Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 Ráðherraneftid íjall- ar um ríkisflámiálin FUNDUR ríkisstjórnarinnar í gærmorgun stóð í ftórar klukku- stundir, en engin niðurstaða fékkst á fundinum um það hvaða leiðir skuli farnar til þess að rétta af fyrirsjáanlegan 3,5 millj- arða króna halla, heldur var ákveðið að nefhd þriggja ráðherra ynni að frekari tillögugerð. Það verða væntanlega flokksfor- mennimir þrír sem skipa þá neftid. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins em afar skiptar skoðanir meðal ráðherra ríkisstjóm- arinnar um það með hvaða hætti hægt sé að standa að niður- skurði ríkisútgjalda. Ráðherrar ríkisstjómarinnar eru allir sammála um að grípa verði til aðgerða, til þess að rétta af hallann á ríkissjóði. Ræða þeir um aukna skattheimtu, niðurskurð á ríkisútgjöldum og innlenda lán- töku. Þegar á hinn bóginn kemur að umræðunni um niðurskurð á ríkisútgjöldum, eru ráðherramir komnir í nokkra sjálfheldu, sem fyrr, því enginn fagráðherranna getur fallist á að niðurskurðurinn eigi að bitna á „mínum mála- flokki“. Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki telja að nú sé komið á daginn að fáviska og vanmat hafi ráðið ríkjum hjá ríkisstjórninni, varðandi hennar þátt og kostnað ríkissjóðs vegna kjarasamninganna nú í vor. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Megin- hlutinn af þeim vanda sem nú blas- ir við er annars vegar fólginn í því að við höfum aukið niður- greiðslurnar um 600 milljónir, vandi útflutningsuppbótanna í landbúnaðinum er meiri en talið var og að gengisbreytingarnar hafa haft aukin vaxta- og rekstr- argjöld í för með sér.“ Fjármálaráðherra sagði að ríkisstjómin og forystumenn bæn- dasamtakanna gerðu sér grein fyrir því að þær miklu breytingar sem hér hefðu orðið á kjötneyslu og sú sauðfjárframleiðsla sem færi hér fram gerðu það að verk- um að sá hluti búvörusamningsins sem snéri að kindakjötsframleiðslu hefði orðið með allt öðrum hætti en talið var. Það væri því ljóst að þann þátt þyrfti að endurskipu- leggja og um það væri enginn ágreiningur. „Ég er mjög hlynntur því að ríkissjóðsdæminu verði náð sam- an, en það vom engar ákvarðanir teknar um hækkun skatta,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra að loknum fundinum. Forsætisráðherra kvaðst telja það mikilvægt að sá halli sem væri á ríkissjóði yrði réttur með innlendu lánsfé, en ekki erlendu. / DAG kl. 12.00: Heimitd: Veðurstofa islands á veðurspá kl. 16.15 i gaer) (Byggt VEÐURHORFUR í DAG, 9. JÚNÍ YFIRLIT í GÆR: Um 600 km suðaustur af Hvarfi er heldur vaxandi lægð í hreyfingu aust-suðaustur. Áfram verður tiltölulega milt. SPÁ: Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað um mestallt land og víða þokuloft við ströndina. Léttir sums staðar til í innsveitum, eink- um á Norður- og Vesturiandi. Hiti víðast 8—10 stig, þó hlýrra sums staðar inn til landsins um hádaginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austlægar áttir. Súld á Suöausturlandi svo og í útsveitum norðanlands og austan. Þurrt í öðrum landshlutum og víða léttskýjað á vestanverðu landinu. Sæmilega hlýtt inn til landsins en svalara við austur- og norður- ströndina. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiðskirt * stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * V Skúrir Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka Hálfskýjað / / / * / * •> 5 Þokumóða Súld Skýjað f * / * Slydda r * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur ®Alskýiaft * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 10 súld Reykjavik 12 úrk. f grennd Bergen 10 rigning Helsinki 13 rigning Kaupmannah. 13 skúrir Narssarssuaq 7 rigning Nuuk 1 skýjað Ósló 16 úrkoma Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Algarve 20 heiðskirt Amsterdam 15 skýjað Barcelona 17 alskýjað Berlin 16 skúrir Chicago 21 alskýjað Feneyjar 21 léttskýjað Frankfurt 12 þrumur Glasgow 14 úrkoma Hamborg 12 skúrir Las Palmas 22 alskýjað London 16 skýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 12 skúr Madrfd 24 skýjað Malaga 25 léttskýjað Mallorca 25 hálfskýjað Montreal 19 alskýjað New Vork 18 þoka Orlando 23 skýjað Paris vantar Róm 22 léttskýjað Vfn 15 skýjað Washington 20 alskýjað Winnipeg vantar Helmingi minni sala í mjólkinni MJÓLKURSAMSALAN í Reykjavík seldi út um 65 þúsund lítra af framleiðslu sinni í gær en síðastiiðinn fimmtudag seldust 120 þús- und lítrar af mjólkurvörum, að sögn Baldurs Jonssonar sölusljóra. Þá þijá daga sem stærstu launþegasamtök landsins hafa hvatt neytendur til að hundsa mjólkurvörur hefur sala fyrirtækisins ver- ið 205 þúsund lítrar miðað við 327 þúsund lítra sömu þrjá daga í liðinni viku. Að sögn Péturs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Tæknideildar Mjólkursamsölunnar hefur fyrir- tækið brugðist við þessu með því að taka ekki á móti mjólk frá Mjólk- urbúi Flóamanna, en það er sá við- skiptaaðili sem á auðveldast með að beina hráefninu til arinarrar framleiðslu. Karl West verslunarstjóri Hag- kaups í Kringlunni áætlar að í versl- uninni hafi selst um 50% minna af mjólkurvörum en venjulega á fimmtudegi. Bragi Bjömsson versl- unarstjori Sparkaupa í Hólagarði sagðist telja að samdráttur í sölu mjólkurvara næmi 75-80%, en þetta hefði ekki valdið tjóni þar sem búist hefði verið við söluminnkun. Aðgerðir launþegasamtakanna ná ekki til dagsins í dag, föstu- dags, en að sögn Baldurs Jonssonar er salan þá að jafnaði um 210 þús- und lítrar, þriðjungur vikusölu. Pét- ur Sigurðsson kvaðst jafnvel óttast að þessar aðgerðir hefðu í för með sér einhveija varanlega breytingu á neysluvenjum. Hann sagði að mjólkuriðnaðurinn yrði fyrir ein- hveiju tjóni vegna þessa tíma- bundna sölufalls þar sem hráefnið færi í verðminni pakkningar en venjulega. Tjónið yrði hins vegar ekki ljóst fyrr en við heildaruppgjör í lok framleiðsluársins. Pétur ítrek- aði að bændum væri tryggt grund- vallarverð með búvörusamningi og yrðu því ekki. fyrir tekjutapi nema til lengri tíma litið, ef um varanleg- an samdrátt yrði að ræða. Baldur Jónsson sagði erfitt að meta hvort mjólkursala í dag yrði svipuð, minni eða jafnvel meiri en venjulega á föstudegi. Engir erfið- leikar verði á að framleiða aukið magn en komi á daginn að kaup- menn hafi verið of varkárir í pönt- unum sínum gæti móttaka og pant- ana og dreifing dreifst meira yfir daginn en venjulega. Óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli ekki svara þessu kalli Ákvarðanir um næstu skref í baráttu Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja verða teknar á mánudaginn kemur hafi engin viðbrögð orðið af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir þann tíma. Forsvarsmenn ASÍ og BSRB lýsa yfir ánægju sinni með viðbrögð almennings við áskorun um að kaupa ekki mjólk. „Almenningur hefur aldrei áður fylgt jafn skýrt eftir eindregnum kröfum sínum um að stjómvöld dragi verðhækkanir til baka,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og nefndi einnig til fjöldafund sam- takanna fyrir rúmri viku síðan, en jafn íjölmennur fundur hafi ekki verið haldinn á Lækjartorgi frá íjöldafundinum á kvennafrídaginn fyrir nokkrum árum. „Það er óskilj- anlegt að ríkisstjómin skuli ekki svara þessu kalli með aðgerðum af sinni íiálfu. Krafan stendur skráð skýrara letri en nokkurn tíma áður við slíkar aðstæður. Það verður að gera tilkall til þess að ríkisstjómin hlusti á almenning." Aðspurður um viðbrögð stjóm- valda til þessa og nýjar upplýsingar um hallarekstur ríkissjóðs, sagði hann: „Ég ætla ekki núna að fara í rökræður um fjármál ríkisins eða landbúnaðarstefnuna við Ólaf Ragnar. Þá umræðu skulum við geyma til betri tíma. Ólafi Ragnari ber skylda til að rifja upp eigin yfirlýsingu samhliða samningunum við BSRB sem hann skrifaði undir sjálfur. Með stóryfirlýsingum sínum í gær og í dag er fjármálaráðherra greinilega að reyna að drepa málinu á dreif og draga athyglina frá þeim einföldu kröfum sem við höfum sett fram. Með aðgerðum okkar erum við ósköp einfaldlega að draga fram þá bláköldu staðreynd að ríkisstjórnin gaf ákveðin fyrirheit samhliða samningunum og við þau hefur hún ekki staðið. Hún lofaði að halda aftur af verðhækkunum og að búvörur hækkuðu ekki um- fram laun lágtekjufólks. Laun þess fólks hafa ekki hækkað um 14% eins og mjólkin, ekki einu sinni um helming þess,“ sagði Ásmundur. „Ég er ekíri tilbúinn til þess að taka þátt í því að hjálpa Ólafí Ragn- ari að draga athyglina frá okkar kröfum. Við erum ekki með fjármál ríkisins á okkar könnu. Það kann vel að vera skynsamlegt að fela okkur þau og það getur vel verið að Ólafur sé þeirrar skoðunar að það sé rétt. Það er þá mál sem hann þarf að ræða við okkur í betra tómi,“ sagði Ásmundur Stefánsson ennfremur. Sýnir að samtaka- mátturinn er til staðar „Við ætlum að bíða átekta og sjá hvaða viðbrögð kröfur almenn- ings fá hjá ríkisstjórninni. Ákvarð- anir um frekari viðbrögð verða teknar á mánudaginn kemur í ljósi þess. Fólk ætlast til aðgerða af hálfu ríkisstjórnarinnar," sagði Ög- mundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Hann sagði að góðar viðtökur almennings við áskoruninni um að kaupa ekki mjólk kæmu sér í raun ekki á óvart. „Þetta er svo greini- legur vilji almennings sem kemur fram í þessum aðgerðum og þetta sýnir að hjá honum er samtaka- mátturinn tit staðar. Ég held að stjómvöld ættu að draga lærdóm af því. Þessar undirtektir segja okkur hve alvarlegum augum al- menningur lítur þessar miklu verð- hækkanir," sagði Ögmundur. Hann sagði að menn hefðu verið að tala um að þessum aðgerðum væri beint gegn bændum, sem v'æri auðvitað af og frá. „Þetta eru hugs- að sem táknrænar aðgerðir og í rauninni þá bitna þessar aðgerðir fyrst og fremst á neytandanum sjálfum, þeim sem tekur þátt í að- gerðunum. Enda er hugmyndin ekki sú að klekkja á einhveijum og allra síst bændum, heldur er fólk á táknrænan hátt að sýna vilja sinn og andstöðu gegn þessum verð- hækkunum," sagði Ögjnundur Jón- asson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.