Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 Arsfundur Alþjóða heilbrigðisstofiiunarinnar: Islendingar ættu að berjast fyrir aðild sem flestra þióða - segir Olafur Olafsson landlæknir ÓLAFUR Ólafsson, landlæknÍT, var í hópi þeirra sem sátu fyrir ís- lands hönd ársfund Alþjóða heilbrigðisstofounarinnar (WHO) í Genf í síðasta mánuði. Það málefoi fondarins, sem mesta athygli vakti, var tilraun Frelsissamtaka Palestínu (PLO) til að fá aðild að stofoun- inni. Þeirri málaleitan samtakanna var hafoað eftir tímafrekar umræður í samræmi við gildandi þjóðréttarreglur. Telur Ólafor Ólafsson að hin raunverulegu viðfangsefoi fondarins hafi horfið í skuggann af þessum deilum. I samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur, að ársfundir Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar íjölluðu að verulegu leyti um vandamál þjóða 3. heimsins enda væri þar við erfið- ustu heilbrigðisvandamálin að stríða. Hann hefði alltaf talið, að megintilgangurinn með veru vel- ferðarríkjanna í stofnuninni væri að styðja við bakið á þessum þjóð- um. Mjög mörg heilbrigðisvanda- mál 3. heimsins ættu rætur sínar að rekja til fátæktar, menntunar- skorts, hrikalegs tekjumismunar og félagslegs óréttlætis. Af þeim sökum væru fundir stofnunarinnar vettvangur umræðu um efnahags- og menntamál, auk heilbrigðis- mála. Finnst Ólafi, að þessi mikil- vægu mál hafi horfið í skuggann af stjórnmáladeilum af lögfræðileg- um og þjóðréttarfarslegum toga. „Við erum tilbúnir að ræða Minnzt 50 ára aflnælis nor ræns vinabæjasamstarfs Thisted í Danmörku: Nú í vor eru 50 ár liðin síðan fyrsta vinabæjasamstarfi Norður- landa var komið á fót. Það var með vinabæjatengslum bæjanna Thisted í Danmörku og Uddevalla í Svíþjóð. Á 50 ára afinæli þessa fyrsta vinabæjasamstarfs er nú haldin mikil hátíð í Thisted með þátttöku allra Noðurlanda. Hátíðarhöldin hófiist þann 3. júní sl. og standa sleitulaust til 12. júní. Á hátíðinni eru fjölmörg atriði við allra hæfi — íþróttir, listsýningar, skákmót, bridsmót, ráðstefo- ur, fondir o.fl. Hátíðin hófst með formlegri setningarathöfn og kom það í hlut Margrétar Danadrottningar að opna hátíðina. Við það tilefni var m.a. lesinn boðskapur, sem Thor Vilhjálmsson, handhafi bók- menntaverðlauna Norðurlandar- áðs, hafði ritað sérstaklega í því tilefni, en sá boðskapur hafði geng- ið dagfari og náttfari milli félags- deilda norrænu félaganna á Norð- urlöndum þegar boðað var til hat- íðarhaldanna. Þá söng karlakórinn Stefnir frá Mosfellsbæ, sem er vinabær Thisted. Kaj'lakórinn söng þjóðsöngva bæði Islendinga og Dana og Dorte Bennedsen, fyrrum ráðherra í Danmörku og núverandi formaður Sambands norrænu fé- laganna á Norðurlöndum flutti ávarp. Síðar um daginn voru svo, við formlega athöfn, gróðursett tré, eitt fyrir hvert Norðurland- anna. Fyrir hönd Norræna félags- ins á íslandi og íslendinga gróður- setti Gylfi Þ. Gíslason íslenzka tréð og formenn hinna norrænu félag- anna á Norðurlöndum gróðursettu hver sitt tré fyrir hönd landa sinna. Þá hafa verið fundir Norrænu ráðherranefndarinnar, sem Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, er nú í formennsku fyrir, einnig fund- ur forsætisnefndar Norðurlandar- áðs en þar sitja fyrir íslands hönd alþingismennirnir Páll Pétursson og Olafur G. Einarsson. Þá var efnt til pallborðsumræðna um norræna menningu þar sem Jón Sigurðsson, ráðherra, tók þátt fyr- ir Islands hönd. „Nordiskt træf“ sem er sameig- inleg ráðstefna allra vinabæja- hreyfinganna á Norðurlöndum er haldin í Thisted. Um 300 þátttak- endur eru á ráðstefnunni. Þar er einnig þing Sambands norrænu félaganna á Norðurlöndum, en þau þing eru haldin annað hvert ár. Alls 160 Islendingar sækja hátíðarhöldin í Thisted á vegum Norræna félagsins á íslandi. Fullt hús hjá ís- lenzku kórunum Tveir íslenzkir kórar taka þátt í 50 ára afmælishátíð norræna vinabæjasamstarfs. Það eru karla- kórinn Stefnir frá Mosfellsbæ og Kirkjukór Blönduóss. Karlakórinn Stefnir, sem söng við setningarhátíðina, hélt sjálf- stæða tónleika að kvöldi sunnu- dagsins 4. júní. Uppselt var á tón- leikana, sem haldnir voru í stærsta konsertsalnum í Thisted. Kórnum var feikilega vel tekið, en hann söng m.a. Vínarvalsa þar sem Sig- urlaug Hjaltested söng einsöng og sló rækilega í gegn. Var kórinn hvað eftir annað klappaður fram og söng mörg aukalög. Karlakórinn Stefnir söng við útihátiðarhöldin í Thisted á þjóð- hátíðardegi Dana, en þar kom einnig fram skærasta poppstjarna Dana um þessar mundir, Kim Lars- en. Þá bárust kórnum ijölmörg til- mæli um að syngja, mun fleiri en hann gat sinnt. Kórstjóri er Lárus Sveinsson. Kirkjukór Blönduóss söng í Thisted-kirkju laugardaginn 3. júní og aftur sunnudaginn 4. júní og hlaut hann mjög góðar viðtökur. Hvert sæti var skipað í kirkjunni þegar kórinn söng. Einnig mun kórinn syngja í vinabæ Blönduóss, Horsens. Stjórnandi kórsins er Sig- urður Gunnar Daníelsson. Fleira íslenzkt tónlistarfólk gerir garðinn frægan í Thisted því al- mennum hátíðarhöldum lýkur laugardaginn 10. júní með íslenzkri dagskrá. Þar flytja lista- mennirnir Borgar Garðarsson leik- ari og Jónas Ingimundarson píanó- leikari tónverkið „Oður steinsins“ eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk en síðan syngur Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari, norræn lög við und- irleik Jónasar Ingimundarsonar. Hinni almennu hátíð lýkur svo með ávarpi Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra íslands. (Ur fréttatilkynningn.) Ólafor Ólafsson, landlæknir. vandamál palestínsku þjóðarinn- ar,“ segir Ólafur. „En það kom okkur spánskt fyrir sjónir, þegar meira en helmingur fundartímans í Genf fór í að ræða aðild PLO að stofnuninni. Það er heldur ekki heldur ekki í anda yfirlýstrar stefnu velferðarþjóðanna þegar stórþjóðir, sem greiða verulegan hluta kostn- aðarins við rekstur stofnunarinnar, hóta að ganga úr henni vegna deilumála af þessu tagi,“ bætir hann við og vísar þannig til yfirlýs- inga Bandaríkjamanna þar að lút- andi. Honum finnst eðlilegra að um- ræður af þessu tagi fari fram á öðrum vettvangi, innan Sameinuðu þjóðanna. „En tilfellið er,“ bætir hann við, „að ástæða þess að Pa- lestínumenn sóttu um inngöngu í Alþjóða heilbrigðisstofnunina er sú, að skilyrðin fyrir inngöngu þar eru ekki eins ströng og hjá Sameinuðu þjóðunum. Miðað við gildandi þjóð- réttarreglur var ekki hægt að verða við beiðni Palestínumannanna en hins vegar hafa um 80 ríki viður- kennt ríki þeirra, þannig að þess er trúlega ekki langt að bíða, að þeim verði veitt aðild að stofnun- inni.“ „Mér finnst skilyrðin fyrir inn- göngu í stofnunina nokkuð hörð, þegar ekki er hægt að veita Pa- lestínumönnum aðild,“ heldur Ólaf- ur áfram. „Þeir eru þjóð í augum flestra og fáar þjóðir eða þjóðar- brot eiga meira erindi þangað vegna þess að ástandið í heilbrigð- ismálum á Vesturbakka Jórdan og á Gazasvæðinu er afar slæmt. Ýmsar aðrar þjóðir eiga einnig að mínu mati brýnt erindi inn í Al- þjóðaheilbrigðisstofnunina. Það er til dæmis þversögn, miðað við til- gang og markmið hennar, að úti- loka Suður-Afríku eins og gert hefur verið. Það hefur í för með sér að hrikaleg heilbrigðisvandamál þeldökkra íbúa landsins eru ekki rædd innan hennar, þar sem ekki er tekið á yanda þjóða, sem ekki eiga aðild. Ég tel af þessum sökum, að íslendingar eigi að beita sér fyrir aðild sem flestra þjóða að Álþjóða heilbrigðisstofnuninni. Sjaldan hefur verið meiri þörf á stofnuninni en nú, því ástand í heilbrigðismálum fer versnandi í mörgum þróunarlöndum,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir að lok- um. Játar íkveikju á Stöðvarfirði RÚMLEGA fertugnr maður hef- ur við yfirheyrslur hjá rannsókn- ardeild lögreglunnar í Suður- Múlasýslu játað að hafa kveikt í húsum Færabaks á Stöðvarfirði. Eldur kom upp í húsunum sunnu- daginn 28. maí sl. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar hafði maðurinn verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 12. júní nk. vegna gruns um íkveikju. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekara framhald málsins. Til sölu í Borgarfirði þessi 43 fm bústaður. 3 svefnherbergi. Skógi vaxið land. Búslóð fylgir. Rafmagn væntanlegt á svæðið í sumar. Verð 1,8 millj. Upplýsingar í símum 93-11489 og 93-11940. Tólfæringur í Hafharborg „Á TÓLFÆRINGI" er yfirskrift myndlistarsýningar sem verður í Hafoarborg, menningar- og listastofoun Hafoarfjarðar, frá 10. júní til 7. ágúst i sumar. Þar sýna tólf myndlistarmenn sem feta ólíkar brautir á listasviðinu. Tólftuenningarnir eru: Björg Örvar, Borg- hildur Óskarsdóttir, Jón Axel Björnsson, Kristbergur Pétursson, Magnúys Kjartansson, Margrét Jónsdóttir, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Steinþór Steingrímsson, Sverr- ir Ólafsson og Valgerður Bergsdóttir. Á myndinni eru 8 af listamönn- unum. Sýningin verður opin frá klukkan 14-19, alla daga nema þriðjudaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.