Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 128. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 9. JUNI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Kommúnistar vilja stofiia nýjan flokk Varsjá. Reuter. Atkvæðamiklir umbótasinnar í pólska kommúnistaflokknum vilja segja sig úr honum og stoiiia nýjan flokk eftir afhroðið sem komm- únistar gulðu í kosningunum á sunnudag Háttsettur Czeslaw Kiszczak. umbótasinn- aður hug- myndafræð- ingur og stuðnings- maður flokksleið- togans Woj- ciechs Jaruzl- elskis, hers- höfðingja, sagði í gær að „mikill meirihluti“ stjórnmálaráðs flokksins væri hlynntur stofnun nýs flokks. Þeir sem væru því samþykkir teldu að ósigur kommúnistaflokksins í kosningunum benti ótvírætt til þess að flýta þyrfti lýðræðisum- bótum í Póllandi og að kommúni- staflokkurinn gæti aldrei borið sig- ur úr býtum í lýðræðislegum kosn- ingum. Þegar heimildarmaðurinn var spurður hvort Jaruzelski væri hug- myndinni samþykkur svaraði hann: „Þegar Jaruzelski heyrir rökin fyrir stofnun nýs flokks gengur hann til liðs við okkur. Við verðum að sýna að staða okkar er sterk og rökin góð og þá reynir Jaruzelski ekki að stöðva okkur.“ Hann sagði að valdhafarnir í landinu ættu einskis annars úr- kosti en að flýta umbótum í landinu. Til þess þyrftu þeir að ganga úr kommúnistaflokknum vegna tengsla hans við stalínis- mann og afturhaldsöfl sem legðust gegn umbótum. „Til að flýta lýð- ræðisumbótum er nauðsynlegt fyr- ir okkur að undirbúa söguleg þáttaskil, vinna að því að binda enda á þátt kommúnistaflokksins, og undirbúa stofnun nýs vinstri- flokks — nútimalegs vinstriflokks. Við verð- um að reyna að sameina sósíaldemó- krata ' og fijálslynda vinstrimenn í Póllandi. Slíkur flokk- ur gæti átt mikla mögu- leika í lýð- ræðislegum kosningum í framtíðinni," sagði heimildarmaðurinn. I dag hófust viðræður fulltrúa stjórnvalda, Czeslaws Kiszczaks, innanríkisráðherra Póllands, og Lechs Walesa, leiðtoga Samstöðu, um umbætur í pólsku efnahagslífi. Lech Walesa. Reuter Kínverskir hermenn þvo klæði sín við Jianguomenne-breiðgötu i _________________Peking í gær. í forgrunni má sjá gjörónýtan herflutningabíl. Athafiialíf lamað í stærstu borgum Kína: Fulltrúaþingið; Arðrán hvergi meira en í Sovétríkjunum Moskvu. Reuter. ARÐRÁN vinnandi stétta er hvergi meira en í Sovétríkjunum og ef ekkert verður að gert blasir við hrun, jafnt í efiiahags- sem umhverfismálum. Þetta er meðal þess, sem firam kom við umræður á nýja, sovéska fúlltrúaþinginu í Moskvu í gær, en þegar Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkj- anna, tók til máls var það til að tilkynna, að fúndinum yrði lokað. Níkolaj Shmeljov, hagfræðingur og þingmaður fyrir sovésku vísinda- akademíuna, sagði á fulltrúaþinginu, að fjárlagahallinn boðaði hrun so- vésks efnahagslífs innan fárra ára yrði ekki gripið í taumana. Þegar hann fullyrti, að arðrán hinna vinn- andi stétta væri meira í Sovétríkjun- um en nokkru öðru iðnríki mátti heyra saumnál detta í þingsalnum. Alvarlegri voru yfirlýsingar líffræðiprófessorsins Aiexeis Jab- lokovs, sem sagði, að 20% Iands- manna byggju á „vistfræðilegum hörmungarsvæðum" og 40% við óvið- unandi aðstæður. Þegar Gorbatsjov tók til máls sagði hann að fundinum yrði lokað og bað fréttamenn og gesti að verða á brott. Sjá „Varað við ...“ á bls. 20. Námsmenn flýja borgir af ótta við Alþýðuherinn Peking, Shanghai, Hong Kong. Daily Telegraph, Reuter. KYRRÐ ríkti að mestu á götum Peking-borgar í gær en lýðræðissinnar í öðrum helstu borgum Kína flýðu til sveita í kjölfar hótana yfirvalda um að láta til skarar skríða gegn þeim. Vestrænir sérfræðingar í málefnum Kína telja að átökum námsmanna og hersins sé lokið í bili en að enn sé hætta á að til borgarastyrjaldar komi í Iandinu. Li Peng, forsætisráðherra Kína, kom fram í sjónvarpi í gær í fyrsta sinn frá því í síðustu viku og þykir það til marks um að harðlínumenn hafi tryggt stöðu sína innan kínverska kommúnistaflokksins. Li hvatti liðsmenn Alþýðuhersins til dáða og sagði að þeir mættu hvergi draga af sér í þeirri viðleitni að varðveita friðinn í höfúðborginni. Nýjar hersveitir leystu af hólmi I ábyrgð á fjöldamorðunum um síðustu 27. herfylkið, sem talið er bera | helgi, og Pekingbúar voguðu sér í fyrsta sinn út á götur í dag frá því að herinn lét til skarar skríða gegn mótmælendum. Hermenn gráir fyrir járnum gættu hliða Torgs hins himneska friðar og á sjálfu torginu voru í það minnsta 100 skriðdrekar og mörg hundruð brynvarðir vagnar. Námsmenn í borgunum Nanking og Lazhou flýðu til sveita eða fóru huldu höfði þegar yfirvöld lýstu því yfir að „öllum tiltækum ráðum“ yrði Herfræðitímaritið Jane’s Defence Weekly: Fækkun kjamavopna hafin á höfimum? SÚ þíða sem ríkt hefúr á undanfömum ámm í samskiptum austurs og vesturs er þegar tekin að hafa áhrif á viðbúnað og vamaráætlan- ir flota risaveldanna tveggja. Fækkun kjarnorkuvopna á og í höfim- um kann að vera hafin, að því er segir í grein í nýjasta hefti her- fræðitímaritsins Jane’s Defence Weekly. Bandaríkjamenn hafa að undanförnu tekið 1.100 kjarnaodda úr notkun um borð í skipum og kafbátum og eru sérfræðingar á sviöi varnar- og öryggismála teknir að tala um „gagnkvæma, einhliða afvopnun risaveldanna" á þessu sviði. Einhliða afvopnun Bandaríkja- manna hefur vakið litla athygli, að sögn Davids Fouquets, höfundar greinarinnar í Jane’s Defence Weekly en hann kveður flölmarga sérfræðinga á vettvangi flotamála telja að fækkun kjarnaodda í höf- unum kunni að vera vísbending um stefnubreytingu af hálfu Banda- ríkjamanna hvað varðar kjarnorku- varnir á og í höfunum. Tímaritið skýrði frá því þann 13. maí sl. að Bandaríkjamenn hefðu tekið úr notkun 1.100 kjarnaodda sem kom- ið hafði verið fyrir í ASROC-gagn- kafbátaeldflaugum, sem borið geta kjarnorkudjúpsprengjur, SUBROC-eldflaugum, sem eru um borð í kafbátum, og Terrier-loft- varnaflugskeytum en ein gerð slíkra flugskeyta ber kjarnahleðslu. Aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins hafa fram til þessa verið andvíg því að hafnar verði frekari viðræður um fækkun kjarnorku- vopna á og í höfunum og hefur helsta röksemdin verið sú að nán- ast sé ógerlegt að tryggja viðun- andi eftirlit með ákvæðum af- vopnunarsáttmála í þessa veru. Virtur breskur sérfræðingur, Sir James Eberle, forstöðumaður Kon- unglegu bresku rannsóknarstofn- unarinnar í alþjóðamálum sagði á ráðstefnu í Lundúnum nú nýverið, að þegar litið væri fram á við yrði sífellt erfiðara að rökstyðja þetta sjónarmið. Kvaðst hann og telja að viðræður um samdrátt í flota- styrk myndu þjóna hagsmunum lýðræðisríkjanna. Richard Sharpe, ritstjóri Jane’s Fighting Ships, sagði í ritstjómargrein í síðustu viku að afvopnunarviðræður risa- veldanna myndu fyrr eða síðar taka til vígbúnaðar á og í höfunum og hvatti til þess að ríki Vesturlanda hefðu frumkvæði að slíkum viðræð- um. John Lehman, fyrrum flota- málaráðherra Bandaríkjanna, segir Sovétmenn hafi áttað sig á því að þeir geti ekki sigrað í vígbúnaðar- kapphlaupi á höfunum og telur raunhæft að stefna að samningum um umtalsverða afvopnun á þessu sviði. Sérfræðingar telja einnig að draga muni verulega úr flotastyrk Sovétríkjanna um næstu aldamót þar sem Qölmörg skip og kafbátar verði þá úrelt. I skýrslu sem AI- þjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Stokkhólmi (SIPRI) birti í síðustu viku segir að Sovétmenn muni að líkindum ráða yfir 200 herskipum árið 2000 í stað 300 nú og 230 kafbátum í stað 370. beitt til að kveða niður andóf. íbúi í borginni Chengdu í suðvest- urhluta landsins, sagði að margir námsmannanna hefðu ákveðið að fara huldu höfði utan borgarinnar til að forðast „blóðbað miskunnar- lausrar“ ríkisstjórnar. Námsmenn létu af mótmælaað- gerðum við járnbrautarstöðvar í Lanzhou-borg í norðvesturhluta landsins þegar ríkisstjóri Gansu- héraðs líkti þeim við rottur og sagði að andófsmönnum yrði útrýmt á sama hátt og meindýrum. I borginni Changsha gengu þús- undir manna fylktu liði að járnbraut- arstöðinni og stöðvuðu lestarsam- göngur. Mörg hundruð hjólreiða- menn tepptu helstu aðflutningsleiðir til Shanghai og vinna lagðist að mestu niður í borginni. Stjórnvöld hafa hafið áróðursstríð í opinberum fjölmiðlum og sýndi ríkissjónvarpið mynd, skömmu eftir ávarp forsætisráðherrans, sem tekin var 3. júní, nóttina sem herinn framdi ofbeldisverkin gegn námsmönnum. í myndinni sáust brennd lík sem sagt var að væru hermenn sem námsmenn hefðu drepið. Það vakti athygli að þrátt fyrir að líkin væru skaðbrunnin og óþekkjanleg voru þau með nýjar hermannahúfur á höfði. íslensku nánismennirnir, Stefán Úlfarsson og Ólafur Benedigt Guð- bjartsson, komu til Kaupmannahafn- ar síðdegis í gær frá Peking. Fjög- urra manna íslensk fjölskylda er enn í Tianjinborg í Kína og birtist viðtal við Sigrúnu Guðmundsdóttur á bak- síðu Morgunblaðsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.