Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 42
42 MÖftGtriítöJÁBlð IÞRÓTTIR'MWbMjr M/juMiigaæ1 KNATTSPYRNA / 1. DEILD ÍÞRÚmR FOLK ■ HEIMIR Karlsson skoraði síðast fyrir Val í 1. deild í 16. umferð sumarið 1985, í 3:1 sigri á Víði að Hlíðarenda. Þá skoraði hann eftir sendingu Gríms Sæ- mundsen þáverandi fyrirliða. ■ HEIMIR kom frá Hollandi sumarið 1985, eftir að hafa leikið þar. Hann hóf að leika með Val um mitt tímabil og skoraði þrjú mörk. Liðið var meistari 1985. ■ BOJAN Tanevski skoraði fyrsta mark sitt fyrir Þór í 1. deild í gærkvöldi, er hann jafnaði, 1:1, í Keflavík. I BJARNI Sigurðsson, lands- liðsmarkvörður, fékk síðast á sig mark í íslensku 1. deildinni er hann lék með ÍA 1984. Þá skoraði Arnar Friðriksson hjá honum á 26. mínútu í 2:1 sigri Þróttar á Skag- anum í 16. umferð. Hann hefur enn ekki fengið á sig mark með Val í sumar og hefur því haldið hreinu í deildarleikjum hér á landi í samtals 514 mínútur! ■ BLÖÐ, sjónvarp og útvarp í Austurríki hafa keppst um að taka viðtöl við Guðmund Torfason vegna landsleiks íslands og Aust- urríki í Reylqavík; „Ég hef verið lítillátur í þeim viðtölum og að sjálf- sögðu sagt að Austurríkismenn væru sigurstranglegri," sagði Guð- mundur Torfason i spjalli við Morgunblaðið. ■ ASGEIR Sigurvinsson var í viðtali við eitt blaðanna í Aust- urríki i gær. ■ HEIMIR Karlsson, íþrótta- .fréttamaður Stöðvar 2 og knatt- spymumaður í Val, hefur verið ráð- inn þjálfari Islandsmeistara Fram í kvennahandknattleik. ■ VÍKINGUR hefur ráðið Theód- ór Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðsins í handknattleik. The- ódór þjálfaði FH-stúlkurnar síðastliðinn vetur og var jafnframt aðstoðarþj álfari kvennalandsliðsins. ■ ENSKI landsliðsmaðurinn Trevor Steven hjá Everton fer til Glasgow Rangers fyrir næsta keppnistímabil. Hann mun gera þriggja ára samning við félagið. Kaupverðið hefur ekki verið ákveð- ið — Rangers er tilbúið að greiða 1.250.000 pund en Everton setur upp 2.500.000 pund! Morgunblaðið/Júlíus Heimir Karlsson sá um að Valsmenn öll stigin sem barist var um að Hlíðarenda í gærkvöldi. Skoraði eina markið. Hér á hann í höggi við Örn Torfason (t.v.) og Ámunda Sigmundsson. Eintóm glæsimörk - á æfingavelli Vals. Nú tryggði Heimir Karlsson þrjú stig meðfallegu skallamarki HEIMIR Karlsson sýndi í gær- kvöldi að hann hefur litlu gleymt eftir nokkurra ára fjar- veru úr 1. deildinni, þrátt fyrir að virka heldur þyngri en áður. Hann var síógnandi að marki síns gamla félags, og það var viðeigandi að hann skyldi ein- mitt skora sigurmarkið. Glæsi- legt mark með skalla tryggði Val stigin þrjú gegn Víkingi og var sigurinn sanngjarn — þó Víkingar hefðu hæglega getað jafnað ílokin. Liðin buðu upp á bráðfjöruga kafla, leikmenn beggja voru að reyna að leika fallega — sérstaklega Valsmenn. Samleikurinn tókst þó ekki alltaf, en við- leitnina verður að virða. Liðin voru ámóta í fyrri hálfleik en Valsmenn ágengari í þeim síðari og mark hafði legið í loftinu í nokk- Skapti Hallgrímsson skrífar Valur - Víkingur 1 : O íslandsmótið, 1. deild, Valsvöllur fimmtudag 8. júní 1989. Mark Vals: Heimir Karlsson á 61. mín. Gult spjald: Goran Micic, Víkingi. Rautt spjald: Ekkert. Dómari: Ólafur Lárusson. Áhorfendur: Um 500. Lið Vals: Bjami Sigurðsson, Þorgrím- ur Þráinsson, Siguijón Kristjánsson, Magni BlöndaJ Pétursson, Atli Eðvalds- son, Sævar Jónsson, Halldór Áskels- son, Einar Páll Tómasson, Lárus Guð- mundsson, Ingvar Guðmundsson, Heimir Karlsson. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Ámundi Sigmundsson, Sveinbjöm M. Jóhannesson, Öm Torfason, Hallsteinn Amarson, Bjöm Bjartmarz (Lúðvík Bragason vm. á 72. mín.), Aðalsteinn Aðalsteinsson, Atli Einarsson, Andri Marteinsson, Goran Micic, Atli Helga- son. um tíma áður en það kom. Mínútu áður hafði Heimir átt þrumuskalla naumlega framhjá og síðan kom það; Magni tók aukaspyrnu frá hægri og höfuð Heimis var rétt stillt — knötturinn small á enni hans úti í miðjum teig og söng í netinu án þess að Guðmundur fengi rönd við reist. Lokakafla leiksins sóttu Víkingar af talsverðum móð, Ámundi átti bylmingsskot hárfínt yfir utan úr teig og síðan varði Bjami landsliðs- markvörður frábærlega, þmmu- fleyg Gorans Micic af markteigs- horninu. Þetta var annar leikur Vals á æfingavelli sínum að Hlíðarenda í sumar — áður hafði liðið lagt ÍA að velli, 2:0, með glæsimörkum Sævars og Ingvars. Enn hefur því ekki verið boðið upp á annað en glæsimörk á vellinum; og spurning hvort áhangendur Valsliðsins fara ekki að fjölmenna á æfingar þess — því þær fara jú fram á þessum velli... 3.0G 4.DEILD Sigurður með 4 mörk fyrir Þrótt Igærkvöldi vom 7 leikir í 3. deild karla. í 3. deild A sigraði Víkveiji Grindavík 2:1. Mörk Víkveija skor- uðu Valdimar Jónsson og Svavar Hilmarsson, en Þórir Ólafsson skor- aði mark Grindavíkur. ÍK vann Leikni 1:0 með marki Steindórs Elíssonar. Hveragerði og Grótta gerðu jafntefli 1:1. Fyrir Hvera- gerði skoraði Gunnar Einarsson og Karl Sæberg skoraði mark Gróttu. Sigurður Hallvarðsson skoraði 4 mörk í 5:1 sigri Þróttar R á Reyni S. Fimmta mark Þróttar setti Óskar Óskarsson en Antony Stissy skoraði fyrir Reyni. BÍ sigraði Aftureldingu 3:1. Mörk BÍ skomðu Sævar Æv- arsson, Stefán Tryggvason og Örn- ólfur Óddsson. Tveir leikir vom í B-riðli 3. deild- ar. Þróttur N. sigraði Huginn 3:2. Guðbjartur Magnason skoraði 2 mörk fyrir Þrótt og Þorlákur Áma- son 1. Mörk Hugins settu Svein- bjöm Jóhannsson og Finnbogi Sig- urðsson. Þá vann Kormákur Val ^Reyðarfirði 3:1. Fyrir Kormák skor- uðu Páll Leó Jónsson, Bjarki Har- aldsson og Albert Jónsson. Agnar Arnþórsson skoraði mark Vals. 6 leikir í 4. deild í 4. deild A vom tveir leikir. Ægir sigraði Njarðvík 1:0 með marki Björgvins Guðmundssonar og Augnablik vann Stokkseyri 1:0. Bjarni Frostason skoraði mark Augnabliks. Haukar og Snæfell léku í 4. deild B og sigmðu Haukar 2:1. Gauti Marinóson skoraði bæði mörk Hauka og mark Snæfells var sjálfsmark. í C-riðli deildarinnar vom 3 leik- ir. Baldur og Léttir gerðu jafntefli 1:1. Garðar Jonsson skoraði fyrir Baldur og Valdimar Óskarsson fyr- ir Létti. Ármann og Hafnir skildu einnig jöfn 1:1. Mark Ármanns skoraði Gústaf Alfreðsson, en fyrir Hafnir skoraði Guðmundur Frans Jónasson. Víkingur Ó og Árvakur skildu jöfn 2:2. Hermann Her- mannsson og Jón Thorarensen skomðu mörk Víkings og Guð- mundui- Jóhannsson skoraði bæði mörk Árvakurs. HANDKNATTLEIKUR / U-21 ARS ísland í erfid- asta riðlinum DREGIÐ hefur verið í riðla í heimsmeistarakeppni lands- liða íhandknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sem fram fer á Spáni í byrjun september. ísland verður í riðli með Spáni, Vestur— Þýskalandi og Tékkólóvakíu. Island er í A-riðli og er hann talinn sá sterkasti í keppninni. Spánveijar em á heimavelli og verða því erfiðir. Vestur-Þjóðveij- ar leggja mikla áherslu á þessa keppni eftir hrakfarir A-Iandsliðs- ins í Frakklandi og Tékkar em mjög sterkir í þessum aldursflokki enda margir leikmenn að beijast fyrir A-landsIiðssæti fyrir heims- meistarakeppnina sem fram fer i heimalandi þeirra á næsta ári. Keppnisfyrirkomulag er það sama og í B- keppninni í Frakkl- andi. Þijú efstu liðin í hveijum riðli komast í milliriðil. A- og B- riðill mynda einn milliriðil og C- og D-riðiil annan. Keppnin fer fram á Spáni 14. til 25. septemb- er. A-riðilIinn verður spilaður í La Comfia. Riðlaskiptingin verður eftirfar- andi: (Leikstaður í sviga) ■ A-riðilI: (La Corufia) Spánn, Vestur-Þýskaland, Tékkó- slóvakía og ísland. ■ B-riðill: (E1 Ferrol) Svíþjóð, Ungveijaland, Pólland og Egyptaland. ■ C-riðill: (Lugo) Júgóslavía, Frakkland, Alsír og Suður-Kórea. ■ D-riðill: (Orense) Sovétríkin, Rúmenía, Austurríki og Bandaríkin. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hætti Jóhann Ingi Gunnarsson sem þjálfari liðsins eftir leikina við Svisslendinga í maí. Stjóm HSÍ hefur enn ekki gengið frá ráðningu nýs þjálfara. Að sögn Jóns Hjaltalins Magnús- sonar, formanns HSÍ, er verið að vinna í málinu og ætti að skýrast í næstu viku hver verði arftaki Jóhanns Inga. 2. DEILD Stjarnan á toppnum HEILLASTJ ARN A var það ekki sem beið Selfyssinga í Garða- bænum í gærkvöldi. Áður en yfir lauk var staðan orðin 3:0 fyrir Stjörnuna og þar með er Selfoss eitt og yfirgefið með ekkert stig á botni deildarinn- ar. Stjarnan trónir hins vegar efst á toppnum með 7 stig. KrístinnJens Sigurþórsson skrífar Guðmundur Jóhannsson skrífar Frá Bimi Bjömssyni á Vopnafiröi 2. DEILD Fj. leikja U J T Mörk Stig STJARNAN 3 2 1 0 6: 2 7 VÍÐIR 3 1 2 0 2: 1 5 BREIÐABLIK 3 1 1 1 5: 3 4 VÖLSUNGUR 3 1 1 1 5:4 4 TINDASTÓLL 3 t 1 1 3: 3 4 EINHERJI 3 1 1 1 4: 5 4 ÍR 3 1 1 1 4: 5 4 ÍBV 2 1 0 1 2: 2 3 LEIFTUR 2 0 2 0 1: 1 2 SELFOSS 3 0 0 3 1: 7 0 I Ifyrri hálfleik vom yfirburðir Stjörnunnar samt ekki sýnilegir; liðið var meira með knöttinn en Selfyssingar vörðust mjög vel. í síðari hálfleik vom sóknir Stjörn- unnar miklu mun hættulegri og á 57. mínútu kom fyrsta markið. Þá skallaði einn besti mað- ur Stjömunar, Birgir Sigfússon, knöttinn í netið eftir fyrirgjöf. Ein- ungis fjórum mínútum síðar bætti Valdimar Kristófersson öðra marki við. Þá var allur vindur úr Selfoss- liðinu og Stjarnan sótti það sem eftir var. Þriðja markið kom svo eftir stórgóða fyrirgjöf Heimis Erl- ingssonar, en þá skallaði Loftur Steinn glæsilega í netið. Þrjú stig á Krókinn Tindastóll sigraði Breiðablik með tveimur mörkum gegn einu á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Heimamenn byijuðu betur og höfðu forystu í leikhléi, 1:0. Jón Þórir Jóns- son skoraði mark þeirra. Snemma í síðari hálfleik jafn- aði Björn Björnsson leikinn og und- ir lok leiksins náði Árni Ólafsson að tryggja norðanmönnum sigur. Blikar náðu betri samleik og áttu fleiri færi en herzlumuninn vant- aði. Tindastólsmenn nýttu færin betur og voru auk þess líkamlega sterkari og það gerði gæfumuninn. Fyrsti sigur Einherja Einheiji sigraði Völsung 3:2 á Vopnafirði í miklum baráttu- leik. Knattspyrnan var samt ekki að sama skapi alltaf áferðafalleg og datt leikurinn niður á köflum og varð nokkuð þóf- kenndur. Fyrsta mark leiksins kom strax á 5. mínútu þeg- ar Baldur Kjartansson kom heima- mönnum yfir. Völsungar jöfnuðu svo á 11 mínútu með marki af stuttu færi, sem Skúli Hallgrímsson gerði. Á 15 mínútu. komust heima- menn aftur yfir með glæsilegu skallamarki Þrándar Sigurðssonar. Völsungar jöfnuðu svo eftir að 15 mínútur vom liðnar af síðari hálfleiknum. Skúli Hallgrímsson skoraði þá auðveldlega eftir að þvaga hafði myndast í vítateig Ein- heija. Eftir þetta skiptust liðin á um að sækja en Einherji var öllu að- gangsharðari og á 80. mínútu fékk liðið víti sem Njáll Eiðsson skoraði öragglega úr. Jafntefli í Garðinum Víðismenn máttu sætta sig við jafntefli 1:1, gegn ÍR-ingum í Garðinum í gærkvöldi. Heimamenn sóttu nærri stanslaust í fyrri hálf- leik og náðu forystunni með marki Vilbergs Þorvaldssonar um miðjan fyrri hálfleik. Jón G. Bjamason jafnaði úr skyndisókn í síðari hálf- leik eftir mikil vamarmistök. 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.