Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 38
38 ('toORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 ncBAAnn ÁSTER... . . . að láta enga stund ónot- aða. TM Reg U.S Pal Ofl — all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Því ertu hér enn. Ég bað fyrir kveðjur og óskir um skjótan bata? Skipsljórinn sá þig ekki, en aftur á móti ég ... Eyðslusemi ráðamanna Kæri Velvakandi. „Enginn getur barist með tóman maga. En það væri miklu réttara að segja, að enginn gæti barist fyr- ir tóman maga. Maðurinn verður að eiga eitthvað til þess að beijast fyrir, heimili, jarðarskika, nokkur hænsni eða kú, en fyrst og fremst verður hann að búa við mannsæm- andi lífskjör, eigi hann að geta orð- ið dyggur og ánægður þjóðfélags- borgari. Þessi staðreynd er nú að verða mönnum augljós um heim allan. Við getum ekki prédikað lýðræði og jafnframt látið það viðgangast, að fjölda fólks skorti lífsviðurværi og alla möguleika til þess að afla sér þess. Fólk, sem er ánægt, verð- ur aldrei kommúnistar. Byltingar stafa einungis af óánægju og fá- tækt. Ef við af skammsýni neyðum múginn til þess að gripa til örþrifa- ráða, verðum við sjálfir að taka afleiðingunum af því. Þetta segir A.J. Cronin í bók sinni „Endurminningar læknis og rithöf- undar.“ Nú hef ég nýlokið við að lesa hana svo hún er mér fersk í minni, en þessi orð sem ég las í mannkynssögunni minni fyrir 60 árum eru mér ennþá jafn fersk í minni og þá ég las hana. Landinu var vel stjórnað og þegn- unum leið vel, eða landinu var illa stjórnað og þegnunum leið illa, svo einfalt er það að tugur af hug- myndafræðingum og áróðursmeist- urum ríkisstjórnarinnar tekst ekki að fá þegnana til að trúa á þá ímynd sem þeir búa til af þjóðinni. Þetta er „falskt“. Við erum smáþjóð, og við höfum ekki efni >á að halda uppi jafn margmenni ríkisstjórn og ér er, það er hún sem er að setja landið á hausinn með flottræfia- skap. Veislur fyrir 150 manns þeg- ar 50, hefðu dugað, og ráðherrar sem fara á ráðstefnur erlendis fara með 20—30 manns fylgdarlið með sér, skyldi „Sjusko" (já, það kalla ég rúmenska skálkinn) berast meira Ágæti Velvakandi. Nú er hafin ágæt herferð um hreina og fagra borg og er ekkert nema gott um það að segja. Von- andi bér herferðin árangur. En mér finnst að nú uppá síðkastið hafi óreglufólki fjölgað óhugnanlega mikið og er það mjög áberandi í miðborg Reykjavíkur. Það er líka á þegar hann er á ferðalagi? Það er ekki ýkja langt síðan Rut Bjær- regár hin danska, var vítt eða jafn- vel vikið frá þingstörfum um tíma, þegar hún á vegum ríkisins var í opinberri heimsókn í París, hún þótti búa á of fínu hóteli og bruðla of mikið með ekkjupeninginn, og fé hins almenna skattborgara. Dan- mörk er jú gamalt og gróið lýðræð- isríki þar sem þingmenn og ráð- herrar verða að lúta sömu Iögum og aðrir þegnar landsins. Ég skora á hagfræðinga landsins að reikna það út hvað svona fá- Til Velvakanda. Ég var að velta því fyrir mér, hvort svokölluð „borgaraleg ferm- ing“ væri ekki einskonar „af-ferm- ing“, þar sem þessir borgaralegu þurfa hvorki að staðfesta neitt, né Til Velvakanda Geysiskvartettinn góðkunni hélt söngskemmtun í Akureyrarkirkju fyrir skömmu við fögnuð fjölda áheyrenda. Undirleikari var að venju Jakob Tryggvason. Söngskráin var fjölbreytt, bæði innlend og erlend lög. Af fyrri hluta söngskrár má nefna lögin „Ljósbrá" eftir Eirík Bjarnson og „Inn um gluggann" eftir Sigurð Þórðarson. Bæði voru þau ágætlega flutt og mikið af erlendum ferðamönnum þar. Satt best að segja finnst mér óreglufólkið lítil borgarprýði og slæm aulýsing fyrir Island. Er eng- in von til þess að lögregluyfirvöld Ijarlægi þetta fólk, eða á þetta að vera svona áfram? Kristinn Sigurðsson menn þjóð og við erum raunveru- lega þurfum á mörgum alþingis- mönnum og ráðherrum að halda. Hér er allt í kalda kolum vegna eyðslusemi manna sem við upp- runalega kusum til að þjóna okkur, 'þeir hafa misskilið hlutverk sitt að hugsa fyrst og fremst um hag þjóð- arinnar, þeir hugsa aðeins um að skara eld að eigin köku. Svo sendi ég Magnúsi Guðmundssyni kærar kveðjur með þakklæti fyrir aðdáun- arvert framlag sitt í hvalveiðimálinu í þágu íslensku þjóðarinnar. Anna Johnsen lofa neinu. Eins á ég svo bágt með að hugsa mer Svavar Gestsson sem postula eða prest, þótt sláandi skeggið hans standi fyrir sínu. naut tenórinn sín sérstaklega vel, hreinn og tær. Flutningur síðara lagsins.jafnaðist fyllilega á við flutn- ing gamla MA-kvartettsins á sama lagi. Einkar þekkilegur var flutning- ur á gömlu lögunum vinsælu „Vio- letta“ og „Rarnona." ■ Á söngskránni voru tvö gamanlög með gríntextum, „Matseðillinn" og „Flón eru allir", eftir erlenda laga- höfunda. Flutningur þeirra kætti mjög áheyrendur. í lögunum „Hið unga vor“ og „Við lágan bæ“ nutu þeir félagar sín og mátu áheyrendur þau mjög, enda voru bæði lögin end- urflutt. Aukalög fluttu þeir félagar og sérstaka athygli vakti flutningur á lagi Pauls McCartneys, „Yeste_rday“, með íslenskum texta og heiti „Ó liðna tíð“ í útsetningu Jakobs Tryggvason- ar. Allur flutningur kvartettsins var faglegur og vandaður og sýndi og sannaði langa reynslu félaganna. Ég hvet alla, unga sem aldna, til að heyra kvartettinn ef færi gefst. Kvartettunnandi Mikið um óreglufólk Borgaraleg ferming S.E.E. Yelheppnaðir tónleik- ar Geysiskvartettsins HÖGNI HREKKVlSI Víkverji skrifar að er ólíku saman að jafna hátíðarhöldum sjómannadags- ins í Reykjavík og í sjávarplássum úti á landi. Víkveiji lagði leið sína niður að Reykjavíkurhöfn síðastlið- inn sunnudag og eftir siglingu með hvalveiðibát um Sundin blá, harð- fisksáti um borð og lykt af súru rengi var samið við þá yngri í fjöl- skyldunni um að það tilheyrði að hlusta á ræður sjómannadagsins. Greinilegt var að fáir höfðu náð slíkum samningi því sennilega hafa ekki miklu fleiri en hundrað manns fylgst með skörulegum ræðum ráð- herra og fulltrúum sjómanna og útgerðarmanna. Reyndar var kalt við höfnina þennan dag og ýmislegt annað um að vera í borginni, en sannarlega lítil sjómannadags- stemmning í þeirri annars stóru verstöð sem Reykjavík óneitanlega er. í sjávarplássum úti um land er sjómannadagurinn dagurinn, sem beðið er eftir. Hann markar viss tímamót á árinu og á sér sögu og hefðir. Varla er sá maður sem læt- ur hann framhjá sér fara. Á þessum stöðum er líka stundum kalsaveður á sjómannadaginn, en þar skiptir það bara ekki máli. Víglundur Jónsson, gamall skip- stjóri í Ólafsvík og heiðursborgari þar, er dæmi um mann, sem metur sjómannadaginn og lætur hann ekki fram hjá sér fara. í frétt í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn segir frá því, að Víglundur hafi drifið sig á sjómannaballið og arkað talsverða leið á skemmtistaðinn þrátt fyrir að sjúkleiki geri honum óhægt um gang. Þannig er sjómannadagurinn í hugum margra úti á landi — ómiss- andi. xxx Ekki er Víkveiji neinn sérstakur áhugamaður um skokk, en getur þó ekki annað en dáðst að því fólki, sem oft í viku, kannski hvert einasta kvöld, drífur sig út hvernig sem viðrar og skokkar nokkra kílómetra eftir áhuga og getu hvers og eins. Sérstaka at- hygli Víkveija hefur vakið hópur manna á Seltjarnarnesi. Þar má sjá stóra fylkingu karla og kvenna hlaupa út á Suðurnesið á hveijum einasta degi og fyrir utan hreyfing- una er greinilega mikill félagsskap- ur sem fylgir þessu. Sjálfsagt má finna slíka hópa í öðrum sveitarfé- lögum og bæjarhverfum, en sam- heldni þeirra Seitirninga virðist ein- stök. Áhugi þessa fólks hefur meira að segja leitt til þess, að Víkveiji dagsins íhugar annað slagið að hætta að reykja og byija að skokka. Enn er það þó aðeins til umhugsun- ar. í þessu sambandi má minna á að íþróttadagur verður haldinn í Reykjavík og nágrenni á Iaugardag og þá verður efnt til svokallaðs krabbameinshlaups. Ekki er að efa að margir taki þátt í því bæði með keppni og skemmtun í huga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.