Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 6
T6 M0RGUNBLADIÐel3tVARF/SlÓWV«RP^bMí.AGUR 9. JÚNÍ 1989
FÖSTUDAGUR 9. Jl JN í
SJÓNVARP / SÍÐDEGI
14:30 15:00 15:30 16:00 16:30 17:00 17:30 18:00 18:30 19:00
17.50 ► Gosi (24). Teikni- myndaflokkur um ævintýri Gosa. 18.15 ► Litli sægarpurinn. Fjórði þáttur. Nýsjálenskur myndaflokkur í tólf þáttum. 18.45 ► Táknmáls- fréttir. 18.50 ► Austurbæing- ar. Breskurframhalds- myndaflokkur. 19.20 ► Benny Hill.
16.45 ► Santa Bar- bara. 17.30 ► Nótt óttans (Night of the Grizzly). Búgarðseigandi nokkur og kona hans eiga undir högg að sækja I heimabyggð sinni. Fyrrverandi lögreglu- stjóri og fangi er hann dæmdi á embaettistíma sínum láta ekki sitt eftir liggja við að reyna að klekkja á þeim. Þegar óboðinn vágestur knýr dyra vandast tilveran. Aðalhlutverk: Glint Walker, Martha Hyerog Keenan Wynn. 19.19 ► 19:19.
SJÓNVARP / KVÖLD
19:30 20:00 20:30 21:00 21:30 22:00 22:30 23:00 23:30 24:00
ff 19.20 ► Benny Hill. 19.50 ► Tommiog Jenni. 20.00 ► Fréttirog veður. 20.30 ► Máliðog með- ferð þess. Frásögn og sagnalist. 20.45 ► Rannveig Bragadóttir óperu- söngkona. 21.15 ► Valkyrjur (Cagney og Lacey). Bandarískursakamála- myndaflokkur. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 22.15 ► Gullgrafarinn. Bandarísk bíómyndfrá 1981. Leikstjóri: Nicholas Roeg. Aðalhlutverk: Gene Hackman, Tracy Russel, Rutger Hauerog Mickey Rourke. Vellauð- ugur gullgrafari sest að á eyju í Karíbahafinu. Hann býr þar með fjölskyldu sinni en er fullurtortryggni i garð hennar og á það eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. ÞýðandiLOIafur Bjarni Guðnason. 00.20 ► Utvarpsfréttir ídagskrárlok.
STÖÐ2 19.19 ► 19:19. Fréttir og fréttaum- fjöllun. 20.00 ► Teiknimynd. 20.15 ► HM unglinga ísnóker. Bein útsending. 20.40 ► Ljáðu mér eyra. Umsjón: Pia Hansson. 21.10 ► Bernskubrek. Gamanmynda- flokkur. 21.40 ► Fjörutíu karöt (40 Carats). Gamanmynd um fertuga, fráskilda konu sem fer í sumarleyfi til Grikklands. Þar kynnist hún rúmlega tvítugum manni og á með honum eftirminnilega nótt. Aðalhlutverk: LivUlvmann, Edward Albert og Gene Kelly. Leik- stjóri: Milton Katselas. 23.25 ► HM unglinga f snóker. 23.30 ► Bjartasta vonin. 23.55 ► Flugfreyjuskólinn. Ekki við hæfi barna. 1.30 ► Agnes barn Guðs. 3.05 ► Dagskrárlok.
UTVARP
RÍKISÚTVARPIÐ
FM 92,4/93,6
6.45 Veöurfregnir. Bæn, sr. Bragi Skúla-
son flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 f morgunsárið með Ingveldi Ólafs-
dóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, frétt-
ir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir
á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30.
Lesiö úr forystugreinum dagblaðanna að
loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar
laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn. „Hanna María"
eftir Magneu frá Kleifum. Bryndis Jóns-
dóttir les (5). (Einnig útvarpað um kvöldið
kl. 20.00.)
9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra
Björnsdóttir.
9.30 Landpósturinn — Frá Austurlandi.
Umsjón Haraldur Bjarnason.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Sveitasæla. Umsjón: Signý Pálsdóttir.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfs-
< dóttir. (Einnig útvarpaö að loknum fréttum
á miönætti.)
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist.
13.00 I dagsins önn. Urtatjörn við Straum.
Umsjón: Steinunn Harðardóttir.
13.30 Miðdegissagan: „I sama klefa" eftir
Jakobínu Sigurðardóttur. Höfundur les
(4).
14.00 Fréttir.
14.03 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir
kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt mið-
vikudags að loknum fréttum kl. 2.00.)
15.00 Fréttir.
15.03 „Vísindin efla alla dáð“. Umsjón:
Einar Kristjánsson. (Endurtekinn frá mið-
vikudagskvöldi.)
16.00 Fréttir.
16.03 Oagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Dregið verður i tón-
listargetraun Barnaútvarpsins og spurn-
ing vikunnar borin upp. Umsjón: Sigur-
laug M. Jónasdóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist eftir Joseph Haydn. Sónata
I C-dúr; András Schiff leikur á pianó.
Konsert fyrir trompet og hljómsveit i Es-
dúr; Wynton Marsalis leikur á trompet
með National fílharmoníusveitinni; Raym-
ond Leppard stjórnar. Konsert fyrir selló
og hljómsveit; Mstislav Rostropovich leik-
ur á selló með St. Martin-in-the-Fields
hljómsveitinni; lona Brown stjórnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Að utan. Fréttaþáttur um erlend
málefni. (Einnig útvarpað að loknum frétt-
um kl. 22.07.)
18.10 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. Tónlist.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.32 Kviksjá. Umsjón: Freyr Þormóðsson
og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir.
20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá
morgni.)
20.15 Blásaratónlist.
Ceulemans, Stravinsky og Williams.
Kvartett fyrir fjórar klarinettur eftir Ivo
Ceulemans; Belgíski klarinettukvartettinn
leikur. Epitaphium fyrir flautu, klarinettu
og hörpu eftir Igor Stravinsky; Arthur
Gleghorn, Kalman Bloch og Dorothy
Remsen leika. Konsert fyrir óbó og
strengjasveit eftir Waughan Williams;
Leon Goossens og hljómsveitin Fílharm-
ónía i Lundúnum leika; Walter Susskind
stjórnar.
21.00 Sumarvaka.
a. Um nafngiftir Norðmýlinga 1703-
1845. Gísli Jónsson flytur fyrra erindi sitt.
b. Islensk vor og sumarlög.
c. Úr vestfirskum sögnum eftir Arngrím
Fr. Bjarnason. Drukknun Þorsteins í
Æðey. Úlfar Þorsteinsson flytur. Umsjón:
Einar Kristjánsson.
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan. Fréttaþáttur um erlend
málefni. (Endurtekinn frá sama degi.)
22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. Dag-
skrá morgundagsins.
22.30 Danslög
23.00 í kringum hlutina. Umsjón: Þorgeir
Ólafsson.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfs-
dóttir. (Endurtekinn frá morgni.)
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
RÁS2
FM 90,1
7.03 Fréttir kl. 7.00. Morgunútvarpið.
Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson
hefja daginn með hlustendum. Fréttir kl.
7.30. og 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og
fréttir'og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Fréttir kl. 9.00. Morgunsyrpa Evu
Ásrúnar Albertsdóttur. Rugl dagsins kl.
9.25. Fréttir kl. 10. Neytendahorn kl.
10.03. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Fréttir
kl. 11.00. Sérþarfaþing Jóhönnu Haröar-
dóttur kl. 11.03. Gluggað I heimsblöðin
kl. 11.55.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatiu. Gestur
Einar Jónasson leikur tónlist.
Fréttir kl. 14.00.
14.03 Milli mála. Árni Magnússon á útkikki
og leikur nýju lögin.
Fréttir kl. 15.00 og 16.00.
16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán
Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir og
Ævar Kjartansson. Kaffispjall og innlit upp
úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta
tímanum. Þjóðarsálin I beinni útsendingu
kl. 18.03. Fréttir kl. 17.00 og 18.00.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Iþróttarásin. Iþróttafréttamenn fylgj-
ast með tveimur leikjum i 1. deild karla
í knattspyrnu, leikja KA og KR og einnig
leik Fylkis og (A.
22.07 Síbyljan. Sjóðheitt dúndurpopp beint
I græjurnar. (Endurtekinn frá laugardegi.)
Fréttir kl. 24.00.
2.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
2.00 Fréttir.
2.05 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason
kynnir. (Endurtekið frá mánudagskvöldi.)
3.00 Róbótarokk. Fréttir kl. 4.00.
4.30 Veöurfregnir.
4.35 Næturnótur.
5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum.
5.01 Áfram Island. Dægurlög með
íslenskum flytjendum.
6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum.
6.01 Á frivaktinni. Þóra Marteinsdóttir
kynnir óskalög sjómanna. (Endurtekinn
þáttur frá mánudegi á Rás 1.)
7.0 Úr gömlum belgjum.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor-
steinsson. Fréttir kl. 8.00 og fréttayfirlit
kl. 9.00. Potturinn kl. 9.00.
9.00 Páll Þorsteinsson.
10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Fréttir kl.10,
12 og fréttayfirlit kl. 13.
14.00 Bjarni ðlafur Guðmundsson. Óska-
lögin, kveðjurnar, nýjustu lögin, gömlu
góðu lögin. Fréttayfirlit kl. 15.00. Fréttir
kl. 14.00, 16.00 og 18.00.
18.10 Ólafur Már Björnsson með flóamark-
að.
19.00 Freymóður T. Sigurðsson.
20.00 Ólafur Már Björnsson.
22.00 Haraldur Gislason. Óskalög og
kveðjur.
2.00 Næturdagskrá.
RÓT
FM 106,8
9.00 Rótartónar.
11.00 Við viðviðtækið. Tónlistarþáttur. E.
13.30 Tónlist.
14.00 Tvö til fimm með Grétari Miller.
17.00 Geðsveiflan. Tónlistarþáttur I umsjá
Hilmars V. Guðmundssonar og Alfreðs
Jóhannssonar.
19.00 Raunir Reynis Smára.
20.00 Fés. Unglingaþáttur í umsjá Emils
Arnar og Hlyns.
21.00 Gott þít. Tónlistarþáttur með Kidda
kanínu og Þorsteini Högna.
23.30 Rótardraugar. Lesnar draugasögur
fyrir háttinn.
2.00 Næturvakt.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor-
steinsson með morgunþátt. Fréttir og
ýmsar upplýsingar fyrir hlustendur. Frétt-
ir kl. 8.00 og 10.00, fréttayfirlit kl. 9.00.
9.00 Jón Axel Ólafsson;
Fréttir kl. 12.00 og 14.00.
14.00 Gunnlaugur Helgason. Leikin tónlist
við vinnuna. Fréttir kl. 18.00.
18.10 Islenskir tónar. Islensk lög leikin
ókynnt I eina klukkustund.
19.00 Freymóður T. Sigurðsson.
20.00 Ólafur Már Björnsson. Kynnt undir
helgarstemningunni I vikulokin.
22.00 Haraldur Gislason. Óskalög og
kveðjur.
2.00 Næturstjörnur.
ÚTVARP ALFA
FM 102,9
17.00 Orð trúarinnar. Blandaður þáttur
með tónlist, u.þ.b. hálftíma kennslu úr
orðinu og e.t.v. spjalli eða viðtölum.
Umsjón: Halldór Lárusson og Jón Þór
Eyjólfsson. (Endurtekið á mánudags-
kvöldum.)
19.00 Blessandi boðskapur í margvísleg-
um tónum.
24.00 Dagskrárlok.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.10—8.30 Svæðisútvarp Norðurlands —
FM 96,5.
18.03—19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
- FM 96,5.
18.03—19.00 Svæðisútvarp Austurlands.
\
I
\
I
I
I
TOMMY CONWELL
RUMBLE
Banúarískt rokk íhssta gæúallokki.
Iiwihelúiir: „II We NemMeet
Hgain" og „Love's On Fire"
Laugavegur24
Austurstræti 22
Rauðarárstigur16
Glæsibær
Strandgata 37 s
Póstkrafa: 91-11620
McLvjlublad á hverjum degi!
Þorgeirsboli
Símatímar útvarpsstöðvanna
njóta mikilla vinsælda að sögn
útvarpsmanna og víst linnir ekki
símhringingum hvort sem menn
meinhornast eða opinbera sína þjóð-
arsál. í þessum símatímum reynir
gjarnan á langlundargeð spjallþátt-
arstjóra því oftast er nú rætt um
dægurmálin er brenna jafnt á út-
varpsmönnum og dauðlegum mönn-
um útí bæ. Stefán Jón Hafstein er
einn ötulasti símsvarinn og hefír
hann oft fengið skömm í hattinn
fyrir hvatskeytsleg tilsvör. En batn-
andi manni er best að lifa og nú
er engu líkara en Stefán Jón hafi
komist á brosnámskeið hjá Flugleið-
um því hann er ljúfur sem lamb og
lætur mestu nöldurskjóðurnar lönd
og leið ef því er að skipta. En er
ekki einmitt bráðnauðsynlegt fyrir
símaspjallstjóra að reisa ósýnilegan
múr kringum símtækið þannig að
persónulegar tilfinningar lokist inní
í sálarkirnunni þá stund er „síma-
vinurinn" hamast á línunni? Hér
hvarflar hugurinn til ótal kennslu-
stunda þar sem nemendur reyndu
ákaft að æsa undirritaðan upp og
tókst oftast að vekja upp íjörugar
umræður um hin eldfimu dægur-
mál. En svo bráði af kennaranum
og hann hamaðist við að komast
yfir námsefnið. En með tíð og tíma
lærði undirritaður að greina á milli
spurninga er miðuðu að því að drepa
kennslunni á dreif og hinum er
snerust um námsefnið. En þannig
vill kerfíð hafa kennarann líkastan
sjálfsala er afgreiðir námseining-
amar þegar ýtt er á takka og hið
sama gildir vafalítið um símaspjall-
stjóra útvarpsstöðvanna. Menn
sáldra yfir þá spurningum, oft ansi
nærgöngulum, en vilja svo bara
heyra í sjálfum sér. Símaspjallstjór-
um er því nokkur vandi á höndum
þegar kemur að því að rata hinn
gullna meðalveg er hlykkjast milli
tilfinningaríkrar innlifunar og
kaldrar hlutlægrar afstöðu til
manna og málefna.
Hann Ævar blessaður hefur ekki
alveg náð að fóta sig á þessum
gullna meðalvegi líkt og Stefán
Jón. í fyrradag hringdi bóndakona
og ræddi um þriggja daga mjólkur-
vörukaupaherferðarbannASÍ-
BSRB-forystunnar. Bóndakonunni
var mikið niðri fyrir og hafði undir-
ritaður á tilfínningunni að hún
heyrði illa í Ævari því hún hélt sínu
striki þrátt fyrir að Ævar magnað-
ist svo í þularstofu að það var engu
Iíkara en Þorgeirsboli fnæsti fyrir
utan á Markúsartorginu. Gefum
Ævari Kjartanssyni orðið: Guð-
björg . . . ef ég get leyft mér að
koma með mína skoðun þá er þessi
væll í þér bændum til skamm-
ar . . . Og þannig hélt Ævar
áfram í umvöndunartón og gerðist
býsna þykkjuþungur. Stefán Jón,
er ekki rétt að senda Ævar á bros-
námskeið áður en tilfinningarnar
bera hann ofurliði?
„Goodyear
íakes ..."
Millifyrirsögnin er markar loka-
orð þessarar föstudagsgreinar er á
ensku líkt og í síðasta greinar-
korni. Þetta sérkennilega
„stílbragð" kemur ekki af góðu
heldur er því beitt til að vekja at-
hygli á hversu enskan sækir stöð-
ugt á í ljósvakamiðlunum. Eða hvað
segja lesendur um „Goodyear"-
útvarpsauglýsinguna er hljómar til
skiptis á ensku og íslensku og lýkur
á þessum orðum: „Goodyear takes
you home?“ Þessi auglýsing miss-
ir marks ef menn skilja ekki
ensku. Er svo komið að íslenskir
auglýsingameistarar álíti enska
tungu ígildi móðurmáls vors við
smíði auglýsingatexta? Ónefndur
áhugamaður um íslenskt mál
hringdi í undirritaðan af Mýrdals-
sandi í gær og varpaði fram þeirri
ágætu hugmynd að banna alfarið
enska auglýsingatexta í íslenskri
málhelgi, líka sungna texta er
dynja á eyrum manna hér nótt
sem nýtan dag enda greina böm-
in vart lengur á milli enskra og
íslenskra orða í kókauglýsingun-
um.
Ólafur M.
Jóhannesson