl. 18.00. Seljum í kvöld í sumarferðina 10. júní. Allir velkomnir. Ath.: Síðasta ball í sumar verður 17. júní. Eldridansaklúbburinn Elding. Kannj ^ BS** /3/67 \jMmm SHUSIÐ 'œdcéae A Hljómsveit Finns Eydnl, Helenn og fllli leika fyrir gesti Danshússins í kvöld frá kl. 22.00-03.00. í tilefni sjómannadagsins, þá bjóðum við öllum þeim, er koma fyrir miðnætti, upp á hanastélið „Saltur sjór“. Rúllugjald 700,- Snyrtilegur klæðnaður. Dagskrá Danshússins í júní: 2. og 3. júní. Hljómsveit Finns Eydal og Helena Eyjólfs. 9. og 10. júní. Söngdagskrá með Einari Júlíussyni og Önnu Vilhjálms. Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi. 16. og 17. júní. Söngdagskrá með Einari Júlíussyni og Önnu Vilhjálms, hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi. 23. og 24. júní. Hljómsveit Finns Eydal og Helena Eyjólfs. 30. júní og 1. júlí. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. - Stadur sem kemur sífellt á óvart - Meirháttar sjómannadansleiknr Hafnfirskir sjómenn, fjölmennum! í FIRÐINUM í KVÖLD - OPIÐ FRÁ KL. 22-03 Aldurstakmark 20 ár - Snyrtilegur klæðnaður áskilinn jazzsöngvarinn oj* píanistinn (rá Ghana Cab Kaye á Korgarkránni frá kl. 21. Ernest Hemingway OPIÐ í KVÖLD! Bókastofan opnuð kl. 21.00 Enginn aðgangseyrir til kl. 23.00 Mætið snemma - til öryggis! Lágmarksaldur 20 ár (staðfestingar krafist) Miðaverð kr. 800,- leikur í kvöld. ÍIUGUKW jMrHO’fl Fritt mntynrkl 21.00 - Aögangseyrir kr. 350,- e/kl. 21.00 í kvöld: Hin stórgóða danshljómsveit Hafrót leikur fyrir dansi. í Amadeus stendur Jón Vigfússon vaktina. Sjáumst hressM Opið 23-03. 20 ára + 850 kr. ☆ ☆ STAÐUR VANDLÁTRA ☆ ☆ BRAUTARHOLTI 20. SÍMAR: 23333 OG 23335.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.